Morgunblaðið - 14.02.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.02.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 Stöndum vörð um rekst- ur Fæðingarheimilisins Eitt verka Egils. Egill Eðvarðsson sýn- ir málverk í Nýhöfn EGILL Eðvarðsson opnar málverkasýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 15. febrúar kl. 14-16. Á sýningunni eru verk unnin með olíu á striga á síðustu tveimur árum. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem Egill sýnir olíumálverk. eftir Kristínu Gunnarsdóttur Það hefur lengi verið haft til marks um siðmenningu þjóðar hvernig búið er að þunguðum konum og ófæddum börnum þeirra — hvern- ig búið er að fæðandi konum og því nýja lífi sem þjóðinni bætist. Á næstu dögum á að stíga örlaga- ríkt skref í þá átt að draga úr þjón- ustu við konur í Reykjavík. Þá tekur Landspítalinn við rekstri Fæðingar- heimilisins, en yfirstjóm spítalans hefur ekki í hyggju að reka Fæðing- arheimilið áfram í óbreyttri mynd. Reykjavíkurborg og Borgarspítal- inn afsalaði sér Fæðingarheimilinu í hendur Landspítalanum með einu pennastriki milli jóla og nýárs 1991. Það var ekki sagt eitt aukatekið orð við starfsfólks Fæðingarheimilisins. Þetta var gert þvert ofan í margend- urtekin loforð meirihlutans í Reykja- vík um að Fæðingarheimilið fái að lifa. Landspítalinn hefur mjög óljósar hugmyndir um hvað hann ætlar að gera við þessa óumbeðnu gjöf. Við vitum ekki hvort breyta á Fæðingar- heimilinu í sængurkvennadeild eins og fleygt hefur verið. Hvað loðin fyrirheit um aðra fæðingarstofu í anda Fæðingarheimilisins inni á Landspítalanum eiga að fyrirstilla. Eða hvort segja á við konur, — eins og heyrst hefur frá yfírstjórn Landspítalans, — að þær megi fæða á Fæðingarheimilinu ef þær ábyrgj- ast að gera það milli klukkan átta og fjögur á daginn. Við vitum það eitt að gjöfínni fylgdi samasem ekk- ert rekstrarfé. Þessum kostum verður að hafna. Þeir eru allir lélegir og enginn þeirra bætir á minnsta hátt fyrir þá eyði- leggingu sem nú vofir yfir. Fæðingarheimilið í Reykjavík er önnur stærsta fæðingarstofnun landsins. Fæðingarheimiiið er ekki, eins og margir halda, lítil og lítt merkileg stofnun sem vel má fjúka í þessum fellibyl, sem nú fer um heilbrígðiskerfið. Það er af og frá. í fyrra voru hátt á fimmta hundr- uð fæðinga á Fæðingarheimilinu. Heimilið hefur verið í örri þróun nú síðustu ár eftir nokkurra ára tíma- bil sem einkenndist af fækkun fæð- inga þar. Nú fer fæðingum þar fjölg- andi og Fæðingarheimilið er því val- kostur sem æ fleiri konur kjósa. Á næstu dögum á að stíga örlagaríkt skref í þá átt að draga úr þjón- ustu við konur í Reykja- vík. Þá tekur Landspít- alinn við rekstri Fæð- ingarheimilisins, en yf- irsljórn spítalans hefur ekki í hyggju að reka Fæðingarheimilið áfram í óbreyttri mynd. Reykvískar konur vilja hafa val. Þær vilja standa vörð um frelsið til að velja. Við viljum eiga kost á Landspítalanum fyrir áhættufæð- ingar og nýburagjörgæslu. Það ör- yggi er dýrmætt. En við megum ekki gleyma því að 90% fæðinga eru eðlilegar og stór hluti þeirra kvenna sem fæða eðlilega vill eiga val. Við viljum eiga okkar börn í því alúð- lega, hlýlega umhverfi sem Fæðing- arheimilið veitir, þar sem lyfjanotk- un er lítil og allir leggjast á eitt um að trufla ekki það náttúrulega ferli sem á sér stað í líkama okkar þegar við óttalausar og öruggar verðum hlekkur í sköpuninni sjálfri. Á Fæð- ingarheimilinu hefur tekist að skapa umhverfí og beita aðferðum sem stuðla að því að með móður og barni, bami og föður, og allri fjölskyldunni myndist þau nánu tengsl, sem eru helsta forsenda áframhaldandi vellíðunar bamsins. Þessir eiginleik- ar Fæðingarheimilisins era síður fyrir hendi á Landspítalanum og aðstæður til að skapa þá takmarkað- ar. Ef stjómmálamenn skilja þetta ekki verða þeir að minnsta kosti að vera menn til að viðurkenna þekk- ingarleysi sitt og taka fullt mark á okkur konum. Við kreíjumst þess að reynsla okkar sem fæðandi kvenna verði ekki fótum troðin af ráðamönnum sem virðast geta lokað eyranum fyrir rödd okkar í full- komnu samviskuleysi. Við spytjum — hvemig dirfast þeir? Hvemig dirf- ast þeir að fótumtroða þannig sínar eigin mæður, eiginkonur, systur og dætur? Landspítalinn býður öryggi sem er dýrmætt eins og áður sagði og sem við eigum að standa vörð um. Spítalinn tekur við áhættutilfellum frá öllu landinu. Nú er sýnt að vegna lokunar fæðingardeilda úti á landi mun álagið á honum stóraukast. í