Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 31
31 kraftur hennar og andlegt þrek eru ógleymanleg öllum er til þekktu og með þrautseigju sinni og dugnaði ávann hún sér hvarvetna virðingu og aðdáun. Hún stóð á meðan stætt var og miklu, miklu iengur. Að leiðarlokum koma ótal minn- ingar upp í hugann. Við minnumst hennar sem skörulegrar og ósérhlíf- innar stóru systur, sem var sjálf- kjörinn foringi í stórum systkina- hópi. Hún var vinamörg og vinsæl og það var engin lognmolla í kring- um hana. Dugnaður og atorkusemi einkenndu hana, miklu var áorkað og aldrei setið auðum höndum. Árin liðu. Helga fór að heiman til náms og starfa. Lífið lék við hana. Hún giftist, eignaðist tvær dætur og var hamingjusöm eigin- kona og móðir. Hún tók virkan þátt í félagsmálum og voru henni falin fjölmörg trúnaðarstörf á þeim vettvangi. í starfi átti hún einnig velgengni að fagna, enda einkennist allt sem hún tók sér fyrir hendur af ákveðni og skapfestu, samfara trúmennsku og samviskusemi. Vinahópurinn var stór og Helga naut þess að rækta vináttu og hlúa að ættartengslum. En þegar allt lék í lyndi, féll höggið. Helga greindist með krabbamein og þrátt fyrir hetjulega baráttu varð hún að lok- um að lúta í lægra haldi og er nú öll. í veikindum Helgu kom berlega í ljós hve góða vini og félaga hún átti. Við systkinin og foreldrar okk- ar viljum senda innilegar þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu henni hlýhug og vináttu þegar mest á reyndi og gerðu hennar baráttu að sinni. Einnig þökkum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins og deildar 11E á Landspít- ala fyrir kærleiksríka og nærgætna umönnun. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við Karli Harrý, mági okkar, og dætrunum Lóu og Hönnu Lillý, en þau veittu Helgu alla tíð mikinn stuðning og styrk og um- vöfðu hana kærleika og ástríki allt til hinstu stundar. Hafi elskuleg systir okkar þökk fyrir samfylgdina. Systkinin. Síðdegis sunnudaginn 15. mars barst mér fregnin um lát Helgu Kristínar Möller. Þrátt fyrir að hafa vitað að hveiju stefndi varð mér mikið um. Vissulega er dauðinn óumflýjanlegur fylginautur lífsins, samt getur verið erfitt að sætta sig við hann. Alit frá því ég kynntist Helgu fyrst fyrir 34 árum fannst mér hún ímynd lífskrafts og atorku sem virtist ótæmandi. Við sáumst fyrst er við hófum nám við Menntaskólann á Akureyri og þar vorum við samtíða í fjóra minnisstæða vetur. Mörg okkar komu langt að og bjuggu í heima- vistinni sem varð okkar annað heim- iii. Við slíkar aðstæður verða kynnin með öðrum hætti og vináttuböndin sterkari. Við sátum aldrei í sama bekk en það var ekki hægt að kom- ast hjá að veita röskri og fijálslegri framkomu Helgu strax athygli og ekki dró þar úr klingjandi hlátur hennar sem engan lét ósnertan. Minningarnar streyma fram ein af annarri. Minningar um glaðar stundir við skemmtan, útivist eða spjall á síðkvöldum. En stundum dró ský fyrir sólu. Þá hafði Helga þann sérstaka eiginleika að mörgum vina hennar þótti betra að leita til hennar en annarra méð sín vandkvæði. Henni var treystandi. Hún bara var þannig. Hvort sem um var að ræða að vekja á kvennavistinni á morgn- ana eins og hún gerði í mörg ár eða hvernig hægt væri að ná athygli einhverrar eða einhvers sem hugur- inn