Morgunblaðið - 14.02.1992, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
Saka Jakes
um landráð
Innanríkisráðuneytið í Tékkó-
slóvakíu sakaði í gær 18 emb-
ættismenn kommúnistastjórn-
arinnar fyrr-
verandi, þar á
meðal Milos
'Jakes, fyrr-
verandi leið-
toga komm-
únistaflok-
ksins, um
landráð í
tengslum við
innrásina í
landið árið 1968. Þeir eru sak-
aðir um að hafa stuðlað að inn-
rásinni með því að senda
Moskvu-stjóminni formlega
hjálparbeiðni. Ráðuneytið
kvaðst þó ekki geta efnt til
réttarhalda yfír mönnunum.
Rússaflokk-
ur í Israel
Rússneskir gyðingar, sem gætu
ráðið úrslitum í þingkosningun-
um í ísrael í júní, stofnuðu
stjómmálaflokk í gær til að
knýja á um atvinnuöryggi og
fjármuni handa innflytjendum.
Flokkurinn ákveður eftir kosn-
ingarnar hvort hann styður
Likud-flokkinn eða Verka-
mannaflokkinn. 400.000
manns hafa flutt frá Rússlandi
til ísraels frá árinu 1989.
Stormur í
Kaliforníu
Stormur gekk yfír suðurhluta
Kalifomíu í gær og að sögn
veðurfræðinga er hann sá mesti
í ríkinu í 100 ár. Að minnsta
kosti sex manns biðu bana af
völdum óveðursins og mun fleiri
var saknað.
Kasmírgang-
an stöðvuð
Heryfirvöld í Pakistan sögðu í
gær að þarlendir múslimar
hefðu hætt við fjöldagöngu sína
yfír til Kasmírs í Indlandi en
þangað ætluðu þeir til liðs við
trúbræður sína sem krefjast
sjálfstæðis eða sameiningar við
Pakistan. Að minnsta kosti tíu
múslimanna biðu bana og tugir
særðust.í átökum við pakist-
anska hermenn, sem stöðvuðu
göngumennina á miðvíkudag.
^ERLENTj
Jakes
^ Reuter
List í Kreml
Rússneskt barn rennir sér niður listaverk úr snjó við múra Kremlar í gær. Fjórar risastórar höggmyndir úr snjó
em nú á Rauða torginu í Moskvu vegna keppni í tengslum við vetrarhátíð í borginni. í bakgranni er Kremlartum
og grafhýsi Leníns.
Dýrar meng-
unarvarnir
Evrópubandalagið gæti dregið
úr koltvísýringsmengun í and-
rúmsloftinu um allt að 60% með
um 150 milljarða hollenskra
gyllina kostnaði (4.800 millj-
arða ÍSK). Þetta kom fram í
könnun sem hollenska rann-
sóknarstofnunin TNO gerði
fyrir framkvæmdastjórn band-
alagsins.
Reynolds
hreinsar til
Albert Reynolds, nýskipaður
forsætisráðherra Irlands, losaði
sig við átta
ráðherra úr
stjóminni eftir
að hann tók
formlega við
embættinu af
Charles
Haughey á
þriðjudag.
Þetta er ein
mesta upp-
stokkun á ríkisstjóm í sögu
landsins. Aðeins einn ráðherra,
Bertie Ahem fjármálaráðherra,
hélt embætti sínu.
Mikið hneykslismál 1
uppsiglingu í Japan
Hugmyndir um samsteypustjórn að
loknum kosningum í sumar
Tókýó. Reuter.
JAPANSKA lögreglan réðst I gær inn á skrifstofur annars stærsta
vöruflutningafyrirtækis í Japan en það er miðpunkturinn í nýju
hneykslismáli, sem snertir flesta stjórnmálaflokkana. Talið er, að
þetta hneyksli sé jafnvel umfangsmeira en Reeruit-hneykslið fyrir
þremur árum. Einn af frammámönnum í sljórnarflokknum, Fijáls-
lynda demókrataflokknum, telur rétt að huga að samsteypustjórn í
Japan eftir kosningar í júlí.
Hvert hneykslismálið öðra meira
hefur komið upp í Japan á síðustu
áram og öil bera þau vitni um út-
breidda spillingu í stjómmálum
landsins. Efast margir um, að ríkis-
stjóm Miyazawa verði langra líf-
daga auðið af þessum sökum. Fyrir
nokkru var Fumio Abe, gjaldkeri í
flokksdeild Miyazawa í Frjálslynda
demnókrataflokknum, ákærður fyr-
ir að hafa þegið mútur frá bygging-
arfyrirtæki, Kyowa Company, og
einnig komið peningum áleiðis til
flokksdeildar Miyazawa en nýjasta
hneykslið er enn stærra í sniðum.
