Morgunblaðið - 14.02.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚJAR 1992
11
Sveinn Bjömsson
Sveinn Björnsson: Mynd við 37. sálm. 1991.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Á þessari öld hefur það ein-
hverra hluta vegna legið íslend-
ingum nær að hafa trúmál í
flimtingum en fjalla um þau á
opinskáan og beinan hátt. Þótt
þjóðin telji sig vel trúaða sam-
kvæmt könnunum, verður þess
t.d. lítið vart í kirkjusókn, og
umfjöllun um trúarleg efni í list-
um og bókmenntum hefur verið
sárasjaldgæf — raunar svo sjald-
gæf að það vekur sérstaka at-
hygli í hvert skipti sem slíkt
kemur upp.
Sýning Sveins Bjömssonar,
sem nú stendur yfir í Hafnarborg
í Hafnarfirði, er eitt slíkt tilvik.
Á sýningunni getur að líta tæp-
lega sjötíu myndir, unnar með
pastel- og olíukrít á pappír, þar
sem myndefnið er sótt í ljóða-
bálk Matthíasar Johannessens,
Sálmar á atómöld, sem kom út
á vegum Almenna Bókafélagsins
á síðasta ári. Hið trúarlega inn-
tak sálmanna (sem liggja frammi
á sýningunni) er skýrt og inni-
legt, myndrænt og auðskilið,
þótt það sé væntanlega ekki allt-
af í takt við uppáskrifaðar
kirkjulegar kenningar. Þetta inn-
tak grípur Sveinn í verkum sín-
um og myndgerir á persónulegan
hátt út frá texta sálmanna. Eins
og listamaðurinn segir í sýning-
arskrá: „Ég hreifst svo af ævin-
týrunum í kvæðunum, trúnni og
andagiftinni, að ég gat ekki ann-
að en gert þessi verk.“
Sveinn Björnsson hefur verið
virkur þátttakandi á myndlistar-
sviðinu um áratuga skeið. Þar
hefur hann markað sér persónu-
lega myndgerð, sem að nokkru
má rekja til ferils hans sem sjó-
manns áður en hann sneri sér
að myndlistinni, en einnig kemur
fleira til, eins og Halldór Björn
Runólfsson listfræðingur bendir
á í sýningarskránni:
„Það sem segja má að ein-
kenni list Sveins umfram allt
annað er skýlaus höfnum á öllu
sem heitið getur punt og pjatt.
Við fyrstu sýn virðast verk hans
gróf og fráhrindandi. Það er
vegna þess að menn eru svo
vanir því að skoða myndlist sem
þrautakóng í handverki þar sem
sá sé bestur sem sé flinkastur.
... Það gleymist nefnilega oft að
líta á það sem máli skiptir. í
verkum Sveins er það hug-
myndaflugið. Það er kjaminn,
sem enginn apaköttur getur
stælt hversu flinkur sem hann
er. Þetta hugmyndaflug gerir
allan grófleikann og tröllsháttinn
ljóðrænaft og fagran þegar öllu
er á botninn hvolft.“
Það er hugmyndaflug Sveins
sem ræður ríkjum á sýningunni.
Myndirnar eru unnar á einlitan
pappír sem skapar afar virkan
bakgrunn fyrir myndgerðina;
hvítan, svartan, gráan, bleikan,
bláan, grænan, rauðan — allt
eftir því sem listamanninum þyk-
ir henta hveiju sinni. Á hverri
mynd er tiltekið hvaða sálmur
er myndvaki verksins, og oft er
tilvitnun í textann hluti verksins.
Þessir textar eru sterk brot: „Án
þess að eiga annan kost, sigli ég
í þínu nafn“, (1. sálmur). „Gæft-
imar fást ekki I Veiðimanninum
- ekki frekar en kærleikur þinn“,
(29. sálmur). „Þú ert sólin. Líf
okkar lyngið sem ber ávöxt“,
(37. sálmur). „Þú blæst til byijar
svo við megum lifa þúsund ár
sem einn dagur,“ (50. sálmur).
