Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 11 Vinnulöggjöf o g varnarmál Bókmenntir Erlendur Jónsson SAGA. Tímarit Sögufélags. XXIX. 302 bls. Ritstj. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Sigurður Ragn- arsson. Reykjavík, 1991. Auk minningargreina, umsagna um bækur og fleira af því taginu skipa tvær ritgerðir mest rúm í Sögu að þessu sinni. Aðdragandi að aðskilnaði Alþýðuflokks og Al- þýðusambands Islands árið 1942 nefnist hin fyrri; höfundur Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir. Fróðleg er samantekt sú fyrir margra hluta sakir. Þótt miðað sé tii ársins 1942 í fyrirsögn eru það einkum svipting- ar áranna 1938-40 sem Hulda Sig- urborg hefur kannað. En á þeim árum var lagður grunnur að verka- lýðspólitík þeirri sem síðan réð ferð- inni allt fram á síðasta áratug, og að nokkru leyti til dagsins í dag, þar með talin vinnulöggjöfin frá 1938. Hulda Sigurborg rekur gang mála og leitast við að bregða ljósi á rás atburðanna en sparar sér getgátur. Pólitík þessara ára var flókin og skilst varla nema horft sé á stjórn- málaþróunina sem heild frá upphafi fullveldis og flokkamyndunar, en einkum þó á hræringar fjórða ára- tugarins hér og erlendis. Veður voru válynd og átök víða mögnuð. Af ritaskrá sést að Hulda Sigurborg hefur víða leitað fanga. Fyllri hefði ritgerð hennar samt orðið ef hún hefði styrkt samantekt sína með Baniföstrunám- skeið Reykjavík- urdeildar RKI REYKJAVIKURDEILD RKÍ heldur barnfóstrunámskeið nú eins og undanfarin ár. í 16 kennslustundum verður rætt um þroska barna, leikfangaval ung- barna, veik börn, slys í heimahús- um, fyrirbýggingu slysa, kennd verða undirstöðuatriði í skyndihjálp o.fl. Námskeiðin byijuðu 18. mars en alls verða haldin 10 námskeið. Leiðbeinendur eru fóstra og hjúkr- unarfræðingur. Þór Whitehead fjölbreyttari munnlegum heimild- um. Margir eru enn á lífi sem muna þessa tíma. Og ræðuhöld, ályktanir og fundargerðir segja ekki alltaf allan sannleikann. Utanríkismál og verkalýðspólitík sýnast eiga fátt sameiginlegU Þó var sú tíð að ýmsir vildu tengja það hvort öðru. Leiðin frá hlutleysi 1945-1949 eftir Þór Whitehead kemur þó lítt inn á þau svið; getur fremur skoðast sem framhald fyrri rita hans um aðdraganda ófriðar og styijaldarárin. Allt var það tíma- bil í fyllsta máta sögulegj,. Á stríðs- árunum ríkti hér sæmilegur friður. En jafnskjótt sem styijöld lauk mögnuðust innanlandsátök vegna Keflavíkursamnings, inngöngu ís- lands í Atlantshafsbandalagið og að lokum varnarsamningsins við Bandaríkin. Allt olli það heiftar- legri og langvinnari deilum en aðrar stjórnvaldsákvarðanir á sama tíma- bili. Varla eru ýkjur að segja að um skeið hafi ríkt hér ófriðarástand í huglægum skilningi. Þarna laust saman hugsjónum, sem stundum líktust hreinu trúarofstæki, og kaldri rökhyggju sem tók mið af ástandi mála eins og það var. Hið síðar talda leiðir sjaldan til harðra deilna. Það eru tilfinningamálin sem erfiðast er að leysa í pólitíkinni. Ogþarna var enginn hörgull á þeim. ísland hafði