Morgunblaðið - 14.02.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
, 7-fann. hlý-tur cÁ hux-hx mun,a&
óanaruxhö/curirú, £>in.nC ■"
Með
morgunkaffínu
Ég leyfði honum að ákveða
hvað nota mætti. Hann kom
með stórusystur sína ...
Ábyrgðin á gleraugunum
var bundin við einn mánuð.
Það stendur hér neðanundir
á smáaletrinu, sem þú hefðir
getað lesið þá ...
HÖGNI HREKKVÍSI
„ þÁ þAÐ, UTLA KRÚTT FÁ RTÓ/VIAÍS. "
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Lágkúruleg blaðamennska
frá Ólafi H. Jónssyni:
HIN íslenska friðelskandi þjóð.
Við eru'm svo lánsöm að hafa eng-
an her. Við erum á móti stríði.
Við erum á móti vopnum. Eini
munurinn á íslensku þjóðinni og
öðrum þjóðum sem búast vopnum
í formi vélknúinna stríðstóla er að
íslenska þjóðin notar önnur vopn.
Hún notar pennann og tunguna.
Þessi orð komu mér í hug þegar
ég sá forsíðu Pressunnar þann 6.
febrúar sl. um mig sem engan
veginn var á rökum reist. í Press-
unni var því haldið fram að ég og
félagar mínir hefðum gert aldraða
konu gjaldþrota vegna viðskipta.
Eins og væntanlega mun koma í
Pressunni í yfirlýsingu af hálfu
konunnar er hér ekki farið með
rétt mál. Aldrei var haft samband
við undirritaðan.
Þótt ýmislegt megi segja um
fréttaflutning íslenskra fjölmiðla
sker vikublaðið Pressan sig algjör-
lega úr og mætti halda að mottó
þess blaðs væri: „Komum högg-
stað á náungann“. Allra best þyk-
ir ef aðeins er skrifað um eina
hlið málsins. Það er toppurinn.
Hvernig það er gert skiptir engu
máli. Og forsíðan verður að vera
nógu æsandi og lágkúruleg, það
selur. Eigendur Pressunnar eiga
að æviráða slíka blaðamenn (það
var gert í Sovét), þeir eru gulls
ígildi; þeir selja blaðið og skilja
blóðidrifna slóð eftir sig. Hvílík
hugsjón hjá íslenskum fjölmiðli.
Blaðamenn Pressunnar hafa skýlt
sér á bak við eitt orð sem er „rann-
sóknarblaðamennska". Og er þetta
orð notað sem hækja til að reyna
að réttlæta afbrigðilegar hvatir
þeirra.
Um hitt vopnið sem ég minntist
fyrr á, tunguna, er óþarfi að segja
mikið. Allir kannast við kjafta-
gang um náungann, afbrýðisemi
og öfundsýki, slíkt mun þrífast
áfram því miður. Það hefur veirð
árátta hjá mörgu fólki sem ekki
rekur einkafyrirtæki á íslandi að
eina skýringin á „velgengni“ ann-
arra hljóti að vera prettir og svik.
Pressunni finnst það gott mál ef
slíkir „menn“ eru teknir fyrir og
rakkaðir niður í svaðið, til þess
eru öll meðul notuð. Blaðið verður
að seljast þó að það kosti ef til
vill mannorð viðkomandi og ómælt
tjón fyrir fjölskyldu, vini og
ættingja.
Við sem lendum í klóm „rann-
sóknarblaðamanna" Pressunnar
erum reynslunni ríkari. Þá kemur
og berlega í ljós hveijir eru sannir
vinir og hveijir ekki. En þetta er
oft dýru verði keypt. Þessum
blaðamönnum á ekki að líðast það
að eyðileggja mannorð manna,
fjölskyldu þeirra og vina. Hvenær
hefur Pressan leiðrétt forsíðufrétt
á næstu forsíðu blaðsins? Aldrei.
Áfram svífur um þjóðfélagið þessi
lágkúra og viðkomandi kemur litl-
um vörnum við nema að leita rétt-
ar síns til æðstu dómstóla lands-
ins. Slíkir blaðamenn eru æða-
hnútar þjóðfélagsins og slíkir
hnútar þykja ekki til prýði eða
æskilegir og yfirleitt vilja menn
vera lausir við þá.
Er ekki eitthvað til sem heitir
siðanefnd Blaðamannafélags ís-
lands? Eða erum við of djúpt sokk-
in í afbrýðisemi, öfund og hroka
að slík blaðamennska verður látin
viðgangast og enginn segir neitt
því annars á hann á hættu að
verða ofsóttur líkt og gerðist með
andófsmenn í Sovétríkjunum. Guð
hjálpi þeim sem hafa slíka stefnu
að leiðarljósi.
ÓLAFUR H. JÓNSSON
Birklhlíð 36, Reykjavík
Gildir aðeins um
Bandaríkj amenn
frá Stefáni Erni Hjaltalín:
NOKKURS misskilnings gætir
um ferðafrelsi eða svokallaða
„lausagöngu" Varnarliðsmanna
sem hefur verið í umræðunni
að undanfömu. Það eru aðeins
bandarískir Varnarliðsmenn
sem mega koma og fara að vild
en í herstöðinni á Miðnesheiði
eru menn af mörgum þjóðern-
um: Hollendingar, Þjóðveijar,
Bretar, Norðmenn, Danir o. fl.
