Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 27 Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Einstakt tækifæri Leiða má af líkum að tog- streitan í viðræðum um nýja kjarasamninga snúist um það hvort gera eigi nýja samn- inga með einhveijum láglauna- bótum en engum almennum kaupbreytingum eða semja um smávægilegar almennar kaup- hækkanir. Það sýnir auðvitað hvað samningaviðræður eru komnar nálægt raunveruleik- anum, að menn togast á um þetta en ekki um mun hærri tölur, sem yfirleitt hefur verið venjan í slíkum samningum. Hver eru rökin fyrir því að semja einungis um láglauna- bætur en engar almennar kaup- hækkanir? Þau eru þessi: Við erum í djúpri efnahagskreppu. Atvinnuleysi sækir á í fyrsta sinn í tvo áratugi. Líkur á skjót- um efnahagsbata eru nánast engar. Við getum ekki búizt við verulega auknum sjávarafla, álver er ekki á næsta leiti og umtalsverður efnahagsbati í nálægum löndum, sem gæti haft jákvæð áhrif á okkar stöðu, er ekki sjáanlegur. í fyrsta sinn í áratugi er verð- bólgan að nálgast núllið og er að komast niður fyrir það sem hún er í helztu viðskiptalöndum okkar. Kostir þess að ná verð- bólgunni niður í núll eða nálægt því eru augljósir fyrir atvinnulíf og einstaklinga. í verðtrygging- arkerfi nútímans er það stór- kostlegt hagræði fyrir skuldum vafna þjóð að búa við nánast enga verðbólgu. Beinn peninga- legur ávinningur launþega af því er margfalt meiri en ef sam- ið væri um 1-2% almenna kauphækkun. Líkurnar á því að við náum okkar upp úr efna- hagskreppunni eru mun meiri en ella. Almennar kaupbreytingar upp á 1-2% skipta litlu máli fyrir launþega samanborið við ofangreint. Atvinnuvegirnir í heild eiga ekki fyrir jafnvel svo litlum almennum kaupbreyting- um, þótt einstök fyrirtæki kunni að eiga fyrir þeim. Hætt- an á því að svo smávægilegar kaupbreytingar vindi upp á sig og endi í hærri upphæðum er veruleg. Allt færi það út í verð- lagið og mundi ýta undir aukna verðbólgu. Verkalýðsforingjarnir, sem hafa áhyggjur af því að leggja kjarasamninga á lágum nótum fyrir umbjóðendur sínar, eru ekkert betur staddir með 1-2% kaupbreytingu en enga. Þar að auki er áreiðanlega meiri stuðn- ingur við óbreytta samninga með láglaunabótum en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. For- senda fyrir því er þó sú að laun- þegar sjái umtalsverða lækkun raunvaxta verða þegar í stað. Það er nauðsynlegt fyrir verkalýðsleiðtogana að átta sig á því að með þeim samningum sem nú eru í bígerð eru forystu- menn sjávarútvegs að taka á sig harðar skuldbindingar. Þeir eru í raun og veru að skuld- binda sig til að gera ekki kröfur um breytingar á gengi. í því felst að sjávarútvegurinn verð- ur að leita annarra leiða til að bæta rekstrarstöðu sína. Þess vegna má búast við að atvinnu- greinin heiji á ýmsar þjónustu- greinar um lækkun á margvís- legum þjónustugjöldum. Slíkar lækkanir koma launþegum einnig tií góða með ýmsum hætti. Nú er tækifæri til að gera kjarasamninga sem gætu orðið hinir mikilvægustu í sögu lýð- veldisins. Tii þess að gera slíka samninga þarf kjark, raunsæi og framsýni. 