Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
ERLEIMT
INIMLENT
Þýskaland:
Viðræður um
nýja kjara-
samninga
Viðræður aðila vinnumarkaðar-
ins og opinberra starfsmanna ann-
arra en háskólamanna og
samninganefndár ríkisins hafa
staðið yfir í vikunni. Stjómvöld
hafa gefið afdráttarlaust svar að
þau komi ekki frekar að samning-
um fyrr en á lokastigi þeirra og
þegar það var Ijóst var tekin
ákvörðun í samninganefndum
launþegahreyfingarinnar að halda
áfram viðræðurm
Hald lagt á5 kíló af hassi
Fíkniefnalögreglan lagði hald á
fimm kíló af hassi á einum sólar-
hring og er söluverðmæti þess á
svörtum markaði í Reykjavík áætl-
að um 7,5 milljónir króna. um er
að ræða tvö mál og eru fimm
menn í haldi vegna þeirra.
Ráðstafanir gegn
atvinnuleysi
Samkvæmt minnisblaði sem
lagt hefur verið fram í borgarráði
er gert ráð fyrir að hægt verði að
hafa 150 manns að staðaldri í
vinnu yfir fjóra sumarmánuði. Um
er að ræða viðhaldsverkefni við
skólahúsnæði, skólalóðir, gæslu-
velli, íþróttamannvirki og fleira.
Forseti ASÍ til Strassborgar
Forseti og framkvæmdastjóri
Alþýðusambands íslands fóru til
Strassborgar á fund embættis-
mannanefndar Evrópuráðsins
vegna athúgasemda sérfræði-
nefndar ráðsins vegna fyrirkomu-
ERLENT
Afhroð hjá
frönskum
sósíalistum
FRANSKI Sósíalistaflokkurinn
galt mikið afhroð í kosningunum
til héraðsráða, sem fram fóru síð-
astliðinn sunnudag, og fékk ekki
nema um 18% atkvæða. Eru úr-
slitin túlkuð sem upphafið að
endalokum
Mitterrand-
tímabilsins
frönskum
stjómmálum
og þau boða
ekki gott fyrir
sósíalista í
þingkosning-
unum að ári.
Forsetakosn-
mgar
hins
Francois
verða Mitterrand
vegar
ekki í Frakklandi fyrr en 1995
og Francois Mitterrand getur því
gegnt embættinu þangað til.
Annars var það óánægja með
pólitíska stöðnun og fjármála-
hneyksli hjá stjóm og stjóm-
arandstöðu, sem miklu réð í kosn-
ingunum og kom meðal annars
fram í því, að helstu andstæðing-
ar sósíalista, mið- og hægriflokk-
ar, töpuðu líka. Helstu sigurveg-
aramir vom Þjóðarflokkurinn,
öfgaflokkur á hægri væng, og
tveir umhverfisvemdarflokkar.
Fögnuður í Albaníu
MIKILL fógnuður var meðal
flestra Albana þegar ljóst var,
að Lýðræðisflokkurinn hafði unn-
ið stórsigur í þingkosningunum á
sunnudag og bundið þar með
enda á nærri hálfrar aldar stjórn
kommúnista. „Við kveðjum nú
kommúnismann í eitt skipti fyrir
öll,“ sagði Sali Berisha, formaður
Lýðræðisflokksins, en flokkurinn
hlaut um 70% atkvæða. Mikið
verk bíður nýrra stjómenda í Al-
lags á aðild að verkalýðsfélögum
hér á landi meðal annars, en sér-
fræðinefndin taldi hana ekki í
samræmi við félagssáttmála Evr-
ópuráðsins sem ísland hefur stað-
fest. Ferðin tók innan við sólar-
hring vegna þeirra viðræðna sem
standa yfir um kjarasamninga og
tókst vel að sögn forseta ASÍ.
Athugað með sölu á hlut
ríkisins í þremur
hlutafélögum
Einkavæðingamefnd ríkis-
stjómarinnar hefur óskað eftir til-
boðum fimm verðbréfafyrirtækja
í að annast sölu á hlutabréfum
ríkisins í Ferðaskrifstofu ríkisins,
prentsmiðjunni Gutenberg og
Jarðborunum. Áætlað heildarsölu-
vermæti hluta§árins er 170-190
milljónir króna.
