Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR sunnudagur 29. MARZ 1992 9 Hvert ertu að fara, Drottinn? í formála bókar sinnar „Undir örlagastjörnum“ kemst rithöfund- urinn Stefan Zweig svo að orði um framvindu sögunnar: „Stundum raðast tímabil hennar stig af stigi, hægt og þolinmóðlega . .. stundum dragast veðrahvolf viðburðanna sviplega saman í eina eldingu." Undanfarin ár hafa verið með hin- um sviptivindasömustu í sögunni svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins ein elding hefur lostið niður og umbreytt því er áður þótti óbreytanlegt. Sannkallað þrumu- veður sögunnar hefur gengið yfir heiminn og eldingar hennar hafa sundrað hveiju vígi fortíðarinnar á fætur öðru. Veröldin eins og við þekktum hana fyrir aðeins 3-4 árum er gerbreytt. Og þá? Ef litið er yfir Evrópusvið dagsins minnir það óneitanlega á þá Evrópu sem var, fyrir 1914. Þó horfnir séu keisarar og barónar eru deilurnar enn þær sömu, deilur milli þjóða og þjóðarbrota er haldið hefur ver- ið niðri af grimmd og festu í skjóli hinnar ein- földu heims- myndar kalda stríðsins. Nú eru allar heimsmyndir á hverfandi hveli. Sagan hefur losnað úr spenn- itreyju rússnesku byltingarinnar og heimsstyrjaldanna tveggja. Allt er í mótun, enginn veit hvað fram- tíðin ber í skauti sér, ný heims- veldi eru að verða til og önnur að eyðast. Eldingarregn sögunnar hefur þrátt fyrir allt þetta ekki náð til hinna fátæku og gleymdu öreiga Guðs í stórborgum veraldarinnar. Líf barnanna er til fárra fiska metið á götum Suður-Afríku, Afr- íku, Suðaustur-Asíu og annarra þeirra landsvæða sem teljast til þriðja heimsins. Þar er baráttan sú sama og hún hefur ævinlega verið, baráttan um brauðið, barátt- an fyrir því að fá að lifa af enn einn dag. Ætli fátæklingar New York séu ekki álíka áhugasamir um málefni Moskvubúa og börnin sem morðsveitir suður í Brasilíu myrða á götum úti fyrir það eitt að vera munaðarlaus og allslaus? Þannig ,er sagan ótrúlegt samspil framfara og stöðnunar, jafnvel afturfarar þegar hryllingurinn tek- ur völdin. Eg hef á undanförnum mánuð- um ritað pistla hér í blaðið á sunnu- dögum er borið hafa nafnið „Kristni á krossgötum". Líf hins kristna manns og kirkjunnar sem hann tilheyrir, er stöðugt ferðalag. Leiðin liggur um grýtta slóð sög- unnar frá öld til aldar. Ferðin hófst fyrir bráðum 2000 árum undir krossi Jesú Krists. Henni mun ljúka þegar Guð kemur á fót ríki sínu „á himni sem á jörðu“ eins og við biðjum um í hvert sinn er við förum með „Faðir vorið“ okkar. Kannski lýkur ferðinni á morgun, kannski eftir 100.000 ár Unvþann dag eða þá stund veit enginn nema Guð einn. Fyrir ferðalöngunum fer hinn upprisni Jesús Kristur. Hann leiðir okkur yfir holt og hæðir, gegnum mýrlendi jafnt sem snæviþaktar grundir. Hann hefur heitið því að vera ætíð nálægur, ætíð með okk- ur, í lífi sem í dauða. Gervöll kristn- in, hinir kristnu og kirkja þeirra, fylgir Guði sínum þannig frá öld til aldar. Á stundum lendirKirkjan í lygnum sjó sögunnar, verður jafn- vel fórnarlamb stöðnunar eins og aðrar stofnanir er menn lifa og starfa í. Á öðrum tímum sendir Guð þrumuveðrið mikla sem Stefan Zweig talaði um, eldingarregnið er i-ýfur niður stöðnunina og aftur- haldið, brýtur sögunni nýja braut. Þá ríður á fyrir kristn- ina að fylgja leiðtoga sínum í gegnum hin- ar föllnu j'ústir fortíðarinnar, áfram veginn. Á slíkum stundum stendur stendur kristnin á krossgötum, eins og reyndar gervallt mannkyn. Hvert skal halda næst? Hvernig eigum við að taka á okkar málum? Hvernig eigum við að mæta veröld- inni, nýta okkur aukið svigrúm, veijast þar sem að okkur er sótt? Svarið ætti að vera næsta auðfund- ið, er það ekki? Með því að fylgja Jesú Kristi. Með því að vinna að og stefna að ríkinu mikla, ríki Guðs sem mun „koma á himni sem á jörðu“. En það getur reynst býsna erfitt, býsna kreíjandi að fylgja Jesú. Hann gengur ekki glaður og reifur framhjá hinum hungruðu, þjáðu, sjúku, einmana, fátæku, fyrirlitnu, fangelsuðu, gleymdu, aðeins vegna þess að sagan hefur um stundarsakir hrist eldingarhamarinn og velt um koll fúnum hugmyndum tuttugustu aldarinnar. Þvert á móti snýr hann við, gengur aftur inní rústirnar er eldingai-veður sögunnar muldi úr holdi og blóði milljónanna. Þar rót- ar hann í blóðugum leifum aldar- innar þar til hann finnur þá sem skildir hafa verið eftir. En kirkjan, sem hefur staðið af sér orrahríð kalda stríðsins, tæknihyggjunnar, sósíalismans? Hvernig ætlar hún að mæta nýrri öld og nýjum áskor- unum sögunnar. í skáldsögunni „Quo Vadis Dom- ■ini?