46. UNGT blaðasamtali íslenzka rithöfunda sem sjá djúpt inní samtímann, einsog komizt er að orði, og einungis minnzt á þá höfunda sem tóku marxíska afstöðu til umhverfisins. Hinir sem höfðu rétt fyrir sér og voru látnir gjalda þess alla tíð eiga enn að vera gleymskunni vígðir, þótt boðskapur þeirra hafí verið sannari en blinda hinna og blasir það nú við hveiju mannsbarni. Á n EF ÉG ÆTTI AÐ NEFNA 4 »rithöfunda sem sáu .rétt „inní samtímann" þá voru það Tóm- as og Guðmundur G. Hagalín sem þjáðust aldrei af nejnni pólitískri lágkúru og lýstu kommúnisma í verki svo hárrétt það varla skeikar, ef miðað er við það hvernig nú er komið fyrir kenningunni. Hagalín sá strax ígegnumjcomm- únismann og sagði hug sinn óhrædd- ur í Gróðri og sandfoki, 1943, Tóm- as nokkru síðar og má jafnvel sjá það af kvæðum hans, ekkisízt Að Áshildarmýri í Fljótinu helga, 1950, og Gunnar Gunnarsson uppúr því og kallaði yfir sig sandfokið af vinstri auðninni sem þá var magnað á pólitíska andstæðinga einsog gern- ingahríð. Þegar Gunnar samdi Vest- ræna menningu og kommúnisma 1954 var hún í algleymingi og hann fékk að kenna á henni einsog aðrir sem gældu ekki við gúlagið. A sjötta áratugnum var ekkisízt reynt að minna á skáldið hefði Iesið upp í Þýzkalandi Hitlers, enda voru skáld- verk hans vinsælli þar en íslenzk verk hafa nokkru sinni fyrreðasíðar verið með öðrum þjóðum, að undan- skilinni Heimskringlu í Noregi. Þess- um vinsældum svaraði Gunnar á sinn hátt; hann leitaði eftir persónulegu sambandi við lesendur sína og aðdá- endur í Þýzkalandi og lét ekki póli- tískt andrúm aftra sér. Gunnar Gunnarsson talaði við mig um þenpan tíma og augljóst hann mat mikils áhuga Þjóðveija á nor- ramum arfi sem stóð hjarta hans HELGI spjall næst. Sá sem hafði áhuga á norrænni arf- leifð átti greiða leið að hjarta Gunnars. Engir mátu skáldjð meir á þessum árum en Danir og Þjóðveijar, ekki einusinni íslendingar. Vinsældir hans voru ekkisízt sú uppörvun sem úrslitum réð um samúð Gunnars með þýzku þjóðinni. En hængurinn var sá hún og Hitler voru eitt og hið sama. Það var aftur á móti aldrei uppá teningnum undir ráðstjórn. Stalín var eitt en rússneska þjóðin annað, hvernigsem á því stóð. En Gunnar Gunnarsson galt fyrir afstöðu sína á ógnartímum. Gunnar sagði mér hann hefði gengið á fund Hitlers einsog alkunna er og lýsti því hvernig foringinn tal- aði nánast viðstöðulaust og af mikl- um móði. Gunnar nefndi Finnland eitthvað í upphafi samtalsins og gagnrýndi hernaðarbrölt Þjóðveija þar en Hitler brást þá hinn versti við og taldi hann finnskan rithöfund og réðst hastarlega að honum. Við- staddir reyndu víst að benda foringj- anum á að Gunnar væri ekki finnsk- ur höfundur, heldur íslenzkur. En Hitler anzaði því engu og hlustaði ekki á neitt múður en hélt sínu striki samtalið á enda. Gunnar kom engum vörnum við og fundi þeirra lauk með ósköpum. Að lokum var Gunnari ráðlagt að hverfa frá Þýzkalandi þegar í stað, að öðrum kosti gæti líf hans verið í hættu. Og skáldið kom sér í burt með fyrstu ferð. Og enn vil ég einungis nefna tvo velþekkta rithöfunda, Kristmann Guðmundsson og Guðmund Daníels- son, sem áttu undir högg að sækja vegna andstöðu sinnar við kommún- isma. Svoað