GATT-samningur gæti
lækkað búvöruverð um allt
að 25%
Verð á landbúnaðarvörum sem
falla undir drögin að samkomulag-
inu um GATT gæti lækkað um
8-25%, allt eftir því hvaða túlkun
verður ofan á þegar kemur að því
að framkvæma samninginn. Þetta
era niðurstöður úttektar Hag-
fræðistofnunar Háskóla íslands
sem hún hefur gert fyrir Neyt-
endafélag höfuðborgarsvæðisins.
Tillögur um skattlagningu
eignatekna
Skattfrelsi vaxtatekna verður
afnumið og tekin upp samræmd
skattheimta á öllum eignatekjum
ef tillögur nefndar sem fjármála-
ráðherra hefur skipað ná fram að
ganga. Á móti á að fella niður
sérstakan skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði og lækka
eignaskatta verulega.
baníu enda var landið algjörlega
einangrað um langt skeið og þar
er fátækt mest í Evrópu.
Stórhættuleg kjarnorkuver
BILUN varð í rússneska kjam-
orkuverinu Sosnovíj Bor fyrir
sunnan Pétursborg og komst
geislavirkt joðgas út í andrúms-
loftið. Sló óhug á marga þegar
þetta fréttist en mengunin reynd-
ist þó minni en óttast var. Athygl-
in hefur samt aftur beinst að
ástandi kjamorkuvera í samveld-
isríkjunum og yfirmaður al-
mannavama í Rússlandi lét hafa
eftir sér, að kjarnorkuverin væru
eins og tímasprengja, sem gæti .
sprungið þá og þegar. Vegna
lágra launa og annarrar óreiðu
hafa þau misst mikið af sérhæfðu
starfsfólki og auk þess er mikill
varahlutaskortur.
Hernaður Tyrkja gegn
Kúrdum
KÚRDAR í Austur- og Suð-
austur-Tyrklandi hafa verið í
uppreisnarhug að undanfömu og
hafa að minnstá kosti á annað
hundrað manns fallið í átökum
við tyrkneska hermenn. Hefur
tyrkneska stjómin verið sökuð
um harðýðgi gegn óbreyttum
borguram og erlent hjálparsveita-
fólk se'gir, að árásir tyrkneska
flughersins á „skæruliðabúðir" í
írak hafi í raun verið árásir á
konur og böm og aðra óbreytta
borgara. Á fimmtudag ákvað
þýska stjórnin að stöðva vopna-
sendingar til Tyrklands vegna
grunar um, að þýsk vopn hefðu
verið notuð í herförinni á hendur
Kúrdum. Segja þýskir embættis-
menn, að Tyrkir hafi viðurkennt
þetta við þá þótt þeir neiti því
enn opinberlega. Hefur Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra Þýskalands, beðið Portúg-
ali, sem eru í forsvari fyrir Evr-
ópubandalaginu, að mótmæla
aðförinni gegn Kúrdum fyrir þess
hönd og hann ætlar að taka mál-
ið upp hjá RÖSE, Ráðstefnunni
um öryggi og samvinnu í Evrópu.
Hægt miðar í austri og for-
tíðardraugar ríða húsum
Helmut Kohl Þýskalandskanslara ákaft fagnað í fyrstu opinberu
ferð sinni um austurhluta Þýskalands. Bjartsýnisspár um endur-
reisn austurhlutans hafa ekki ræst, fjárveitingar í því skyni verða
ekki auknar og ýmsum þykir sýnt að kanslarinn eigi í vök að veij-
ast á næstunni.
ÞAÐ hefur verið fróðlegt að
fylgjast með þýskum málefnum
síðan járntjaldið var rofið og
sameining hinna beggja hluta
landsins varð að veruleika á ný.
Fyrstu Trabantarnir fóru að
sjást á vestur-þýskum hrað-
brautum haustið 1989 á leið inn
í vestræna framtíðardrauma.
