Morgunblaðið - 14.02.1992, Page 28

Morgunblaðið - 14.02.1992, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 Minning: Guðbjörg Ámadóttir frá Gunnarsstöðum Fædd 29. september 1899 Dáin 4. febrúar 1992 Látin er í háiri elli móðursystir mín, Guðbjörg Árnadóttir, fyrrum spítalaráðskona. Mig langar að minnast hennar fáum. orðum og þakka fyrir allt það góða sem hún gaf mér og mínum. Hún fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 29. september 1899. Foreldrar hennar voru Ambjörg Jóhannesdóttir og Ámi Davíðsson búendur á Gunnars- stöðum. Þau hjón áttu átta böm, sem upp komust. Elst var Ingiríður hús- freyja í Holti í Þistilfirði. 2. Þuríður húsfreyja á Gunnarsstöðum. 3. Jó- hannes bóndi á Gunnarsstöðum. 4. Davíð rafvirki, lengst af starfsmað- ur hjá Ríkisútvarpinu. 5. Sigríður húsfreyja á Grýtubakka í Höfða- hverfi. 6. Guðbjörg sem hér er minnst. 7. Gunnar, hann var skrif- stofustjóri Búnaðarfélags íslands allan sinn starfsaldur. Hann er nú einn á lífi af þessum systkinahóp. 8. Margrét húsmóðir í Reykjavík. Þegar Guðbjörg er níu ára deyr móðir hennar og fjórum ámm seinna missir hún föður sinn. Það kom í hlut þeirra eldri systkinanna, Þuríðar og Jóhannesar, að taka við búsforráðum á þessu stóra heimili þrátt fyrir ungan aldur. Þuríður er tvítug þegar móðir þeirra deyr, en Jóhannes er tuttugu og tveggja ára þegar faðir þeirra feilur frá. En líf- ið hélt áfram og reynt var að koma hópnum til manns. Þegar Guðbjörg var 18 ára fór hún í Kennaraskólann í Reykjavík. En sú dvöl varð styttri en ætlað var. Hún veiktist af lömunarveiki og lá lengi mjög veik. Hún náði sér aldrei fullkomlega og var alltaf hölt eftir það. Með hjálp frá góðu fólki gat hún unnið fyrir sér næstu ár, en möguleikar á meira námi vom brostnir. 1930 giftist Guðbjörg ungum lækni, Jóni Karlssyni, en hann deyr eftir tæplega fimm ára sambúð. Þá héraðslæknir í Ámesi á Ströndum. Þó Guðbjörg væri Iítil og einstak- lega fíngerð var hún hörkudugleg. Þegar hún var orðin ekkja ræður hún sig að Reykjum í Mosfellssveit til Bjarna Ásgeirssonar og sér um mötuneytið á búinu. Þar er hún í nokkur ár. Síðar fer hún og gerist matráðskona við Garðyrkjuskóla ríkisins og er þar í tólf ár. Enn söðlar hún um og ræður sig ráðs- konu við spítalann á Akranesi og þar er hún í nítján ár og hættir þá fyrir aldurs sakir. Þegar starfmu lauk á Akranesi flutti hún til Reykjavíkur í litla íbúð í Eskihlíð, sem hún var búin að kaupa sér og láta gera upp. 1 Eskihlíðinni leið Guðbjörgu vel. Þangað komum við systkinabömin hennar með litlu bömin okkar, sem hún umvafði með elsku og hlýju, og þau dáðu hana og virtu. Guðbjörg átti það til að koma í heimsókn og hjálpa í sláturgerð á haustin. Þá gat ég ekki annað en dáðst að hveiju þessi litia og fín- gerða kona gat áorkað. Og eins hvað hún var vinnuglöð og óverk- kv-íðin. Hún var einstaklega lagvirk. Handavinnan hennar var sérlega falleg og smekklega unnin. Hún vílaði aldrei fyrir sér það sem þurfti að vinna. Einu sinni kom Guðbjörg í heimsókn til mín, hún var þá á Akranesi. Eg var að búa mig og bömin í sumarfrí norður í Gunnars- staði. Ég var að vandræðast að ég ætti ekki saumavél sem gerði hnappagöt. Henni fannst þetta ekk- ert mál, hún skyldi gera hnappagöt í höndunum. Hún sat svo fram á kvöld og gerði þessi fínu „Kvenna- skóla hnappagöt" þau urðu víst fímmtán áður en yfir lauk og engin var sælli en hún. Nokkmm mánuð- um seinna hringdi Guðbjörg í mig, þá stödd í Reykjavík og bað mig verða ekki vonda þótt kæmi héma Faðir okkar og tengdafaðir, INGIMUNDUR EINARSSON, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sem lést 4. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14 síðdegis. Guðmundur Ingimundarson, Ingibjörg Eiðsdóttir, Einar Ingimundarson, Gisella Ingimundarson Steinar Ingimundarson, Sigrún Guðbjarnardóttir, Grétar Ingimundarson, Ingigerður Jónsdóttir, Ingi Ingimundarson, Jónína Ingólfsdóttir, Jóhann Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRÓBJARTUR PÉTURSSON, Lambafelli, Austur-Eyjafjallahreppi, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 10. þ.m., verður jarðsunginn frá Ásholtsskálakirkju, V-Eyjafjallahreppi, laugardaginn 15. febrú- ar kl. 14.00. Ingibjörg Jónsdóttir, Guðsteinn P. Hróbjartsson, Árný Hilmarsdóttir, Þór Hróbjartsson, Ingveldur Sigurðardóttir, Einar J. Hróbjartsson, Ólafia Oddsdóttir, Unnur Hróbjartsdóttir, Helgi Haraldsson, Ólafur Hróbjartsson, Kristfn G. Geirsdóttir, Kristín Hróbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir. KLARA NEILSEN, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áðurtil heimilis á Norðurgötu 30, er lést 9. febrúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 14. febrúar, kl. 10.30. Sólveig Bjartmarz, Magnúsína Sigurðardóttir, Siguróli M. Sigurðsson, Valgarður Sigurðsson, Inga Sigurðardóttir, Klara Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Bjartmarz, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Alda Aradóttir, Finnur Óskarsson, Helgi Vaigeirsson. drengur með pakka. Ég mætti alls ekki gera drenginn afturreka með pakkann, ég yrði að taka við hon- um. Rétt þegar símtalinu lauk hringir dyrabjallan hjá mér og úti stendur bíll merktur Ásbirni Olafs- syni og ungur drengur með sauma- vél í fanginu, merkta mér með heimilisfangi og símanúmeri, svo ekki fór á milli mála að gripinn átti ég. Ég varð aldeilis dolfallin. Þegar ég svo hringdi til að þakka fyrir mig skemmti Guðbjörg sér konunglega yfír viðbrögðum mínum og sagðist muna hnagpagatagerð- ina frá liðnu sumri. Ég veit ekki hvor var glaðari ég eða hún. Ég hef aldrei þekkt glaðari gjafara. Við systkinabömin hennar, bömin okkar og makar eigum henni svo ótalmargt að þakka. Við gátum svo margt af henni lært. Aldrei heyrði ég hana tala styggðaryrði til nokk- urs manns og ef hún heyrði ein- hveijum hallmælt reyndi hún að finna eitthvað til að milda umtalið. Síðustu árin urðu frænku minni mjög erfíð, þá lá hún rúmföst, al- gerlega þrotin líkamlegum kröftum, en andlegu þreki hélt hún nokkuð vel. Ég kveð frænku mína með þökk og virðingu. Blessuð sé minn- ing hennar. Dóra. Sumarið 1939 er .eitthvert hið besta á þessari öld. Það vor tók Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum til starfa. Innritast höfðu "23 nem- endur og garðyrkjukennarar voru 5, auk skólastjóra, Unnsteins Ólafs- sonar. Þegar hér var komið sögu, hafði ráðskona staðarins, Salome Bjömsdóttir, fest ráð sitt, og flutt burt með manni sínum, Hálfdáni Hannibalssyni búfræðingi. Nú var vandi fyrir skólastjóra að fínna ráðskonu til að sjá um þetta stóra skólaheimili á Reykjum. Er skemmst frá því að segja, að svó lánsamur var Unnsteinn, að honum tókst að ráða til sín frú Guðbjörgu Ámadóttur frá Gunnars- stöðum í Þistilfírði. Ég vil minnast lítillega þessarar konu, sem er til moldar borin í dag. Þegar Guðbjörg hafði dvalist nokkum tíma við stjóm þessa stóra heimilis, urðu nemendur fljótt þess varir að umhyggja fyrir þeim var mikil af hendi ráðskonu. Állt hafði sinn tíma. Allt geislaði af gleði og kátínu þar sem hún fór. Á síðkvöld- um lék Guðbjörg „fjárlögin“ og aðra hljóma á orgel skólans. Mikið var sungið, samheldnin var alger. Eitt útvarp fyrir alla í setustofu og rabbað saman fram eftir kvöldum. Af hjálparstúlkum sínum í eldhúsi og við önnur störf, krafðist hún alúðar og trúmennsku. Stjómsemin fórst Guðbjörgu vel úr hendi. Sá þáttur tilverunnar fór fram með bros á vör. Guðbiörg dvaldist á Reykjum á þriðja áratug. Er hún kvaddi Reyki/ gjörðist hún ráðskona á Sjúkrahúsi Akraness. Var hún þar