ekki sé nú talað um kynslóð okkar sem yngri erum. Oft hefur verið á okkur tekið einsog andófsmönnum og þykist ég hafa reynslu fyrir því hvernig stjórnmál geta breytt fólki í illmenni eða ein- feldninga. Stórskáld einsog Gunnar, Tómas og Hagalín voru oft kallaðir vond skáld vegna stjórnmálaskoðana sinna og ef menn halda sá tími sé liðinn, þá er það rangt. Enn mega borgarlegir höfundar oft sæta slík- um einkunnum — og þá ekkisízt af þeim sem hafa ekki karakter til að horfast í augu við sjálfa sig einsog María Þorsteinsdóttir. Lýðræði gerir miklar kröfur til okkar, ekkisízt blaðamanna og rithöfunda. Við bú- umst aðvísu ekki við neinni endur- fæðingu í herbúðum gamalla marx- ista, en ég tel þau örlög Havels, að þurfa nú að undirrita lög þess efnis að setja gamla kommúnista til hlið- ar, ósamboðin baráttu hans og heið- arleika. En enginn veit sína ævina fyrren öll er. Og það sem menn telja nauðsynlegt í löndum einsog Tékkó- slóvakíu getur verið okkur hér heima með öllu óskiljanlegt. Sem betur fer. Skipuleg aðför að borgaralegum höfundum hefur verið iðkuð hér heima framá þennan dag þótt sum- um heiðarlegum marxistum hafi of- boðið og þeir skorizt úr leik. Heiðar- leiki fer ekki eftir stjórnmálaskoðun- um og sjálfur hef ég kunnað að meta þá marxista sem hafa borið listrænni sköpun og siðmenningu fagurt vitni. Mér er nær að halda þeir njóti sín betur nú en nokkru sinni. Þótt kommúnismi sé nú afhjúpuð og hrunin helstefna er fárið ekki gengið yfir. Samt er batavon. En það er löng leið úr helvíti kommúnis- mans inní tíðindalítið samfélag borg- aralegs lýðræðis sem útaffyrir sig er ekkert himnaríki eða elsku- mamma einsog við vitum. Mark- aðs- og samkeppnisþjóðfélag lýð- ræðisins hæfir ekki öllum.Það er markaðskaldur verpleiki og engin flosmjúk blekking; eða helgimynda- kerfi. En þráttfyrir allt umhverfishlý hugsjón um garðinn sem hver og einn getur ræktað og annazt sjálfum sér tii gleði og guði til dýrðar. Jónas talar um blómgaðan jurtagarð. Það er takmarkið. En það hefur engum tekizt að búa til almennilega paradís nema Múhameð, sagði Árni prófess- or Pálsson. M. (meira næsta sunnudag.) ÞAÐ HEFUR ALLA TÍÐ reynzt afar erfitt að halda uppi 'efnislegum umræðum hér á íslandi um mál, sem vekja upp sterkar tilfinningar á báða bóga. Þetta á við um þjóðmálaumræður bæði fyrr og nú. Áratugum saman voru fylgismenn aðildar íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningsins við Bandaríkin kallaðir landsölumenn. í þorskastríðunum voru þeir sem vildu leita leiða til sátta sakaðir um að sitja á svikráð- um við þjóðina. Þetta eru dæmi úr samtímasögu okkar. En hið sama gerðist fyrr á öldinni. Umræð- urnar um Uppkastið í byijun aldarinnar voru sama marki brenndar og þjóðmála- umræður á fjórða áratugnum voru engum til sóma, sem þátt tók í þeim. Þvert á móti má halda því fram, að þær hafi ver- ið lýsandi dæmi um það, hvernig ekki á að ræða um hagsmunamál þjóðarinnár. Áþekkur.,umræðutónn virðist vera í upp- siglingu í umræðum um fiskveiðistefnuna. Andstæðingar þeirrar stefnu, sem Morg- unblaðið hefur barizt fyrir - og þá skiptir ekki máli, hvar þeir eru i flokki - virðast