Varðar það vöraflutningafyrirtækið
Tokyo Sagawa Kyubin en tveir fyrr-
um starfsmenn þess eru sagðir hafa
afhent um 230 milljarða ÍSK. kr. í
ólöglegum lánum. Fór sumt af fénu
til fyrirtækja í eigu glæpamanna-
samtaka og sagt er, að sumt hafi
vérfð notað til að múta 200 þing-
mönnum, jafnt stjómarandstæðing-
um sem stjórnarsinnum.
Fijálslyndi demókrataflokkurinn
hefur verið við stjórnvölinn í Japan
frá 1955 en vegna hneykslismál-
anna hefur dregið verulega úr
stuðningi við hann. 1989 missti
hann meirihluta í efri deild þingsins
vegna Recruit-hneykslisins, sem
snerist aðallega um hlutabréfavið-
skipti eða -brask, og margt bendir
til, að hann fái skell í þingkosning-
unum í júlí. Shin Kanemara, vara-
formaður flokksins og einn áhrifa-
mesti stjómmálamaður í Japan,
sagði í gær á fundi með frammá-
mönnum í viðskiptalífinu, að rétt
væri að huga að samsteypustjórn
að kosningum loknum. Hafði hann
þá í huga samstjóm Frjálslynda
demókrataflokksins, hófsamari
arms Sósíalistaflokksins, mið-
flokksins Komeito og Lýðræðislega
sósíalistaflokksins.
Reuter
Shin Kanemaru ásamt lífvörðum sínum. Hann telur rétt að huga að
samsteypustjórn í Japan eftir kosningar í júlí enda líklegt, að stjórn-
arflokkurinn, Fijálslyndi demókrataflokkurinn, fái þá mikinn skell.
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, skeyt-
um og símtölum á 90 ára afmœli mínu.
í guðs friöi.
Þórdís Benediktsdóttir
frá Smáhömrum.
lnnilegt þakklceti fœri ég Rarik-kórnum og
Lúðrasveitinni Svaninum, er heiÖruÖu mig
með söng og lúÖrablœstri, ásamt þeim fjölda
vina og vandamanna, sem fœrÖu mér heilla-
skeyti og gjafir og heimsóttu mig á 80 ára
afmceli mínu 3. febrúar sl.
Elías Valgeirsson,
Hraunbæ 103,
Reykjavík.
Svíþjóð:
Bildt segir „hlutleysi“ ekkileng-
ur einkenna utanríkisstefnuna
Stokkholmi. Reuter.
CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að orðið „hlutleysi"
eigi ekki við lengur sem lýsing á utanríkisstefnu Svía. Hann segir
að ef hann hefði verið forsætisráðherra á meðan á Persaflóastríðinu
tók hefðu Svíar tekið mun skýrari afstöðu með fjölþjóðahemum sem
barðist gegn Saddam Hussein.
„Evrópa hefur breyst, það era
ekki lengur til staðar tvær andstæð-
ar hemaðarblokkir. Við eram því
að breyta stefnu okkar,“ sagði
sænski forsætisráðherrann í sam-
tali við jReuters-fréttastofuna. Bildt
sagði ennfremur að orðið hlutleysi
ætti ekki Iengur við sem heildarlýs-
ing á þeirri utanríkis- og öryggis-
málastefnu sem Svíar hygðust
framfylgja á þessum áratug. „Við
stöndum vissulega fyrir utan hern-
aðarbandalög en gagnstætt því sem
áður var, er við reyndum að forðast
utanríkismála- og varnarmálasam-
vinnu af öilu tagi, höfum við nú
mikinn áhuga á slíku," sagði Bildt.
Hann sagði það vera skoðun sína
að nú væri í auknum mæli litið á
Svíþjóð sem land þar sem breyting-
ar ættu sér stað er væra hluti af
norður-evrópskri endurreisn. Sú
endurreisn væri þríþætt og byggð-
ist á væntanlegri aðild Norðurland-
anna að Evrópubandalaginu, ná-
lægð þeirra við Eystrasaltsríkin og
stefnubreytingu frá miðstýringu í
átt til markaðsbúskapar. „Norður-
löndin munu gerast aðilar [að EB].
Við höfum þegar skilað inn um-
sókn, Finnar ætla að sækja um og
fyrr fremur en síðar munu Norð-
menn gera það,“ sagði Bildt.
Á þriðjudag í næstu viku heldur
Carl Bildt í fimm daga opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna og
verður hann fyrsti íhaldsmaðurinn
í því embætti til að fara í slíka
heimsókn til Bandaríkjanna. Mun
hann meðal annars eiga fundi með
George Bush Bandaríkjaforseta,
James Baker utanríkisráðherra,
Alan Greenspan seðlabankastjóra,
Nicholas Brady fjármálaráðherra
og Boutros Boutros Ghali, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna.