Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 43

Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Þorvaldur Sigurðs- son - Kveðjuorð © BOSCH fyrir fagmanninn Fæddur 2. ágúst 1963 Dáinn 11. febrúar 1992 Þegar pabbi færði mér fréttirnar af andláti Þorvaldar bróður míns, • var mér allri lokið. Hvernig gat það verið að hann, kornungur maðurinn væri ekki lengur á meðakvor. Síð- ast þegar við höfðum hist, það er áður en hann átti að fara í upp- skurðinn á hnénu, höfðum við talað um að þegar því væri lokið og hann búinn að fara í endurhæfingu myndum við skreppa saman á ball til að dansa. Þegar Þorvaldur var yngri átti fótbolti hug hans allan, og sýndi hann hina mestu leikni í þeirri íþrótt, og var efnilegur mjög. Slys á hnénu varð þess valdandi að hann varð að leggja skóna á hilluna og tók það mjög á hann. Meðvindur hefur verið minni heldur en mótvindur undanfarin ár, og því fór sem fór. Nú á ég góðar minning- ar um elsta bróður minn í systkina- hópi föður míns, en þó að við höfum ekki verið sammæðra, og áttum auk þess þijá yngri bræður, höfðum við engu að síður átt saman dýrlegar stundir í hinum ýmsu fríum, þar sem pabbi sá um að við hittumst sem oftast. Flókið ijölskyldumynst- ur okkar Þorvaldar; hann með sína hálfbræður sammæðra, þá Sigur- geir og Valgeir, og svo aftur sam- feðra við mig, Viktor Svan, Hlyn Smára og Aron Snæ, og svo ég með mín fjögur hálfsystkini sam- mæðra, varð oft að umræðuefni á milli okkar. Þessar vangaveltur voru harla óraunhæfar, þar sem þær ultu upp á yfirborðið í heim- sóknum okkar til ömmu og afa á Irafossi, meðan við flatmöguðum uppi á baðstofulofti og veltum því fyrir okkur hvort allt væri ekki betra ef að Sigrún og Reynir gengju mér í foreldra stað. Jú, svo áttu þau enga stelpu, og færu nú varla að fúlsa við einni sem gæti hjálpað til á heimilinu. Gauju og Geira átti Þorvaldur að, hjá þeim hafði hann herbergi, og í heimsókn minni þar sem ég gisti hjá bróður mínum, bjuggum við hjá þeim. Hann ætlaði nú aldeilis að kenna systur sinni hvernig ætti að bera sig að í golfi, en eftir nokkur árangurslaus högg sá hann að þessi kennsla stæði til elliáranna með þeim framförum sem ég sýndi, svo hann vatt sínu kvæði í kross og fór með mig í alls- heijar skoðunarferð um bæinn, þar sem hann kynnti systur sína fyrir hinum og þessum kunningjum, og viðhafði fyndnustu tilburði við kynninguna, þannig að ég roðnaði og varð hin feimnasta. Gamansemin og stríðnin var aldrei langt undan, enda taldi ég þetta hina vænlegustu kosti, og óskaði þess oft að ég hefði þá til að bera. Þorvaldur var dugleg- ur að rækta samband sitt við mig eftir að ég komst á unglingsárin, og vildi nú hafa hönd í bagga með því hvernig ég bæri mig nú að því þegar ég hafði náð 16 ára sveita- balls-aldrinum, sendi hann mér boðskort þar sem hann tiltók stund og stað þar sem hann væri tilbúinn að fylgja mér gegnum forboðnu dyrnar, að samkvæmisiífi því sem ég, unglingurinn, þráði svo að kynn- ast. Eftir að ég fluttist vestur minnkaði samband okkar, því að íjarlægðin jókst, og ekki svona í leiðinni að skreppa í heimsókn til mín. En eftir að ég kom til Reykja- víkur fyrir um það bil tveimur árum til að hefja nám jókst það á nýjan leik, og upplifði ég þá nýtt samband við Þorvald þar sem ég gerði hann að trúnaðarvini mínum, og leitaðist hann við að hjálpa mér með marg- vísleg málefni sem hann hafði þekk- ingu og reynslu af. Það var gott að geta talað við hann, og sótti ég styrk tij hans þegar ég þurfti á að halda. Ég hefði óskað þess að hann hefði getað gert hið sama. Elsku pabbi, Sigrún, amma, afi, Gauja, Geiri og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Ég veit að þessi bæn hefur hjálpað mörgum á erfiðum stundum, þar á meðal Þoi’valdi. Megi hún hjálpa ykkur. