Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
Mjólkursamlagr KEA:
Vélar til átöppunar á
plastflöskur keyptar
Valnspökkunarsamstæða
sem Mjólkursamlag KEA hefur
fest kaup á verður send frá
Bandaríkjunum, þaðan sem hún
er keypt, til Akureyrar í lok
mánaðarins. Gert er ráð fyrir
að hún verði sett upp og prófuð
í kringum páskana og að hægt
verði að hefja átöppun vatns á
plastflöskur í maí.
Þórarinn E. Sveinsson mjólkur-
LANDAÐ hefur verið um 20
þúsund tonnum af loðnu hjá
Krossanesi, en það er það magn
sem stefnt var að að ná þegar
ákveðið var að byggja verk-
smiðjuna upp á nýju eftir bruna
samlagsstjóri sagði að menn frá
samlaginu hefðu farið utan til
Bandaríkjanna í gær til að læra á
vélamar og prufukeyra þær. Véla-
samstæðunni verður síðan pakkað
saman og hún sett í skip 31. mars
næstkomandi, en síðan verður
henni komið fyrir í húsakynnum
samlagsins.
„Meiningin er að setja vélamar
upp og koma þeim í gang fljótlega
eftir páska, þannig að við vonumst
að ræða hráefni sem til fellur hjá
K. Jónsson á Akureyri, en Jóhann
sagði að aðrir rækjuframleiðendur
sem rætt hefði verið við hefðu lít-
il viðbrögð sýnt.
til að geta farið að flytja út vatn
í plastflöskum í maí,“ sagði Þórar-
inn. Vélasamstæðan kostar um 20
milljónir króna og til að byrja með
verður vatni pakkað á 1V2 lítra
og 0,3 lítra flöskur. Vatnið verður
eingöngu selt á Bandaríkjamark-
að.
„Við værum auðvitað ekki að
fara út í þessar fjárfestingar nema
af því við höfum trú á þessu.
MÖguíeikarnir á þessu sviði eru
miklir, en þetta er dýrt, það þarf
mikla peninga í markaðssetning-
una og það er þar sem skóinn
kreppir. Á þeim vettvangi þurfa
vinnubrögðin að vera hnitmiðuð,
það er ekki nóg að eiga húsnæði
og geta keypt vélar, það er engin
kúnst. Það eru 400 önnur vöru-
merki á markaðnum sem við kepp-
um við, þannig að það má orða
það svo að þetta geti verið sýnd
veiði en ekki gefin. Það er langt
í frá að við séum farin að eyða
gróðanum af þessum útflutningi,
en við höfum vissulega trú á að
þetta muni ganga í framtíðinni,“
sagði Þórarinn.
Krossanes:
20 þúsund tonna
markinu náð
Skíðasvæðið nú opið daglega
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur nú verið opnað almenningi dag-
lega og verður það opið frá kl. 13 til 19 alla virka daga, en frá
kl. 10 til 17 um helgar.
Ivar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða sagði að gott skíða-
færi væri nú í íjallinu, tvær lyftur væru opnar, þ.e. stólalyfta og
stromplyfta og gætu skíðamenn valið um fjórar skíðaleiðir. Ein er í
gilinu meðfram stóialyftunni, en hinar eru í Strýtu við stromplyftuna.
Ivar sagði að loksins væri útlitið orðið gott og fyrirsjáanlegt að
hægt væri að halda skíðasvæðinu opnu eins og venjulega. Þó nokkuð
af fólki var á skíðum um helgina og fyrsti hópur skólafólks kom í
Hlíðarfjall í gær, miðvikudag.
Ferðir úr bænum upp í fjall verða hér eftir samkvæmt áætlun.
Hótelherbergjum hefur fækkað úr 144 í 120:
Umframframboð á hótelrými
þó mikið miðað við árstíma
- segir Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA
GUNNAR Karlsson hótelsljóri á Hótel KEA segir að umframfram-
boð á hótelrými á Akureyri sé mikið miðað við þennan árstíma.
Lokun Hótels Stefaníu fyrir nokkru verði vissulega til þess að hin
hótclin þrjú sem rekin eru í bænum fái fleiri gesti, en einkum
um áramótin 1989-90.
Akureyrsku loðnubátarnir Þórð-
ur Jónasson EA og Súlan EA
komu með fullfermi til Krossaness
á sunnudag eða samtals um 2.100
tonn, en við það náðist 20 þúsund
tonna markmiðið. Loðnuvertíðin
hefur komið ágætlega út hjá verk-
smiðjunni. „Ég yrði ekkert hissa
þó við fengjum meiri loðnu og við
munum síður en svo neita að taka
á móti meira magni þó þessu
marki sé náð,“ sagði Jóhann P.
