Morgunblaðið - 14.02.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
15
tengdi þær gjarnar við útihátíð
safnaðarins. Þar var boðið upp á
fjölbreytta dagskrá, leikarar fluttu
leikþætti sem sóknarpresturinn
hafði sjálfur samið, ljóð voru flutt
og síðan var dansað fram á bjarta
sumarnótt. Það þótti tíðindum sæta,
en séra Árelíus leit sérstökum aug-
um á dansinn. Benti á, að hann
hefði fyrr á öldum verið einn þáttur
í guðsdýrkuninni. Með það í huga
leiddi hann fjölda ungmenna, félaga
úr æskulýðsfélaginu sem stofnað
hafði verið við kirkjuna, niður í
Gúttó eins og það var nefnt. Það
var hús Góðtemplarahreyfíngarinn-
ar á íslandi. Þar var tekið eftir því
að presturinn væri hinn mesti sam-
kvæmis- og gleðimaður. Hann vildi
með gleði leiða unga fókið inn á
vettvang bindindissemi og heil-
brigðs æskulýsstarfs. Ofarlega í
huga hans í öllu starfi var sú skoð-
un, að ekkert væri mikilvægara en
útrýma bölvaldi áfengis og eitur-
lyfja. Síðar átti hann eftir að stuðla
að því að AA-samtökin fengju inni
í safnaðarheimili Langholtssóknar.
Ekki voru allir á einu máli um slíka
ráðstöfun. Þetta var áður en skiln-
ingur fólks vaknaði fyrir því að
áfengissýkin væri sjúkdómur. í dag
eiga margar AA-deildir vígi sín og
„varnarþing" í kirkjum þessa lands.
Ekki er hægt að ljúka þessum
fátæklegu orðum um mikilhæfan
mann og sálusorgara án þess að
lýsa skoðun hans á hinum minnsta
bróður, á þeim sem minna mega
sín í þjóðfélaginu. Hann áleit að
megin verkefni kirkjunnar á öllum
tímum væri hin minnsti bróðir. í
þeim efnum var hann ekki aðeins
maður orðsins heldur einnig verks-
ins ... Þar breytti hann svo sannar-
lega að boði meistara síns er benti
á „að það sem við gjörum einum
af hinum minnstu bræðrum, það
gjörum vér Honum“. Kirkjunni á
ekkert mannlegt að vera óviðkom-
andi, og eftir þeirri skoðun og kenn-
ingu sem sjálfur Lúter boðaði svo
sterkt lifði séra Árelíus. Nú þegar
séra Árelíus er kvaddur hinstu
kveðju af fjölskyldu sinni og þeim
sem hann tengdist á lífsins braut
ber að þakka allt hans göfuga starf
fyrir kirkju og þjóð. Hann hefur
markað spor sem ekki munu hverfa
á braut þótt ár og dagur líði.
Við biðjum góðan Guð að blessa
og styrkja fjölskyldu hans á kveðju-
stundu. Þau eiga vel við á kveðju-
stund orð Einars Benediktssonar,
en um það ljóð sagði séra Árelíus:
„Mér þótti sem englaraddir syngju
í sál mér inn.“
„Er nokkur æðri aðall hér á jörð
en eiga sjón út yfir hringinn þröngva
og vekja, knýja hópsins veiku hjörð
til hærra lífs, - til ódauðlegra söngva."
Guð blessi minninguna fógru um séra
Árelíus Níelsson.
Vigfús Þór Árnason
formaður Prestafélags
Islands.
Þakklátum huga minnist Lang-
holtssöfnuður í Reykjavík síns
fyrsta sóknarprests, séra Árelíusar
Níelssonar.
Hann kom til starfa, þar sem
aðeins stóð holtið bert, og réðst
með öðrum frumheijum safnaðarins
í að breyta draumnum um musteri
í dagsmynd. Þessi ganga hófst
1952. Hún var oft erfið, það_ var
þungt fyrir fæti, en spor séra Árel-
íusar Níelssonar eru skýr.
Söfnuðurinn drúpir höfði í þökk
og virðingu og minnist prests síns
sem lifandi ljóss, er ávallt bar birtu
í hugi og hjörtu sóknarbama sinna.
Bömum og ástvinum sendum við
samúðarkveðjur.
_ Guð blessi okkur öllum minningu
séra Árelíusar Níelssonar.
Sigríður Jóhannsdóttir,
formaður sóknarnefndar
Langholtssafnaðar.