lýst yfir ævarandi hlutleysi í upphafi fullveldis. Hér hafði aldrei verið her fyrr en Bretar hernámu landið 1940. Við stofnun lýðveldis mun flestum hafa þótt sjálfsagt að landið yrði aftur her- laust að stríði loknu; og raunar um alla framtíð. Hlutleysið fæli í sér bestu vörnina. Ekkert herveldi gæti verið þekkt fyrir að ráðast á slíkan friðelskandi sakleysingja. En stjórnmálamenn vissu betur. Þeir sáu strax að hlutleysi gagnaði lítt til varnar í hörðum heimi. Hér yrðu að vera einhveijar hervarnit', hvem- ig svo sem þeim yrði háttað. Vand- inn var að sætta þjóðina við þá gagngerðu stefnubreytingu sem framundan hlaut að verða. Það auðveldaði ekki úrlausn mála að Bandaríkjamenn sóttu allfast að fá hér einhveija aðstöðu þegar að stríði loknu. Og fóru ekki dult með. Jafnframt lá í hlutarins eðli að ís- lendingar yrðu að þijóskast við. Ella liti svo út sem þeir væru að beygja sig fyrir valdinu. Fram kem- ur í ritgerð Þórs að bandarískum stjórnvöldum hafí þótt ráðamenn hér erfiðir og tregir til samkomu- lags. Þegar að lokum gekk saman fór því fjarri að landsfeðurnir íslensku létu stjórnast af þjónkun við erlent hervald. Það voru íslenskir hags- munir einir sem þeir höfðu að leiðar- ljósi, gagnstætt því sem andstæð- ingarnir héldu fram, kommúnistar og þjóðvarnarmenn. Eigi að síður lágu þeir »í áratugi undir daglegum brigslum um landráð og landsölu vegna samskipta við Bandaríkin.« Sterk ítök kommúnista í verkalýðs- hreyfíngunni mögnuðu viðspyrn- una. Þannig varð kalda stríðið til að skerpa línurnar; og raunar til að sætta meirihluta þjóðarinnar við stefnubreytinguna. Þór Whitehead hefur hér sem fyrr grandskoðað erlendar heimildir og borið saman við íslenskar. Á þann hátt skyggnir hann viðfangs- efnið frá báðum hliðum. Þeir, sem muna dylgjurnar og getsakirnar frá þessum kaldastríðsárum, fá nú að vita hvað raunverulega gerðist á bak við tjöldin. Og þá kemur í ljós að dæmið lítur talsvert öðruvísi út en að minnsta kosti sumir gerðu sér í hugarlund þar og þá. Sigrún Hjálmtýsdóttir Anna Guðný Guðmundsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdottir og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari héldu tónleika á vegum Styrktar- félags íslensku óperunnar sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru nær eingöngu ítölsk sönglög og aríur, utan eitt lag eftir Thomas Arne og Klánge der Heimat, eft- ir Johann Strauss. Tónleikarnir hófust á þremur ástarsöngvum eftir Bellini, sem Sigrún söng fallega og á eftir fylgdu tveir söngvar eftir Doniz- etti en bæði hann og Bellini leit- uðust við að ná fram lagstreymi er væri jafn sjálfsagt og talað mál, jafnvel þar sem lagið umt- urnast í mjög skrautlegt lagferli. í tveimur lögum eftir Verdi mátti heyra hversu hann hefur tekið Bellini og Donizetti sér til fyrir- myndar, þó hann síðar meir næði að bijótast undan galdratökum skrautsöngsins. í tveimur lögum eftir Rossini, L’invita og La danza söng Sigrún af glæsibrag. Rossini var óumdeilanlega' snill- ingur og náði hann oft í örstutt- um