fæðingarsprengjunni 1988 yfirfyllt- ist Landspítalinn. Svo slæmt varð ástandið, að ljósmæður sáu ástæðu til að vara við því að verið væri að fefla öryggi allra kvenna í hættu. Landspítalinn getur ekki tekið við fleiri fæðingum. Það er viðurkennd staðreynd. Ef álagið á honum eykst minnkum við það öryggi sem hann á að veita. Eyðileggingin sem nú blasir við reykvískum konum er því tvöföld. Ekki aðeins á Fæðingar- heimilinu, heldur teflum við Land- spítalanum líka í hættu. Islendingar hafa vakið verðskuld- aða athygli erlendis fyrir góðan að- búnað fyrir fæðandi konur. Annars vegar eiga þær kost á hámarksör- yggi ef um áhættufæðingu er að ræða. Hins vegar eiga ailar reykvísk- ar konur, sem fæða eðlilega, kost á vali o g þær geta valið gott fæðingar- heimili, sem hefur skipað sér í framstu röð sambærilegra stofnana eriendis. Þannig hefur Reykjavík vakið athygli alþjóðlega fyrir að hafa lengi átt fæðingarheimili af þeirri tegund sem nú er verið að koma á fót í mörgum löndum. Flest- ir gera sér enga grein fyrir hvílíka perlu við eigum í Fæðingarheimilinu. Þessari periu megum við ekki kasta frá okkur vegna þekkingarleysis og skeytingarleysis — vegna virðingar- Ieysis við lífið sjálft. Fæðandi konur og nýfædd böm era ekki hávær rödd í þjóðfélaginu. Ljósmæður og annað starfsfólk sem aðstoðar við þetta undur sem í fæð- ingunni felst er heldur ekki hávært. En núna segjum við — hópur kvenna sem er nýstiginn af sæng og konur sem ætla að fæða á Fæðingarheimil- inu — við segjum hingað og ekki lengra. Við áköllum Reykvíkinga og ráðamenn í þessu þjóðfélagi um að vemda Fæðingarheimilið. Takið ekki þetta heimili frá okkur konum og ófæddum bömum okkar. Komum í veg fyrir að starfsemi Fæðingar- heimilisins verði lögð niður. Og ger- um betur. Eflum hið merkilega starf Fæðingarheimilisins. llöfundur er íhópikvenna, sem vill vernda Fæðingarheimili Reykjavíkur. Egill er fæddur á Akureyri árið 1947. Að loknu stúdentsprófí frá MA 1967 hóf hann myndlistarnám. Fyrsta veturinn í Bandaríkjunum, en síðan í Myndlista- og Handíða- skóla Islands, þaðan sem hann út- skrifaðist árið 1971. Að námi loknu hóf hann störf hjá Sjónvarpinu sem upptökustjóri. Egill er þekktari sem kvikmynda- gerðarmaður og leikstjóri en sem myndlistarmaður. Verk eins og Saga af sjónum, Keramik, Silfur- tunglið, Blóðrautt sólarlag, Undir sama þaki, Steinbarn og Djákninn vora unnin undir hans stjórn. Þá hlaut hann menningarverðlaun DV 1983 fyrir kvikmyndina Húsið. Þetta er fjórða einkasýning Egils. Sú fyrsta var Gallerí Sólon Islandus 1977, þá í Norræna húsinu 1982, Leiðrétting í frásögn af skólafundi, sem haldinn var síðastliðinn mánudag í Laugar- nesskóla, og birtist í Morgunblaðinu í fyrradag, kom fram, að Kristín Jónasdóttir væri formaður Foreldr- afélags Langholtsskóla. Það er ekki rétt, hún er formaður Foreldra- félags Vogaskóla. Þetta leiðréttist hér með. Gallerí Gangskör 1986 og nú 1992 í Nýhöfn. Sýningin sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 4. mars. Krystyna Cortes. Krystyna Cortes í * Islensku óperunni KRYSTYNA Cortes píanóleikari heldur tónleika í Islensku óper- unni mánudaginn 17. febrúar 1992 kl. 20.30, en þetta eru fimmtu svo- kölluðu EPTA-tónleikar vetrar- ins, þ.e. tónleikar á vegum Evr- ópusambands píanókennara. Krystyna Cortes er fædd í Eng- landi og er af ensk-pólskum ættum. Um tíu ára skeið stundaði hún nám við Watford School of Music með Jean Merlow sem aðalkennara. Eftir að hafa unnið til námstyrks við Roy- al Academy of Music, London, stund- aði hún þar nám í fjögur ár hjá Max Pirani og lauk þaðan einleikaraprófi, L.R.A.M., með hæsta vitnisburði. Síðastliðin 20 ár hefur Krystyna átta heimili sitt á íslandi og starfað sem píanókennari og kennari, m.a. við Söngskólann í Reykjavík, Tónlist- arskólann í Reykjavík og Tónlistar- skójann í Njarðvíkum. Á efnisskrá Krystynu eru sónata í D-dúr eftir Haydn, „Appassionata" Beethovens, Klavierstucke op. 118 eftir Brahms og Improvisation um ungversk þjóðlög eftir Bartók. Tón- leikar Krystynu Cortes verða síðan endurteknir sunnudaginn 23. febrúar kl. 17.00 í Kirkjuhvoli í Garðabæ. (Fréttatilkynning) Heimasm iðjan þjónustudeild - flytur 300 metra Heimasmiðjan Þjónustudeild 77/ að þjóna okkar viðskiptamönnum betur með heimilistæki frá Electrolux, Gaggenau, Rowenta, Oster, Ignis og Servis, flytjum við á Kleppsmýrarveg 8. NÝTT símanúmer er 687710 \ 8 L i I : i i i i ! I \ \ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.