Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 52

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 NEYTENDAMAL Lesblinda Nýlegar rannsóknir á lesblindu (dislexiu) þykja benda til þess að lesblindir hafi meðfæddan galla í sjóntengikerfi í heila sem geti valdið truflunum á mál- og lestrarhæfni og orðið einstakl- ingi alvarleg hindrun í námi. Niðurstöður nýjustu rannsókna komu fram í bandarískum dagblöðum, m.a. Boston Globe, í sept- ember og október á síðasta ári. Eldri rannsóknum á lesblindu var einnig lýst í Science News í september 1990. Rannsóknirnar þykja hafa sýnt fram á að lesblindir geti haft fleiri galla í heilastarfsemi sem geti orsakað truflanir á sjón og heyrn. Truflanir á sjónsviði og við greiningu á hljóðum geta hindrað lesblinda við að meðtaka ritað eða talað mál nægilega hratt eða af nákvæmni. Kenn- ingar hafa komið fram um að orsakir sé að finna í þeim hluta heilastarfseminnar sem vinnur úr málinu, bæði töluðu og rit- uðu. Nýjustu rannsóknir þykja hafa sýnt fram á að truflanir í framköllun sjónmyndar koma mjög snemma fram hjá barni, jafnvel áður en það lærir að tala. Ef miklar truflanir verða bæði á sjón og heyrn getur það hindrað hæfileika barnsins til að skilja tengslin sem eru á milli ritaðra orða og þeirra hljóða sem mynda orðin. Vísindamenn segja að þetta geti verið ein af grunnor- sökum námserfiðleika. Lesblinda er trúlega mun al- gengari en talið hefur verið. Hún er til á mörgum stigum, væg og á háu stigi, t.d. er talið að 10-15 prósent bandarísku þjóðarinnar hnjóti um hin rituðu orð. Les- blinda er algeng námshindrun og er talið að hún sé fyrir hendi á háu stigi hjá 4-5 prósentum barna í Bandaríkjunum. Þá er átt við þau börn sem hafa það slæma Iesblindu að hún veldur þeim miklum erfiðleikum við lestur og við að tjá sig, og staf- setja rétt. Þessar trufianir eru þó á engan hátt tengdar greind eða vitsmunum einstaklingsins. Rannsóknir á lesblindu og lestrarerfiðleikum hafa 'verið í gangi við fjölda háskóla, bæði í Astralíu og í Bandaríkjunum. Mary C. Williams, sem er sál- fræðingur við Háskólann í New Orleans, rannsakaði hóp 8-12 ára lesblindra barna sem voru með greind vel yfir meðallagi. Þau reyndust vera allt að tveim árum á eftir sínum jafnöldrum í lestri, þrátt fyrir eðlilegan árangur á öðrum sviðum. Áður höfðu kannanir hennar og Will- iams Lovengrove, vísindamanns við Wollongong-háskóla í Ástral- íu, leitt í ljós að hjá 70 prósent- um lesblindra barna komu fram hindranir á sjóntengisvæði, sem er einskonar skiptiborð tauga- boða í sjónstöð í heila, og sem síðan framkallar heildstæða mynd af sjónupplýsingum eins og hreyfingu, fjarlægð og augn- hreyfingar. Þau komust að því, að flestir lesblindir virðast að öðru leyti vinna eðlilega úr öðr- um upplýsingum eða sjónmerkj- um sem fyrir þá ber. Vísindamenn hafa reynt að finna leiðir til aðstoðar þeim sem fæddir eru með þessar tafir eða hægagang sjónmyndar á sjón- tengisvæði. Gerðar hafa verið tilraunir með að leggja litaðar glærur yfir texta sem á að lesa. Prófuð voru 38 lesblind börn og 32 börn með eðlilega sjón og Nokkrar rannsóknir tengdar hjartasjúkdómum, þykja benda til þess að téngsl geti verið á milli kaffidrykkju og hjartasjúkdóma og kaffineytendur hafa óspart ver- ið hvattir til að sniðganga venju- legt kaffi til að vemda hjartað og drekka fremur kaffeinlaust kaffi í staðinn. Vísindamenn hafa lengi talið það vera nokkuð öruggt að neikvæð áhrif kaffis á hjartað séu vegna kaffeins í kaffi. En ekki lengur. Nú segja vísindamenn að það sé ekki hið venjulega kaffi heldur sé það kaffeinlausa kaffið sem auki kólesteról í blóði og um leið hættu á hjartasjúkdómum. Að vísu hefur ekki verið kannað hvort munur geti verið á innihaldi hinna ýmsu tegunda kaffibauna eða hvort hinar mismunandi að- ferðir við að laga kaffi'geti haft þar einhver áhrif á. Science News greinir frá þess- voru þau látin lesa texta á hvít- um grunni í gegnum rauða, bláa og græna glæru eða af tölvu sem var með þessa liti á skjánum. í ljós kom að lesblindir sýndu 80 prósenta framfarir í lestri þegar bakgrunnur texta var blár eða ljósgrár. Börn með eðlilega sjón sýndu einnig nokkrar framfarir. Aðrir litir sem prófaðir voru reyndust engin áhrif hafa eða neikvæð áhrif. Ekki er vitað hvers vegna blái liturinn eða sá ljósgrái getur hraðað sjónupplýsingum til sjón- stöðvar. Tilgátur hafa verið um ari rannsókn á