Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Málarekgtiir gesrn Lífsbjörg í Norðurhöfiam: Verið að ge ra mig ábyrg- an fyrir hruni Greenpeaee - segir Magnús Guðmundssoe Ó3I0, frá Guðmundi Löve, fréttaritara Morgunblaðsins. STEFNA Noregsdeildar umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace á hendur Magnúsi Guðmundssyni, framleiðanda sjónvarpsmyndar- innar Lífsbjargar t Norðurhöfum, var tekin fyrir í borgardómi Ósióar á þriðjudag. Meginatriði stefnunnar beinast að þeim hlutum nr myndinni er sýndir voru í fréttaskýringaþætti norska ríkissjón- varpsins í apríl 1989. Telur stefnandi að tiigangurinn með ummæl- um sem þar komu fram hafi verið að sverta orðspor Græn- friðunga, sem og hafi tekist, að því er segir í stefnunni. Áætlað er að dómur falli snemma í næstu viku. Magnús Guðmundsson segir í gera sig ábyrgan fyrir hruni samtali við Morgunblaðið að sér Greenpeace i Noregi og annars virðist sem verið sé að reyna að staðar. „Þeir hafa verið að reyna Auglýsingar landbúnaðarráðuneytis: Þjóðviljinn fékk hæstu greiðslur til dagblaða AUGLiSINGAKOSTNAÐUR landbúnaðarráðuneytisins á árinu 1990 og fyrstu fjóra mánuði ársins 1991 nam samtals 1.484.376 kr. Af dagblöðum fékk Þjóðviljinn hæstu greiðslurnar eða 83.130 kr. fyrir fjórar auglýsingar, Tíminn fékk 67.355 kr. fyrir fjórar auglýsingar, Morgunblaðið 48.174 kr. fyrir tvær auglýsingar og Blað hf. útgáfufé- lag Alþýðublaðsins og Pressunnar 36.154 kr. fyrir tvær auglýsingar. Ráðuneytið keypti hins vegar engar auglýsingar í DV á umræddu tímabili. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Ama M. Mathiesen alþingismanni. Ráðuneytið auglýsti mest í Stjómartíðindum eða í alls 31 skipti en þar var um að ræða birtingu á reglugerðum og samþykktum fyrir samtals 622 þús. kr. Næst kom Ríkisútverpið með þrjár auglýsingar sem kostuðu ráðuneytið 208 þús. kr. einhvetjar reglur hefðu verið í gildi í ráðuneytinu varðandi auglýsing- arnar. í svari ráðuneytisins segir að meginreglan hafi verið að stilla auglýsingakostnaði í hóf auglýsa eingöngu þegar nauðsyn bæri til. að túlka það sem ég hef verið að segja á hina undarlegustu vegu. Ef einhver ummæli verða dæmd dauð og ómerk verð ég bara að taka því, en ég hef enga trú á að ég verði dæmdur til bótaskyldu. 'Eg er einungis boðberi tíðind- anna.“ Magnús kveðst ennfremur leggja fram víðtæk sönnungar- gögn máli sínu til stuðnings, auk þess sem köiluð yrðu til vitni, með- al annarra formaður Samtaka sel- veiðimanna í Noregi. Hvað stefnuna varðar bendir málshöfðandi einkum á tiltekin ummæli og orðalag sem beint og óbeint séu meiðandi fyrir Green- peace, en einnig að notkun mynd- máls sé tvíræð 0g hafi valdið sam- tökunum skaða. Er þar að sögn Arna Finnssonar, starfsmanns Greenpeace í Svíþjóð, sem er við- staddur réttarhöldin, einkum um að ræða atriði þar sem stefnandi telur að ýjað sé að samhengi milli Greenpeace og samtakanna Sea Shephard, er sökktu hvalveiðibát- um í Reykjavíkurhöfn. Krafist er skaðabóta allt að þremur og hálfri milljón íslenskra króna auk málskostnaðar. Einnig er þess krafist að hin tilteknu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Áætlað er að réttarhöldin standi fram á mánudag en nú þegar virð- ist sem málflutningur hafi dregist á langinn, að sögn Magnúsar, svo óljóst er hvenær niðurstöðu er að vænt- JL Slysavarnafélag Is- lands selur líflykil SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur nú byijað dreifingu og sölu á svokölluðum „líflykli". Þetta er lyklakippa með áföstu plast- hylki, en í því er hlífðargríma sem notuð er þegar blástursaðferð er beitt við lífgun úr dauðadái. Hlífðargríman