Morgunblaðið - 14.02.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 14.02.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 OLYMPIULEIKARNIR I ALBERTVILLE Ulvang enn á sigurbraut - þrátt fyrir að hafa dottið og brotið annan skíðastafinn Reuter Norðmaðurinn Vegard Ulvang leyndi ekki gleði sinni eftir sigurinn í 10 km göngu. NORÐMAÐURINN Vegard Ul- vang sýndi enn einu sinni yfir- burði sína er hann vann önnur guilverðlaun sín í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð í gær. Hann varð þar með fyrsti Norðmaðurinn til að vinna tvenn gullverðlaun í göngu á sömu ólympíuleikum síðan Torleif Haug gerði það 1924. Ulvang, sem sigraði í 30 km göngunni með yfirburðum á mánudaginn, datt í brautinni eftir 4 km og braut annan skíðastafínn. Landi hans, Paul-Gunnar Mikkels- plass, sem keppti m.a. á Skíðamóti Islands fyrir nokkrum árum, var við brautina sem áhorfandi, lánaði honum annan skíðastafinn sinn. „Þegar svona skeður kemst mað- ur í uppnám. Fyrsta hugsunin var sú að gullverðlaunin væru gengin mér úr greipum. Eftir 500 metra fékk ég annan stafinn hjá.Mikkels- plass og var hann 8 sentímetrum „EG er mjög ánægður með gönguna," sagði Rögnvaldur Ingþórsson, göngumaðurfrá Akureyri, sem hafnaði í 59. sæti af 110 keppendum í 10 km göngu karla á Ólympiuleik- unum í Albertville í gær. Hauk- ur Eiríksson, sem einnig erfrá Akureyri, hafnaði f 81. sæti og var ekki ánægður með útkom- una. styttri, en það kom ekki að sök,“ sagði Ulvang. „Eg hef aldrei verið í eins góðri æfingu. Ég á von á að vinna þriðju gullverðlaunin og jafnvel þau fjórðu,“ sagði Ulvang eftir gönguna í gær. Hann á góða möguleika á að fullkomna þrennuna á morgun og Norðmenn verða að teljast sigur- stranglegir í boðgöngunni og þar á hann víst sæti. „Eg er jafnvel hungraðari í sigur nú en áður en ég kom hingað.“ ítalski hermaðurinn, Marco Alba- rello, vann óvænt silfurverðlaunin, var 19,2 sek á eftir Ulvang. Christ- er Majback færði Svíum fyrstu verðlaunin á leikunum með því að ná þriðja sæti. Norski heimsmeist- arinn Björn Dahlie varð að sætta sig við 4. sætið. Hann sagðist ekki hafa valið rétt skíði til að keppa á. Það var mikilvægt að ná góðum árangri í 10 km göngunni í gær því ræst verður út eftir árangri í 15 km göngunni á morgun. Ulvang Rögnvaldur getur vel við unað að vera um miðjan hóp kepp- enda. Hann gekk 10 km á 32:04.6 mín. og var rúmlega 5 mín. á eftir sigurvegaranum, Vegard Ulvang frá Noregi. Haukur gekk á 34:52.6 mínútum og var tæpum þremur mín. á eftir Rögnvaldi. Rögnvalur sagðist hafa verið með gott fatt og rennsii. „Ég er ánægð- ur með að vera aðeins fjórum sek- fer þá fyrstur af stað, 19,2 sek. á undan Albarello. Sá keppandi sem fyrstur kemur í mark er sigurveg- ari. En í öðrum göngum eru kepp- úndum á eftir ítalanum Maurilio De Zolt, sem vann silfurverðlaun í 50 km göngunni á síðustu ólympíu- leikum. Ég byijaði frekar róiega og var 1 71. sæti eftir fimm kíló- metra en náði að vinna mig upp um 12. sæti síðustu kílómetrana," sagði Rögnvaldur. „Ég er að venjast vel þunna loft- inu hér og er ekkert þreyttur eftir 10 km gönguna. Gangan á laugar- endur ræstir út með 30 sek. millibili. Maurilio de Zolt, Ítalíu, var ald- ursforsetinn í göngunni í gær - 41 árs. Hann sagðist hafa átt í vand- daginn leggst vel í mig og ég ætla að færa mig upp um nokkur sæti,“ sagði Rögnvaldur. Stífnaði upp „Ég hefði viljað gera betur,“ sagði Haukur Eiríksson. „Ég stífn- aði upp undir lokin og náði því aldr- ei endaspretti. Mér finnst ég vera þungur og ég næ því ekki út úr mér sem ég á inni í þessari hæð. En ég vona að ég geri betur í göngunni á laugardaginn." ræðum með öndunina í þessari miklu hæð. Hann hafnaði í næsta sæti á undan Rögnvaldi Ingþórs- syni. ídag Dagskrá Ólympíuleikanna í Aibertville í dag: 09.00 - Skíðaskotfimi kvenna. 3 x 7,5 km boðganga. 09.00 - Tvímenningskeppni á sleð- um, 1. og 2. umferð. 12.30 - Skiðastökk af 120 m palli. (sveitakeppni). 16.30 - Listdans á skautum. skylduæfingar. 15.00 - 1.000 m skautahlaup kv. Íshokkí, b-riðill: 12.00 - Samveldin - Frakkland. 15.30 - Sviss - Noregur. 