Morgunblaðið - 14.02.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
25
Auglýsingar fjármálaráðu-
neytísins reynast umdeildar
Fyrirspurn til fjármálaráðherra
STÓR orð, þung og óvægin féllu í fyrirspurnartíraa Alþingis í gær.
Arni Mathiesen (S-Rn) spurði fjármálaráðherra um auglýsingakostn-
að fjármálaráðuneytisins. Það mátti heyra frá bjöllu þingforseta,
Salome Þorkelsdóttur, að henni þætti orðbragðið í svartara lagi,
þegar auglýsingastofan Hvíta húsið var til umræðu. Arið 1990 og
fyrstu mánuði ársins 1991 fékk þessi auglýsingastofa til ráðstöfunar
62.714.824 kr.
Fyrirspyrjandi, Árni Mathiesen
(S-Rn), benti á að nokkur umræða
hefði verið í þjóðfélaginu um styrki
til blaða og einnig um útgáfu kosn-
ingabæklinga sem greiddir hefðu
verið af fé ráðuneytanna. Fyrir-
spyijandi minntist þess einnig að
fyrir nokkrum árum hefði verið
haldinn stqfnfundur samtaka hér-
aðsblaða. Á þeim fundi hefði sér-
stakur fulltrúi fjármálaráðuneytis-
ins, Mörður Árnason, lýst yfir áhuga
ráðuneytisins til að auglýsa í slíkum
blöðum. Þá hefði komið fram að
þess ætti að gæta að auglýsa ekki
í öðrum blöðum en þeim sem kæmu
út reglulega en sneitt skyldi hjá
pólitískum kosningablöðum.
Árna iék því forvitni á að vita
hver var auglýsinga- og kynningar-
kostnaður fjármálaráðuneytis á ár-
inu 1990,annars vegar og fyrstu
fjóra mánuði ársins 1991 hins veg-
ar. Hvaða aðilar fengu greiðslur
vegna þessa kostnaðarliðar? Hversu
háar voru greiðslurnar og hvenær
voru þær greiddar? Fyrir hvað var
greitt? Voru einhveijar reglur í gildi
í ráðuneytinu varðandi þessi atriði?
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra taldi að svar við þessari fyrir-
spurn gæti reynst heldur tímafrekt.
En til þess að veita fyrirspyijanda
einhveija úrlausn hafði hann látið
taka saman nokkrar upplýsingar
sem hann vænti að þingmenn hefðu
nú fengið í hendur. Fjármálaráð-
herra stiklaði á nokkrum fróðleiks-
punktum sem þar kom fram m.a.
að auglýsingakostnaður fjármála-
ráðuneytisins á árinu 1990 hefði
verið kr. 54.002.580. Á árinu 1991
fram til 15. maí, hefði kostnaður
numið kr. 21.183.780. Alls samtals
þessa 16R mánuð hefði kostnaður
verið kr. 75.183,360. Það kom einn-
ig fram í þessum upplýsingum að
dijúgur hluti þessa kostnaðar er
vegna fjárlagaliðar 9-212, skatta-
mál ýmislegt, og væri aðallega þar
um að ræða kostnað sem hlaust af
átaki í innheimtu opinberra gjalda.
Á árinu 1990 nam sá kostnaður kr.
47.537,174 og á árinu 1991 kr.
19.881.598.
Af upplýsingum fjármálaráðherra
má einnig ráða að auglýsingakostn-
aður íjármálaráðuncytisins eftir
miðjan maí til ársloka 1991, hafi
numið rúmum 8,3 milljónum króna.
Hvíta húsið
Fjármálaráðherra vakti athygli á
því að í þeim gögnum sem dreift
hefði verið kæmi fram að af þessum
75 milljónum króna sem hefði verið
ráðstafað á árinu 1990 og fyrstu
fjórum og hálfum mánuði ársins
1991, hefði Auglýsingastofnan
Hvíta húsið fengið til ráðstöfunar
tæplega 63 milljónir króna. Gróflega
áætlað hefðu greiðslum til Hvíta
húsins verið ráðstafað þannig að til
hönnunar hafi farið 20%, til birting-
ar 65%, þjónustugjöld 10% og að-
keypt vinna 5%.
Um hvaða reglur gildi í ráðuneyt-
inu um þessi atriði, kemur fram í
upplýsingum fjármálaráðherra að
um 90% af auglýsingakostnaðinum
varð til vegna sérstakra verkefna
sem ráðuneytið lagði áherslu á.
Þetta tæki til sérstakra aðgerða og
fræðslu um notkun sjóðsvéla, upp-
lýsinga- og kynningarstarfs um
virðisaukaskatt og staðgreiðslu op-
inberra gjalda. Engar fastar reglur
giltu um kostnað vegna auglýsinga
er snertu upplýsinga- og kynningar-
starf sem tæki til ferðalaga og funda
ráðuneytisins. Það hlyti að fara eft-
ir verkefnum hveiju sinni á hvað
liði slíkur kostnaður lenti.
