Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 51

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 51 Frá sýningu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Blóðbræðrum. Blóðbræður Adda Rúna Valdimarsdóttir: Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi sýnir um þessar mundir söngleikinn Blóðbræður eftir Willy Russell. Megas íslenskaði. Söng- leikurinn Blóðbræður íjallar um tvíburana Mikka og Edda sem eru aðskildir þegar þeir eru nýfæddir, þar sem Jóna, fátæk móðir þeirra, er alltaf að fjölga mannkyninu og barnaverndarnefnd er byijuð að snuðra. Jóna lætur því frú Ljóns, vinnuveitanda sinn, fá annan tví- burann. Frú Ljóns rekur svo Jónu og hefur mikið fyrir því að koma í veg fyrir að tvíburarnir hittist. En þeir hittast af tilviljun þegar þeir eru 7 ára og gerast fóstbræð- ur. Þeir Mikki og Eddi taka upp á mörgu skemmtilegu sem ekki er vert að skrifa hér. Það koma einnig fleiri við sögu: Linda vinkona bræðranna, Sammi eldri bróðir þeirra, herra Ljóns og margar aðrar persónur. Verkið byggist að miklu leyti upp á tónlist, á milli 30 og 40 tónlistaratriði og mikið fjör allan tímann. Þetta er í annað sinn sem söngleikurinn Blóðbræður er settur upp á íslandi. Leikfélag Akureyrar sýndi verkið árið 1986 á Akureyri. Um 50 manns taka þátt í sýn- ingunni á Akranesi, þar af 9 manna hljómsveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Willy Russell er fæddur árið 1947 í bænum Whiston sem er nálægt Liverpool í Englandi. Hann hefur skrifað mörg leikrit sem hafa verið sýnd í leikhúsum og í sjónvarpi. Hann hefur jafnframt verið einn af þeim leikhússtjórum sem átt hafa ríkan þátt í því hvað Liverpool Playhouse hefur gott orð á sér. A 7. áratugnum samdi Russell mörg þekkt dægurlög, svo sem „I played in my back yard-yesterday“ og „The Mersey“, en flest hans lög eru nú gleymd og grafin, sem manni finnst furðulegt þegar mað- ur heyrir tónlistina í „Blóðbræðr- um“. Blóðbræður er fyrsti söngleikur Russells, hann samdi alla tónlist- ina sjálfur. Það hafði lengi verið draumur hans að skrifa söngleik, þá meinar hann ekki bara handrit- ið og söngtextana, heldur SÖNG- LEIK: texta, ljóð og tónlist. „Bróð- bræður“ var frumsýndur árið 1983 við mikið lof áhorfenda og gagn- rýnenda. VELVAKANDI VISTHOLLIR ÍSSKÁPAR Jórunn Sörensen: Hér með er lýst eftir visthollum ísskáp. Á ferðum mínum er- lendis hef ég séð að ísskápar eru stundum auglýstir sem vist- hollir. Mér er ekki alveg ljóst við hvað er átt, hvort þeir eru þá alveg lausir við efni er myndu skaða ósonlagið ef þau slyppu út í andrúmsloftið eða hvort aðeins er minna af þeim í kælikerfi skápsins. Eru vist- hollir ísskápar til hér á landi? UMFERÐAR- ÓHAPP Föstudaginn 13. mars, kl. 16.10, ók drengur á reiðhjóli á hlið fólksbifreiðar á gatnamót- um Ármúla og Háaleitisbraut- ar. Leigubílstjóri sem varð vitni að óhappinu er beðinn að hringja í Fjólu í síma 814022 milli kl. 9 og 16. R-8154 Miðvikudaginn 11. mars var bifreiðinni R-8154 stolið af bila- stæði Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Atburðurinn átti sér stað milli kl. 15 og 18. Bifreið- in er af gerðinni SAAB 99, ljós- drapplit, með krók að aftan og stuðarinn að aftan er beyglaður upp. Allir þeir sem geta gefið einhveijar upplýsingar vinsam- legast hafi sambarid við Lög- regluna í Reykjavík. HÁLSFESTI Gullhálsfesti með múrsteinam- unstri tapaðist á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudagskvöldið 5. mars. Þetta er persónuleg gjöf sem er mjög sárt saknað. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 75609. Erpening brennt að óþörfu? Frá David Butt: Innilega þakka ég ykkur öllum, fjölskyldu minni, œttingjum og vinum, sem glöddu mig meÖ gjöfum, skeytum og hlýjum Jcveöjum á 70 ára afmœli mínu, þann 11. febrúar sl. Kœrar kveÖjur. Sigurður Sveinsson, Hjallavegi 38, Reykjavík. Mengunarmæling sem fram- kvæmd var af LLoyds Register of Shipping á 50 skipum á árinu 1990 sýndi að óbrennt eldsneytið (HC) var að meðáltaii 2,7 kíló á hvert tonn af brenndu eldsneyti. Þegar þetta er reiknað í pening- um þýðir það að fyrir hver 1.000 hö fara út í andrúmsloftið 200.000 krónur af óbrenndu eldsneyti. Dæmi: 10.000 liö vél sem er keyrð 6.000 klst mun tapa 2.000.000 kr. 100 hö vél sem er keyrð 3.000 klst mun tapa 20.000 kr. Samkvæmt nýjustu upplýsing- um sem koma frá Bretlandi er hægt að minnka þetta verulega. Sá fjöldi skipa sem er með svo- kallaðan „cleanburn" brennslu- hvata hafa staðfest meðal annars 3 til 7% eldsneytis sparnað og kannski það sem skiptir mestu máli í dag er það að útblásturs- mengun hefur minnkað talsvert. Þessi sparnaður hefur verið stað- festur af Llyods Register of Shipp- ing, tækni og umhverfisdeild. Is- lensk skip hafa einnig staðfesta þetta. Mengunarmæling sem var framkvæmd á skipsvélum og öðr- um vélum sem brenna gasolíu hafa sýnt að óbrennt eldsneytið (HC) í útblæstri hefur minnkað allt að 60% þegar notaður er þessi tegund af brennsluhvata. Þar kom einnig fram að bæði NOx og Co. hafa minnkað um 30 til 50%. Amk. eitt skipafélaga (P & O European Ferries, Felixstowe) hefur fengið viðurkenningu fyrir sitt átak í þágu umhverfismála. P & O hefur notað „cleanburn" á sín skip í tvö ár. Siglingamálastofnun ríkisins samþykkti nýlega notkun „clean- burn“ á íslensk skip. Umhverfismálaráðuneytið hef- ur ekki ennþá, eftir eitt og hálft ár tekið neina afstöðu til þessa búnaðar eða „powerplus“ búnaðar, þrátt fyrir að fjöldi skýrsla og stað- festinga frá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum sem hafa prófað bæði „powerplus" eða „cle- anbum“ er sent næst um því viku- lega til umhverfismálaráðuneytis- ins. DAVID BUTT Jaðarsbraut 7 Akranesi Eftirmáli við sorgarsögu Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni: Sagan, sern sögð var í sunnudags- blaðinu:,, Sorgarsaga í tilefni al- þjóðadags neytenda“ er ekki búin. Gamla konan var að fá tilkynn- ingu um það að þrátt fyrir að hún hafi borgað 50.000 krónurnar, þá standi eftir um 20.000 krónur sem hún skuldi. Miðað við það sem á undan er gengið væri hægt að hafa af henni enn meira, allt í skjóli laga og réttar. Hvar eruð þið lögmenn og laga- semjendur íslands? Hvemig stendur á því, að stöð- ugt heyrist af óheiðarlegum lög- mönnum, en minna af aðgerðum til að sporna við starfsemi þeirra? Er samtryggingin meðal ykkar svo sterk, að þið standið ekki upp og veijið heiður stéttarinnar og þess lagabókstafs sem þið eigið að túlka? Fynnst ykkur siðleysi í lagi svo lengi sem það getur talist löglegt? VILHJÁLMURINGI ÁRNASON Pétursborg, Glæsibæjarhreppi. INNRÉTTINGAEININGAR sem seldar eru flatpakkaðar af lager Á LÆGRA VERÐI en þekkst hefur fyrir gæðainnréttingar VÖNDUÐ VARA fró Danmörku SIEMENS Kq?li - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.