Andersen framkvæmdastjóri
Krossaness, en búið verður að
vinna þá loðnu í verksmiðjunni
sem landað var á föstudagsmorg-
un.
Að lokinni loðnuvertíð verður
farið að bræða bein, en sú vinnsla
hefur verið í gangi í vetur sam-
hliða loðnubræðslunni. Þá hóf
verksmiðjan fyrir nokkru að vinna
mjöl úr rækjuskel og sagði Jóhann
þann þátt í starfsemi verksmiðj-
unnar ganga allvel, en þó væri
hægt að vinna úr mun meira hrá-
efni en verskmiðjunni býðst um
þessar mundir. Eingöngu er um
komi það fram um helgar.
Fjögur hótel hafa verið rekin á
Akureyri, Hótel KEA, Hótel Stef-
anía, Hótel Norðurland og Hótel
Óðal, með samtals 144 herbergjum.
í kjölfar lokunar Hótels Stefaníu
fyrir nokkru fækkaði hótelher-
bergjum í 120, en Gunnar telur að
þrátt fyrir þessa fækkun sé um-
framframboð enn talsvert þegar
miðað er við nýtingu yflr vetrar-
mánuðina. „Ég hugsa að á þessum
tíma þegar umferðin er minnst
myndu 80 herbergi vel duga,“ sagði
Gunnar.
Á Hótel Stefaníu eru 24 her-
bergi og sagði Gunnar að vissulega
yrðu menn varir við að gestir hót-
elsins leituðu annað eftir lokunina,
en það hefði þó ekki afgerandi
áhrif, enda dreifðust þessir gestir
á þrjú hótel. Þá væri nýting að
jafnaði ekki mikil í miðri viku, en
eflaust gæti lokunin að einhveiju
leyti skýrt fleiri bókanir yfir helgar.
Hann sagði að nú væri þó að
lifna yfir viðskiptunum og sem
dæmi hefði mátt heita að nær full-
bókað hefði verið um síðustu helgi
á hótelinu, vel bókað væri fyrir
komandi helgi og helgin þar á eftir
væri einnig nær fullbókuð. Þá væri
líka þéttbókað á hótelið í apríl-
mánuði. „Þetta er sá tími sem
menn eru á ferðinni í svokölluðum
helgarferðum, en það hefur líka
haft sitt að segja hvað okkur varð-
ar að mikið hefur verið um ráð-
stefnur og fundahöld í bænum frá
áramótum."
Þrátt fyrir góða færð það sem
af er vetri hefur umferð ferðafólks
verið í dræmara lagi, að sögn
Gunnars og taldi hann það einkum
stafa af efnahagsástandinu í land-
inu sem og óvissu í samningamál-
um. „Það er minni umferð en á
síðasta ári, m.a. frá fólki í ná-
grannabyggðalögunum þrátt fyrir
áð færðin sé hin ákjósanlegasta.“
Morgunblaðið/Margrét Þðra
Júdóið vinsælt
Akureyrarmót yngri flokka í júdó var haldið í júdósalnum í íþróttahúsi KA á sunnudag og kepptu fjöl-
margir krakkar á aldrinum fjögurra til þrettán ára. Þessi íþróttagrein er afar vinsæl á Akureyri og hefur
Jón Óðinn Óðinsson júdóþjálfari byggt starfsemi Júdódeildar KA upp af mikilli elju á liðnum árum. Á
myndinni glíma Katrín og Skúli af miklu kappi á mótinu.
Tónlistarskólinn:
Þórunn Guðmundsdóttir
og David Knowles leika
ÞÓRUNN Guðmundsdóttir sópr-
ansöngkona og David Knowles,
píanóleikari halda tónleika í Tón-
listarskólanuin á Akureyri
sunnudaginn 22. mars næstkom-
andi kl. 17.
Undanfarin ár hefur Þórunn
stundað nám í Bandaríkjunum, hún
hefur lokið mastersgráðu og er
langt komin með doktorsnám í söng
og söngfræðum við Indiana Uni-
versity. í tengslum við nám sitt
hefur hún haldið átta sjálfstæða
tónleika.
David Knowles er Englendingur
af velskum og þýskum ættum, hann
hefur verið búsettur á íslandi síð-
astliðinn tíu ár. Hann útskrifaðist
frá Royal Northem College of Music
í Manchester sem píanóleikari með
undirleik sem sérgrein. Hann hefur
komið fram með söngvurum og
hljóðfæraleikurum bæði héiiendis
og erlendis.
Á efnisskrá tónleikanna á sunnu-
daginn em lög eftir Warlock, Sibel-
ius, Sinding, Sallinen, Rangström
og Jón Leifs.
(Fréttatilkynning)
JNNLENT