Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 27

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 27 Forkosningar í Illinois og Michigan: Fátt getur stöðvað Clinton - áhlaupi Buchanans hrundið Boslon. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti og William Clinton, ríkisstjóri Arkansas, unnu báðir öruggan sigur í forkosningum, sem repúblikan- ar annars vegar og demókratar hins vegar héldu í Illinois og Michig- an í fyrradag. Framboð Patricks Buchanans, sjónvarpsmanns og fyrrum ræðuritara Richards Nixons, á móti Bush er runnið út í sandinn og forsetinn hyggst nú beina sjónum sinum að forsetakosn- ingunum í nóvember. Clinton er ekki búinn að tryggja sér útnefn- ingu demókrata, en andstæðingar hans, þeir Paul Tsongas, sem dróst aftur úr í kosningunum, og Jerry Brown, sem vann á, geta vart gert sér vonir um að stöðva hann af eigin rammleik. Bush og Clinton hafa nú báðir tryggt sér stuðning tæplega helm- ings þeirra kjörmanna, sem þeir þurfa til að hljóta útnefningu flokka sinna fyrir forsetakosningamar í nóvember. Bush hefur fengið stuðn- ing 711 kjörmanna í forkosningum repúblikana til þessa. Hann þarf 1446 atkvæði til útnefningar. Clint- on er kominn með 944 kjörmenn af 2145, sem hann þarf til að tryggja sér útnefningu Demókrata- flokksins. Fréttaskýrendur segja að nú geti aðeins tvennt stöðvað Clinton og í báðum tilvikum er vandi hans sá sami: fortíðin. Demókratar hafa margir áhyggjur af því að Clinton eigi við það mörg vandamál að stríða að hann eigi ekki möguleika gegn Bush í haust og gildir þá einu um úrslit forkosninga. Ásakanir um framhjáhald, tilraunir til að komast hjá herkvaðningu þegar á Víetnam stríðinu stóð og nú síðast um að það sé ekki við hæfí að kona hans, Hillary, vinni hjá lögmannsstofu, sem fær mörg verkefni frá Arkans- as-ríki, hafa hrjáð framboð Clint- ons. Tilraunir Tsongas til að nota þessa veikleika Clintons hafa snúist í höndunum á honum og hann hyggst hér eftir leggja áherslu á máiefnalegan málflutning. Brown hefur hinsvegar kallað Clinton „hneyksli-á-viku-frambjóðandann“ og hyggst halda áfram að hamra á því að hann sé ekki framboðshæfur. Bæði Tsongas og Brown verða hins vegar að horfast í augu við það að Clinton vann stórsigur í 111- inois og Michigan, fékk-52% og 48% atkvæða í fyrstu forkosningum demókrata, sem haldnar voru í ríkj- um, þar sem enginn frambjóðenda var á heimavelli. Jafnframt heldur Clinton áfram að laða að sér meiri- hluta þeirra kjósenda, sem demó- kratar hafa löngum byggt fylgi sitt á. Hann fékk 70% atkvæða svartra og um 60% atkvæða þeirra sem aðeins hafa lokið skyldunámi og teljast lágtekjufólk. Tsongas hreppti annað sætið og 26% atkvæða í Illinois en vegnaði verr í Michigan þar sem hann fékk aðeins 18% og hafnaði í þriðja sæti. Brown vann ötult kosningastarf í Michigan, sem nægði honum til að ná þar öðru sæti með 27% at- kvæða. í Illinois var hann þriðji með 15% atkvæða. Þótt Brown hafi ítrekað beint spjótum sínum að Clinton sýna skoðanakannanir að hann tók ekki fylgi frá ríkisstjór- anum í Arkansas í kosningunum í Michigan, heldur frá Tsongas. Þyk- ir þett sýna að fylgi Clintons sé nokkuð traust, en Tsongas og Brown bítist um þau atkvæði, sem eftir eru. Krossför Buchanans á enda Buchanan viðurkenndi á þriðju- dagskvöld að hann gæti ekki gert sér vonir um að hljóta útnefningu repúblikana til að verða forsetaefni flokksins þegar gengið verður til kosninga í nóvember. Kosningaher- ferð hans virðist vera að missa skriðþunga og sást það á því að hann hlaut 