Morgunblaðið - 14.02.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.02.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 17 Samstarfsnefnd félaga aldraðra í Reykjavík: foKo 0 0 0 Ö 0 0 0 Ó Ríkið annar ekki þörf fyrir hjúkrunarrými Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar í Samstarfsnefnd félaga aldraðra I Reykjavík. A myndinni eru talið frá vinstri: Magnús H. Magnússon, formaður Samtaka aldr- aðra, Bergsteinn Sigurðarson, formaður Félags eldri borgara, Gyða Jóhannsdóttir, fulltrúi húsfélagsins Gimli, Guðríður Olafsdóttir, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara og Ólöf Steingrímsdóttir, fulltrúi húsfélagsins Breiðabliks. SAMSTARFSNEFND félaga aldraðra í Reykjavík telur að eins og nú horfir sé tilgangs- laust að gera ráð fyrir því að hið opinbera fullnægi þörf aldr- aðra fyrir hjúkrunarrými, og á meðan aðeins helmingur þeirra sem þörf hafi á komist inn á ríkisreknar stofnanir sé öldr- uðu fólki stórlega mismunað. Telur nefndin að skortur á hjúkrunarrými og umönnun fyrir aldraða hafi komið í veg fyrir að eðiileg tilfærsla verði í þjónustuíbúðum fyrir aldraða, þannig að stór hluti íbúanna verði fólk sem haldið er ýmsum hrörnunarsjúkdómum, og þann- ig geti skapast þar óæskilegt ástand. Þessa sé þegar farið að gæta í elstu sambýlishúsunum fyrir aldraða, en meðalaldur íbúa í þeim er nú 75-80 ár. Sam- starfsnefndin er skipuð for- mönnum og fulltrúum félaga sem byggt hafa þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Reykjavík og hún hefur kannað möguleika á þvi að félögin stæðu sameiginlega að því að byggja 60 umönnun- ar- og hjúkrunarrými og hefur verið óskað eftir lóð hjá Reykja- víkurborg undir slíka byggingu. Aðilar að Samstarfsnefnd félaga aldraðra í Reykjavík eru Samtök aldraðra, Félag eldri borgara, hús- félagið Breiðablik, húsfélagið Rétt- arholt og húsfélagið Gimli. Nefndin hefur starfað frá því í janúar á síð- astliðnu ári til þess að leita lausnar á þeim vanda sem.fólginn er í skorti á hjúkrunarrými fyrir aldraða. Að sögn Gyðu Jóhannsdóttur, tals- manns samstarfsnefndarinnar, hef- ur kostnaður við byggingu vist- og hjúkrunarrýma verið kannaður af nefndinni, og voru arkitektar Sunnuhlíðar í Kópavogi fengnir til þess að framreikna byggingar- kostnað hjúkrunarheimilisins þar. „Sunnuhlíð er mjög vinalegt hjúkrunarheimili og samkvæmt upplýsingum arkitektanna má reikna með að sambærilegt hús með búnaði sem uppfyllir ýtrustu kröfur nútímans kosti um fjórar og hálfa milljón króna á hvern vistmann. Er þá miðað við 38 fermetra brúttó- flatarmál í eins og tveggja manna herbergjum. Þegar hins vegar var tilkynnt um byggingu hjúkrunar- heimilisins Eirar í Grafarvogi kom fram að áætlaður kostnaður á hvert legurými þar yrði um átta milljónir króna,“ sagði hún. Gyða sagði að í ljós hefði komið að aldrað fólk sem einhveiju fengi ráðið væri ófúst til þess að selja húsnæði sitt, og dæmi væru um að þjónustuíbúðir hefðu staðið auðar nokkur ár eftir að eigendur þeirra væru komnir inn á öldrunarstofnan- ir. Af þessum íbúðum væru greidd Tilefni málþingsins er endurskoð- un laga um stjórn fiskveiða. Ljóst er að fyrirkomulag veiðanna er eitt mikilvægasta mál þjóðarinnar og er brýnt að fram fari málefnaleg umræða um helstu atriði sem því tengjast. A málþinginu verða flutt fimm erindi sem hvert um sig fjalla um einstaka þætti fiskveiðistjórnar og húsgjöld og fjármagnskostnaður sem gæti numið 10-15 þúsund krónum á mánuði, en þetta hefði verið túlkað á þann hátt að fólk vildi halda eign sinni af öryggis- ástæðum og löngun til að eiga sam- astað. „Þetta ástand verður áfram hér í Reykjavík eins og undanfarin ár ef ekki verður einhver stefnubreyt- ing. Þar sem þjónustuíbúðirnar renna út eins og heitar lummur væri það eðlileg þróun að í stað þjónustuíbúðarinnar eða einbýlis- hússins sem ekki er lengur þörf fyrir geti aldraðir með fjármagns- flutningi í gegnum bankakerfið sett peninga í sitt eigið umönnunar- og hjúkrunarrými. Með því móti, og með auknu frelsi fyrir vistmepn til