Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 í sinn eigin vasa. Ef ferðamenn í verslunarleiðangri eru svo lánsamir að hitta rétta fólkið, geta þeir hins vegar mútað tollþjónunum til að sleppa því að skoða farangurinn. En það er alveg sama hvert mað- ur snýr sér í Prag, alls staðar þarf að borga mútur. Þótt komið sé á veitingastað þar sem maður hefur .pantað borð fyrirfram, veigra þeir sér ekki við að halda því fram að svo sé ekki — þar til þeim eru réttir peningar í eigin vasa. Á diskótekum fær fólk ekki aðgang og er sagt að allt sé fullt þangað til maður réttir þeim peninga í eigin vasa. Á meðan útlendingar kaupa upp fyrirtæki til að græða á ferðamönnum, reita Tékkar fáeinar krónur af þeim sömu. Innræting þeirra seinustu áratugina býður þeim hreinlega ekki upp á að hugsa í stærri einingum en skipti- mynt. Þeir hugsa greinilega ekki stórt eða langt — aðeins til næstu máltíðar. Það er ljóst að á meðan hópar af „bisness“-fólki flæðir inn í landið til að græða á þeim 60 milljón ferðamönnum sem áætlað er að heimsæki Prag í sumar — og verða ógeðslega ríkir — munu Tékkar sjálfir aðéins hirða molana sem falla af borðum þeirra. Það er nefnilega svo að hótel og veitingahús selja á Vesturlandaverði, en kaupa inn á tékknesku verðlagi. Og Tékkar sjálf- ir eru alltof fátækir til að sækja þá staði sem er verið að selja ferða- mönnum. Þeir vita því minnst sjálfir hvað er að gerast í landi þeirra. MANNLÍF Eitt af því fyrsta sem ferðamenn taka eftir, þegar komið er til Prag að kvöldlagi, er að götur og gang- stéttir eru yfirfullar af unglings- stúlkum sem ætla að fá sinn skerf af gjaldeyri erlendra gesta með því að stunda vændi. Það eru götumellur alls staðar. En þau viðskipti eru víð- tækari en svo að gatan rúmi þau, því hótelin í borginni bjóða upp á slíka þjónustu. Á vegum þeirra eru starfandi kvennahópar, sem eru á föstum samningi hjá hótelunum og Tékkar segja stoltir frá því að þær stúlkur fari aldrei út á götu. Eða eins og einn maður sagði við mig: „Þær eru meira svona fylgikonur. Hingað koma svo margir „bisness“- menn sem vilja ekki fara einir út að borða. Þá sér hóteíið þeim fyrir fylgikonu. Þessar stúlkur eru bara í ævintýraleit. Þær fá að koma inn á staði sem Tékkar hafa ekki efni á; staði sem þær gætu aldrei annars látið sig dreyma um að koma inn á.“ Vændi virðist vera atvinnugrein sem Tékkum þykir sjálfsögð og auk fyrrgreindra staða sér maður barn- ungar vændiskonur á börum og diskótekum. Alls staðar þar sem útlendingar með peninga geta hugs- anlega verið. En ekki veit ég hvort Tékkar gera sér grein fyrir því að í öllu þessu frjálsræði er dökk hlið sem gæti orðið að stóru vandamáli með tímanum; eiturlyfjasala. Annað- hvort virðast yfii-völd ekki gera sér grein fyrir því að allt það versta frá Vesturlöndum ryðst yfir þjóð þeirra, eða þau líta algerlega framhjá því. Það eru ekki harðari reglur, eða við- urlög, við eiturlyfjasölu og neyslu í eftir Súsönnu Svavarsdóttur Allir eiga sér drauma. Drauma um betra líf, drauma um meiri gleði, meiri birtu, meiri glæsileik — og sumir eiga sér draum um það sem einu sinni var... Þegar íbúar í Prag eru spurðir hvernig þeir sjá framtíðina fyrir sér, horfa þeir á mann þessu ískalda austurblokkaraugnaráði og segja: „Prag á aftur að verða menning- armiðja Evrópu. Prag á aftur að verða að París Austur-Evrópu. Prag verður miðstöð menningar og lista í heiminum." Tónninn í röddinni er skýrslukenndur og maður veit ekki hvort sá sem mælirtrúir þessu sjálfur. Fyrir þann sem kemur sem gestur til Prag er þessi framtíðarsýn nánast óraunhæfur draumur eða sjónhverfing, til að hann taki ekki eftir niðurníðslunni, lágkúrunni, drull- unni og járnbentu kerfinu sem umlykur hann. Annars staðar í borginni, bak við lása og slár og gler og öryggiskerfi í höllum, köstul- um, kirkjum og klaustrum, standa svo ómet- anlegir dýrgripir, erlendum gestum til skemmtunar. rag er tvær borgir. Annars vegar borg innfæddra, hins vegar borg útlend- inga. Og þess- ar tvær borgir snertast varla; ekki nema að því leyti að innfæddir selja nánast hvaða þjónustu sem er til útlendinganna. Og það er mikið ' af útlendingum í Prag; á kaffíhúsum, börum, veitingahúsum, diskótekum, jassklúbbum og næturklúbbum. Þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir séu í