22% atkvæða í Illinois og 25% í Michigan, en hingað til hefur fylgi hans verið í kringum 30%. Buchanan sagði hins vegar að framboð sitt snerist um meira en sigur og embætti: „Baráttan snýst um hugsjónir okkar, um sál Repúblikanaflokksins," sagði Buch- anan. Buchanan hélt kosningafundi og flutti ræður í báðum ríkjum. Lítið bar hins vegar á Bush. Forsetinn lét sér nægja að nota sjónvarpið og fremur en að vegsama sjálfan sig beindi hann spjótum sínum að mótframbjóðandanum. Bæði Mich- igan og Illinois eru iðnríki og hið fyrmefnda hefur farið flatt á þeim samdrætti, sem verið hefur í banda- rískri bifreiðaframleiðslu. Bush kom höggi á andstæðing sinn með því að hamra á því í sjónvarpsaug- lýsingu að Buchanan æki um á þýskum Mercedes Benz. Þetta hreif. Þegar Buchanan kom um helgina í bifreiðaverksmiðju í George Bush Bill Clinton Michigan, sem brátt verður lokað, gerðu starfsmenn hróp að honum og neituðu að tala við hann. Á sama tíma fór Bush í bifreiðaverksmiðju í Missouri-ríki og var vel tekið. Efnahagsvandinn og hæfni Bush Hingað til hefur virst sem Bush væri steinhissa á óánægju almenn- ings og hann vissi ekki sitt ijúk- andi ráð. En nú hefur áhlaupi Buch- anans af hægri vængnum verið hrundið. Fylgi hans fer dvínandi og kosningasjóðir hans eru að tæmast. Buchanan hyggst ekki draga fram- boð sitt til baka enn um sinn, en ætlar ekki að veita Bush alvarlega keppni fyrr en í forkosningunum 2. júní í Kaliforníu. Þar hyggst hann leggja grunninn að framboði árið 1996. Bush sagði að sigur sinn í Illin- ois (76% atkvæða, Buchanan 22%) og Michigan (67% atkvæða, Buch- anan 25%) væri sigur fyrir efna- hagstillögur sínar. Þetta þykir vís- bending um að forsetinn hyggist ráðast til atlögu gegn þinginu. Til- lögur Bush liggja nú fyrir þingheimi og í stefnuræðu sinni í janúar gaf forsetinn demókrötum frest til morgundagsins, föstudags, til að afgreiða þær. Útilokað er að það gangi eftir og í kosningaherbúðum forsetans er kappsmál að láta líta svo út sem þrotlausar málalenging- ar þingmanna demókrata standi björgunaraðgerðum hans og bráð- v um efnahagsbata fyrir þrifum. Staðan er nú þannig að Bush getur nú miðað kosningabaráttu sína við kapphlaupið um Hvíta hús- ið og þarf hér eftir litlar áhyggjur að hafa af ágreiningi innan flokks- ins. Hann þarf hins vegar að sann- færa kjósendur um að hann sé ekki klunni í efnahagsmálum. Clintons bíður þyngri þraut. Hann þarf enn um sinn að kljást við Tsongas og Brown og á meðan glata demó- kratar að nokkru leyti frumkvæðinu í kosningabaráttunni gegn Bush. OFNHITASTILLIR Á INNRENNSLI EÐA ÚTRENNSLI OFNS DANFOSS ofnhitastillar eru tvenns konar og ætlaðir til notkunar við mismunandi skilyrði: DANFOSS RA 2000 er ætlaður á innrennsli ofna en DANFOSS FJVR á útrennsli þeirra. Meginregla framleiðandans er að nota skuli RA 2000: Hann nemur herbergishita og heldur þeim kjörhita, sem valinn er, á hagkvæman hátt. Þar sem hitasveiflur eru miklar, t.d. í forstofum eða bílageymslum, hentcu- FJVR hins vegar betur: Hann stjómar hitastigi á útrennslisvatni frá ofninum óháð herbergishita. Veldu réttan ofnhitastilli. Veldu DANFOSS! Það borgar sig. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF GÓÐAN DAG! Þetta er litli risinn, HHOBIRA CITYMAN - mættur til leiks, aðeins 760 g. Hinn geysivinsæli og handhægi Mobira Cityman farsími er fóanlegur á ný. Nú fæst hann á mun lægra verði en áður og kostar aðeins 136.000 kr. Jt Hátæknlhf. ÁRMÚLA 26, SÍMAR 31 500 OG 36/00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.