snerist um. Þetta átti ekki síður við um okkur strákana vini hennar en vinkonur. Vinátta hennar var traust og gjöful. Síðar, eftir að leiðir skildu og við dreifðumst í ýmsar áttir, varð Helga sjálfsagður drifkraftur við að koma á bekkjarkvöldum eða við að skipu- leggja afmælishátíðahöld fyrir stúd- entsárganginn okkar frá 1962. Okk- ur fannst sjálfsagt að leita til henn- ar um flestar slíkar framkvæmdir. Ekki svo að skilja að hún tranaði sér fram til þeirra hluta, síður en svo. Henni var einfaldlega treyst til að koma hlutunum í verk með dugn- aði sínum og drifkrafti. Sama varð MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR SUNNHDAGUR 2þ. MARZ.1992 uppi á teningnum síðar bæði í starfi og félagsstörfum þar sem hún sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum. Ein af minningamyndunum frá skólaárunum er mynd af Helgu að ptjóna um leið og hún skrafaði við okkur. Hún vildi nota tímann. Því hélt hún áfram allt til hins síðasta. Ég votta eiginmanni hennar Karli Harrý Sigurðssyni og dætrum þeirra mína innilegustu samúð og bið guð að gefa þeim styrk í sorginni. Haraldur Finnsson. Sunnudaginn 15. marz andaðist Ilelga Kristín Möller í Landspítalan- um eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, hetjulega baráttu sem hún háði með þeim dugnaði, viljastyrk og reisn sem svo mjög einkenndi hana. Þrátt fyrir að við vissum um nokk- urt skeið að hveiju stefndi kom andl- átsfregnin yfir okkur sem reiðarslag. Við eigum erfitt með að sætta okkur við að góður vinur og starfsfélagi, í blóma lífsins, falli frá. Við erum harmi slegin en huggun okkur við minningarnar sem eru margar og góðar. Helga Kristín var Siglfirðingur, elst sex barna þeirra hjóna Helenu Sigtryggsdóttur og Jóhanns G. Möll- ers. Hún ólst upp á Siglufirði, fór í MA og tók stúdentspróf 1962. Árið 1968 tók hún kennarapróf og hóf sama ár kennslu í Digranes- skóla í Kópavogi. Kennsla varð hennar ævistarf og skólinn hennar var Digranesskóli. Það var mikið lán fyrir nýjan skóla sem var að mótast að fá Helgu til starfa. Digranesskóli var stofnaður 1964 og undir stjórn skólastjórans Jóns H. Guðmundssonar, var gott og harðsnúið kennaralið sem vann og lagði grunn að því góða starfi sem þar hefur verið unnið. Þáttur Helgu er þar mikill. Helga reyndist afburðakennari, kappsöm og metnaðarfull fyrir hönd sinna nemenda og vildi veg þeirra og skólans sem mestan. Það þóttu forréttindi að eiga barn í bekk hjá Helgu. Við vitum að nemendur henn- ar og foreldrar þeirra minnast henn- ar með hlýhug og þakklæti. Árið 1976 nam Helga skólasagn- fræði í Kaupmannahöfn og árið eft- ir varð hún skólasafnskennari skól- ans og hóf uppbyggingu skólasafns- ins. Á skömmum tíma tókst henni við erfiðar aðstæður að byggja upp ágætt safn sem gegnt hefur því hlut- verki að vera eitt af meginhjálapar- tækjunum í skólastarfinu. Hún bryddaði oft upp á nýjungum sem stuðluðu að fjölbreyttu og skapandi starfi. Það var gott að leita til Helgu á safninu, sama hvort beðið var um bók eða ráð. Hún var hollráð. Við eigum dýrmætar minningar um samstarfið og samveruna. Upp í hugann koma ánægjustundirnar á kennarastofunni þar sem Helga átti sitt sæti miðsvæðis, heitar umræður um jafnrétti kynjanna eða kvenrétt- indamál sem henni voru hugleikin eða umræður um stjórnmál. Hún