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit að greina þar á milli. Stingsög m/SDS blaöfestingu. Lykillaus blaðfesting. Þreplaus hraöastilling stillanlegt land Slípirokkur skífustærð 180 mm „SDS“ skífufesting. Lykillaus skífufesting. 2000 W. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Aðalheiður Svana Sigurðardóttir. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Ö <S^BOC/ 4> %] opnar Sigurboginn, ný snyrti- og gjafavöruverslun á Laugavegi80 Gréta Boða, förðunarfræðingur, verðurá staðnum og veitirfaglega ráðgjöf um liti og förðun. —~Ti Tekiðer við tímapöntunum KENZO ■ síma 611330, ef óskað er. J ROCHAS Ctuiríci o! tltc &rfz .y, Verið velkomin að líta inn. I ' SIGURBOGINN laprairie | SWIT2ERLANO t Astkær sambýliskona mín, dóttir okkar, systir og mágkona, KOLBRÚIM SVALA ANDERSDÓTTIR, Borgarvegi 44, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju föstudaginn 20. mars kl. 14.00. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Sverrir Guðlaugsson, Guðrún Þóroddsdóttir, Anders Guðmundsson, Bára Andersdóttir, Borgar Lúðvík Jónsson, Oddur Sævar Andersson, Freyja Jóhannsdóttir, Anna Guðrún Andersdóttir, Elfar J. Eiríksson, Guðmundur Andersson. t SIGURÐUR ÓLI ÓLAFSSON fyrrverandi alþingismaður, Fossheiði 34, Selfossi, sem lést 15. mars sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 21. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiöstöðinni kl. 12.00. Kristín Guðmundsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn Ingi Kristinsson, Sigriður Ragna Sigurðardóttir, Hákon Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR THORLACÍUS, Öxnafelli, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 13. mars. Jarðarförin fer fram frá Grundarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Sesselja Andrésdóttir, Ólafur Andri Thorlacíus, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Andri Thorlacius, Sindri Thorlacíus. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, TORFI HELGI GÍSLASON, Hafnargötu 74, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þann 21. mars kl. 14.00. Anna Bergþóra Magnúsdóttir, Magnús Torfason, Kristín Helgadóttir, Gísli Torfason, Sumarrós Sigurðardóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför HARALDAR GUNNLAUGSSONAR. Ágústa Haraldsdóttir, Árni Guðmundsson, Gunnlaugur Haraldsson, Anna Vignis, Herdís Haraldsdóttir, Hörður Haraldsson, Lórelei Haraldsdóttir, Sigþór Lárusson, Þórður Kristjánsson, Unnur Haraldsdóttir, Þuríður Haraldsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Laila Hannesdóttir, indriði Jónsson, Helga Magnúsdóttir. Róbert Hannesson, t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin- semd við andlát og útför GUÐLAUGS GÍSLASONAR fv. alþingismanns og bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Sigurlaug Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU MARÍU BJARNADÓTTUR, Dalatanga 25, Mosfellsbæ. Steindór Marteinsson, Herdís Bjarney Steindórsdóttir, Snæbjörn Ingvarsson, Guðriður Steindórsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, Þorgeir Lawrence og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU MARÍU KARLSDÓTTUR, Suðurgötu 15-17, áður til heimilis á Blikabraut 9, Keflavík. Bjarni Guðmundsson, Karl G. Sævars, Hallfríður Ingólfsdóttir, Ingveldur Bjarnadóttir, Þröstur Einarsson, Fríða Bjarnadóttir, Sigurður Herbertsson , Guðbjörn Bjarnason, Sigurlaug Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, SVERRIS JÓNSSONAR járnsmiðst Faxatúni 18, Garðabæ. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir kærleika og hlýju. Guðrún Ólafsdóttír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.