Breytingin á reglugerðinni nær
aðeins til bandarískra hermanna
þarna en um hina gilda sömu
reglur og áður. Þess vegna er
ekki rétt að tala um „lausa-
göngu“ Varnarliðsmanna.
STEFÁN ÖRN HJALTALÍN
Skólastíg 13, Stykkishólmi.
Víkveiji skrifar
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra hefur gagn-
rýnt fjölmiðla fyrir einhliða frétta-
flutning af niðurskurðaraðgerðum
stjómvalda, þar sem sjónarmið
andstæðinga aðgerða þessara séu
allsráðandi og staðreyndir málsins
komist hreinlega ekki að. Gagn-
rýni þessi er áreiðanlega réttmæt
í mörgum tilfellum. Fréttamenn
sumra fjölmiðlanna hafa í þeirri
viðleitni sinni að stunda gagnrýna
fréttamennsku alltof oft fallið í
þá gryfju að taka gagnrýnislaust
upp túlkun andstæðinganna á
áhrifum aðgerðanna, sem reynist
svo ekki standast nánari skoðun.
Þótt Sighvatur hafí nú byijað
hraustlega gagnsókn, getur hann
þó ekki horft fram hjá þeirri stað-
reynd að veruleg brotalöm var í
byijun á allri kynningu og upplýs-
ingastarfi varðandi niðurskurða-
raðgerðirnar í heilbrigðisþjón-
ustunni. Raunar má segja það í
heild um núverandi ríkisstjórn,
sem ráðist hefur í einhvern róttæk-
asta niðurskurð ríkisútgjalda í
stjórnmálasögu síðari tíma, að
henni hafa verið mislagðar hendur
í þessu efni. Engu er líkara en hún
hafi gleymt að taka með í
reikninginn að markvisst kynning-
arstarf verður að vera hluti af
aðgerðum sem þessum. Þess
vegna mætir hún nú meiri mótbyr
en þurft hefði, ef málin hefðu ver-
ið undirbúin af kostgæfni. Sig-
hvatur Björgvinsson verður því að
einhveiju leyti, eins og fleiri ráð-
herrar sem ekki eiga sjö dagana
sæla um þessar mundir, að líta í
eigin barm og strengja þess heit
að sinna heimavinnunni betur
næst. Og þótt fjölmiðlarnir eigi
áreiðanlega sinn hlut í framvindu
mála, má einnig minna á fleyg orð
Enochs Powells, eins litskrúðug-
asta stjómmálamanns Breta, um
að það sé álíka tilgangslaust fyrir
stjómmálamenn að skammast út
í fjölmiðla og fyrir sjómanninn að
formæla hafínu.
xxx
Davíð Sch. Thorsteinsson var
hjá morgunhönum Rásar 2
sl. þriðjudag að tala um vatnsút-
flutning sem oftar. Á útleiðinni
skaut hann því að þeim rásar-
mönnum að honum hefði þótt und-
ariegt orðalagið í Morgunblaðinu
þann dag, þar sem stóð að Bill
Clinton, ríkisstjóri í Arkansas,
hefði lengi þótt líklegastur til að
sigra í forvalsslag demókrata „en
staðhæfingar um ótrúskap hans
í hjónabandi og um að hann hefði
komið sér undan herþjónustu hafa
nú augljósléga sett strik í
reikninginn“. Mörgum Morgun-
blaðsmanninum þótti þetta orða-
lag einnig æði undarlegt, en af
rælni var flett upp í orðabók
Menningarsjóðs. Þar má finna orð-
ið trúskapur yfír það að vera trúr,
svo að ótrúskapur táknar þá
ótryggð. Að vísu er lítill kross fyr-
ir framan trúskap í orðabókinni
sem táknar að þetta þykir fomt
eða úrelt mál. Þessi vísbending var
þó nægileg til að slegið var á þráð-
inn til Jóns Aðalsteins Jónssonar,
fyrrum orðabókarritstjóra, og leit-
að nánari skýringa. Hann gat
greint frá því að ótrúskapur fynd-
ist á tveimur seðlum hjá Orðabók
háskólans. Annað dæmið er að
fínna í 13. bindi Alþingisbóka á
bls. 575 frá 1746. Þar stendur
þessi hnitmiðaða setning: „For-
sómi nokkur erfiði síns húsbónda
þá straffast hann þar fyrir, svo
sem fyrir ótrúskap." Hitt dæmið
er ekki úr ómerkara verki en þjóð-
sögum Jóns Árnasonar én þar
stendur á einum stað í seinna
bindi: „... skuli mann ekki oftar
gabba þá með slíkum ótrúskap.“
Fullvíst er talið að fleiri dæmi
megi finna í rituðu máli en hitt
fer ekkert á milli mála að ótrú-
skapur er danskt tökuorð, þótt
gamalt sé í málinu. Verður þannig
ekki .beinlínis mælt með notkun
þess í stað ótryggðar en engu að
síður er ástæðulaust að játa á sig
skömmina úr því að vísa má til
fordæma úr gömlum bókum.