tregir til að ræða efnislega þá gagnrýni, sem blaðið hefur ,haft uppi á núverandi fiskveiðistefnu, en þeim mun iðnari við að demba yfir Morgunblaðið hvers kyns sví- virðingum og ásökunum, sem þeir geta ekki fært nokkur rök fyrir. Umræðurnar um fiskveiðistefnuna eru einhveijar merkustu þjóðmálaumræður, sem hér hafa farið fram um langan aldur. Þær snerta grundvöll þjóðfélags okkar. Þær fjalla um höfuðatvinnugrein okkar. Þar er tekizt á um meginlínur í uppbygg- ingu samfélagsins, sem eiga eftir að ráða miklu um það, í hvers konar þjóðfélagi íslendingar búa á næstu öld. Ætla mætti, að um svo mikilvægt mál væri hægt að ræða á málefnalegum nótum, takast á um mismunandi hugmyndir og stefnur að sið- aðra manna hætti. Gleymum því ekki, að hér býr þjóð sem er meðal þeirra bezt menntuðu og upplýstu í allri heimsbyggð- inni. A.m.k. stöndum við í þeirri trú. Morgunblaðið mun fyrir sitt leyti leggja áherzlu á málefnalegar umræður um fisk- veiðistefnuna. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að fjalla stöku sinnum um stór- yrði og tilefnislausar ásakanir á hendur blaðinu, úr hvaða átt sem slíkt berst og þess vegna verður ekki undan því vikizt að fjalla um málflutning Útvegsmanna- nefndar Austfjarða. Hér í blaðinu var í gær, föstudag, birt í heild sérstök ályktun stjórnar þeirra samtaka „í tilefni af endur- teknum árásum Morgunblaðsins undan- farnar vikur m.a. í leiðurum blaðsins á Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra". Hér skal látið liggja á milli hluta smáat- riði eins og það, að blaðið var að svara ásökunum ráðherrans en ekki öfugt! Þröngsýni og öfgar um sjávarútveg og sjávar- þorp? í ÁLYKTUN stjórnar Útvegs- mannanefndar Austfjarða segir m.a.: „Þá mótmælir félagið harðlega þeirri helstefnu, sem blaðið heldur uppi gagnvart landsbyggðinni með skrifum sínum um sérstakan auðlindaskatt á landsbyggðina. Skrif leiðarahöfunda Morgunblaðsins ein- kennast af þröngsýni og öfgum um mál- efni og stöðu sjávarútvegsins og sjávar- þorpanna í landinu. Þeir ættu þó að geta bætt sér upp þessa annmarka með því að leita í smiðju til þeirra blaðamanna blaðs- ins, sem hafa haldgóða þekkingu á málefn- um sjávarútvegsins, en fá ekki notið sín vegna ofsafenginna skoðana leiðarahöf- unda. Það hefur sýnt sig, að endurteknar árásir blaðsins á sjávarútveginn og sjávar- þorpin koma í veg fyrir eðlilega umfjöllun um málefni greinarinnar. Öfgafull sjónar- mið leiðarahöfunda hafa smitað frá sér út í fréttaflutning blaðsins. Af þeim sökum getur Morgunblaðið ekki talizt lengur hlut- lægur og trúverðugur fjölmiðill um mál- efni sjávarútvegsins ... Af hveiju fjallar Morgunblaðið ekki um þá erfiðleika, sem sjávarþorpin eiga við að glíma og þyrftu svo sannarlega að fá, þó ekki væri nema brot af þeirri umfjöllun, sem auðlinda- skattsumræðan hefur fengið. Hvernig má það vera, að þessi öflugi fjölmiðill sinnir í engu þeirri umræðu, heldur klifar í sí- fellu um aukinn skatt á landsbyggðina og •i'eynir þannig að skapa sjávarþorpunum enn meiri erfiðleika? Er svo komið, að Morgunblaðið vill eða treystir sér ekki lengur til að horfast í augu við þann raun- veruleika, sem fólkið í sjávarþorpunum býr við? Skýringin á því getur ekki verið önn- ur en sú, að blaðið vill hafa forgöngu um það, að leggja í eyði margar byggðir, sem fólk hefur helgað líf sitt og starfskrafta. Árangur þeirrar niðurrifsstefnu, sem Morgunblaðið hefur tekið að sér að vera málpípa fyrir, sýnir sig í því, að nú þorir enginn lengur að byggja húsnæði í þeim byggðat'Iögum, sem hafa byggt afkomu sína upp í kringum sjávarútveginn.