er sett yfir vit sjúklings og öndunarstútur í munn. Sá er beitir blástursaðferð- inni snertir ekki varir sjúklings og dregur úr sýkingarhættu. Biástursaðferðin verður þrifa- legri, þar eð hverskonar uppgang- ur úr sjúklingi fer ekki í andlit björgunarmanns. Þessar hlífðargrímur hafa náð talsverðri útbreiðslu erlendis, sér- staklega þar sem ótti manna við eyðnismit er mikill. Slysavarnafé- lagið mun á næstu dögum og vik- um selja „líflykilinn" víða um landið og kynna notkun hlífðargrí- munnar rækilega. Líflykillinn verður seldur á 500 krónur og verði hagnaður af sölu hans rennur hann til eflingar björgunarsveita og slysavarna. (F réttatilky nning) Bókfært tap Byggðastofnun- ar tæpar 700 milljónir í fyrra Eigið fé stofnunarinnar rúmur einn milljarður króna um áramót í svari ráðuneytisins kemur fram að auglýsingar í fjölmiðlum voru vegna funda á vegum ráðuneytisins eða tilkynningar um lausar stöður sem undir ráðuneytð heyra, svo og auglýsingar til kynningar á laga- ákvæðum. Meðal þeirra sem fengu greiðslur vegna auglýsinga landbúnaðarráðu- neytisins á árinu 1990 og fyrstu ijóra mánuði ársins 1991 voru aug- iýsingastofa Þórhildar sem fékk samtals 43 þús. kr. fyrir eina aug- lýsingu, Austurland sem fékk 23 þús. kr. fyrir tvær auglýsingar, aug- lýsingastofan Gott fólk fékk tæp- lega 48 þús. kr. fyrir eina auglýs- ingu. Dagur á Akureyri fékk 22 þús. kr. fyrir tvær auglýsingar, Norðurland fékk 22 þús. kr. fyrir eina auglýsingu, búnaðarblaðið Freyr, sem fékk 16 þús. kr. fyrir eina auglýsingu, blaðið Bændasynir fékk 37 þús. kr. fyrir þijár auglýs- ingar og Samtök um kvennaathvarf fengu 10 þús. kr. fyrir eina auglýs- ingu. Þingmaðurinn spurði einnig hvort í tilkynningu utanríkisráðuneytis- ins segir að skv. upplýsingum Holl- ustuverndar ríkisins og Siglingamál- astofnunar sé notkun Halon slökkvi- kerfa lögleg, en til standi að banna uppsetningu nýrra kerfa frá og með 1. júlí 1992 og banna notkun þeirra frá árinu 2000 skv. alþjóðlegum sam- EIGIÐ fé Byggðastofnunar um síðustu áramót var 1.036 milljónir króna, og á afskrifta- reikningi útlána stofnunarinnar voru 1.537 milljónir króna sem var óráðstafað. Að sögn Guðmundar Malmquist, for- stjóra Byggðastofnunar, var bókfært tap stofnunarinnar á síðasta ári 686 milljónir króna. Fjármunatekjur voru rúmur einn milljarður króna en fjár- magnsgjöld tæpar 600 milljónir, og var mismunurinn 456 millj- ónir. I afskriftareikning eða þykktum. Bendir ráðuneytið á, að á árunum 1989 og 1990 hafi verið fiutt til landsins ígildi 382 tonna af ósoneyð- andi efnum en um þriðjungur af þess- um innflutningi hafi verið Halon- efni. Þetta þýði að hlutfall Halons í ratsjárstöðvunum sé um 4,7%. varasjóð voru samtals lagðir um tveir milljarðar, og veittir voru styrkir upp á 335 milljónir, en framlög úr ríkissjóði voru 1.450 milljónir. Rekstrarkostnaður Byggðastofnunar á síðasta ári var 132 milljónir króna, og hafði hann lækkað um sex millj- ónir frá árinu áður. Guðmundur Malmquist sagði í samtali við Morgunblaðið að reynt hafi verið að meta með sem rétt- ustum hætti útlán Byggðastofnun- ar og þær kröfur sem stofnunin á, og leggja á afskriftareikning það sem talið er þurfa til að mæta þeim útlánum sem á einhvem hátt em talin vafasöm. „Ný reglugerð um Byggðastofnun gengur meðal annars út á það að stofnunin varð- veiti eigið fé sitt, og meðal annars þess vegna var farið svona ítarlega í þetta nú. Bókhaldslega er stofn- unin gerð upp með tæplega 700 milljóna króna tapi um áramótin, en þá hafa um 2.000 milljónir verið settar á afskriftareikningin. Það var gert til að leggja upp með vel heilbrigðan höfuðstól