Morgunblaðið - 14.02.1992, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
21
Útgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jáhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Velferð hverra?
Iþeim umræðum, sem að und-
anfömu hafa farið fram
vegna niðurskurðar á ríkisút-
gjöldum, virðast ástæður hans
stundum gleymast. Kröfumar,
sem hvers konar hagsmuna- og
þrýstihópar hafa haldið á lofti,
kalla í raun á áframhald þess
eyðslustigs, sem viðgengizt hefur
um margra ára skeið. íslendingar
hafa lifað um efni fram og í stað
•þess að miða útgjöldin við tekj-
umar hafa verið slegin endalaus
lán. Agaleysi í opinberri fjármála-
stjórn hefur verið mikið og stefnt
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar-
innar í voða.
Þeir sem þekkja til reksturs
venjulegs heimilis vita, að nauð-
synlegt er að miða útgjöld þess
við tekjumar. Lán eru ekki tekin
nema af nauðsyn til fjárfestinga
og þeirrar stundar er beðið með
óþreyju, að unnt verði að greiða
þau upp að fullu. Þá fyrst rýmk-
ast fjárhagur fjölskyldunnar
verulega og hún losnar við
greiðslu vaxta og annars lántöku-
kostnaðar, sem hefur þrengt
kostinn svo mjög.
í eðli sínu gilda sömu lögmál
um fjármál fjölskyldunnar og
hins opinbera, þótt aðstaðan sé
ekki sú sama. Foreldrunum dytti
aldrei í hug að slá lán í sífellu
til að kosta hvers kyns óráðsíu
og ætlast til þess að þau verði
greidd af börnum og bamaböm-
um. Foreldrarnir verða að miða
útgjöld sín við tekjur til ráðstöf-
unar og neita sér og sínum um
hvers kyns munað unz fjárhagur-
inn leyfir.
Þessu hefur verið öfugt farið
í opinberri ijármálastjóm um
langt árabil. Umsjónarmenn al-
mannafjár hafa reynt að uppfylla
hvers konar kröfugerð og þegar
peningar hafa ekki verið til hefur
verið gripið til þess ráðs að
hækka skatta og álögur eða að
taka lán. Þama skilur á milli
reksturs heimilis og hins opin-
bera. Heimilisfólkið verður að
miða við eigin fjárhag, en þeir
sem annast opinberar fjárreiður
eru ekki að eyða eigin peningum
heldur annarra.
Ríkissjóður hefur verið rekinn
með hrikalegum halla undanfarin
ár því stjómmálamenn hafa ekki
haft þrek til að standa gegn kröf-
um kjósenda um hvers kyns
eyðslu, meiri framkvæmdir og
meiri þjónustu. Hagsmuna- og
þrýstihópar hafa gengið á lagið
og stjómmálamennirnir látið
undan, því það hefur verið lík-
legra til vinsælda og kjörfylgis.
Hámarki náði óráðsían síðustu
daga fyrrverandi ríkisstjórnar
þegar hún horfðist í augu við
þingkosningamar í apríllok. Ljóst
var í maíbyijun, að ríkissjóðshall-
inn yrði tvisvar til þrisvar sinnum
meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir
og lánsfjárþörf hins opinbera
mun meiri en allur nýr sparnaður
í bankakerfinu.
Ný ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks gerði sér
grein fyrir að lengra yrði ekki
gengið í eyðsluseminni og tími
væri til kominn að stinga við fót-
um. Hún hefur þó ekki gengið
lengra en svo í fyrstu niður-
skurðaraðgerðum sínum, að rík-
issjóðshallinn er áfram verulegur,
eða 4 milljarðar króna samkvæmt
fjárlögum. Raunar á eftir að
koma í ljós, hvort ríkisstjóminni
tekst að halda hallanum innan
þeirra marka. Því miður mnnu
fyrstu áform núverandi ríkis-
stjómar í ríkisíjármálum að veru-
legu leyti út í sandinn, þegar
henni mistókst að fylgja fram
fyrirhuguðum niðurskurði á út-
gjöldum, sem ákveðinn var sl.
vor, skömmu eftir að ríkisstjórnin
tók við voldum.