“ Hér er öllu blandað saman i einn hræri- graut, umræðum um fiskveiðistefnu, rekstrarstöðu sjávarútvegs þessa stundina og stöðu landsbyggðarinnar almennt. Kannski má segja, að mönnum sé vorkunn að blanda þessu saman vegna þess að ríkis- stjórnin hefur gert þau grundvallarmistök að fela einni og sömu nefndinni að fjalla um fiskveiðistefnu framtíðarinnar og rekstrarstöðu sjávarútvegsins nú. Það er auðvitað ekkert vit í slíkum vinnubrögðum. Því fer hins vegar fjarri, að Morgunblað- ið hafi í umfjöllun sinni blandað þessum málum saman. Eitt er hvernig menn telja eðlilegt að skipa stjóm fiskveiða í framtíð- inni. Morgunblaðið hefur sett fram ákveð- in sjónarmið í þeim efnum og jafnframt lýst því yfir, að eðlilegt sé að sjávarútveg- urinn fái ákveðinn aðlögunaitíma áður en ný fiskveiðistefna taki gildi, þannig að gjaldtaka vegna aðgangs að fiskimiðunum komi ekki til sögunnar fyrr en síðar á þessum áratug og þá í upphafi í takmörk- uðum mæli en að fullu t.d. um aldamótin. Það er nauðsynlegt að menn átti sig á þessu vegna þess að andmælendur blaðsins tala gjarnan á þann veg, að blaðið mæli með því að það sem þeir kalla skattlagn- ingu á sjávarútveg eigi að hefjast á morg- un. Annað er svo rekstrarstaða sjávarútvegs um þessar mundir. Það er aðkallandi vandamál, sem ekki verður leyst á næstu mánuðum og misserum með nýrri fisk- veiðistefnu, þótt sú framtíðarstefna í fisk- veiðimálum sem Morgunblaðið hefur boðað muni gjörbreyta rekstrargrundvelli sjávar- útvegsins þegar fram líða stundir til hins betra. í sambandi við rekstrarstöðu sjávar- útvegsins nú hafa komið fram tvö megin- sjónarmið. Talsmaður annars er Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sem hóf þær umræður með því að opinbera meðal- talstölur um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í umræðum á Alþingi og virðist vilja leggja þær meðaltalstölur til grundvallar ein- hveijum aðgerðum í þágu sjávarútvegsins. Aðrir eru bersýniiega þeirrar skoðunar, að ekki sé hægt að leggja slík meðaltöl til grundvallar aðgerðum í þágu sjávarút- vegs, heldur verði ekki hjá því komist að einhvers konar uppgjör fari fram innan atvinnugreinarinnar. Talsmenn þessara skoðana má finna innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna beggja. í skrifum um rekstrarstöðu sjávarút- vegsins nú hefur Morgunblaðið frémur hallast að síðarnefnda sjónarmiðinu og varað við því, að byggt verði á meðaltölum um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Það er ekki ný afstaða hjá blaðinu heldur hefur hún komið margsinnis fram á undanförn- um árum. Sá skoðanamunur, sem fram kemur um málið almennt er heldur ekki nýr af nálinni og hefur lengi verið til stað- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. marz