“, „Hvert ertu að -fara, Drott- inn?“, segir frá því þegar Pétur postuli, sem hafði starfað í Róma- borg á stjórnarárum Nerós keisara, flýr út úr borginni um leið og hin- ar fyrstu ofsóknir gegn kristnum mönnum eru að hefjast. Rétt fyrir utan borgarmörkin sest hann nið- ur, mæddur á flóttanum, til að hvílast áður en lengra er haldið. Þá sér hann skyndilega hvar Jesús Kristur gengur hjá á veginum, á leið inn í borgina þar sem byijað var að og myrða hina kristnu. Pét- ur spyr hann: „Hvert ertu að fara, Drottinn?" Jesús svarar honum: „Inn í borgina að láta krossfesta mig aftur fyrir börnin mín.“ Þá sneri Pétur við og fylgdi Jesú inn í borgina til hinna kristnu og stóð með þeim í ofsókninni þar til yfir , lauk. Þetta skáldsögubrot segir meira en margar lærðar ræður. í dag sem ævinlega gengur Jesús Kristur inn í ofsóknirnar, hveiju nafni sem þær nefnast, og þjáist þar með börnunum sínum. Það hlýtur að vera hlutverk kirkjunnar, hinna kristnu, kristninnar, að fylgja honum þangað. Hvar sem hjálpar er þörf, þar er Jesús Ki'ist- ur. Hann óttast ekki að skíta út sparifötin sín, þarf ekki á pijáli að halda eða skrautsýningum, heldur vinnandi höndum og fótum sem eru fúsir að flytja fagnaðar- boðskapinn um hann með því að lina þrautir hinna þj&ðu í heimin- um. Gleymum því ekki að mark- mið Guðs er umbreyting heimsins. Kristnin heldur í rétta átt ef hún stefnir að þeirri umbreytingu, en í ranga ef hún lokar augunum fyr- ir framtíðinni eða öllum þeim óendanlegu verkefnum sem sam- tíminn hrópar á og gleymir sér í ómerkilegum vangaveltum um einskisverða hluti. Þar með læt ég þessum pistlum mínum lokið. Okkur, lesandi góð- ur, óska ég alls hins besta á kross- götúm kristninnar. Vonandi hitt- umst við með uppbrettar ermar, rótandi í rústum sögunnar að þeim sem eru hjálpar þurfi, ásamt Drottni Jesú Kristi. Höfundur er fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar á Austurlandi. KIUSTNIA KROSSCÖTUM eftir Þórhall Heimisson VEÐURHORFUR í DAG, 29. MARZ YFIRLIT í GÆR: Um 400 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 980 mb lægð sem þokast austsuðaustur, en yfir Grænlandi er 1.026 mb hæð. HORFUR í DAG: Austankaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða slydduél við suður- og austurströndina, annars þurrt. Hiti 0-4 stig víðast hvar. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Norðaustanátt, víðast fremur hæg. Él á Norðaustur- og Austurlandi en viða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frostlaust yfir hádaginn suðvestantil en annars nokkurt frost, einkum í innsveitum norðanlands. Svarsfmi Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 4 alskýjað Glasgow 4 alskýjaö Reykjavík 2 úrk. í grennd Hamborg 1 súld Bergen +1 léttskýjað London 3 •súld Helsinki 0 snjókoma LosAngeles 16 skýjað Kaupmannahöfn 1 rigning . Lúxemborg 0 léttskýjað Narssarssuaq ■r9 léttskýjað Madríd 3 skýjað Nuuk h-8 snjókoma Malaga 8 léttskýjað Ósló 0 léttskýjað Mallorca 4 léttskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Montreal 3 skúr Þórshöfn 0 snjókoma NewYork Orlando 6 16 skýjað skýjað Algarve 10 heiðskírt Amsterdam 2 slydduél París 4 skýjað Barcelona 5 léttskýjað Madeira 15 skýjað Berlín 1 skýjað Róm - 9 rigmng Chicago 0 léttskýjað Vín 2 léttskýjað Feneyjar Frankfurt 7 2 þokumóða léttskýjað Washington Winnipeg 7 2 alskýjað heiðskirt TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / r / / / / Rigning / / / * / * /*/■*■ Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —)- Skafrenningur Þrumuveður STALLBAKUR Þessi bíll er 20 cm lengri en hin hefðbundna SAMARA og rúmbetri. Bíllinn hentar því vel fjölskyldufólki. LADA SAMARA stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). VÝR OG STÆRRI FJÖLSKYLDUBÍLL BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Armuta 13, 108 Reykjavik, simar 68 12 00 & 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.