við störf þar til eftirlaunaaldri var náð. Þá fluttist hún til Reykjavíkur og bjó lengst í Eskihlíð 8. Guðbjörg fæddist 29. september 1899. Tíu urðu böm hjónanna á Gunnarsstöðum. Af þeim komust átta upp. Guðbjörg giftist 23. ágúst 1930 Jóni Karlssyni lækni. Hann lést 11. júní 1935. Þau vom barnlaus. Guðbjörg náði 92ja ára aldri. Bróðir hennar, Gunnar árnason, fyrrv. búfræðiráðunautur, lifir nú einn þeirra systkina. Sá sem þetta skrifar á Guðbjörgu svo ótalmargt að þakka. Kveðjur hennar á hátíð frelsarans um fjölda ára. Einnig er ég dvaldist í annarri heimsálfu. Þegar Guðbjörg kvaddi gáska- fulla hópinn sinn vorið 1941, færði hún hveijum og einum grænan silkiklút. Hún hafði saumað (bród- erað) orðin „Kveðja frá Reykjum" í hvern klút. Það var mikið happ að fá að kynnast þvílíkri konu. Hún unni landi sínu og vann meðan dagur entist. Við, skólasystkini úr fyrsta nem- endahópi Garðyrkjuskólans munum ekki gleyma Guðbjörgu. Þegar ég hugsa til þessara liðnu daga er eins og tekið sé undir við undirspil henn- ar á orgelið á Reykjum: 0, blessuð vertu fagra fold og fjöldin þinna bama. Blessuð sé minning hennar. Halldór O. Jónsson. í dag verður útför Guðbjargar afasystur minnar gerð frá Hall- grímskirkju. Þessi vistaskipti hafði frænka mín þráð um nokkurt skeið, enda farsælu dagsverki lokið og lík- aminn orðinn þreyttur. Guðbjörg fæddist á Gunnarsstöðum þann 29. september 1899, sjötta af átta börn- um þeirra hjóna Ambjargar Jó- hannesdóttur og Árna Davíðssonar er fluttust í Gunnarsstaði 1888. Ámi Davíðsson var sonur Davíðs Jónssonar Sigurðssonar frá Lund- arbrekku í Bárðardal og konu hans, Þuríðar Árnadóttur Arasonar frá Sveinsströnd í Mývatnssveit. Þau bjuggu fyrst í Bárðardal en fluttust síðár að Heiði á Langanesi. Af þeim Gunnarsstaðasystkinum er Gunnar einn eftirlifandi, fyirum skrifstofustjóri hjá Búnaðarfélagi Islands. Hann stendur á níræðu vel ern og brennandi í andanum. Kona hans, Olga Ámason, er látin. Önnur böm þeirra Áma og Ambjargar vom eftir aldursröð: Ingiríður, gift Kristjáni Þórarinssyni bónda í Holti Þistilfírði; Þuríður Stefanía, gift Halldóri Ólasyni bónda á Gunnars- stöðum; Jóhannes bóndi á Gunnars- stöðum, tvíkvæntur, fyrri kona Anna Guðrún Stefánsdóttir, seinni kona Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir ljós- móðir; Davíð, starfsmaður Ríkisút- varpsins, tvíkvæntur, fyrri kona Þórhalla Benediktsdóttir, seinni kona Þóra Steinadóttir sem lifir mann sinn og býr í Eskihlíð 12; Sigríður, gift Ara Bjamasyni bónda á Grýtubakka í Höfðahverfí; Mar- grét, gift Gísla Guðmundssyni al- þingismanni, þau bjuggu í Reykja- vík og á Hóli á Langanesi. Þau Ámi og Ambjörg urðu ekki langlíf og vom yngstu systkinin í barnæsku þegar foreldrar þeirra létust. Guðbjörg og systkini hennar hjálpuðust að, þau vom samhent og miklir kærleikar með þeim alla tíð. Oft blés í fang og máttu þau takast á við sjúkdóma og missi ungra ástvina. Guðbjörg frænka fór til Reykja- víkur fulltíða stúlka og hélt heimili með Margréti, Davíð og bömum hans. Hún saumaði fyrir hannyrða- verslun til að drýgja tekjumar. Hún aflaði sér menntunar á ýmsum námsskeiðum, fór í orgeltíma og keypti sér orgel, las bækur, sótti fundi og skemmtamr eftir því sem fjárhagur leyfði. Árið 1930 giftist frænka Jóni Karlssyni lækni og fluttust þau að Ámesi á Ströndum þar sem hann var læknir. Þeim varð ekki bama auðið og lést Jón eftir aðeins fímm ára hjúskap. Við fráfall Jóns fluttist frænka til Reykjavíkur og hóf skömmu síðar störf sem ráðskona við búið á Reykjum hjá Bjama Ásgeirssyni. Við stofnun Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði varð frænka matráðs- kona þar, og talaði hún oft með hlýhug um árin í Hveragerði. Lengsta starfstíma sinn átti frænka sem matráðskona við sjúkrahúsið