ar innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur margsinnis komið fram í öðrum myndum á undanförnum árum. Útvegsmannanefnd Austfjarða hefur að vísu ekki fyrir því að rökstyðja efnislega fullyrðingar sínar um að Morgunblaðið haldi uppi „endurteknum árásum ... á sjáv- arútveginn“, en ef sú ásökun byggist á þessari afstöðu blaðsins til aðkallandi rekstrai'vanda í sjávarútvegi má spyija: Er það skoðun forystumanna sjávarút- vegsfyrirtækja á íslandi, að nauðsynlegt sé að miða aðgerðir í þágu útgerðar við það, að verst settu fyrirtækin í sjávarút- vegi lifi? Er það skoðun stjórnar Útvegs- mannanefndar Austfjarða? Því verður ekki trúað fyrr en það verður sagt ótvírætt og afdráttarlaust, að einkaframtaksmenn í útgerð telji öllu skipta, að halda gjaldþrota fyrirtækjum í sjávarútvegi gangandi. Ef þeir eru hins vegar ekki þeirrar skoðunar, hver er þá ágreiningur Morgunblaðsins og einkaframtaksmanná í útgerð um rekstr- arstöðu sjávanítvegsins nú? Þriðja athugasemdin, sem með góðum vilja má lesa út úr svívirðingum stjórnar Útvegsmannanefndar Austfjarða í garð Morgunblaðsins er sú, að blaðið sé á móti landsbyggðinni og vilji sjá einstakar byggðir fara í eyði! Hvers konar rugl er þetta?! Þótt einungis séu tekin síðustu misseri hefur Morgunblaðið lagt ríka áherzlu á að fjalla um vanda þeirra byggð- arlaga og sjávarplássa, sem staðið hafa frammi fyrir erfiðleikum í atvinnumálum. Blaðamenn Morgunblaðsins hafa farið til allra helztu sjávarplássa sem staðið hafa frammi fyrir slíkum vandamálum og rætt við fólk á þessum stöðum, forystumenn í atvinnumálum, forystumenn sveitarfélaga, forystumenn verkalýðsfélaga og fólkið sjálft, ef svo má að orði komast. Þetta á við um Suðureyri við Súganda- fjörð en Morgunblaðið hefur á undanförn- um misserum fjallað ítarlega um málefni þess byggðarlags. Þetta á við um Patreks- fjörð, þegar vandamálin steðjuðu að þar fyrir nokkrum árum. Þetta á við um Olafs- vík í kjölfar gjaldþrots frystihússins þar. Þetta á við um Vestmannaeyjar vegna margvíslegra vandamála í sjávarútvegi þar. Þetta á við um Seyðisfjörð, þar sem svo sérstaklega háttar til, að fólkið í kaup- staðnum hefur ekki haft næga vinnu vegna þess, að útgerðarmennirnir, handhafar kvótans, hafa ekki talið sér henta að landa fiski að nokkru ráði eða gerðu a.m.k. ekki fyrir allmörgum mánuðum. Stjórn Útvegs- mannanefndar Austfjarða þekkir kannski það vandamál? Hefur hún sent frá sér ályktanir um það? Hveijir voru að leggja Seyðisíjörð í eyði? Var það Morgunblaðið með því að kynna fyrir þjóðinni vandamál Seyðisfjarðar eða voru það kannski kvóta- hafarnir á staðnum? Fyrirspurnin skal ítrekuð: Hefur stjórn Útvegsmannanefnd- ar Austfjarða sent frá sér ályktun um þetta mál? Það er ekki nóg með, að Morgunblaðið hafi með þessum hætti lagt áherzlu á að upplýsa þjóðina um vanda þessara byggð- arlaga heldur hefur blaðið í ritstjórnar- greinum lagt áherzlu á að leggja lið nú- tímalegri afstöðu til uppbyggingar þeirra. í sambandi við vanda Suðureyrar við Súg- andafjörð hefur Morgunblaðið t.d. lýst stuðningi við gerð jarðganga á norðanverð- um Vestfjörðum og sett fram