Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 SIEMENS Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Ferðaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMrTH& NORLAND Nóatúni 4 - Símí 28300 Þú svalar lestrarþöif dagsins ásírtum Moggans! 51500 Hafnarfjörður Breiðvangur Góð 4ra-5 herb. íb. á 3. haéð. Gott útsýni. Blómvangur Glæsil. efri sérh. í tvíbhúsi ásamt bílsk. Smyrlahraun Gott eldra timbureinbh. ca 170 fm kj., hæð og ris. Verð 9,0 millj. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb. á 1. hæð. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn.- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Einbýlishús óskast í Hafnarfirði í skiptum fyrir efri sérh. ásamt risi ca 140 fm. Atvinnuhúsnæði Vantar atvhúsnæði ca 1000- 1500 fm. Helmingur lagerpláss. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. \Zterkurog kl hagkvæmur auglýsingamiðill! Þorbjörg Höskuldsdóttir Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti stendur nú yfir sýning á málverkum Þorbjargar Höskuldsdóttur, myndlistar- konu. Þorbjörg hefur tekið þátt í sýningarhaldi í tvo áratugi, en eftir að hafa stundað listnám við Myndlistarskóiann í Reykjavík og við Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Gallerí SÚM árið 1972. Síðan hefur hún tekið þátt í ljölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis, auk þess að halda einkasýningar; sýningin í Nýhöfn mun vera níunda einka- sýning listakonunnar. Þorbjörg hefur komið víða við í list sinni; hún hefur t.d. unnið að leikmyndagerð fyrir Leik- brúðuland og Þjóðleikhúsið, myndskreytt bækur og unnið í grafík. Þekktust mun hún þó fyrir olíumálverk sín, en þar hef- ur hún þróað ákveðna myndsýn sem byggir á íslensku landslagi annars vegar og framandi marm- aragólfum og súlum hins végar. Þessir hlutar vinna síðan saman í fletinum á fjölbreyttan hátt. Verkin á sýningunni í Nýhöfn eru nær öll unnin á þennan hátt. Hér er aðeins að finna eina hreina landslagsmynd („Aftansk- in, nr. 2), þar sem roðagullnar hlíðar teygja sig upp að tign- arlegum fjallstindi; þessi mynd gefur fyllilega til kynna að hefð- bundnar landslagsmyndir, átök birtu og jarðlitar, gætu einnig verið áhugavert viðfangsefni fyr- ir listakonuna. Listakonan notar landslagið í myndum ðnum (sem að þessu sinni virðist að mestu úr Skafta- fellssýslum) á næi-ri draum- kenndan hátt, og sjónarhorn, þokubakkar eða skýjafar verða oft til að auka reisn fjalla og tinda, sem annars gætu orðið ósköp hversdagsleg sýn. Loks festir Þorbjörg þetta svífandi landslag niður og raglar jafnvel fjarlægðaskyn til þess með því að leggja marmaragólf í for- grunninn og reisa súlur sem síð- an verða ósýnilegar eða birtast jafnvel aftur ofan fjalla, í hróp- andi mótsögn við myndbygging- una í heild, eins og t.d. í „Fjall (nr. 3) (Búlandstindur?). í nokkrum myndanna á sýn- ingunni gengur listakonan skref- inu lengra og leitast á athyglis- verðan hátt við að ramma lands- lagið algjörlega inn á striganum með því að leggja ekki aðeins gólf, heldur einnig veggi og loft- flötf í myndinfii. Þannig hefur hiníim íslensku fjöllum verið hol- að niður innan takmarkaðs rým- is, sem þau rísa gegn, en eru misjafnlega megnug að brjótast út úr. „Lómagnúpur (nr. 10) er ein athyglisverðasta myndin af þessu tagi, þar sem þetta tignar- lega fjall, séð frá óvæntu sjónar- horni (sunnan að), yfirgnæfir auðveldlega hið staðlaða rými reitamynstursins. Vatnslitamyndir Þorbjargar sýna öðrum myndum fremur fram á næmt auga hennar fyrir veðrabrigðum, og litanotkun í þeim jafnt sem olíumálverkunum ber með sér góða tilfinningu fyr- ir litum í íslenskri náttúra og á hvern hátt birta og skuggar kunna að breyta þeim. Það er draumkenndur blær yfir náttúra- sýn listakonunnar, sem er í fullu samræmi við á hvem hátt hún vinnur úr myndefninu. Sýning Þorbjargar Höskulds- * dóttur í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti stendur til mið- vikudagsins 25. mars. Gerðhamrar - sjávarlóð Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 198 fm einbýlishús ásamt 33 fm bílskúr á einstökum stað innarlega í götu við sjávarkambinn. 5 svefnherbergi. Stórglæsilegt útsýni. Stór verönd. Áhv. 5,5 millj. þar af 5,0 millj. veðd. Verð 21,0 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 KRINGWN KI5IMeNM KRINGLAN KRINGWN KKIHeNM Nú hafa bókaútgefendur hætt bóksölu á Markaðstorgi Kringlunnar, 3. hæð. Nú tekurvíð sala á fatnaði, búsáhöldum, skóm, hljómplötum, bókum og ýmsu öðru. Getum bætt við vörum og vöruflokkum, ef um góða og ódýra vöru er að ræða. Hafið samband sem allra fyrst við Erlu í síma 678857 eða Garðar í síma 642425. KRINGWN KBIMeNH Markaðstarg Xrlnglnnnai, 3. hæð. KRINGWN KBIHeNM Félagsvísindadeild Háskóla fsiands auglýsir nám íeftirtöldum námsgreinum háskólaárið 1992-1993, sem sækja ber sérstaklega um. Gert er ráð fyrir að takmarka þurfi aðgang að því. I Nám í hagnýtri fjölmiðlun (blaðamennsku) Um. er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað er við a nemendur hafi lokið B.A./B.S. prófi, B.Ed. prófi eða öðru háskólaprófi. II Nám í námsráðgjöf Um er að ræða 32 eininga nám, sem unnt er að taka á einu eða tveimur árum. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. B.A. prófi í uppeldis- eða sálarfræði, eða 2. B.Ed prófi, eða 3. B.A./B.S. prófi í öðrum greinum ásamt kennslu- réttindanámi. Æskilegt er að nemendur hafi kennslureynslu. III Nám í uppeldis- og kennslu- fræðum til kennsluréttinda Um er að ræða 30 eininga nám, sem unnt er að taka á einu eða tveimur árum. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. B.A./B.S. prófi ef þeir hyggjast stunda allt námið á einu ári. 2. A.m.k. 60 einingum í grein(um) í B.A./B.S. námi, ef þeir hyggjast stunda námið á tveimur árum samhliða námi í grein, samkvæmt ákveðnum regl- um. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu félagsvísindadeiidar. Umsóknir sendist fyrir 15. apríl nk. til skrifstofu félags- vísindadeildar, Odda v/Suðurgötu, 101 Reykjavík. Umsóknir, sem berast eftir 15. aprfl, verða ekki teknar til greina. Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nægilegar fjár- veitingar tii kennslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.