En sálmarnir ráða ekki mynd-
gerðinni, heldur sú sýn sem þeir
opna listamanninum. Hér er
sterkt og einfalt myndmál á ferð-
inni, sem listunnendur þekkja frá
hendi Sveins, en nýtur sín afar
vel í þessum miðli, krít á pappír,
og nær ef til vill að gera mynd-
efninu betri skil en ríkulegri
miðlar gætu gert.
Trúarleg myndlist á sér ekki ríka
hefð hér á landi, og því er hvert
framlag á því sviði mikilvægt.
Þessi sýning er hins vegar ekki
athyglisverð eingöngu vegna
myndefnisins, heldur ekki síður
vegna þess að listamaðurinn nær
að bregða á það ferskri birtu,
og standa þannig undir lokaorð-
um sínum í sýningarskránni:
„Trúin og listin eru svo samofin
í Sálmunum, en það eru þær
einnig í mér.“
Sýningu Sveins Bjömssonar í
Hafnarborg í Hafnarfírði lýkur
mánudaginn 17. febrúar.
Sólarkaffi Seyðfírðingafélagsins
SEYÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík heldur árlegt sólar-
kaffi sitt, laugardaginn 15. fe-
brúar í Akoges-húsinu við Sig-
tún. Verður þar haldið upp á
10 ára afmæli félagsins með
fjölbreyttri dagskrá. Húsið
verður opnað kl. 20, en skemmt-
unin hefst kl. 20.30.
Seyðfirðingafélagið keypti fyrir
nokkrum árum húsið „Skóga“ við
Garðarsveg 9 á Seyðisfírði og hef-
ur unnið að því að gera það upp
og er það nú til leigu sem orlofs-
hús. Með þessu framtaki hefur
áhugi brottfluttra aukist til muna
um heimsókn til æskustöðvanna,
og var það einmitt ætlunin.
Félagar í Seyðfirðingafélaginu
eru nú 230.
Kraftaverkanæringin
sem er ekki skoluð úr
HÚTFI. jAU.AND
15.0G 22. FEBRÚAR
7. mars - síðasta sýning
STÓRSÝNINGIN
! ^1-0^ >
Pétur
Daníel Berglind
Nú fer hver að
verða síðastur
að sjá þessa
stórskemmtilegu
sýningu
28.06 29. FEBRÚAR
Móeiður
THE BYRDS
Fyrsta lag hljómsveitarinna Mr.
Tambourine Man eftir Dylan, sló í gegn
og seldist í meira en 2 milljónum
eintaka. Síðan kom hvert lagið af öðru;
Turn Turn Turn, Eight Miles High, So
You Want to be a Rock'n Roll Star,
Lady Friend, lagið úr Easy Rider og
Jesus It's Just All Right with Me svo
aðeins fáein séu nefnd.
13., 14., 20., 21., 27.06 28. MARS 0G 3. og 4. APRÍL
THE PLATTERS
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri
til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu
The Platters. Hver man ekki eftir lögum
eins og The Great Pretender, Only You,
Smoke Gets in Your Eyes, The Magic
Touch, Harbor Lights Enchanted, My
Prayer, Twilight Time, You'll never
Know, Red Sails in the Sunset,
Remember When.. o.fl.
10.0G11.APRÍL
DR. HOOK
EIN ALVINSÆLASTA HUÓMSVEIT
SEM TIL LANDSINS HEFUR
KOMIÐ.
Hver man ekki eftir: Sylvia's mother, The cover
of the Rolling stones, Only sixteen, Walk right
in, Sharing the night together, When you are in
love with a beautiful woman, Sexy eyes,
Sweetest of all o.fl. o.fl.
Hljómsveitin STJÓRNIN
er nú aftur komin á sviðið á Hótel íslandi og
leikur um helgar í vetur.
Sýningar á
heimsmælikvarða
á Hótel íslandi
Miðasala og borðapantnanir i sima 687111