þá skoðun, að kostnað við þau beri að líta á sem fjár- festingu í atvinnulífi, sem muni skila sér með tíð og tíma. Blaðið hefur bent á, að Múlagöngin milli Ólafsfjarðar og Eyja- fjarðar gjörbreyti aðstöðu atvinnufyrir- tækja á þeim slóðum og auðvitað á þessi röksemd við um Austfirði einnig, sem eru að komast á dagskrá í sambandi við gerð jarðganga. Þessi stuðningur við jarðganga- gerð hefur ekki aflað blaðinu vinsælda á suðvesturhorni landsins, þar sem of mikið er um „þröngsýni og öfgar“ í garð lands- byggðarinnar svo að tekið sé að láni orða- lag úr ályktun Útvegsmannanefndar Aust- fjarða, en það á sannanlega ekki við um afstöðu Morgunblaðsins til landsbyggðar- innar. Eins og af framangreindu má sjá fer því fjarri að Morgunblaðið vilji ekki eða treysti sér ekki til að „horfast í augu við þann raunveruleika, sem fólkið í sjávar- þorpunum býr við“, eins og Útvegsmanna- nefnd Austfjarða heldur fram, heldur hef- ur blaðið þvert á móti lagt ríka áherzlu á að knýja þjóðina í heild til þess að horfast í augu við þennan veruleika með mikilli og ítarlegri umfjöllun um þessi vandamál. Stjórn Útvegsmannanefndar Austfjarða ætti fremur að lýsa yfir stuðningi við Morgunblaðið í þessari viðleitni blaðsins en að ráðast á það með ofstopa og dólgs- hætti, eins og gert er í fyrrnefndri ályktun. Rangfærsl- ur um stjórn fiskveiða? í ÁLYKTUN stjórnar Útvegs- mannanefndar Austfjarða segir einnig: „Morgun- blaðið hefur haldið á lofti ýmsum rangfærslum varðandi stjórnun fiskveiða, t.d. að kvótinn sé eign fámenns hóps, sem sé að hafa eitthvað af öðrum landsmönnum. Hið sanna er, að eignaraðild að fyrirtækjum í sjávarútvegi er með ýmsum hætti. Mörg fyrirtækin eru í eigu samvinnufélaga, bæjarfélaga og hlutafélaga með almennri þátttöku íbúa. Vissulega finnast sem betur fer enn sjávar- útvegsfyrirtæki í einkaeign. Það er kald- hæðnislegt, að helzti yfirlýsti málsvari einkaframtaksins í áratugi skuli nú þurfa að nota það sem helztu rök í árás sinni á sjávarútveginn, að þar séu rekin fyrirtæki í einkaeign. í skrifum sínum reynir Moi'g- unblaðið að gera þá tortryggilega sem hafa lifibrauð sitt af sjósókn. Það er ekki almenn skoðun fólks í sjávarútvegi, að því hafi verið afhent einhver ný eign, þótt áfram sé heimiluð sjósókn með hertum skilyrðum. Það hefur aldrei vafizt fyrir fólki í sjávarútvegi, hver ætti fiskimiðin í kringum landið.“ Auðvitað er það i'étt hjá stjórn Útvegs- mannanefndar Austfjarða, að fjölmargir aðilar koma að rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja í mismunandi rekstrarformum. En það skiptir engu máli hvort fyrirtækin, sem eru handhafar kvótans, eru í eign hundrað einstaklinga, þúsund einstaklinga eða jafn- vel tíu þúsund einstaklinga. Kjarni málsins er sá, að fiskurinn í sjónum er eign þjóðar- innar allrar samkvæmt sögulegri hefð og lagasetningu á Alþingi og þá eign er ekki hægt að afhenda hundrað einstaklingum, þúsund einstaklingum eða tíu þúsund ein- staklingum fyrir ekki neitt. Það er auðvit- að hægt að ræða þann möguleika að selja þessum fyrirtækjum auðlindina en hætt er við, að útgerðarmenn væru ekki borgun- armenn fyrir því. Morgunblaðið er, hefur