Prag segjast þeir gjarnan vera í fasteignaviðskiptum; frá Aust- urríki, Sviss, Þýskalandi, Frakk- landi, Spáni, Portúgal og Italíu. Og það er alveg öruggt að fyrir fólk með þokkalegt lausafé er Tékkósló- vakía algert gósenland. Framfarir og breytingar Þegar Havel kom til valda byijaði hann á því að boða stórfelldar breyt- ingar. Þær fjölskyldur sem misst höfðu fyrirtæki sín í hendurnar á kommúnísku kerfinu skyldu fá þau- aftur. Önnur fyrirtæki skyldu gerð að almenningshlutafélögum og þeg- ar var hafist handa við að útbúa hlutabréf sem fólk getur keypt fyrir um eitt þúsund kórónur (um 2.000 krónur). Lengi vel voru Tékkar treg- ir til að kaupa hlutabréfin, vegna þess að þeim þótti sérkennilegt að eiga að borga fyrir það sem þeir héldu að þeir ættu þá þegar — því ' samkvæmt þeirra skilningi voru öll fyrirtæki og allar stofnanir í landinu sameign þegnanna. En annað kom til. Vegna reynslu sinnar treystu Tékkar ekki tilboði — eða loforði — stjórnvalda um að hlutabréfin væru einhvefs virði. Pappírar upp á fram- tíðina eru einskis virði hjá þessari þjóð. Þá var brugðið á það ráð að gera samninga um ' hlutabréfin, þannig að þegar handhafi þeirra hefur átt þau í eitt ár ræður hann hvort hann á hlutaféð áfram eða selur hlutabréfið fyrir tífalda þá upphæð sem hann keypti á. Þá fóru Tékkar að taka við sér og í dag er hæg, en jöfn, sala á hlutabréfum í almenningsfyrirtækjum. Stjórn Havels setti eina reglu: Aðeins Tékkar mega kaupa þessi hlutabréf, sama hvort um er að ræða verksmiðju, verslun, veitinga- hús, hótel eða eitthvað annað. En það hefur reynst erfitt að fylgja þessari reglu. Auk tortryggninnar sem ríkir meðal fólks er almenning- ur í .Tékkóslóvakíu ákaflega fátækur (meðallaun þar eru um 6.000 ís- lenskar krónur á mánuði). Hins veg- ar er stöðugur straumur útlendinga inn í landið, sem mútar þessum fá- tæka lýð til að kaupa fyrir sig hlut- afé. Ungur maður sem ég hitti í Prag sagði mér frá einu dæmi, þar sem hópur Tékka hafði tekið sig saman til að kaupa eitt hótelið í borginni fyrir eina milljón kóróna. Hópurinn gerði tilboð en hafði varla lokið við það þegar haft var sam- band við hann og honum boðið að draga sig til baka fyrir tuttugu þús- und kórónur. Hópurinn neitaði og var þá tjáð að hann yrði yfirboðinn — eða hvort hann réði við að fá til- boð á móti sér upp á tvær milljónir? Það gerði hann ekki, tók við tuttugu þúsundunum og hinn aðilinn fékk hótelið fyrir eina milljón. Þegar ég spurði manninn hveijir hefðu keypt svaraði hann: „Mafían. Hún er svo ótrúlega sterk hérna.“ Við hér á Vesturlöndum virðumst hafa mikla trú á umbótum og breyt- ingum Havels, en það sama er ekki að heyra á almenningi í Prag. Þar heldur fólk þvi blákalt fram að Hav- el hafi engin völd; hann og stjórn hans sitji bara í forsvari út á við og sjái um að myndin sem snýr að Vesturlöndum sé sem best. Einn maður sem ég hitti sagði: „Allir gömlu kommarnir sitja ennþá í kerf- inu og þeir sjá svo sannarlega til þess að ekkert breytist hér. Þeir kunna kerfið eins og það var og þeir kunna að halda því þannig. Havel er hugsjónamaður og hann vill virkilega breyta þjóðskipulaginu og hugmyndir hans eru eins og draumur, en því miður er kerfið milli hans og þjóðarinnar og þar fer ekkert í gegn. Þar eru hin raunveru- legu völd.“ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Eins og önnur austantjaldslönd hefur Tékkóslóvakía það orð á sér að þar sé ekkert hægt að versla. En það er liðin tíð. Það er nánast allt til í Prag sem hugurinn girnist; föt, skór, skartgripir, framleitt í Tékkóslóvakíu eða flutt inn — og landið er eitt allsheijar fríhafnar- svæði. Sem dæmi má nefna að skór samkvæmt nýjustu tísku kosta um 800 krónur íslenskar. Hér borgum við um 6.000 krónur fyrir sama parið. En það má aðeins taka verð- mæti fyrir um eitt þúsund krónur íslenskar út úr landinu. Sú regla var sett til að Þjóðveijar geti ekki versl- að ódýrt hjá þeim — því Þjóðveija- hatrið er gegndarlaust. En ef fólk ætlar til Tékkóslóvakíu að versla er eins gott að það hafi góð sambönd við tollverði þar, því þótt ekki séu til neinar reglugerðir um tolla, setja þeir upp það verð sem þeim sýnist — allt að 200% toll við landamærin, eða í flughöfninni — og stinga því ( ( ( ( ( ( i ( i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.