Fyrir hálfri öld mættumst við
fyrst við komu mína til Stykkis-
hólms. Hann var þar kennari og
vakti fljótt athygli mína, fyrir sér-
staka samviskusemi, einstaka góð-
vild og umhyggju fyrir þeim sem
minna máttu sín í þjóðfélaginu. Það
var stutt í skilning okkar hver á
öðmm sem svo leiddi til óbilandi
vináttu alla tíð síðan og nú í janúar
sl. er við hittumst við kirkju og
réttum hvor öðrum hönd, var ylur-
inn sá sami. Seinustu orðin sem
hann sagði til mín: Þakka þér pistl-
ana þína, þeir eru svo uppörvandi
og mér jafnt messugjörð. Eg þrýsti
hönd hans enn og við kvöddumst.
Þetta handtak er mér svo mikils
virði og væri betur að sú vinátta
sem það treysti væri meðal sem
flestra landsmanna, þá væri sviðið
öðruvísi. Við vorum sammála um
það að brigðmælgi, svik og ósann-
indi væru það mein þjóðfélagsins
sem verst færi með andlegt hugar-
far manna, sem eitraði svo út frá
sér að af skapaðist böl. Að geta
ekki treyst fólkinu, hvað þá þeim
sem hefðu trúnað manns bæði á
sviði fjármála og drengskaps, væri
oft sárara en tárum tæki. Þótt séra
Árelíus færi til annars staðar og
þjónustu, var vinátta jafnan traust
með okkur og oft fengum við tæki-
færi til að efla hana. Mætast, ræða
saman, rifja upp. Það voru sólskins-
stundir.
Hann taldi það æðstu skyldu
hvers manns í þjónustu Drottins að
fara sjálfur eftir því sem hann
prédikaði og það tókst honum vel
að mínu viti. Var alltaf viðbúinn
að ræða við þann sem bágt átti,
leysa mál hans og beina rétta braut.
Ég man hann í Hólminum hvað
hann lagði sig allan við að fræða
bömin, hjálpa þeim sem áttu erfítt
í námi og koma þeim til andlegs
þroska. Það var líka oft margt af
bömum í heimsókn hjá honum. Við
störfuðum saman í bamastúkunni
og öðrum góðum félagsskap. Hann
prédikaði stundum við húsfylli í litlu
kirkjunni okkar og varð áheyrend-
um minnisstæður. Viðkvæmni hans
var mikil og hann vildi öllum hjálpa
og oft sat sú þjónusta fyrir hans
eigin. Það væri gaman að geta
meira, sagði hann stundum. Og
auðvitað var það að hann myndi
ef fjárráð hefðu verið meiri látið
þá fara til hjálpar öðrum. Árelíus
var aldrei óumdeildur maður.Það
kaus hann heldur ekki. Hann vildi
vera { storminum, berjast fyrir guð
og góðan málstað og það tókst
honum merkilega vel. Og það veit
enginn hversu miklu hann kom til
leiðar, enda ekki borið á torg.
Uppvaxtarár sín hefír hann skráð
á bókfell og þess vísa ég til. Þau
höfðu mikil áhrif og hvernig hann
braust til mennta er mikil saga. Því
þarf ég engu við að bæta, en aðeins
minni þökk og þökk fyrir það að
hafa mætt Árelíusi og eignast hans
vináttu. Það var dýrmætt. Guð
blessi hann og minningu hans og
ennþá. Kæra þökk góði vinur.
Árni Helgason.
Látinn er Árelíus Níelsson. Með
honum er horfínn af sjónarsviðinu
minnisstæður mannkostamaður,
sem vann alla tíð í þágu hinna já-
kvæðu lífsviðhorfa. Oft ofbauð hon-
um skilningsleysi og deyfð manna
fyrir velferð samborgaranna. Hann
beitti sér ætíð að því að auka skiln-
ing og áhuga fólks, ekki síst unga
fólksins, fyrir heilbrigðu lífi í starfi
og leik.
Árelíus var þannig eldheitur hug-
sjónamaður um bindindismál og í
baráttunni gegn áfengisbölinu og
niðurrifsöflum í þjóðfélaginu. Hann
barðist af fómfysi og ósérhlífni að
betra þjóðfélagi og gegn því lága í
þjóðfélaginu, er braut niður ein-
staklinga, heimili og þjóðfélagið
sjálft á margvíslegan hátt. Það er
ónæðissamt að vera í fylkingar-
bijósti fyrir málefnum, sem oft
njóta ekki skilnings hjá fólki. Og
stundum andar köldu til slíkra
manna. Þeir sem láta að sér kveða
verða umdeildir, eins og það er
kallað. Þetta er eðlilegt, eins og
allt er í pottinn búið. En slíkir menn
láta ekki deigan síga; líta á þetta
sem hagl á kyrrum vetrardegi.