um ára- mót, sem í eru engin skemmd epli hvað varðar eldri lánveitingar. Það var farið ítarlega yfir allar kröfur stofnunarinnar, og meðal annars var hlutafé fært niður og mat á eignum sem stofnunin hefur leyst til sín var fært niður í áætlað söluverð. Þannig eru niðurstöðu- tölur ársreikningsins nú 8,2 millj- arðar króna, en árið áður vora þær 9,9 milljarðar. Varasjóður Byggð- astofnunar um áramótin er rúmar 1.530 milljónir sem er óráðstafað, og því til viðbótar kemur eigið fé stofnunarinnar sem er rúmur millj- arður króna,“ sagði hann. Guðmundur sagði að í rekstrar- áætlun Byggðastofnunar fyrir árið í ár væri gert ráð fyrir að stofnun- in hafi 410 milljóna króna tekjur, og rekstrarkostnaður verði um 130 milljónir. Þegar hafi verið sam- þykkt að veita 85 milljónum í ýmiskonar atvinnustyrki og til greiðslu á atvinnuráðgjafarstarf- semi. Þá væra 165 milljónir áætl- aðar til þess að leggja í varasjóð á móti væntanlegum afskriftum vegna útlána á árinu. Eftir stæðu 30 milljónir í varasjóði og miðað MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd frá Davíð Scheving Thorsteinssyni, sem er svohljóð- andi: „í Morgunblaðinu í dag, 18. mars 1992, var birt frétt frá Siða- nefnd Sambands íslenskra Auglýs- ingastofa, sem varðar fyrirtæki það, sem undirritaður vinnur hjá, Sól h.f. 1. Sól hf. er ekki auglýsingastofa, þannig að Samband íslenskra Auglýsingastofa og „Siðanefnd" hennar er okkur óviðkomandi. 2. Hvað snertir þann hluta „dóms“ Siðanefndar að: „Með notkun á sláandi fyrirsögn og afskræmd- um umbúðum utan um vöru samkeppnisaðila — Klípu — er verið að hallmæla vörunni og gefa ókosti í skyn með þeim hætti að 7. gr. siðareglna um auglýsingar er brotin". „Ilin slá- andi fyrirsögn“ og hinar „af- skræmdu umbúðir“ er einfald- við að höfuðstóllinn um næstu ára- mót yerði einn milljarður með upp- færðu verðlagi. Að sögn Guðmundar var tap Atvinnutryggingasjóðs út- flutningsgreina á síðasta ári 1.373 milljónir króna. Byggðastofnun tók við stjórn sjóðsins í ársbytjun 1991, og eftir að skýrsla Ríkisend- urskoðunar um starfsemi sjóðsins 1990 kom fram síðastliðið sumar var ákveðið að leggja 1.775 millj- ónir á afskriftareikning vegna hans. iega myndræn útfærsla á boð- skap Hjartaverndar undanfarin 26 ár. 3. Ilvað snertir hinn tilvitnaða texta fréttatilkynningar Mann- eldisráðs er það óhagganleg staðreynd að það er 21% meira af harðri fitu í Klípu heldur en er í Létta. 4. Hvað snertir það athæfi mjólk- uriðnaðarins að kæra Sól fyrir „Siðanéfnd" get ég ekki varist þeirri hugsun úr Njálu: „Væri þér nær að staga úr tönnum þér o.s.frv.“ og vísa ég þar til eftir- farandi nýlegra auglýsinga mjólkuriðnaðarins: 4.1. „Þú færð kraft úr Kókó- mjólk“. Skyldi engan furða, þar sem í hverri lítilli femu af Kókó- mjólk eru 14 sykurmoiar! Hollur drykkur? Varla. 4.2. „Bragðgóð heilsurækt", auglýsing fyrir Létt-ís! Það að borða ís sé heilsurækt? Varla. Ratsjárstöðvar Bandaríkjahers: Halon-efni sleppt út í andrúmsloftið Ekki lögbrot, segir utanríkisráðuneytið HALON efni var sleppt út í andrúmsloftið við prófanir á slökkvikerfi Ratsjárstöðvanna fjögurra á árunum 1988-1990, samtals um 1,8 tonnum í öllum stöðvunum. Nýjar reglur bandariska hersins frá 1990 kveða á um nákvæmt eftirlit með notkun slíkra ósoneyðandi efna og að þeim skuli ekki hleypt út í andrúmsloftið eftir 1. janúar 1993, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir að ekki verði séð áð brotið hafi verið gegn lögum, íslenskum eða bandarískum, sem þá voru í gildi þegar slökkvikerfi ratsjárstöðva"nna voru prófuð. Orstutt athugasemd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.