var jafnaðarmaður og starfaði í Alþýðu- flokknum. Þeir sem minna máttu sín áttu málsvara þar sem hún var. Við tninnumst líka árshátíðanna okkar þar sem hún var hrókur alls fagnað- ar og lét samkomuna gjarnan syngja „Nallann". Nú að leiðarlokum þakkar skólinn Helgu frábært starf. Við samstarfs- menn þökkum fyrir samstarfið og fyrir að hafa átt hana að sem vin og félaga. Við sendum eiginmanni, Karli Harry, og dætrunum, Helenu Þuríði og Hönnu Lilly, foreldrum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau i sorg- inni. F.h. samstarfsfólks, Sveinn Jóhannsson. Þú fœrð ríflegan skattafslátt og ríkulega raunávöxtun á Sparíleið 5 Reglubundinn sparnaöur meö þríþœtt hlutverk Sparileiö 5 er tvímœlalaust ein arövænlegasta spamaöarleiöin á fjármagnsmarkaönum. Segja má aö Sparileiö 5 gegni þríþœttu hlutverki. Leiö aö eigin húsnœöi í fyrsta lagi sameinar Sparileiö 5 spamaöarkosti fyrir þá sem hyggja á kaup, endurbœtur eöa byggingu eigin húsnæöis. Leiö aö eigin varasjóöi í ööru lagi er Sparileiö 5 sniöin fyrir þá sem vilja byggja markvisst upp eigin varasjóö fyrir seinni tíma. Þá er einnig vel til fundiö aö sameina fyrirhyggju og skatthagræöingu meö því aö leggja til hliöar reglulega upphæö sem þú getur látiö bömin þín eöa barnabörn njóta góös afsíöar. Leiö til lœkkunar á sköttum í þriöja lagi gefur spamaöur á Sparileiö 5 möguleika á ríflegum skattafslætti sem nemur fjórö- ungi árlegs innleggs á reikninginn. Viö álagningu skatta kemur afslátturinn til lækkunar á tekju- og eignarskatti álagningarársins. Raunávöxtun, lánsréttur og binditími Vextir á Sparileiö 5 eru verötryggöir og miöast viö aö vera hagstœöasta innlánsfonri bankans hverju sinni, sem tryggir stööuga og ríkulega raunávöxtun. Sparileiö 5 er þægileg leiö til lántöku til langs tíma, því í lok binditíma öölast reikningseigandi sjálfkrafa rétt á láni frá íslandsbanka. Lánsupphæö og endur- greiöslutími (lánstími) tekur miö aflengd spamaöartíma svo og upphæö sparnaö- ar. Sparileiö 5 er bundin til þriggja, fimm eöa tíu ára samkvæmt ákveönum reglum. Dæmi um sparnaö og ávöxtun á Sparileiö 5: Þú ræöur sparnaöampphæöinni sem þú leggur fyrir, innan vissra marka, en ídæminu hér aö neöan ergert ráö fyrir aö kr. 10.000 séu lagöar inn mánaöarlega. Verötryggöir vextir eru 7%, þeir reiknast mánaöarlega og eru lagöir viö höfuöstól íárs- lok. Skattafsláttur er 25% og reiknast af heildarinnleggi hvers árs. Sparnabartími 3 ár S ár 10 ár Samtals innlagt 360.000 600.000 1.200.000 Vextir alls 38.165 112.229 511.167 Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000 Samtals vextir og skattafsláttur 128.165 262.229 811.167 Forsendur: Allar tölur eru á föstu verblagi og ávallt er mibab vib ab lagt sé inn í lok hvers mánobar. Meö tilliti til skattafsláttar, verötryggingar og ávöxtunarkjara má þvíhiklaust fullyröa aö Sparileiö 5 sé ein arövœnlegasta spamaöarleiöin á fjármagnsmarkaönum. Allar nánari upplýsingar ásamt leiöarvísi færöu hjá starfsfólki íslandsbanka. Uppsöfnub raunávöxtun 22,83% Lokastaba meb vöxtum 398.165 Lánsréttur 1.000.000 Lánstími 6 ár Samtals til rábstöfunar ab sparnabartíma loknum: 1.398.165 15,97% 712.229 2.000.000 10 ár 2.712.229 10,94% 1.711.167 2.000.000 10 ár 3.711.167

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.