Árni Mathiesen (S-Rv) þakkaði
ráðherra ítarleg svör. Ræðumaður
benti á að ekki væri auðvelt að átta
sig á þessum gögnum „í einum
grænum hvelli“. En ráðstöfunarfé
Hvíta húsisins væri athyglisvert.
Árni var þess fullviss að þetta væri
góð auglýsingastofa, enda skildist
honum að Alþýðubandalagið hefði
notið þjónustu hennar í síðustu
kosningabaráttu. Einhvern veginn
virtist sér að þessum peningum
hefði verið deilt út af þessari auglýs-
ingastofu og hugsanlega af fyrr-
nefndum fulltrúa ráðuneytisins.
Árni undraðist nokkuð mat ráðu-
neytisins á auglýsingagildi fjöl-
miðla, sagði það „mjög sérstakt". Á
Stöð 2 væri auglýst fyrir tæpar 73
þúsundir en á RUVfyrir 3,375 millj-
ónir. Hjá Morgunblaðinu væri aug-
lýst fyrir 391 þúsund en hjá Tíman-
um fyrir 434 þúsund og í Alþýðu-
blaðinu fyrir 450 þúsund.
Fyrirspyijandi sá við hraðan yfir-
lestur blöð og tímarit, „allavega
mjög mörg eru pólitísk og gefin út
sérstaklega í sambandi við kosn-
ingabaráttur". í Alþýðublaði Hafn-
arfjarðar hefði verið auglýst fyrir
120 þúsund krónur. í framsóknar-
blaðinu Hafnfirðingi hefði verið
auglýst fyrir 80 þúsund. Og í Vega-
mótum, blaði Alþýðubandalagsins í
Hafnarfirði, hefði verið auglýst fyr-
ir 45 þúsund.
„Ómerkilegt"
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) fyrrum fjármálaráðherra taldi
„ómerkilegan pólitískan tilgang“
fyrirspyijanda athyglisverðan.
Ólafur Ragnar saknaði þess að í
gögnum fjármálaráðherra kæmi
ekki fram að meginupphæðin sem
hér væri um að ræða, væri ráðstaf-
að á vegum ríkisskattstjóraembætt-
isins. Samningur við Hvíta húsið
hefði verið gerður í tíð Sjálfstæðis-
flokksins í fjármálaráðuneytinu og
byggði á langvarandi þjónustu þeirr-
ar auglýsingaskrifstofu við rík-
isskattstjóraembættið. Sú upphæð
sem hér væri skráð á Hvíta húsið
væri, ef hann misminnti ekki, að
meginhluta vegna auglýsinga ríkis-
skattstjóraembættisins við að kynna
staðgreiðslu, við að kynna skatt-
framtöl og ýmislegt annað. Sjálf-
sagt hefði meginkostnaðurinn farið
til Morgunblaðsins, Ríkissjónvarps-
ins og Stöðvar 2.
Kristinn H. Gunnarsson (Ab-
Vf) taldi tilefni fyrirspurnarinnar
vera „áróður Sjálfstæðisflokksins"
síðastliðið vor gegn fyrrverandi fjár-
málaráðherra en nú hefði þessi áróð-
ur beðið skipbrot. í svarinu væri
ekki neitt gagnrýnivert sem hönd
væri á festandi. Jóhannes Geir
Sigurgeirsson (F-Ne) taldi það
hafa því miður stundum viljað
brenna við að „hreinar pólitískar
áróðursherferðir“ ráðherra hefðu
verið auglýstar á vegum viðkomandi
ráðuneyta. Jóhannes Geir nefndi
kynningarstarf utanríkisráðherra á
EES og GATT í þessu sambandi.
Árni Johnsen (S-Sl) taldi að ekki
ætti áð koma að óvart hvernig fjár-
magni hefði verið úthlutað, því að-
stoðarmaður fyrrum fjármálaráð-
herra, Mörður Árnason hefði stjórn-
að því verki að mestu leyti. Það
væri með ólíkindum þegar væri „út-
hlutað fjármagni í auglýsingaskyni
til pólitískra vina og vandamanna
svo nemur tugmilljónum króna“.
Árni kvaðst eitt sinn hafa spurt
Mörð Árnason eftir því hvoit aug-
lýst væri samkvæmt ákveðnum
reglum. Svarið hefði verið nei. Og
Mörður hefði bætt við: „Við auglýs-
um eins og okkur sýnist og ákveðum
sjálfir hjá hveijum við auglýsum án
nokkurra reglna."