Jón Steinar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmáður, ritaði
grein í Morgunblaðið í fyrradag,
þar sem hann fjallar um þá gagn-
rýni, fyrst og ífémst opinberra
starfsmanna, að niðurskurður
ríkisútgjalda bitni á bömum.
Hann segir m.a.:
„Orðin „heill“ og „réttlæti“
snúast ekki um að geta í dag
haldið uppi svonefndu „velferðar-
kerfT' og látið bömin okkar borga
kostnaðinn síðar. Með slíkri notk-
un er búið að snúa merkingu
þessara orða í andhverfu sína.
Miklu nær væri að stofna samtök
gegn þeirri hálfglæpsamlegu
stefnu að skrifa kostnaðinn við
lifnaðarhætti okkar hjá börnun-
um okkar, Þáð fer svo um mann
hálfgerður hrollur, þegar æsinga-
ménnimir nótá það sem áróðurs-
bragð, að niðurskurður ríkisút-
gjalda bitni á bömunum vegna
þess að eitthvað sé reynt að spara
í skólakerfínu. Hvílíkt og annað
eins. Undanfarin 10 ár eða svo
hefur drðið mikil útgjaldaaukning
í skólakerfmu. Hver er það sem
man eftir einhverri vá í skólakerf-
inu fyrir 10 árum? Allt era þetta
tóm áróðursbrögð hjá æsinga-
mönnum.“
Orð Jóns Steinars era í tíma
töluð. Því til staðfestingar má
benda á, að um síðustu áramót
vora löng erlend lán þjóðarinnar
um 200 þúsund milljónir króna.
Greiðslubyrðin er rúmlega 20
þúsund milljónir á ári hveiju. í
hveijum árgangi, sem setzt í
grannskólana, era um 4 þúsund
börn. Eyðsluseggir nútímans
hafa því langt þunga byrði á bak
hvers þeirra — veðsett þau er-
lendum lánadrottnum. Um vel-
ferð hverra snýst umræðan?
Fjölmennur fundur stúdenta um málefni Háskóla íslands;
Niðurskurði, skólagjöldum og
breytingum á LIN andmælt
Reiðubúinn til samkomulags um breytingar á frumvarpinu, sagði menntamálaráðherra
STÚDENTAR við Háskóla íslands létu óspart í ljós óánægju sína með
áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á Lánasjóði íslenzkra náms-
manna og niðurskurð á fjárframlögum til Háskólans á fundi í Háskólabíói
í gær. Púað var á þá Olaf G. Einarsson menntamálaráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er þeir töluðu fyrir stefnu stjórn-
arinnar, en hins vegar gerði meirihluti fundarmanna góðan róm að
málflutningi stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Samstarfsnefnd náms-
mannahreyfinganna boðaði til fundarins og troðfylltu námsmenn Háskóla-
bíó.
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra sagði að ríkisstjómin hefði
einsett sér að ná tökum á ríkisfjármál-
unum og til þess að það væri hægt
yrði að spara í menntakerfinu eins
og annars staðar. Hann sagði að orða
mætti það svo að Háskólinn hefði með
niðurskurði á fjárveitingum verið
neyddur til að hækka skólagjöld. „Mér
er alveg ljóst að þessi heimild er nýtt
vegna þess að Háskólinn er í ákveðn-
um vanda vegna þess hve naumt fjár-
magnið til reksturs hans er skammt-
að. Ég myndi vilja sjá skólagjöldin
nýtt þannig að skólar gætu aukið við
starfsemi sína og bætt aðstöðu, en
þyrftu ekki að nota þau til að fylla
upp í eitthvert bil, sem myndast við
það að ekki er farið að óskum þeirra
við afgreiðslu fjárlaga," sagði
menntamálaráðherra.
Um Lánasjóð íslenzkra námsmanna
sagði Ólafur að við honum blasti gífur-
legur vandi og til þess að leysa þann
vanda væri frumvarpið flutt, sem lagt
hefur verið fram á Alþingi. Ráðherr-
ann sagði að á síðasta ári hefði Al-
þingi ákveðið að veita 1.720 milljónir
króna til Lánasjóðsins, en þegar á
árið leið hefði komið í ljós að heilan
milljarð hefði vantað til að sjóðurinn
gæti staðið við skuldbindingar sínar.