tónmyndum að búa til stef, sem vel má jafna til þess snjall- asta af stefhugmyndum Mozarts, svo sem heyra mátti í L’invita, sérlega skemmtilegu lagi og þá ekki síður því fræga lagi La danza. Eftir hlé söng Sigrún eingöngu aríur og fyrst um þreyttu her- mennina eftir Thomas Arne en var það eitt best sungna lag tón- leikanna, fyrir utan aukalagið, II Bacio (Kossinn), eftir Luigi Arditi, sem Sigrún söng meist- aralega vel. Tvær aríur eftit Puccini, það fallega lag 0, mio babbino caro, úr Gianni Schicchi og söng Músettu, Quando me’n vo, úr La boheme, söng Sigrún mjög fallega. Caro nome, eftir Verdi var glæsilega flutt og sama má segja um Regnava nel si- lenzio, úr Lucia di Lammermoor, eftir Donizetti. Þarna sýndi Sig- rún sitt besta í flúrsöng, sem sannarlega er ekki á allra færi að útfæra jafn vel, enda „sprengdi" hún húsið, eins og sagt er. Síðustu lögin voru In seno alla tristezza eftir Rossini og Klánge der Heimat úr Leðurblökunni, eftir Johann Strauss og lauk þar með sérlega skemmtilegum tón- leikum. Fyrir utan að vera snilld- ar „Coloratura" söngvari, eins og kom fram í Caro nome og Regnava del silenzio, getur Sig- rún leikið á fíngerðari strengi eins og í 0, mio babbino caro og þá er henni ekki síður lagið að leika sérlega skemmtilega með gamansemina, eins og í La danza, Quando me’n vo og auka- laginu, II Bacio. Anna Guðný Guðmundsdóttir lék frábærlega vel og var samstilling hennar við söngvarann með miklum ágæt- um, enda hafa þær stöllur starfað saman vel og lengi. Notaðir bílar á góðu verði ^ Allir skoðaðir 1992. Góð greiðslukjör í boði Bíll vikunnar: Dodge Aries, árg. 1988. Ekinn 42 þús. km. Sjálfskiptur. Lítið ekinn og góður fjölskyldubíil á frábæru verði. Staðgr. 590.000,- kr. BÍLAGALLERÍ • FAXAFENI 8 • SÍWII 685870 • Opið mónudaga til föstudaga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-16 1 100-300þús. Kr. 300-500 þús. | Kr. 500-700 þús. 1 Kr. 700-900 þús. Kr. 900-1.100 þús. 1.100- 2.000 þús. Daihatsu Charmant 4G 4D árg ’82 Ekinn 140. Tölvunr. 2049 stgr.130 Daihatsu Charmant 4G 4D '86 Ekinn 88. Tölvunr. 465 stgr.340 Ford Orion 5G 4D árg. '87 Ekinn 54. Tölvunr. 2008 stgr.530 MMC Colt GLx SSK 3D árg. '89 Ekinn 28.Tölvunr. 2116 stgr.720 Dai. Feroza EI-2 5G 3D árg. '89 Ekinn 49.Tölvunr. 1497 stgr.910 Volvo 740 GLE SSK 40 árg. '87 Ekinn 72.Tölvunr. 479 stgr. 1.120 Daihatsu Charade 4G 3D árg '84 Ekinn 83.Tölvunr. 1988 stgr.175 Daihatsu Charade 4G 5D árg. '87 Ekinn 38.Tölvunr. 2062 stgr.385 Mazda 323 5G 3D árg. '88 Ekinn 39. Tölvunr. 1934 stgr.570 Toyota Carina SSK 4D árg. '88 Ekinn 62. Tölvunr. 2078 stgr.725 Daihatsu Rocky 5G 3D árg. '87 Ekinn 65.Tölvunr. 1873 stgr.910 Dai. Feroza Special '90 5G 3D 4x4 Ekinn 16.Tölvunr. 1905 stgr. 1.130 Daihatsu Charade 4G 3D árg '84 Ekinn 57.Tölvunr. 2139 stgr. 180 Daihatsu Charade 5G 3D árg. '87 Ekinn 51.Tölvunr. 2173 stgr.390 Honda Accord 5G 4D árg. '87 Ekinn 122. Tölvunr. 1212 stgr.570 Volvo 240 GL 5G 4D árg. '87 Ekinn 73. Tölvunr. 1971 stgr.730 Daihatsu Feroza 5G 3D árg. '89 Ekinn 53.Tölvunr. 