19.15 - Tékkoslóvakía - Kanada. Veðurútlit: Snjókomu linnir en áfram skýjað og mistur á flestum keppnisstöðum fram eftir morgni, en síðan léttir til og spáð er sólskini. Ánægður með gönguna - sagði Rögnvaldur Ingþórsson, sem varð í 59. sæti í 10 km göngu Haukur náði sérekki á strik og hafnaði í 81. sæti af 110 keppendum Samkvæmt Frakkinn Edgar Grospiron og bandaríska stúlkan Donna Weinbrecht voru sigurstrang- Iegust í hóiasviginu og þau stóðu undir væntingum í gær, þegar keppt var í greininni í fyrsta sinn á Ólympíuleikum. Grospiron var með mikla yfir- burði í undankeppninni og fór síðan á kostum í gær. „Þetta var dagurinn minn, ég var frá- bær,“ sagði Frakkinn og áhorf- endur sýndu í verki að þeir voru á sama máli, hópuðust að hetj- unni og fögnuðu ákaft. Viðbrögð Frakka við úrslitun- um í kvennakeppninni voru á öðrum nótum. Franska stúlkan Raphaelle Monod, sem var efst í undankeppninni, missti jafn- vægið, náði ekki seinna stökkinu og hafnaði í áttunda og síðasta sæti. Hún vissi þegar að draum- urinn um gulhð var orðinn að engu og renndi sér grátandi í faðm föður síns. Winbrecht vissiuð hveiju hún gekk, tók enga áhættu og tryggði sér gullið — var með 0.19 fleiri stig en Elizaveta Kojevnikova, sem fór brautina á skemmstum tíma. Stine Hatte- stad frá Noregi varð í þriðja sæti, en hún fékk flest stig allra fyrir stökkin. Reuter Kronberger fagnar sigrinum. Wachter til vinstri og Masnada til hægri. Slæmar aðstæður Norðmaðurinn Geir Karlstad sigr- aði í 5.000 m skautahlaupi karla í gær. „Þetta gat ekki verið - betra hjá mér. Allt gekk upp og ég hef aldrei skautað eins vel. En það hefði átt að fresta skauthlaupinu vegna veðurs," sagði hann. Aðstæður voru mjög erfiðar vegna mikillar úrkomu og sagði Norðmaður- inn að keppninni hefði mátt líkja við happadrætti vegna rigningarinnar. Engu að síður skautaði hann vel en var nær 20 sekúndum frá heimsmet- inu. Norski heimsmethafinn Johann- Olav Koss, sem var á sjúkrahúsi um síðustu helgi vegna veikinda, missti taktinn síðustu 800 metrana og átti ekki möguleika á verðlaunasæti, en fyrir Ieikana var honum spáð þreföld- um sigri. Svíinn Tomas Gustafson, sem sigr- aði í greininni á síðustu tveimur Ólympíuleikum, var ekki á meðal sex fyrstu. Hollendingurinn Falco Zandstra fékk silfrið. „Ég er ánægður með silf- urverðlaunin á fyrstu Ólympíuleikum mínum," sagði heimsmeistari ungl- inga 1991, en bæti við að ísinn hefði verið of mjúkur vegna bleytunnar. Leo Visser, landi hans, hafnaði í þriðja sæti. Öruggur sigur hjá Petru Kronberger Petra Kronberger frá Austurríki varð í gær ólympíumeistari í alpatvíkeppni kvenna. Hún hafði besta tímann í bruninu á miðvikudag og náði þriðja besta tímanum í svig- inu í gær og hlaut samtals 2,55 stig. Landi hennar, Anita Wachter, varð önnur og Florence Masnada frá Frakklandi þriðja. Kronberger hafði það gott forskot eftir brunið að hún þurfti ekki að taka óþarfa áhættu í sviginu í gær. Hún er jafnvíg á allar greinarnar og ætti því að eiga möguleika á að bæta enn í verðlaunasafnið á leikunum. Austurrísku stúlkurnar áttu mögu- leika á að vinna þrefalt allt þar til Ulrike Maier krækti og fór út úr brautinni er hún átti nokkur hlið eft- ir í síðari umferð svigsins. í stað þess stóð franska stúlkan Florence Masnada með bronsverðlaunin og vann þar með fyrstu verðlaun sín á stórmóti. Hún var með spelkur á báðum hnjám vegna þess að hún er nýstigin upp úr uppskurði. Fimm stúlkur úr fyrsta ráshópi féllu úr í síðari umferð. Fyrsta gull Finna Maþut Lukkarinen tryggði Finnum fyrstu gullverð- launin á Ólympíuleikunum, þegar hún sigraði í 5 km sklðagöngu kvenna með fijálsri aðferð. Þetta voru önnur verðlaun fínnsku hjúkrunarkonunnar, en hún varð í öðru sæti í 15 km göngu á eftir rússnesku stúlkunni Lyubov Eg- orova, sem nú varð að sætta sig við silfrið. Keppnin var geysilega jöfn og spennandi og aðeins munaði níu sekúndubrotum á tveimur fyrstu. Lukkarinen náði besta tíma, sem skráður hefur verið i greininni á Ólympíuleikum þrátt fyrir að að- stæður væru ekki eins og best verður á kosið. „Við gerðum okk- ur kannski vonir um að krækja í einn verðlaunapening, en 'þetta er stórkostlegt,“ sagði Petri Rolig, einn fararstjóra Finna og unnusti Lukkarinen, um árangurinn til þessa. Elena Vialbe frá Rússlandi fékk bronsverðlaunin, rétt eins og í 15 km göngu, en heimsmeistarinn, Trude Dybendahl frá Noregi, stóð ekki undir væntingum og varð í 21. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.