Núverandi ríkisstjóm hefði breytt út-
hlutunarreglum og sparað þannig 300
milljónir, en veitt 700 milljónir á
fjáraukalögum til að brúa bilið.
Viljum tryggja jafnrétti
tU náms
„Mönnum verður tíðrætt um jafn-
rétti til náms. Þennan rétt viljum við
tryggja, einmitt í gegnum Lánasjóð
íslenzkra námsmanna. Það er mat
mitt að þetta verði ekki tryggt nema
með gjörbreytingu á lögum um Lána-
sjóð íslenzkra námsmanna og úthlut-
unarreglum. Þau helztu atriði, sem
ég á þarna við, eru auðvitað hertar
endurgreiðslureglur, vextir og lán-
tökugjöld," sagði menntamálaráð-
herra.
Hann sagði að meginmarkmið
frumvarpsins yrðu að nást. Hins veg-
ar væri hugsanlega hægt að fara
mismunandi leiðir að þeim. Ráðherr-
ann sagðist ekki hafa séð tillögur frá
gagnrýnendum frumvarpsins sem
leiddu til viðunandi lausnar en hann
lýsti eftir slíkum tillögum. „Mennta-
málanefnd Alþingis, sem nú hefur
þetta frumvarp til umfjöllunar, mun
taka allar tillögur til athugunar. Ég
er reiðubúinn til samkomulags um
breytingar á frumvarpinu, en þær
breytingar mega ekki setja þau
markmið í hættu að LÍN fái gegnt
því hlutverki sínu að veita þeim full-
nægjandi námsaðstoð, sem vilja
nema.“
Menntamálaráðherra sagðist vilja
láta skoða þann möguleika að tekju-
hærri einstaklingar greiddu hærra
hlutfall af lánum sínum til baka ár-
lega en þeir, sem lægri tekjur hefðu.
Einnig sagðist hann tilbúinn að skoða
það ákvæði frumvarpsins að fólk
yngra en 20 ára fái ekki námslán.
Ekki hægt að spara í
skólakerfinu
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, sagðist
aldrei hafa talið að hægt væri að spara
í skólakerfinu, heldur væri þar margt
ógert. Steingrímur sagði að framsókn-
armenn væru andvígir því frumvarpi
um breytingar á LIN, sem mennta-
málaráðherra hefði lagt fram, en hann
væri þó tilbúinn að skoða ýmsar breyt-
ingar á núverandi kerfi. „Ég nefni til
dæmis þá breytingu að þeir náms-
menn, sem setjast að erlendis, greiði
lán sín með vöxtum og kannski á
skemmri tíma. Við höfum því miður
ekki efni á að ala upp námsmenn fyr-
ir aðrar þjóðir, hversu góðir og verð-
ugir sem þeir eru,“ sagði Steingrím-
ur. Hann sagði að gera yrði kröfu um
að námsmenn væru með í ráðum þeg-
ar námslánakerfinu væri breytt, en
svo hefði ekki verið itú heldur náms-
menn boðaðir alltof seint til funda um
málin. „Þið skuluð krefjast þess að
setzt verði niður með fulltrúum ykkar
og úr þessu máli greitt þannig að
viðunandi sé fyrir ykkur og miklu
fleiri; fyrir íslenzka þjóð,“ sagði for-
maður Framsóknarflokksins.
Núverandi kerfi á ieið í þrot
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík-
isráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins, sagði að nóg framboð væri af
stjómmálamönnum, sem segðust vera
vinir námsmanna. Hins vegar væri
leiðinlegt ef það kynni að koma á
daginn að ekki væru allir viðhlæjend-
ur vinir. „Sá stjórnmálamaður, sem
segir að forgangsröð út frá framtíðar-
sýn sé að veita fjármunum til mennt-
unar, rannsókna og til að styðja við
bakið á hinni arðvænlegu ijárfestingu
í mannauðnum, mun auðvitað snúast
gegn sólundarkerfí, sem ekki verður
varið með þessum rökum,“ sagði Jón
Baldvin. „Hann mun til dæmis segja:
„Ég mun ekki standa að því að halda
áfram að veija öllum tekjuskatti ein-
staklinga á Islandi í að veija úrelt,
óþarft og óhagkvæmt einokunarkerfi
í landbúnaði." Þar getið þið fengið
tólf milljarða til að efla menntun,
rannsóknir og vísindi. Slíkur stjórn-
málamaður segir að sjálfsögðu: „Ég
ætla ekki að eiga hlut að því, í gegn-
um pólitískt kerfí og pólitískar lána-
stofnanir, að fjárfesta í loðdýrum,
fískeldisævintýrum og ullarævintýr-
um fyrir 55 milljarða og sitja uppi
með það arðlaust eftir fimm ár.“ Þar
fóru miklir fjármunir forgörðum, sem
ekki fara í mennt og menningu."
