Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 VERDDÆMI og Dagleið á fjöllum. Þær eyjar sem listakonan sér fyrir sér eru fjöllin sem rísa úr svörtum sandinum; þær dagleiðir sem ber fyrir augu eru þessi sömu fjöll, sem rísa hvert upp af öðru, þannig að alltaf er önnur dagleið framundan. En þessi viðfangsefni eru tilvís- anir en ekki staðarlýsingar. Stund- um eru þetta svipir landsins og þess einstaka litaspils sem þar er að finna, eins og sést í myndinni „Kvöldsól 3 (nr. 29), en í öðrum tilvikum er á ferðinni fullkomlega óhlutbundin úrvinnsla þess fjöl- breytileika sem víða er að finna á ólíklegustu stöðum, t.d. í jökulbrot- um (sbr. nr. 3 og 45). í myndunum nær listakonan einnig að láta tauma krossviðarins vinna skemmtilega með formunum, þannig að hin lá- réttu eða lóðréttu áhrif magnast upp á tilætlaðan hátt. Þetta er vel heppnuð sýning frá hendi Hafdísar; henni hefur tekist vel til við úrvinnslu formanna og litasamspilið er einnig eftirtektar- vert. Hinir fjölbreyttu bláu og steingráu litir minna sterkt á auðn- ina hið efra, og fínlegur blæbrigða- munur er oft nóg til að vísa til ólíkra tíma, dags og nætur, sumars og vetrar. Þetta tekst þeim einum sem hefur næma tilfínningu fyrir þeirri upplifun sem íslenska eyði- mörkin býður upp á. Sýning Hafdísar Ólafsdóttur í Norræna húsinu stendur til sunnu- dagsins 5. apríl, og er rétt að hvetja listunnendur til að skoða þessa sýn- ingu. ur Hins ís- lenska náttúru- Fræðslufund- fræðifélags ÞRIÐJI fræðslufundur HÍN á þessu ári verður haldinn mánu- daginn 30. mars kl. 20.30. Fund- urinn verður að veiyu haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum heldur dr. Karl Gunnarsson erindi sem hann nefnir: Þarinn í Breiðafirði., I fyrirlestrinum ætlar Karl að greina frá rannsóknum sínum á þaragróðri í Breiðafirði og er þar um mjög mikið brautryðjendastarf að ræða. Hann hefur kafað mikið við rannsóknir og mun sýna neðan- sjávarmyndir af lífríkinu þar. í Breiðafirði eru tvö ólík afbrigði af hrossaþara og eitt af stórþara, sem mótast af brimasemi og straumum. Vöxtur beggja tegundanna er árs- tíðabundinn með hámarki í byrjun sumars. Hann er fjölær og nær stór- þarinn meira en 20 ára aldri og hrossaþarinn lifir yfir 10 ár. Vaxt- arhraði og stærð fullorðinna plantna er mun meiri á Breiðafirði en þekkist annars staðar. Blöðkurn- ar á þaranum endurnýjast á hverju ári og er framleiðni hans mjög há. (Fréttatilkynning) Samtök her- stöðvaandstæð- inga 20 ára DAGSKRÁ verður á Hótel Borg mánudaginn 30. mars kl. 20.30 á vegum Samtaka herstöðvaand- stæðinga í tiléfni þess að í ár eru samtökin 20 ára. Á dagskrá verður upplestur úr verkum Fríðu Á. Sigurðardóttur, ávarp Nikulás Ægissonar, háskóla- nema í Keflavík, Sigrún Björnsdótt- ir syngur Brecht-söngva við undir- ieik Ragnars Björnssonar, ávarp Þorgríms Starra Björgvinssonar bónda, söngur Kristjáns Kristjáns- sonar og Þorleifs Guðjónssonar, sýnt verður atriði úr Sölku Völku flutt af nemendum úr Menntaskól- anum í Reykjavík og ávarp Sigvalda Ásgeirssonar skógfræðings. Fund- arstjóri verður Bergljót Kristjáns- dóttir kennari. (Fréttatilkynning) z o o co (/) < o _) o X •X. œ 3 cc Q_j < z. LU SKEIFAN |mylla| hagkaup MIKLUBRAUT Nú er buid að opna stórskemmtilega sérverslun með baðvörur, flísar og hreinlætistæki. þar eru aðeins seldar fyrsta flokks vörur en á, alveg frábæru verði. í tilefni af opnuninni er 15 % afsláttur af öllum vörum Stálbaðkar 3,5mm 170*75 Verð áður 15.740,- Veggflísar 15 *20 teg. Lilja Verð áður 2.541,- Hitastýrt sturtutæki m/stöng, úðara og barka Verð áður 16.232,- Gólfflísar 30*30 Hvítt salerni m/setu LVj'AI íTl Síl Hcir/rJB Verð nú kr. 1, Verðáður 2.579,- Verð áður 15.077,- Verð nú kr. 1.990,- Verð nú kr. 12.815,- Líttu við og gerðu mjög góð kaup Parma-bad Skeifunni 8 108 Reykjavík Sími 682466 Hafdís Ólafsdóttir IVIyiidllst Eiríkur Por/áksson í Norræna hússins stendur nú yfir sýning á verkum ungrar lista- konu, Hafdísar Ólafsdóttur. Hér eru á ferðinni tréristur, sem Hafdís hefur unnið út frá þeirri náttúru- sýn, sem hún hefur öðlast á ferðum sínum um óbyggðir landsins. Þetta er önnur einkasýning listakonunn- ar, en hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum samsýningum á grafík allt frá 1983, bæði hér á landi og erlendis. Á síðasta áratug má segja að orðið hafi sprenging í þeirri fjöl- breytni, sem boðið hefur verið upp á í grafíkinni. Félagið íslensk grafík, sem nú er rúmlega tvítugt, á ekki minnstan þátt í þeirri þróun hér á landi, en jafnframt hefur íslenskum listunnendum verið boðið upp á fjölbreyttar erlendar grafík- sýningar síðustu ár, t.d. bæði frá Norðurlöndunum og frá Banda- ríkjunum. íslenskir listamenn hafa leitast við að þróa persónuleg vinnu- brögð, og þannig gert grafíkina að mikilvægum þætti íslenskrar mynd- listar. í upphafi síns ferils mun Hafdís hafa fengist við sáldþrykk, en skipti eftir nokkur ár yfir í tréristurnar. Hún vinnur með krossvið, sem hún sagar niður og ristir í, og þrykkir síðan með á pappír. Útkoman er fjölbreytt; hvert verk er sett saman úr mörgum þrykkjum, þar sem litir skína í gegn og vinna saman, og mynda loks vefi og mynstur fyrir augum skoðenda í yfirborði mynd- anna. Tréð nýtur sín oft vel í þeim litum og formum sem listakonan velur myndunum, þannig að oft minna þær frekar á fjölskrúðugan vefnað en hefðbundin grafíkverk. Eins og fyrr segir sækir Hafdís sitt myndefni að mestu inn til há- lendisins, til fjalla, sanda og jökla. Hún vinnur verk sín m.a. í nokkrum myndaflokkum, sem hún gefur nöfn eins og Eyjar, Hausttré, Jökulbrot Hafdís Ólafsdóttir: Dagleið á fjöllum, trérista, 1992. arm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.