á Akranesi. Þar vann hún óeigin- gjamt starf og eignaðist fjölda vina og góða starfsfélaga. Þar sem frænka stjórnaði var altæk gæða- stjórnun í fyrirrúmi, allir voru virk- ir og enginn ónauðsynlegur. Móðir mín, Sigríður Jóhannesdóttir á Gunnarsstöðum, var mikið samvist- um við frænku á uppvaxtarárum sínum. Hún dvaldi að miklu leyti í skjóli frænku eftir að móðir hennar féll frá og vann með henni í Hvera- gerði sín ungdómsár. Með þeim var afar kært og geymast dýrmætar minningar frá þeim ámm. Það var gaman að fá frænku heim í Gunn- arsstaði í sumarfrí. Alltaf kom hún með eitthvað nýtt og skemmtilegt í sveitina. Frænka var í essinu sínu ef skíra þurfti bam eða halda veislu. Þá líkaði henni Iífíð. Frænka þekkti hveija þúfu og þótti gaman að fara í gönguferðir, fótabað í Garðá eða fara fram í Mylludal þar sem hún í bemsku lét sig dreyma um fram- tíðina. Það var gaman að fara með henni í þessar gönguferðir og alltaf var frænka að leiðbeina og fræða. Allt var svo ósköp fallegt og nauð- synlegt, svo sem eins <0g gamla myllan hafði verið á sínum tíma, og sömu einkunn fengu kiðakofínn, Borgarskurðurinn, Krókurinn og Flóinn. Við fengum fallegar gjafir á jól- um, oftast hafði frænka útbúið þær sjálf eða þá að hún sendi bók sem með fylgdu hvatningar um að skrifa og láta vita hvernig bókin væri. Við skrifuðumst á af og til þegar ég var krakki. Það var gott að fá bréf eða kort frá frænku, oft var sagt skemmtilega frá einhveiju sem gerðist í þéttbýlinu, ferðalögum og leikhúsferðum, smeygt var ýmsum hollráðum til ungrar manneskju í hvert bréf. Þegar við Ólafur hófum búskap var erfitt að fá húsnæði í Reykjavík. Þá var frænka nýbúin að festa sér íbúð í Eskihlíðinni við hlið Þóru og Davíðs bróður síns. Við fórum á fund frænku sem þá vann enn á Akranesi og Ieigði hún okkur og skaut skjólshúsi yfir elsta soninn sem þurfti húsaskjól í Reykjavík um tíma. Frænka flutti í Eskihlíð 12a, árið 1971 þegar hún hætti að vinna rúmlega sjötug. Þar átti Mn mörg góð ár í nábýli við Davíð og Þóru og stutt var til Gunn- ars og Margrétar. Síðustu árin í Eskihlíðinni kom kona frá heimilis- hjálpinni, Unnur Pétursdóttir, til að hjálpa frænku. Urðu þær góðar vin- konur og reyndist Unnur henni sér- staklega vel. Margar ánægjulegar minningar eru tengdar frænku, það var svo gefandi að vera í návist hennar. Það var aldeilis ekki lognmolla yfír sumarfríinu þegar fjölskylda mín bjó í Kanada um tíma og amma og frænka komu til okkar í sumarleyfi. Frænka átti stóran hóp vanda- manna sem hún lét sér annt um og við erum mörg sem áttum hana að. Hún var okkar eina og sanna frænka síðari árin. Hún gaf okkur öllum úr gildum sjóði hjarta síns. Ég kom til hennar viku fyrir andlát- ið, þá gladdist hún yfír litlum dreng sem fæddist 10. desember, syni Aðalbjargar frá Gunnarsstöðum. Svo spurði hún hvort þau væru dugleg að syngja bömin á Gunnars- stöðum. Ég sagðist halda að það væri í góðu meðallagi og þau spil- uðu talsvert á hljóðfæri. Þessar fréttir glöddu hana mikið og bað hún Guð að blessa þau öll og sjá til þess að þau yrðu nýtar manneskj- ur. Síðustu árin dvaldist frænka á langlegudeild í Hátúni. Starfsfólkið reyndist henni vel og á það þakkir skildar fyrir góða umönnun. Gunnari bróður hennar, Þóru mágkonu og öðrum aðstamj- endum sem þótti svo undur vænt um hana sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Ef fínnst lykt í himnaríki gæti ég trúað að þar yrði lykt af Hólslummum í dag, og svo verður örugglega sungið og spjallað eins og á síðsumarkvöldi á Gunnarsstöð- um. „Sérhver gefi eins og hann hefír ásett sér í hjarta sínu, ekki með élund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjaf- ara.“ 2. Kor. 9.7. Kristín Sigfúsdóttir, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.