. Jón Baldvin sagði að fljótlega eftir
að núverandi lánakerfi var sett á lagg-
imar hefði hann sagt að stutt væri í
að það yrði námsmönnum gagnslaust.
Útgjaldaboginn væri spenntur alltof
hátt, vaxtamunurinn færi vaxandi og
stjórnmálamenn, sem segðust vera
vinir námsmanna, vildu ekki leggja
fé ríkisins í kerfið heldur fjármagna
það með lánum. Þetta kerfi myndi
fljótt komast í þrot, sagði Jón Bald-
vin. Hann sagði að ekki þyrfti að
deila um það hvernig ætti að haga
námsaðstoðarkerfi á næstu árum ef
óbreytt kerfi ætti að halda áfram,
vegna þess að það myndi einfaldlega
ekki verða til neitt kerfi.
Lánsréttur verði
skiigreindur nákvæmlega
Jón Baldvin lýsti síðan hugmyndum
sínum um námslánakerfi, sem ganga
töluvert lengra en það frumvarp, sem
liggur fyrir Alþingi. „í staðinn fyrir
óendanlega framfærsluþörf á að skil-
greina lánsréttinn nákvæmlega. Fjöl-
skyldubætur eiga að vera í fjölskyldu-
bótakerfi. Ég tel að námsaðstoðin eigi
að vera meiri eftir að grunnnámi lýk-
ur, þegar komið er út í framhaldsnám.
Ég tel að þessi lán, sem menn taka
á námstímanum, eigi að bera lág-
marksvexti. Til hliðar við það eigi
jafnframt að vera styrkjakerfi, og
greina eigi á milli láns og styrks. Ég
tel einnig að það eigi að afnema í
svona kerfí skerðingarákvæði vegna
eigin aflafjár og ég tel að í ljósi þess
fjárhagsvanda, sem við stöndum í,
höfum við ekki lengur efni á að greiða
800 milljónir í skólagjöld fyrir
700-800 nemendur í misjafnlega góð-
um, en afar dýrum bandarískum há-
skólum. Ég er þeirrar skoðunar að
þetta námsaðstoðarkerfi eigi að fjár-
magna að langmestu leyti með fram-
lögum frá ríkinu, af stjórnmálamönn-
um sem þora að segja við almenning:
„Þetta eru þeir skattar, sem við ætlum
að leggja á ykkur til að standa undir
þessu kerfi þannig að það geti staðið
undir sér sjálft. Ég legg til að hraðað
verði endurgreiðslum þeirra, sem nú
eru á góðum aldri og hafa sæmilegar
tekjur, aftur til sjóðsins," sagði Jón
Baldvin. Að ræðu hans lokinni áminnti
fundarstjóri, Bjöm Ársæll Pétursson
stúdent, fundarmenn um að púa á
eftir ræðum en ekki í miðjum ræðum
framsögumanna.
Sambandið gerði Q8 tilboð um hlut sinn í Olíufélaginu:
Kaupum venjulega olíufyrir-
tækin í heild, en ekki hluta
- segir Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Kuwait Petroleum A/S í Danmörku
KÚVEISKA olíufélagið Kuwait, Petroleum, sem jafnan gengur undir
nafninu Q8, er nú með til skoðunar þær upplýsingar sem fulltrúar
félagsins öfluðu sér hér á landi í síðustu viku um Olíufélagið h.f., þar
sem félagið íhugar kaup á 31% eignarhlut Sambandsins í OHufélaginu.