1661 stgr.930 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88 Ekinn 67. Tölvunr. 1027 stgr. 1.190 Volvo 343 GLS 4G 5D árg '82 Ekinn 130.Tölvunr. 1921 stgr.200 Daihatsu Charade 4G 3D árg. 88 Ekinn 53.Tölvunr. 1762 stgr.420 Daihatsu Charade 4G 5D árg. '90 Ekinn 27. Tölvunr. 2146 stgr.570 Suzuki Samurai 5G 3D árg. '89 Ekinn 42.Tölvunr. 2005 stgr.740 Daihatsu Applause 5G 5D árg. '91 Ekinn 13.Tölvunr. 2112 stgr.940 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88 Ekinn 46. Tölvunr. 1963 stgr. 1.200 Daihatsu Coure 5G 5D árg '86 Ekinn 47.Tölvunr. 1773 stgr.220 Subaru Justy 4G 3D árg. '87 Ekinn 28. tölvunr. 2121 stgr.440 Dodge Aries SSK 4D árg. '88 Ekinn 42. Töivunr. 1068 stgr.630 Volvo 240 GL 5G 4D árg. '87 Ekinn 65. Tölvunr. 1478 stgr.750 Volvo 460 GLE 5G 4D árg. '90 Ekinn 94. Tölvunr. 2090 stgr.950 Volvo 460 GLE SSK 4D árg. '90 Ekinn 11. Töivunr. 2056 stgr. 1.240 Ford Escort 5G 3D árg '84 Ekinn 93, Tölvunr. 1840 stgr.265 Volvo 240 GL 5G 4D árg. '84 Ekinn 150. Tölvunr. 1926 stgr.450 Volvo 240 GL SSK 4D árg. '86 Ekinn 75. Tölvunr. 1188 stgr.670 Volvo 740 GL 5G 4D árg. '85 Ekinn 71. Tölvunr. 1443 stgr.790 Volvo 440 GLT 5G 5D árg. '89 Ekinn 39. Tötvunr. 2076 stgr.950 Daihatsu Rocky disel 5G 3D árg. '90 Ekinn 30. Tölvunr. 2176 stgr. 1.520 Daihatsu Charade 4G 3D árg '86 Ekinn 75.Tölvunr. 1344 stgr.290 Daihatsu Charade 5G 5D árg. '88 Ekinn 69.Tölvunr. 1948 stgr.460 Volvo 240 GL st. 5G 5D árg. '86 Ekinn 108.Tölvunr. 2153 stgr.670 Volvo 740 GLSSK 4D árg. '85 Ekinn 75. Tölvunr. 2039 stgr.790 Volvo 240 station SSK 5D árg. '88 Ek- inn 72.Tölvunr. 2031 stgr.960 Dai. Rocky bensín5G 3D árg. '91 Ekinn 9.Tölvunr. 2050 stgr. 1.550 Lada 1200 4G 4D árg '90 Ekinn 18. Tölvu- nr. 1834 stgr.290 Volvo 340 GL 5G 4D árg. '86 Ekinn 52. Tölvunr. 1714 stgr.470 Volvo 240 GL SSK 4D árg. '86 Ekinn 64. Töivunr. 1685. stgr.680 Toyota Corolla 5G 3D árg. '88 Ekinn 67.Tölvunr. 2101 stgr. 815 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '87 Ekinn 86. Tölvuinr. 1896 stgr. 1.025 Subaru Legacy SSK 5D árg. '91 Ekinn 0. Tölvunr. 1919 stgr. 1.580 Daihatsu Coure 5G 5D árg. '87 Ekinn 40.Tölvunr.2088 stgr.290 Daihatsu Charade 5G 5D árg. '88 Ekinn 44.Tölvunr. 1968 stgr.480 Nissan Sunny SSK 4D árg. '89 Ekinn 50. Tölvunr. 2001 stgr.680 BMW 316 5G 4D árg. '88 Ekinn 25.Tölvu- nr. 1580 stgr.850 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. '89 Ekinn 20.Tölvunr. 1811 stgr. 1.095 Volvo 740 GL SSK 5D árg. '90 Ekinn 20. Tölvunr. 2128 stgr. 1.590 Volvo 240 DL SSK 4D árg. '82 Ekinn 160.Tölvunr. 2180 stgr.300 Volvo 360 GL 5G 4D árg. '86 Ekinn 70 Tölvunr. 1956 stgr.500 Suzuki Samurari 5G 3D árg. '89 Ekinn 42.Tölvunr. 2005 stgr. 690 Volvo 740 GLE 5G 4D árg. '86 Ekinn 103. Tölvunr. 1473 stgr.890 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. '89 Ekinn 57.Tölvunr. 2019 stgr. 1.100 Volvo 740 GLE 5G 5D árg. '90 Ekinn 23.Tölvunr. 2143 stgr. 1.700 SSK = Sjálfskiptur. D = Dyrafjöldi. G = Gírar. St. = Station.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.