Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 21 tölfræðilegri aðferð (BLUP), eins og margoft hefur komið fram, en einstaklingsdómarnir frá hrossa- sýningunum eru lagðir til grund- vallar rétt eins og hveijar aðrar mælingar í öðrum greinum. í ljósi yfirburða kynbótamatsins yfír hin- ar eldri aðferðir í hrossaræktinni við uppgjör dóma er það síðan lagt til grundvallar við ákvörðun verð- launastigs stóðhesta með afkvæm- um. Stóðhestar eru ekki sýndir með afkvæmum fyrr en þeir eiga orðið það mörg dæmd afkvæmi að áhrif ættar þeirra og einstaklingsdóms eru orðin hverfandi lítil í kynbóta- matinu. Þá nýtast hins vegar aðrir kostir aðferðarinnar hvað ýmsar leiðréttingar varðar og afkvæma- dómarnir eru því reiknaðir eins nákvæmlega út og þekktar aðferð- ir gefa tilefni til. Frekari þróun kynbótamatsins, sem verið er að vinna að, gerir kleift að reikna út afkvæmadóma hryssna á hliðstæð- an hátt. Aftur á móti er það at- hugunarefni sem ekki verður tekið hér til umræðu hvort afkvæma- dómar sem slíkir eigi framtíð fyrir sér eftir að kynbótamatið er komið til sögunnar. Það gerir kröfur til hrossarækt- enda að geta gert greinarmun á kynbótamati og kynbótadómi. Hvað það varðar er Grímur Gísla- son ekki með á nótunum, ef marka má skrif hans, en svo er alls ekki almennt. Ekki veit ég hvort Grími finnst að bókmenntir nútímans kasti rýrð á skáldmæringa fyrri tíðar. Mér þykir það ekki, ekki frek- ar en að ég telji nokkra hættu á að útreikningur kynbótamats fyrir undaneldishross geri það að verk- um að hestafólk geri sér ekki leng- ur grein fyrir því hvernig góður hestur sé. Kynbótamatið er reiknað út til að greina sauðina frá höfrun- um í hrossastofninum í heild, svo að reiðhross framtíðar verði vegna markviss úrvals eðlis- og raunbetri en þau eru nú. Kynbótamatið ber að nota meira en til hliðsjónar ef ræktandinn vill á annað borð not- færa sér leiðbeiningar öðru vísi en að hafa þær til hliðsjónar. Þetta er hins vegar í valdi hvers og eins ræktanda. Kynbótaframför. Takist vel til við að finna bestu undaneldishross- in í stofninum á hveijum tíma með þróttmiklu dómkerfi og góðu kyn- bótamati og ef starfinu er fylgt eftir af festu með ströngu úrvali verður stofninn stöðugt eðlisbetri. Kynbótaframför á sér stað. Við útreikning kynbótamatsins er tekið tillit til kynbótaframfarar í stofnin- um hvað þá eiginleika varðar sem mynda úrvalsmarkið. Það er einn af kostum BLUP-aðferðarinnar. Yngstu undaneldishrossin eru því alla jafnan hvað hæst í kynbóta- mati ef hrossaræktin er yfir höfuð á réttri leið. í aðferðinni felst því að kynbótahross fyrri tíðar eru reiknuð til „núvirðis“ en ekki „þá- virðis“ hvað gæði þeirra varðarsem undaneldisgripir. Með öðrum orð- um, þeir gripir sem sköruðu fram úr fyrir t.d. þijátíu árum væru ekki í fremstu röð núna vegna þess að kynbótaframför hefur átt sér stað. Skilningsleysi Halldórs Gunn- arssonar á eðli og merkingu hug- taksins kynbótaframför er algert eins og þrásinnis hefur komið fram. Hér í lokin vil ég segja það að ráð er að hætta deilum um fram- kvæmd stefnu leiðbeiningarþjón- ustu Búnaðarfélags Islands í hrossarækt. Stefnan er ljós, henni verður ekki breytt á næstunni, þær breytingar sem gerðar hafa verið með víðtæku samráði hlutaðeigandi aðila verða að fá tíma til að sanna sig. A þessari skoðun eru eflaust vel flestir og á þennan veg mátti jafnvel skilja Grím Gíslason. Skrif- um þeirra félaga í stjórn Félags hrossabænda um þessi afmörkuðu mál verður vart svarað frekar. Fjöregg hrossabúskaparins felst í útflutningi reiðhrossa, íslenskir hrossaræktendur eru í alþjóðlegri samkeppni og stefna Búnaðarfé- lags íslands miðast við að þar sé keppt að sigri. Höfundur er hrossnræklnrráduimutur hjá Búnaðarrélngi íslands. NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR ymm jiinn RDÍJijjj NOTAÐIR BÍLAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI TOYOTA COROLLA DX 1300 - árg. 1987, 4 gíra, 5 dyra, grábrúnn, ekinn 82 þ.km., verð kr. 395.000 HONDA CIVIC GL1400 - árg. 1988, 5 gíra, 4 dyra, gylltur, ekinn 53 þ.km., verð kr. 560.000 stgr. SUZUKI SWIFT 1000 - árg. 1991,5 gíra, 5 dyra., blár, ekinn 8 þ.km., verð kr. 590.000. stgr. MMC LANCER GLX langb. 4X4 1800 - árg. 1987, 5 gíra, 5 dyra, hvítur, ekinn 67 þ.km., verð kr. 650.000.stgr. MMC SAPPORO 2400i - árgerð 1988, sjálfsk., 4 dyra, perluhvítur, ekinn 81 þ.km., verð kr. 890.000. stgr. RANGE ROVER VOUGE 35001 - árgerð 1988, sjálfskiptur, 5 dyra, grænsans, ekinn 80 þ.km., verð kr. 1980.000. stgr. VIÐ BJOÐUM TRAUST OG ÓRUGG VIÐSKIPTl GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐ ÓSKUM KAUPENDA HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl 10-17 NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.