þess að velja og hafna, yrði öldr- unarstofnunum veitt meira aðhald í því að skila þjónustunni til neyt- andans. Eignarhluta sinn fengi eig- andi síðan endurgreiddan með verð- bótum samkvæmt mati eða erfingj- ar hans að honum látnum. Þetta er að minnsta kosti viðfeldnari leið en að reiða fram gjafir til þess að fá pláss á öldrunarstofnunum, en margir eru fúsir til að leggja fram fé ef þeim er tryggt hjúkrunar- rými,“ sagði Gyða. Guðríður Olafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borgara, segir skortinn á hjúkrunarrými fyr- ir aldraða hafa fárið sívaxandi að undanförnu, og nú sé svo komið að farið sé að flytja fólk af höfuð- borgarsvæðinu hreppaflutningum út á land á hjúkrunarstofnanir. „Ég hef upplýsingar um að búið sé að dæma mörg hundruð manns eftir vistunarmati sem ættu' að fara á stofnanir en komast hvergi. Þetta hefur í mörgum tilfellum leitt til þess að aldraðir hafa lent á sjúkra- verða almennar umræður að þeim loknum. Þeir sem flytja erindi verða Birgir Þór Runólfsson, Sigfús Jóns- son, Snjólfur Ólafsson, Ragnar Árn- ason og Þorvaldur Gylfason. Fund- arstjóri verður Gísli Pálsson. Ráðstefnan verður haldin í Nor- ræna húsinu í dag, föstudaginn 14. febrúar og hefst kl. 13.15. húsum, og bráðasjúkrahúsin hafa verið notuð til að bjarga málunum. Nú sýnist manni hins vegar að þau verði fljótlega útilokuð fyrir eldra fólk. Aldraðir og þeir sem þá ann- ast eru því mjög öryggislausir og þeir geta ekki treyst á að fá hjálp þegar hennar er þörf. Þess vegna erum við að reyna að koma með þessa nýju hugmynd um að fá lóð fyrir hjúkrunarheimili sem kannski yrði tvískipt, þannig að hluti heimil- isins væri herbergi eða íbúðir með þjónustu, en hinn hlutinn yrði með venjulegu fyrirkomulagi. Þá má einnig hugsa sér að breyta hluta af því þjónustuhúsnæði sem þegar er til staðar í öldrunarheimili með léttri hjúkrun. Þar yrði um einhvers konar millistig að ræða þar sem fólk fengi aðhlynningu, svo framar- lega sem það sé ekki svo veikt að það þurfi á annarskonar þjónustu að halda,“ sagði hún. Bergsteinn Sigurðarson, formað- ur Félags eldri' borgara, sagðist telja að aukið hjúkrunarrými væri brýnasta nauðsynin í hagsmuna- málum aldraðra hvað varðar heilsufar og umönnun. „Þó borginni hafi verið skipt í sex hverfi sem eigi að annast heimilisþjónustu og heilsugæslu, þá er sú starfsemi ekki fullmönnuð og raunverulega í molum. Þess vegna finnst okkur nauðsynlegt að knýja á með að fá fleiri hjúkrunarheimili og að borgin láti þessum félögum í té lóð og aðstoði við uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis. Við höfum rætt þetta mál við borgina, en hún er hins vegar ekki reiðubúin til að láta okkur í té lóð að svo stöddu. Það er kannski mesti þröskuldurinn,“ sagði hann. Magnús H. Magnússon, formað- ur Samtaka aldraðra, sagðist telja fljótvirkustu og ódýrustu leiðina til að bæta ástandið í öldrunarþjónustu vera að efla stórlega heimahjúkrun og heimilisaðstoð. Þannig gæfist fólki kostur á að dvelja á heimili sínu ef það vildi, hvort sem um væri að ræða eldri íbúðir eða sér- hannað þjónustuhúsnæði. „Það verður þó að vera einhver staður sem fólk getur treyst því að komast á, ef veikindi þess eru orðin mikil. Mér fínnst mest nauðsyn á að fá hjúkrunarheimili sem ekki er með mjög þunga sérþjónustu, þann- ig að mögulegt sé að gera þetta talsvert ódýrara en þau hjúkrunar- heimili sem Reykjavíkurborg hefur staðið að og er með í farvatninu. Það eru margir sem eru í þjónustu- íbúðum í dag sem sjá fram á að þeir geti ekki búið þar lengur, og því væri upplagt fyrir þá að geta flutt hluta af eignum sínum í þess- um íbúðum yfir í hjúkrunarheimili til að tryggja að þeir fái einhveija umönnun," sagði Magnús. Málþing um stjórn fiskveiða: Fiskveiðiarðurimi og skipting hans SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Háskóla íslands heldur málþing um stjórn fiskveiða í dag. Á málþinginu verður fjallað um fiskveiðiarð- inn og skiptingu hans. IKREPPUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.