áhrifum kaffis á hjartað, en niðurstöður hennar voru birtar í bandaríska tímaritinu Amerícan Journal of Clinical Nut- rítion í september síðastliðinn. Um var að ræða 16 vikna rannsókn sem stjórnað var af Robert Su- perko við hjartadeild Kaliforníu- háskólans í Berkeley. Þátttakend- ur voru 181 heilbrigður karl, sjálf- boðaliðar, sem ekki reyktu en drukku að jafnaði 3-6 bolla af kaffi á dag. Rannsóknin fór fram á þann hátt að þátttakendur voru látnir hafa venjulegt kaffi sem þeir áttu að laga á hefðbundinn hátt í gegn- um síur. Átta vikum síðar var þátttakendum skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn fékk venjulegt kaffi, annar fékk kaffeinlaust kaffí og sá þriðji átti að sleppa kaffidrykkju. Þátttakendur voru beðnir um að snerta ekki annað að lesblinda einstaklinga skorti þessa liti í sjóntenginu sem hindri að boðin komist eðlilega um sjóntengið til sjónstöðvar í heila. Þessar rannsóknir eru taldar mikilvægar, ekki síst til að eyða fordómum gagnvart börnum sem haldin eru lesblindu en hafa ver- ið álitin hafa takmarkaðan mál- skilning. Harvard-vísindahópur undir stjórn Margaret Livingston birti nýjustu niðurstöður í The Natio- nal Academy of Science ásamt Glenn Rosen og Frank Drislain. kaffi það sem eftir var rannsókn- artímans. Rannsóknin leiddi í ljós að hjá þeim sem höfðu drukkið venjulegt kaffi urðu engar breytingar á kól- esterólmagni í blóði. Aftur á móti varð um 6 prósent aukning á low- density lipoprótein (LDL), hjá þeim sem drukku kaffeinlausa kaffið, en LDL er slæma kóleste- rglið sem tengt hefur verið hjarta- sjúkdómum. Þessi aukning var reiknuð út og taldist hún jafngiida 10 prósenta áhættuaukningu. Ro- bert Superko segir að þessi niður- staða geti haft varhugaverðar af- leiðingar þar sem talið er að um 20 prósent bandarískra kaffineyt- enda drekki káffeinlaust kaffi. Menn spyrja eðlilega, hvaða efni eru það í kaffi sem geta haft áhrif á kólesterólið? Superko telur að um geti verið að ræða eitthvað ákveðið efnasamband í kaffibaun- Þau fengu til liðs við sig fimm lesblinda einstaklinga og sjö sjálfboðaliða sem ekki höfðu truflanir á sjóntengi í heila, til að taka að sér ákveðin sjónsviðs- verkefni. Könnuð voru viðbrögð heila við mismunandi hraða, m.a með því að sveifla tveim kólfum hratt fyrir augu þátttakenda. í ljós kom að lesblindir framköll- uðu mun hægar það sem fyrir augu bar en hinir. Lesblindir sáu aðeins annan kólfinn á meðan sjálboðaliðar með eðlilega sjón sáu báða. inni sem hafi þessi áhrif og það efnasamband sé aðeins að finna í ákveðnum tegundum af kaffi- baunum. Venjulegt kaffi og kaffeinlaust kaffi kemur ekki frá sömu bauna- tegundinni. Venjulegt kaffein- kaffi er lagað úr arabica baunum, aftur á móti eru kaffeinlausar kaffiblöndur aðallega úr robursta baunum. Nú er unnið að því að rannsaka frekar efnasamsetningu þessara kaffitegunda í því skyni að kanna betur mismun á inni- haldi, sem gæti útskýrt hvað það sé sem valdi aukningu á slæma kólesterólinu LDL í blóði þeirra sem drekka kaffeinlaust kaffi. Það er orðið erfitt að lifa. Með því að fyrirbyggja eina hættu er annarri boðið heim. M. Þorv. Er meiri hætta á hjartasjúkdóm- um við neyslu kaffeinlauss kaffis? ÁRNAÐ HEILLA Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarfirði HJÓNABAND. 31. desember sl. voru gefin saman í Árbæjarkirkju Eysteinn Arason og Katrín Óskars- dóttir. Prestur var sr. Önundur Björnsson. Þau eru til heimilis á Jófríðarstaðavegi 11, Hafnarfirði. Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarfirði HJÓNABAND, 22. febrúar sl. voru gefin saman í Bessastaðakirkju Snorri Jósepsson og Halla Jónsdótt- ir. Prestur var sr. Bragi Friðriks- son. Þau eru til heimilis að Hofi, Álftanesi. Mynd/Ljómyndarinn-Jóhannes Long HJÓNABAND. 15. febrúar voru gefin saman í hjónaband í Kópa- vogskirkju af séra Pálma Matthías- syni Helga Eiríksdóttir og Jósef Pálsson. Heimili þeirra er í Víði- hvammi. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar HJÓNABAND. Hinn 9. nóvember sl. voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af sr. Grími Gríms- syni, Sigurey Valdís Eiríksdóttir og Stefán Torfi Sigurðssori. Heimili þeirra er að Skólavörðustíg 29. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 20. september síðastl. Lamiad Wongsun og Sigurður Á. Ísaksson. Heimili þeirra er að Kára- stíg 3, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.