Að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, sem er framkvæmdasljóri Kuwait
Petroleum í Danmörku er ekki við því að búast að félagið geri upp
hug sinn hvað kaupin varðar, fyrr en að nokkrum tíma liðnum.
Margrét sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að fyrir skömmu hefði
verið haft samband við Q8, til þess
að kanna hvort félagið hefði áhuga
á að kaupa hlut Sambandsins í Olíu-
félaginu. „Q8 safnar upplýsingum um
viðkomandi félög í öllum þeim tilvik-
um sem því er boðið að kaupa önnur
olíufélög eða hlut í þeim. Félagið
metur alla slíka möguleika af fullri
alvöru. Að gagnasöfnun lokinni er
farið yfir allar upplýsingar og það
síðan metið hvort viðkomandi félag
er þess virði að það verði keypt, eða
ekki,“ sagði Margrét.
„Málið stendur þannig í dag,“ sagði
Margrét, „að við erum að meta þær
upplýsingar sem við fengum frá Olíu-
félaginu, Landsbankanum og Sam-
bandinu. Við erum engan veginn
komin á það stig að svo stöddu að
taka ákvörðun um hvort af fjárfest-
ingunni á íslandi verður eða ekki.
Hvað varðar kaup Q8 á hluta Sam-
bandsins í Olíufélaginu er um nokkuð
sérstakt mál að ræðá, því hér.er ein-
ungis um hluta fyrirtækis að ræða.
Yfirleitt höfum við haft þann háttinn
á að við höfum í öllum löndum nema
Ungverjálandi keypt fyrirtækin eins
og þau leggja sig, en ekki ákveðinn
eignarhluta. Hvort þetta kemur til
með að hafa einhver áhrif á niður-
stöðu og það hver hún verður, er
ekki hægt að segja til um nú.“
Margrét sagði að ekkert væri hægt
að segja um verðhugmyndir Q8 fyrir
eignarhlut Sambandsins í Olíufélag-
inu enn sem komið væri. „Þessar við-
ræður hafa átt sér stað og Q8 er nú
að meta þetta tilboð Sambandsins og
það hvort það er þess virði að skoð-
ast nánar,“ sagði Margrét.
Margrét hefur starfað hjá Q8 í
Danmörku í fimm og hálft ár og var
hún fyrsta konan hjá fyrirtækinu til
þess að vera ráðin sem framkvæmda-
stjóri þess. Hjá félaginu í Danmörku
starfa um 4.000 manns. Hún sagði
að Q8 væri til þess að gera ungt fé-
lag í markaðssetningu og hefði ein-
ungis verið í Evrópu síðan 1983. „Á
síðustu níu árum hefur Q8 verið að
kaupa olíufyrirtæki um allt megin-
land Evrópu. Það er eina leiðin fyrir
oíiufyrirtæki til þess að vaxa, að fara
inn og kaupa upp fyrirtæki sem er
fyrir á markaðnum. Síðan hafa verið
keypt smáfyrirtæki í Englandi, hér í
Danmörku keyptu þeir BP 1987. En
upp á síðkastið hafa kraftar Q8 eink-
um beinst að Austur-Evrópu. Þeir
Margrét Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri Kuwait Petroleum
A/S í Danmörku
keyptu í Ungveijalandi og eru að
skoða önnur lönd í Austur-Evrópu,
jafnframt því sem verið er að meta
fjárfestingarmöguleika á Spáni,“
sagði Margrét.
Margrét sagði þegar hún var spurð
hvenær niðurstöðu væri að vænta,
að erfitt væri að gera sér það í hugar-
lund, en svona skoðun og svo samn-
ingur, ef af yrði, tæki sinn tíma. Hún
sagði í því sambandi að frá upphafi
til loka samninganna um kaup Q8 á
BP í Danmörku 1987 hefðu liðið um
níu mánuðir.