Fjölmargir Austur-Þjóðveijar
hafa síðan flutt búferlum vestur
á bóginn og margir þeirra hafa
nú sagt skilið við Trabantinn og
eru jafnvel búnir að kaupa sér
Mercedes Benz. Þetta á ekki síst
við um þá sem sest hafa að í
Bæjaraiandi, þar sem fremur
auðveldlega hefur gengið að fá
atvinnu. En í austurhlutanum
hefur allt gengið hægar. Ekki
hefur ræst sú spá hinna bjart-
sýnustu að skamman tíma tæki
að lyfta efnahagnum þar upp á
sambærilegt stig og er í „gömlu
sambandslöndunum“.
Helmut Kohl kanslari skýrði frá
því í síðustu viku að ríkissjóður
Þýskalands gæti ekki staðið undir
því að fjárveitingar til uppbygging-
ar í austurhlutanum yrðu auknar.
Áætlað hafði verið að kostnaðurinn
vegna endurreisnar í austurhlutan-
um yrði 130 milljarðar marka í
fimm ár en nú hallast menn að
því að hann verði 190 milljarðar
marka á ári fram til aldamóta.
Atvinnuleysi er gífurlegt fyrir
austan (17% á móti 6% fyrir vest-
an) og illa hefur gengið að fá vest-
ræn fyrirtæki til að fjárfesta í
austurhlutanum. Þá hefur gengið
hægt að koma sjálfsagðri þjónustu
í eðlilegt horf. Þannig vakti það
nokkra athygli þegar nýbakaður
ólympíumeistari á vetrarólympíu-
leikunum í Frakklandi, búsettur í
austurhluta Berlínar, sagðist í
sjónvarpsviðtali ekki hafa getað
hringt í neinn sinna nánustu því
enginn þeirra hefði síma.
Uppgjör við fortíðina
Ofan á annað (t.d. hinn uppsafn-
aða mengunarvanda, fjársvikamál
kommúnistaflokksins, stuðning
fyrri valdhafa við vestræna hryðju-
verkamenn og skipulögð morð, t.d.
á brottfluttu
íþróttafólki) bæt-
ist svo sá innri
vandi sem fólkið
í austurhlutanum
þarf að horfast í
augu við, en hann
er uppgjör við
fortíðina. Hér er
fyrst og fremst um að ræða pers-
ónunjósnir sem voru daglegt brauð
í tíð fyrra stjómarforms. Eins og
kunnugt er hefur nú verið veittur
takmarkaður aðgangur að leyni-
skjölum um þessar njósnir, þannig
að fómarlömbin mega kynna sér
þau skjöl sem snerta þau sjálf.
Margt hrikalegt hefur þar komið
í ljós. „Nánustu vinir" hafa verið
afhjúpaðir sem njósnarar. Sem
slíkir koma jafnvel þekktir lista-
menn við sögu og aðrir auðvitað
sem fórnarlömb. Og læknar hafa
gert sig seka um að hafa reynt
að bijóta niður „varasama" og
„þijóska“ samborgara sína með
mannskemmandi „lækningameð-
ferð“. Rainer Eppelmann, sem nú
er þingmaður kristilegra demó-
krata í Bonn, er dæmi um mann
sem mikið mótlæti mátti þola en
aldrei lét bugast. Hann er nú ný-
kjörinn formaður nefndar sem á
að komast að niðurstöðu um hvern-
ig best sé að vinna úr þessari erfiðu
fortíð. Þeir sem hafa orðið uppvís-
ir að eða liggja undir sterkum grun
um að hafa tekið þátt i samstarfi
við öryggisþjónustu austur-þýska
ríkisins (Stasi) hafa ekki átt sjö
dagana sæla. Fjölmargir háttsettir
stjórnmálamenn, þ.á.m. tveir for-
sætisráðherrar sambandsfylkja í
austurhlutanum (Gerd Gies í Sach-
sen-Anhalt og Josef Duchac i
Túringen), hafa orðið að segja af
sér á síðustu mánuðum. Einn þing-
maður í Bonn, Gerhard Riege, fyr-
irfór sér um miðjan febrúar sl.