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra vildi mótmæla ummælum Jó-
hannesar Geirs Sigurgeirssonar um
fundaferðir utanríkisráðherra. Um-
hverfisráðherra taldi að Halldór
Ásgrímsson fyrrum sjávarútvegs-
ráðherra væri brautryðjandi í kynn-
ingarstarfi af þessu tagi. En hann
hefði haldið marga fundi í þeim
eðlilega tilgangi að kynna fiskveiði-
stefnuna. Björn Bjarnason (S-Rv)
sagði ljóst að aðilum hefði greinilega
verið mismunað t.d. hefði fyrirtækið
Fróði sem gæfi út fjölmörg tímarit
fengið 58.689 kr. en tímaritið Þ/ód-
líf hefði fengið 273.900 kr. Össur
Skarphéðinsson (A-Rv) taldi ekki
undarlegt að tímaritið Þjóðlíf hefði
fengið drúgan skerf því að hefði
verið útbreiddara en mörg tímárit'
Fróða. Össur vildi beina því til nú-
verandi fjármálaráðherra að hann
mæti auglýsingagildi fjölmiðla Al-
þýðuflokksins af sömu verðleikum
og Ólafur Ragnar Grímsson hefði
gert, t.d. að Alþýðublaðið í Hafnar-
firði hefði þriðjung á við auglýsinga-
gildi Morgunblaðsins.
„Ógætilegt“ og „ skítlegt eðli“
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði þessar upplýsingar sýna að
það hefði verið ógætilegt af form-
anni Alþýðubandalagsins Ólafi
Ragnari Grímsson að láta sömu
auglýsingastofu sem hefði verið í
stórkostlegum viðskiptum við fjár-
málaráðuneytið sjá um kosninga-
baráttu Alþýðubandalagsins.
Ólafur Ragnar Grímsson
(A-Rn) sagði sjálfstæðismenn hafa
sett á svið „ómerkilegt pólitískt leik-
rit“ og þátttaka forsætisráðherra
hefði sýnt „skítlegt eðli“. Hafðar
væru uppi aðdróttanir um pólitísk
tengsl eða pólitíska afstöðu að baki
samningum við Hvíta húsið. Þegar
hann hefði komið í fjármálaráðu-
neyti hefði legið fyrir samingur frá
tíð Ijármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins þar sem Hvíta húsinu hefði
verið falið að annast kynningar og
auglýsingar vegna skattamála. Þeg-
ar ákveðið var að efna til kynningar-
átaks vegna virðisaukaskattsins
hefði verið útboð meðal auglýsinga-
stofa og það hefði verið ríkisskatt-
stjóraembættið sem hefði lagt til
að Hvíta húsið yrði ráðið. Vegna
„ódrengilegra athug_asemda“ for-
sætisráðherra vildi Ólafur Ragnar
upplýsa að Alþýðubandlagið hefði
greitt Hvíta húsinu 6 milljónir fyrir
þá vinnu sem það hefði unnið fyrir
flokkinn í tengslum við kosningam-
ar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
taldi munnsöfnuð Ólafs Ragnars
Grímssonar vera „uppeldislegt
vandamál hans“. En forsætisráð-
herra vildi ítreka að það það hefði
verið í hæsta máta ógætilegt af
formanni Alþýðubandalagsins að
láta sömu auglýsingastofu sjá um
kosninga- og áróðursefni fyrir flokk
sinn, um leið og hann hefði vitað
að þessi sama stofa hefði verið ein-
stæðum stórkostlegum viðskiptum
við hans ráðuneyti.
Ólafur Ragnar Grímson (Ab-
Rn) sagði að ekki furðu gegna að
Alþýðubandalagið hefði nýtt sér
þjónustu Hvíta húsins sem væri ein
besta auglýsingastofa hér á landi,
t.d. væri Eimskipafélagið í viðskipt-
um við þessa auglýsingastofu. Ólaf-
ur Ragnar kvaðst myndu hafa fagn-
að því ef fjármálaráðherrann hefði
í svari sínu til „hins nýja krossferða-
riddara úr Hafnarfirði“ birt sund-
urliðun yfir skiptingu auglýsingar-
kostnaðar í dagblöðum og sjónvarpi.
Fleiri þingmenn tóku til máls við
þessa umræðu; Gunnlaugur Stef-
ánsson (A-Al), Finnur Ingólfsson
(F-Rv), Ólafur Þ. Þórðarson
(F-Vf) og Svavar Gestsson (Ab-
Rv).
Ólafur Ragnar spyr
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn)
hefur lagt fram fyrirspurn á þing-
skjali 422 til fjármálaráðherra um
skiptingu auglýsingakostnaðar í
dagblöðum og sjónvarpi: „1. Hver
var birtingarkostnaður auglýsinga í
dagblöðum og sjónvarpi sem taiinn
er í 62 milljóna króna upphæð sem
ráðstafað var á vegum Hvíta húss-
ins og fram kom í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspum á þskj. 212. 2.