Námsmenn skipuðu hvert sæti, ganga og þrep í Háskólabíói.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Miðaldra stjórnmálamenn
efndu til sukksins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-
maður Kvennalista, sagði að ráðherr-
ar virtust telja sig þess umkomna að
kenna fólki kostnaðarvitund, sparnað
og peningasiðgæði og minna það á
að nú væri loðdýra- og fiskeldissukk
á enda, fylliríinu væri lokið. „En ég
spyr, hver efndi til veizlunnar?" spurði
Ingibjörg Sólrún og svaraði sjálf: „Til
þessarar veizlu efndu nefnilega mið-
aldra menn, sem á sínum tíma stund-
uðu nám á kostnað eiginkvenna sinna
eða fengu óvístölutryggð námslán á
lágum vöxtum, sem brunnu upp í
verðbólgunni."
Ingibjörg Sólrún sagði að ef frum-
varp menntamálaráðherra um Lána-
sjóð námsmanna yrði að lögum yrði
úr versta námslánakerfi á Norður-
löndum. „Þetta er kerfi sem ekki
styrkir námsmenn með svo mikið sem
einni krónu. Þetta er í raun kerfí, þar
sem námsmenn þurfa að greiða fyrir
aðgang að menntun," sagði hún.
Þingkonan rakti ýmis dæmi um
afleiðingar þess kerfis, sem frumvarp-
ið felur í sér, sem hún taldi óæskileg-
ar. Þannig tók hún dæmi af einstæðri
móður, sem færi í hjúkrunarfræði og
tæki 1,9 milljónir í námslán. Þegar
hún yrði 67 ára hefði hún greitt 2,5
milljónir í vexti, hálfa milljón af höfuð-
stól en ætti 1,4 milljónir ógreiddar.
Námslán væru ekki fjárfestingarlán,
heldur framfærslulán og ættu ekki
að bera vexti, því að þeir bitnuðu
verst á þeim tekjulægstu.
Aðför að menntakerfinu
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins og fyrrverandi
menntamálaráðherra, sagði að ríkis-
stjórnin stæði að allsheijaraðför að
menntakerfínu. Hann sagði að vinnu-
brögð við samningu frumvarps um
LÍN væru hneyksli, þar sem álit náms-
manna hefði ekki verið virt viðlits.
Hann sagði að alvarlegast væri í frum-
varpinu að félagslegt tillit laganna
væri afnumið og sjóðnum þannig
breytt í fjárfestingarsjóð, með hlið-
stæðum hætti og í laxeldi og loðdýra-
rækt. Þá yrðu námsmenn meðhöndl-
aðir eins og fyrsta árs nemar allan
sinn námsferil, sem þýddi að þeir sem
ekki ættu fé til að fleyta sér yfír fyrsta
misserið, yrðu að borga 10% af fram-
færslukostnaði sínum til bankanna
allan tímann. Þetta jafngilti 10% flatri
skerðingu á öllum námslánum. Þá
gagnrýndi Svavar þau orð mennta-
málaráðherra að breytingar á LÍN
myndu minnka aðsókn að sjóðnum og
þannig myndi fé sparast. Hann kall-
aði 20 ára regluna svokölluðu aðför
að verkmenntun.
Háskólanum hnignar
Pétur Þ. Óskarsson, framsögumað-
ur stúdenta á fundinum, sagði að
háskólayfirvöld hefðu neyðst til að
leggja á skólagjöld vegna þrýstings
frá ríkisstjórninni og þar með væri
snúið af þeirri braut að menntun
skyldi vera ókeypis. Skólagjöld hefðu
hingað til þótt slæmur til og menn
hefðu litið til Bandaríkjanna, þar sem
10% þjóðarinnar væru ólæsir og æðri
menntun forréttindi hinna ríku. „Þar
hefur þróunin náð hvað lengst, nú
höfum við íslendingar lagt inn á svip-
aðar brautir,“ sagði Pétur. Hann sagði
að vegna þess að þrátt fyrir skóla-
gjöldin vantaði fé til Háskólans, væri
farið að fella niður námskeið. Það
þýddi að námið yrði fábreyttara og
Háskólanum hnignaði.