Árelíus gerði sér glögga grein
fyrir því, hvað bindindisstarfsemi
gegndi mikilvægu menningarhlut-
verki, og var því síhvetjandi til þess
að aukin yrði fjölbreytni starfsins
og bindindishreyfíngin léti gott af
sér leiða eftir ýmsum leiðum.
Á sínum tíma skipaði Árelíus sér
í sveit ungra bindindismanna og var
leiðtogi ungmennastarfs innan vé-
banda „Hálogalands" í kirkjusókn
sinni. Hann var einn af forvígis-
mönnum að stofnun íslenskra ung-
templara 1958 og var kjörinn for-
maður þeirra og gegndi því starfi í
8 ár. Það var mikið happ fyrir ÍUT
að jafn hæfur maður og Árelíus
skyldi leggja fram sína góðu krafta
til forustu og er óhætt að fullyrða
að samtökunum hefði ekki vegnað
jafn vel og raun bar vitni, ef hans
hefði ekki notið við. Þáttur hans í
uppbyggingu og starfsemi ÍUT var
því ómetanlegur. Fyrir þetta ber
að þakka og allt það sem hann
gerði fyrir unga fólkið, bæði fyrr
og síðar. Hann sýndi m.a. skemmt-
anahaldi ungs fólks skilning ogs
áhuga og hvatti til heilbrigðs
skemmtanahalds og var ætíð mjög
áhugasamur um að koma slíku í
framkvæmd með unga fólkinu.
Á þessum upphafsárum Islenskra
ungtemplara var margvísleg starf-
semi, eins og árlegt velsótt Jaðars-
mót og mjög góð samskipti við
norræna ungtemplara. Það Seiddi
til þess að ÍUT, undir forystu Árelí-
usar, var falið að undirbúa og ann-
ast 50 ára afmælismót norrænna
ungtemplara hér á landi árið 1966.
Þótti þetta mót takast mjög vel
með góðri þátttöku frá hinum Norð-
urlöndunum. Þá átti ÍUT aðild að
stofnun Æskulýðssambands ís-
lands og var Árelíus forseti stofn-
þingsins og átti sæti í fyrstu stjóm
ÆSÍ. Hann var einnig um árabil
formaður Bandalags æskulýðsfé-
laga í Reykjavík og þá var reynt
að fara ýmsar leiðir til að gera sam-
tökin að sameiginlegum lifandi
þætti í æskulýðsstarfsemi borgar-
innar.
Það em því vissulega margar
góðar minningar sem koma upp í
hugann þegar Árelíus er kvaddur
hinstu kveðju. Ég sem þessar línur
rita, átti því láni að fagna að fá
að kynnast honum í samstarfi að
bindindis- og æskulýðsmálum á sín-
um tíma. Mér fannst alltaf sem
hann væri skrefí á undan okkur
hinum hvað snerti hugmyndaauðgi
og ötulleik í starfínu. Hann var
okkur hinum yngri góð fyrirmynd
um trúmennsku, dugnað og fóm-
fýsi í þessu starfi. Þrátt fyrir það
að hann gegndi annasömu prests-
starfi í fjölmennri kirkjusókn gaf
hann sér tíma til að sinna öðmm
góðum málum, þegar maður skyldi
ætla að hvíldin væri vel þegin. En
þannig maður var Árelíus. Fyrir
þetta og öll störfín í þágu ÍUT og
IOGT viljum við félagar hans í röð-
um góðtemplara þakka á_ kveðju-
stund. Blessuð sé minning Árelíusar
Níelssonar.
Einar Hannesson.
Fleiri greinar um Sr. Árelíus
Níelsson bíða birtingar og
munu birtast næstu daga.
Margnota bleiur
BUMPY
Umhverfisvænar, mjúkar, hlýjar, leka-
vörn. Margar tegundir. Einnig bleiu-
buxur með frönskum rennilós. Best
fyrir barnið. Best fyrir móður jörð.
Weleda barna-
snyrtivörurnar
Olíur, krem og sópur úr völdum
jurtum og eðalolíum.
Engin aukaefni.
ÞUMALÍNA
li$ leifsgötu 32.
Opið kl. 11-18 alla virka daga
og sunnudaga kl. 14-16.
Póstsendum. Sími 12136, fax 626536.
111 mm*
WF
íSm
m
utsalA
X. , , I
t # ALU AÐ I *
mm
% AFSLATTUR
Dœmi:
Töskur 60%
Leikfimifatnaður 50%
Skíðavara 30%
Boltar 20-30%
íþróitaskór 20-40%
Göngu- og viðleguútbúnaður 20%
Sundtatnaður 30%
Ætingagallar 30%-50%
O.fl. o.fl.
Komið og gerið góð kaup
ó okkar tróbœru útsölu.
ortv
Kringlunni
| *