Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 SIEMENS Þvottavélar Þurrkarar Uppþvottavélar Eldavélar Örbylgjuofnar 'Gœfiatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Höfóar til -fólks í öllum starfsgreinum! Spilið á öll spilin 52 __________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson Bandariski háskólaprófess- orinn og bridsmeistarinn Chip Martel vann árlegu Bols-heil- ræðakeppnina fyrir skömmu með heilræði sem hann nefnir: Spilið á öll spilin 52. Keppnin fer þannig fram, að kunnir bridsspilarar eru beðnir að gefa bridsheilræði í málgagni Alþjóðasambands bridsblaða- manna og meðlimir sambands- ins velja síðan úr heilræðunum og þess má geta að Jón Baldurs- son mun að öllum líkindum taka þátt í næstu keppni. Verðlauna- ritgerð Martels fer hér á eftir í lauslegri endursögn: „Þú spilaðir eins og þú sæir í gegnum spilin,“ eru gullhamrar sem ylja bridsspilurum um hjart- aræturnar. Það er nauðsynlegt hverjum bridsspilara að geta reiknað út hvernig lokuðu hend- umar líta út, en oft virðast ýmsir möguleikar vera fyrir hendi. Hæfnin til að komast að réttri niðurstöðu skilur sauðina frá höfr- unum. íhugið til dæmis þetta dæmi- gerða varnarvandamál: Vestur ♦ 10842 y ÁG6 ♦ K7 4KG63 Norður ♦ 963 y 1075 ♦ 842 ♦ 9852 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 spaði Dobl 2 spaðar Pass Pass 3 grönd Þú spilar út spaðatvisti gegn 3 gröndum og sagnhafi drepur kóng austurs með ás. Hann tekur nú tíg- ulás og spilar tíguldrottningu og félagi spilar 10 og 9 og sýnir með því tvíspil. Hvernig átt þú að spila? Þú virðist þurfa að giska á hvert sé rétta framhaldið. Ef sagnhafi á: (a) S.ÁD H.Kxx T.ÁDGxxx L.ÁD; dugar að halda áfram með spaðann til að hnekkja samningnum en lauf gefur sagnhafa 9. slaginn. En ef sagnhafi á (b) S.ÁD H.KDx T.ÁDGxxx L.Áx; (c) S.ÁD H.KDxx T.ÁDGxxx L.Á; verður þú að spila laufi til að btjóta þér fimm slagi áður en sagnhafi rekur út hjartaásinn. Og sagnhafi getur átt allar þessar hendur fyrir sínum sögnum. En ef þú skoðar sagnir félaga kemur rétta svarið í ljós. Hann svaraði 1 spaða með aðeins 4-lit og því getur hann ekki einnig átt 4-lit í hjarta. Því getur sagnhafi ekki átt hendi (a) og þess vegna verður þú að spila laufi til að bana samningnum. Góður spilari horfir á öll spilin 52, ekki aðeins eigin spil og spil blinds. Þess vegna er Bols-heilræði mitt: Þegar þú reiknar út hvaða spil andstæðingarnir geta átt, gakktu þá úr skugga um að út- reikningar þínir séu í samræmi við sagnir og spilamennsku beggja lok- uðu handanna. Ef vesturspilarinn hefði haft þetta í huga hefði betur í þessu spili: Norður ♦ K963 y G875 ♦ D42 ♦ K2 honum farn Vestur Austur ♦ Á108 ♦ G52 y á ♦ 43 ♦ G109753 ♦ K86 ♦ Á75 Suður ♦ 108643 ♦ D74 y KD10962 ♦ Á ♦ DG9 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Pass Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu A. pass Vestur spilaði út tígulgosanum og sagnhafi stakk upp drottningu í blindum! Eftir að hafa tekið kóng austurs með ás (austur gat varla látið lítið) spiiaði sagnhafi spaða í öðrum slag. Vestur hoppaði upp með ásinn, og ætlaði að taka einn slag í hveijum lit. Þar með slapp sagnhafi við að gefa tvo slagi á spaða. Vestur sagði að hann hefði reiknað með að sagnhafi ætti: S.x H.KDlOxxx T.Áx L.DGxx. En þótt þessi hönd passi við sagnir og spilamennsku suðurs hefði það þýtt að austur hefði pass- að niður I tígul með S.DGxxx H.xx T.Kx L.xxxx. Og á þessi spil hefði hann svarað með 1 spaða. Þar af leiðir að suður á að minnsta kosti tvo spaða og því var rétt að spara spaðaásinn í öðrum slag. Almennt séð verður þú mun leiknari í að reikna út hvaða spil eru á óséðu höndunum ef þú geng- ur úr skugga um að báðar þær hendur séu í samræmi við sagnir og spiiamennsku fram að því. Ef þú ferð eftir heilræði mínu munt þú komast að því að „ágiskanir" þínar standast oftar og oftar. Og brátt mun félagi þinn og andstæð- ingar þínir hrósa þér fyrir hæfiieik- ann að virðast geta séð gegnum spilin. FLOTT Á ÞIG —fermingarfötin færd þú í Hagkaup. HAGKAUP Kringlunni !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.