Pétur sagði að námsmenn gerðu
sér grein fyrir vanda Lánasjóðsins,
og hann yrði að leysa. Það væri hins
vegar óréttlæti að gera námsmönnum
nútíðar og framtíðar að greiða upp-
safnaðan vanda fortíðarinnar. „Er það
okkur að kenna að lánin sem veitt
voru fyrir 1976 brunnu upp í óðaverð-
bólgu vegna þess að þau voru ekki
verðtryggð? Er það okkur að kenna
að ríkisvaldið hefur tekið lán með
háum vöxtum til að lána námsmönn-
um án vaxta? Er það okkar sök að á
þessu ári fer allt framlag ríkisins til
Lánasjóðsins, 2,2 milljarðar króna, í
að greiða vexti og afborganir af þess-
um lánum?“ sagði Pétur. Hann sagði
að námsmenn hefðu sjálfir lagt til
hertar endurgreiðslur til að bæta hag
sjóðsins. Stúdentar hefðu verið sein-
þreyttir til vandræða, en þeir myndu
beijast fyrir sínum málstað.
Styrkveitingar faldar
Vísindasjóði
I pallborðsumræðum eftir að fram-
söguerindum lauk var talsvert rætt
um hugmyndir um styrkjakerfi, sem
fram koma í frumvarpinu um LÍN.
Guðmundur Magnússon prófessor,
sem var formaður nefndarinnar sem
samdi frumvarpið, sagði að um þetta
hefði verið rætt í smáatriðum, bæði
áður en námsmenn komu inn í nefnd-
ina og eftir að fulltrúar þeirra tóku
þar sæti. Jón Baldvin Hannibalsson
sagði að styrkjakerfí ætti fyrst og
fremst að ná til þeirra, sem stunduðu
sérhæft framhaldsnám eða sköruðu
framúr í námi. Ólafur G. Einarsson
sagði að rætt hefði verið um að styrk-
veitingár yrðu faldar Vísindasjóði, en
ekki LÍN. Sú skoðun sín, að nauðsyn-
legt væri að taka upp styrkjakerfi,
hefði styrkzt er ákveðið var að setja
hámark á lán vegna skólagjalda er-
lendis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
gagnrýndi að hugmyndir um styrkja-
kerfí væru óljósar. „Það er algerlega
óboðlegt að ræða þá ekki styrkjakerfi
opinskátt og opinberlega og leggja
fram nákvæmar hugmyndir um slíkt
kerfi, samhliða því að frumvarp til
laga um námslán er lagt fram,“ sagði
hýn. Steingrímur Hermannsson sagði
að útilokað væri að samþykkja frum-
varpið nema hugmyndir um stórefldan
Vísindasjóð yrðu útfærðar.
Stúdentar mótmæla með
undirskriftum
í fundarlok afhenti Steinunn V.
Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs
Háskóla íslands, menntamálaráðherra
undirskriftalista með nöfnum á þriðja
þúsund stúdenta við HÍ, þar sem
niðurskurði, álagningu skólagjalda og
breytingum á LJN er mótmælt.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra á Akureyri:
íslendingar liggja lengst
allra á sjúkrahúsum
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur nú undir höndum
skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur unnið fyrir hann
um íslenska heilbrigðiskerfið. Á fundi sem ráðherrann hélt með almenn-
ingi á Akureyri á miðvikudagskvöldið vitnaði hann í þessa skýrslu en
þar kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið er nú hið dýrasta í heimi.
Ennfremur munu íslendingar liggja lengst allra á sjúkrahúsum og kem-
ur m.a. fram í skýrslunni að meðal íslendingur liggur tvöfalt lengur á
sjúkrahúsi en meðal Dani.
Hagfræðistofnun kemst að þeirri
niðurstöðu að íslenska heilbrigðis-
kerfið sé nú orðið töluvert dýrara en
hið bandaríska sem áður var talið hið
dýrasta í heimi. íslenska kerfið kostar
nú 900 dollara á mann en í Bandaríkj-
unum 700 dollara á mann. Miðað er
við gengisvísitölu og tekið tillit til
aldursdreifingar þjóðanna við út-
reikninga Hagfræðistofnunar. Sig-
hvatur Björgvinsson sagði á fundin-
um að ekki kæmu fram ákveðnar
skýringar á þessum mun sem væri á
kostnaði heilbrigðiskerfa þessara
þjóða. Hinsvegar teldi Hagfræði-
stofnun að hann gæti legið í fjár-
magnskostnaði og skipulagi íslenska
kerfísins og því greiðslufyrirkomulagi
sem væri í gildi, þ.e. að ríkið borgar
brúsann ... „og enginn hefur áhuga
á að spara fyrir ríkið,“ sagði Sighvat-
ur.