Hvernig skiptist upphæðin á: a)
Morgunblaðið, b) DV, c) Tímann,
d) Þjóðviljann, e) Alþýðublaðið, f)
Dag. 3. Hver var kostnaður við birt-
ingu auglýsinga í: a) Ríkissjónvarp-
inu, b) Stöð 2.“
Foreldraminning:
Bentína K. Jónsdóttir
Magnús Einarsson
Fædd 30.október 1900
Dáin 6. febrúar 1992
Fæddur 2. júlí 1905
Dáinn 28. desember 1989
1 örfáum orðum langar okkur
systkinin að minnast elskulegra
foreldra okkar með innilegri kveðju
og þökk til þeirra sem nú eru horf-
in af sjónarsviðinu, móðir okkar
háöldruð 91 árs, hann 86 ára.
Margt hefur breyst á svo langri
ævi. Lífsbaráttan var hörð þegar
þau hófu, má segja, sinn fyrsta
búskap í Hergilsey á Breiðafirði,
fyrir um það bil 65 árum. Fyrir á
eyjunni voru tveir bændur, faðir
okkar varð sá þriðji. Búskapur við
þær aðstæður sem þar voru var
ákaflega erfiður. Sjálfsagt með
þeim erfiðustu sem gerðist á land-
inu í þá daga, en dugnaðurinn og
harkan hjá þessum bændum var
með ólíkindum. Allt þurfti að sækja
á sjó til heimilis og skepnuhalds.
Flatey var kaupstaðurinn með vör-
urnar. Heyskap þurfti að sækjá til
úteyja, sem kallaðar voru Hergils-
eyjarlönd, minnst var heyjað á
heimaeynni. Tveir vélbátar voru til
aðdráttar sem þeir bændur áttu í
sameiningu. Heyið var flutt heim á
þeim og var þá sætt lagi jneð góðri
veðurspá og sléttum sjó. Ekkert
mátti útaf bera í þeim flutningum
með drekkhlaðna bátana, háfermi
af heysátum og var þá stundum
mjótt á mununum. Það horfðum við
á, móðir okkar og við systkinin,
þegar skyndilega hvessti er þeir
voru á heimleið með heyflutning,
þá var starað út á Breiðafjörðinn,
en allt fór vel.
Allt þurfti að bera á bakinu, í
báta af bátum, á túnið heima til
þurrkunar, síðan í hlöðu, engir hest-
ar. Fénu var smalað saman á vorin
þegar ærnar voru bornar, rekið í
báta, flutt upp á land, sem kallað
var til sumarbeitar, sótt aftur að
hausti á þessum tveimur bátum.
Allir hjálpuðust að. Við systkinin
hugleiðum það oft núna hve atorkan
og dugnaðurinn var mikill hjá for-
eldrum okkar við þessi kjör. I svona
búskap færi enginn út í á þessum
tímum.
Svo ótal margt væri hægt að
skrifa um þeirra lífsbaráttu á þess-
um árum. Foreldrar okkar voru
samtaka um að allt færi vel úr
hendi. Sjórinn var sóttur til að afla
matar þegar veður leyfði. Fullar
tunnur og hjallloft af allskonar góð-
gæti sem þau voru snillingar í að
útbúa og ganga frá til vetrar. Allt
þetta var svo gott. Við systkinin
búum að því enn í dag. Þau elskuðu
skepnurnar og létu þeim líða vel,
þá sérstaklega var móðir okkar
natin að þeim, hún hafði svo mikið
yndi af dýrunum. Það var unun að
heyra hana tala við þau, það mætti
segja að hvert eitt þeirra ætti sitt
sérstaka mál og sinn sérstaka tón
hjá henni, sem þau sannarlega
skildu.
Hér verður stiklað á stóru. Árin
liðu, síðar fluttu þau vestur í Arnar-
fjörð og síðast fyrir vestan áttu þau
heima á Bíldudal, en það kom að
því að heilsan gaf sig hjá þeim
báðum, móðir okkar gat ekki lengur
sinnt heimilisstörfum. Síðustu árin
þeirra saman áttu þau heima í Ási
í Hveragerði og fengu þar alla að-
hlynningu sem þau þurftu með. Þar
andaðist faðir okkar, farinn að
heilsu. Móðir okkar flutti að Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund og
andaðist þar.
Við erum sex systkinin og þökk-
um fyrir allt sem þau hafa gert
fyrir okkur. Blessuð sé minning
þeirra.
Handan við fjðllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn Ijóssins
þar sem tíminn sefur,
inn í frið hans og draum
er fórinni heitið.
(Snorri H.)
Börnin.