Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 9 LAUSBLAÐA- MÖPPUR írá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. é 5 5 :=> Q q: Tvöfaldaöu spamaö þinn meö einu símtali Með einu símtali geta ákrifendur a 6 spariskírteinum ríkissjóðs hækkað áskriftarfjárhæðina og þannig aukið mánaðarlegan sparnað sinn, jafnvel tvöfaldað hann. Ónotuð Blönduvirkjun: einn milljarður á ári í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, er m.a. fjallað um Blöndu- virkjun, sem kostar um 13 milljarða króna, og framleiðslugetu á raforku langt umfram eftirspurn. í greininni segir: „Kostnaðurinn við að láta Blönduvirkjun vera ónotaða í eitt ár er um það bil einn milljarður miðað við þessar forsendur." Ár hinsmikla samdráttar I nýlegri endurskoðun Þjóðhagsstofnunar á þjóðhagshorfum 1992 eru því gerðir skórnir að landsframleiðsla dragist saman milli áranna 1991 og 1992, fjórða árið í röð, að þessu sinni um 4%, og þjóðartekjur um rúmlega 6%. Ástaeða þessa mikla samdráttar, á sama tima og flest OECD-Iönd búa við hag- vöxt, er þríþætt: Afla- samdráttur, seinkun ál- versframkvæmda og versnandi viðskiptakjör. Þrátt fyrir að spáð er að innflutningur vöru og þjónustu dragist saman um 10% á hinu nýbyijaða ári „er reiknað með að viðskiptaliallinn á árinu 1992 verði um 15 miUj- arðar króna, sem svarar tíl um 4% af landsfram- leiðslu ... „Þennan við- skiptahaUa má bæði rekja til minni útflutn- ings vöru og þjónustu og versnandi viðskipta- kjara.“ Seinkun álversfram- kvæmda bætir gráu ofan á svart í efnahags- og lífskjarastöðu þjóðarinn- ar. Hvaðréðtíma- setningu framkvæmda við Blöndu? I Vísbendingu segir: „Orkuspá frá 1981, sem reyndist of liá, réð upphaflegri tímasetn- ingu Blönduvirkjunar. Stöðnun þjóðarfram- leiðslu, sem ekki varð séð fyrir, veldur þvi, að enn er ekki brýn þörf fyrir neina orku frá virkjun- inni ... Flýttu menn sér of mikið í upphafi? Raf- magnsskortur á árunum 1979 tU 1982, áður en lokið var við virkjun Hrauneyjafoss, hafði efa- laust mikil áhrif á hug manna á þessum tima. Hugmyndir um stóriðju (Kisilmálmverksmiðju, stækkun álvers og fleira) hvöttu einnig til þess að haldið yrði áfram stór- virkjanaframkvæmdum, sem staðið höfðu nær óslitið frá því að byijað var á Búrfellsvirkjun á sjöunda áratugnum. Þá höfðu hagsmunir lands- hluta áhrif á afstöðu stjórnmálamanna. Miklar virkjanir höfðu verið reistar á Suðiu-landi og sanngjamt þótti að Norð- tendingar fengju einnig stórvirkjun. Auk þess var rætt um að hafa þyrfti að minnsta kosti eina stórvirkjun utan vatna- sviðs Þjórsár og bent á að Blönduvirkjun yrði ein slikra virkjana utan eldvirkra svæða.“ Síðan rekur Vísbend- ing 13 milþ'arða króna fjárfestingu í Blöndu- virkjmi og segin „Miðað er við 5,5% raunvexti og 40 ára af- skriftartíma, en þessar forsendur notaði Þjóð- hagsstofnun þegar hún reiknaði arðsemi af sölu rafmagns til Atlantsál. Kostnaðurinn við að láta Blönduvirkjun vera ónot- aða í eitt ár er um það bil einn milljarður við þessar forsendur. Smám saman eykst rafmagns- notkmi í landinu og þessi kostnaður dregst saman. Að líkindum verður hann að fullu úr sögunni ein- hvem tíma á ámnum 2000-2010.“ Rétttímasetn- ing ákvarðana og fram- kvæmda Verðmætasköpun í þjóðarbúskap okkar hef- ur að lang stærstum hluta byggst á sjávarút- vegi, veiðum og vinnslu, alla tuttugustu öldina. Þjóðin sótti velferð sína til sjávarins. Það em á hinn bógimi ár og dagar síðan við kommn að — og fómm á stundum yfir — nýtingarmörk helztu fiskistofna. Aflatak- markanir í sjávarútvegi og markaðstakmarkanir í landbúnaði valda því i dag og í fyrirsjáanlegri framtíð, með og ásamt örri tækniþróun, að þjóð- in verður að sækja af- komu sína og atvinnuör- yggi, hagvöxt og lífskjör, í ríkara mæli á ný mið. Þá var einkum horft til þriðju auðlindarinnar, orkunnar í fallvötnum landsins og jarðhita þess; möguleika á að breyta þessari auðlind í störf, verðmæti og lífskjör, bæði um orkufrekan iðn- að, sem skapaði störf hér á landi og skatttekjur ríki og sveitarfélögum, og með flutningi orkuim- ar um streng til Evrópu. Grein Vísbendingar um Blönduvirkjun bendir hins vegar til þess að spár um orkumarkaðinn, sem framkvæmdir voru byggðar á, hafi ekki stað- izt; þann veg að við sitj- um uppi um sinn með dýra orku, sem ekki er markaður fyrir. Vonandi eru þær ytri aðstæður, sem leiddu til frestunar framkvæmda við álver á Keilisnesi, timabundnar. Vonandi birtir fyrr en síðar til í þessari framleiðlu svo að hún geti verið virkur þáttur í því að tryggja Iiagvöxt í landinu í fram- tíðimii, atvinnuöryggi og Iifskjör fólks, sem á und- ir högg að sækja á fyrir- sjáanlegum samdráttar- tímum næstu missera. Það verður hins vegar ekki komizt hjá að minna á, að öðru vísu væri nú umhorfs í íslenzku efna- hagslífi, fleiri störf í boði og stærri hlutur til skipt- anna, ef við hefðum nýtt jákvæðar ytri aðstæður til að byggja hér upp orkufrekan iðnað á árum hhma „glötuðu tæki- færa“, þegar Alþýðu- bandalagið stóð á öllum brenisum í þessum mála- flokki í iðnaðarráðuneyt- inu. Þú getur einnig meb einu símtali breytt greiðslufyrirkomulaginu, t.d. úr gíróseðli yfir í greibslukort og gert sparnabinn ennþá fyxirhafnarminni. Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa eða Seðlabanka íslands og pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA í ti Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 simi 91-699600 Kilnglunni, sími 91- 689797 & mmm O———————— —o- mmm mmm mmm §1111 mmm mmm mmrn isi g§g §300 sss Verfibré mmm &mm mmm lamarkaBur íslandsbanka Breyttur opnunartími 9:15-16:00 yiðskiptavinir athugið! Opnunartíma VÍB, Verðbréfamarkaðs íslandsbanka hf., hefur verið breytt frá og með áramótum. Nýr opnunartími er 9:15 -16:00. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.