þegar böndin tóku að berast að
honum.
Fyrrverandi forsætisráðherra í
millibilsstjóm Austur-Þýskalands,
kristilegi demó-
kratinn Lothar de
Maziére, neydd-
ist ekki alls fyrir
löngu til að segja
af sér þing-
mennsku í Bonn
og draga sig al-
veg í hlé frá opin-
beram störfum vegna þráláts orð-
róms um að hafa starfað fyrir
Stasi. Og nú er mjög vegið að for-
sætisráðherranum í fylkinu
Brandenburg, jafnaðarmanninum
Manfred Stolpe, fyrir svipaðar sak-
ir. Stolpe hefur varist fimlega;
hann viðurkennir að hafa átt fundi
reglulega með Stasi en kveðst
aldrei hafa valdið neinum manni
skaða, heldur hafi hann þvert á
móti reynt að gera fólki lífíð bæri-
legra innan þess kerfis sem það
bjó við. Stolpe starfaði innan vé-
banda lútersku kirkjunnar, og nú
hefur komið í ljós að þrátt fyrir
samstarf hans við Stasi var honum
ekki treyst betur en svo að menn
voru gerðir út til að njósna um
hann.
Stolpe þorir að fara eigin leiðir
og hefur t.d. nýlega gengið þvert
á vilja flokkstjómar jafnað-
armanna og greitt atkvæði með
ríkisstjórn kristilegra og fijáls-
lyndra (stjóm Kohls kanslara) af
því hann taldi sig þannig þjóna
betur hagsmunum manna í aust-
urhluta landsins. En pólitísk fram-
tíð hans er enn í mikilli óvissu.
Sérstök þingnefnd í Brandenburg
hefur nú verið skipuð til að rann-
saka fortíð hans. Vissulega á
Stolpe samúð margra. Menn segja
sem svo að hann hafi eins og fleiri
neyðst til að dansa með í því and-
rúmslofti sem þarna ríkti í 40 ár
en jafnframt lagt sig fram um að
bæta það. Ef leggja eigi slíka
menn í einelti verði enginn endir
á hinum þýska harmleik. Stolpe
er nú einn eftir þeirra forsætisráð-
herra fylkjanna í austurhlutanum
sem til urðu við sameininguna
1990. Auk hinna tveggja sem get-
ið var að ofan neyddist forsætis-
ráðherra Meckelnburg-Vorpomm-
em, Alfred Gomolka, til að segja
af sér um síðustu helgi í kjölfar
sölu hinna miklu skipasmíðastöðva
við Eystrasalt til einkaaðila sem
menn óttast að hafi í för með sér
fjöldauppsagnir starfsmanna.
Vesturförum bættur
eignamissir
Enn eitt mál er mjög til umræðu
um þessar mundir en það er hvern-
ig fara eigi með þær eignir í
austurhluta Þýskalands sem
vesturfarar neyddust til að skilja
við. Stundum fengu þeir brottfar-
arleyfi með því skilyrði að þeir
seldu húseign sína fyrir smáræði.
Þáverandi stjóm ráðstafaði þess-
um eignum síðan að geðþótta.
Sumar þeirra hafa allt frá stríðs-
lokum verið í höndum annarra en
hinna „réttu“ eigenda. Enn er
stefnan sú að þær verði fengnar
aftur í hendur fyrri eigendum, en
slíkt mun valda ómældum sárind-
um, því þeir sem þar búa nú telja
sig hafa komist yfir þær löglega.
Sláandi dæmi um alvöru þessa
máls er að bæjarfulltrúi í Bemau
í Brandenburg, Detlev Dalk, svipti
sig lífi í byijun þessa mánaðar
þegar hann þóttist sjá fram á að
hann mundi missa „húseign" sína
í hendur fyrri „eigendum". Raddir
verða nú æ háværari um að frem-
ur beri að borga fyrri eigendum
bætur en afhenda þeim (eða af-
komendum þeirra) sitt gamla hús-
næði.
BAKSVID
Baldur HafstaA
skrifar frá Þýskalandi