í upphafi máls síns sagði Sighvatur
að ástæða fundarferðar hans um
landið væri sú að sjónarmið heilbrigð-
isráðuneytisins í þeimssparnaðar- og
niðurskurðaraðgerðum sem í gangi
eru hefðu ekki komist til skila í
fjölmiðlum. „Umræðan hefur gengið
út á að til standi að loka spítölum
og sjúkrahúsum sem ekki er rétt.
Okkar markmið eru að ná kostnaði
við heilbrigðiskerfið niður í það sem
hann var um áramótin 1989/90,“
sagði Sighvatur.
Ráðherrann rakti efnahagsþróunin
á síðustu árum en hún er orsök þess
að grípa hefur þurft til fyrrgreindra
aðgerða. Gatið sem ríkisstjórnin er
að reyna að stoppa í nú nemur 15
milljörðum króna.
Sighvatur rakti ítarlega þær að-
gerðir sem framkvæmdar hafa verið
hingað til og felast í ýmiskonar gjald-
töku fyrir læknisþjónustu. Hann fór
yfir lyfjamálin, lífeyriskerfið og
greiðslur fyrir þjónustu á stofnunum.
I máli hans kom frain fað allar þessar
aðgerðir ættu það sammerkt að þeir
sem minnst mega sín í þessu þjóð-
félagi borga minnst fyrir þjónustuna.
„Við höfum hlíft þeim sem minnst
mega sín og ég vil nefna það að í
flestum tilfellum hefur gjaldtakan af
gamla fólkinu lækkað eri ekki hækkað
eins og haldið hefur verið fram,“ sagði
Sighvatur.
Ráðherra fór ítarlega í gegnum
hugmyndir þær sem á lofti eru um
að fylla í 15 milljarða króna gatið
með hátekjuskatti og fjármagnstekj-
um. Hann sagði að þetta tvennt gæti
engan veginn gefið meira en 1-3
milljarða króna á ári og kæmi því
alls ekki í staðinn fyrir niðurskurð
og spamað.
Halldór Halldórsson, formaður
Læknafélags Akureyrar, tók fyrstur
til máls á eftir framsögu ráðherra.
Hann sagði að menn upplifðu sam-
dráttinn sem vondan draum og að í
umræðu innan læknafélagsins um
samdráttinn væru menn ekki sáttir
við hann og teldu að hann gæti haft
skelfilegar afleiðingar í för með sér.
„Mér virðist þörf á að leita nýrra leiða
í heilbrigðismálum,“ sagði Halldór.
„En vart getur talist hagkvæmt að
láta sjúkrahúsin standa auð. Og við
megum ekki missa vel menntað hjúkr-
unarfólk af landinu í kjölfar þessara
aðgerða.'1
Ragnhildur Jónsdóttir sagði að
fyrst ráðherrann hefði líkt rekstri rík-
issjóðs við rekstur heimilis vildi hún
nefna að hún hefði rekið stórt og
mikið heimili um 40 ára skeið. „Og
í mínu heimilishaldi hef ég æfinlega
reynt að spara eyrinn ekki síður en
krónuna og því finnst mér þessir
milljarðar sem næðust með hátekju-
skatti og fjármagnsskatti ágæt búbót
upp í þetta 15 milljarða króna gat,“
sagði Ragnhildur.
Bjami Arthursson, forstöðumaður
Kristness, sagði að út í hött væri að
bera saman heilbrigðiskerfíð í Banda-
ríkjunum og á íslandi, það væri eins
og að bera saman epli og appelsínur,
og gerði hann athugasemdir við þ'að
sem stendur í skýrslu Hagfræðistofn-
unar. Fleiri tóku til máls á fundinum,
eða alls 14 manns. Undir lokin tók
Sighvatur Björgvinsson aftur til máls
og svaraði gagnrýni er fram kom.
Hann vildi taka það skýrt fram að
ekkí væri verið að loka sjúkrastofnun-
um og sagði að rekstur minnstu
heilsugæslustöðvanna yrði óbreyttur
og að ekki yrði dregið úr bráðaþjón-
ustu.