verið og mun verða sterkasti málsvari einkaframtaks í þessu landi. En það einkaframtak sem Morgunblaðið hefur haft kynni af, hefur ekki hingað til farið fram á að fá eitthvað fyrir ekki neitt. Um leið og slíkt gerist er ekki um einkaframtak að ræða heldur ein- staklinga og fyrirtæki, sem hafa leitað á náðir ríkisins um aðstoð við rekstur. Það hefur ekki hingað til verið talið aðals- merki einkarekstrarmanna að hlaupa und ir pilsfald ríkisins. Útvegsmannanefnd Austfjarða segir, að Morgunblaðið reyni að gera þá sem stunda sjósókn tortryggilega. Þetta eru rakalaus ósannindi. Það eru ekki sjómennirnir eða fiskverkafólkið sem hefur fengið kvótann fyrir ekki neitt. Þegar kvótinn er seldur á milli byggðarlaga rennur andvirði hans ekki í vasa sjómanna eða fiskverkafólks. Það eina sem gerðist þegar kvótinn var seldur frá Vestmannaeyjum til Akureyrar var það, að útgerðarfyrirtækið fékk i sinn vasa 250-300 milljónir króna, en sjómenn og fiskverkafólk misstu spón úr aski sínum og í sumunr tilvikum atvinnu. Útvegs- mannanefnd Austfjarða ætti því að sjá sóma sinn í því að blanda þessu fólki ekki inn í umræður með þessum hætti. Hins vegar má spyija: Ef útgerðarmenn rökstyðja rétt sinn til þess að fá kvótann fyrir ekki neitt með því að þeir hafi stund- að þessa atvinnustarfsemi alla ævi, hvað )á með sjómennina og jafnvel fiskverka- fólkið? Hafa sjómennirnir ekki stundað )essa atvinnu alla ævi? Hefur fiskverka- fólkið ekki stundað þessa atvinnu alla ævi? Ef útgerðarmennirnir telja sig eiga sögulegan rétt til endurgjaldslauss kvóta hvað þá með sjómennina? Hvar eru nú sjómannafélögin? Hvers vegna hafa þau ekki gert kröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna til kvótans með sama hætti og út- gerðarmennirnir gera? Smitaður fréttaflutn- ingur? 1 ALYKTUN UT- vegsmannanefndar Austfjarða segir: „Öfgafull sjónar- mið leiðarahöfunda hafa smitað frá sér út í fréttaflutning blaðsins. Af þeim sökum getur Morgunblaðið ekki talizt lengur hlut- lægur og trúverðugur fjölmiðill um mál- efni sjávarútvegs.“ Útvegsmenn á Aust- íjörðum ættu að fara sér hægt í málflutn- ingi af þessu tagi. Svo vill til, að Morgun- blaðið kemur fyrir augu þorra þjóðarinnar sex daga vikunnar. Ritstjórn blaðsins legg- ur störf sín undir dóm lesenda á hveijum einasta degi. Þeir sem saka Morgunblaðið um að blanda saman fréttum og skoðunum ættu að rökstyðja mál sitt með dæmum. Sannleikurinn er auðvitað sá, að enginn fjölmiðill á íslandi leggur jafn ríka áherzlu á áð skilja á milli frétta og skoðana og einmitt Morgunblaðið. Þar fyrir utan má geta þess, að á ritstjórn Morgunblaðsins starfa um eitt hundrað manns og í þeim hópi eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um ritstjórnarstefnu blaðsins í fiskveiði- málum ekki síður en annars staðar! Þau skoðanaskipti sem fara fram innan ritstjórnarinnar um málefni sjávarútvegs- ins hafa hins vegar jákvæð og lífleg áhrif á umfjöllun blaðsins um sjávarútvegsmál. Auðvitað eru stundum gerðar vitleysur. Þær eru leiðréttar. Sl. miðvikudag voru t. d. meinlegar villur í frétt um skiptingu kvóta milli landshluta. Þær villur áttu sér skýringar í þeim gögnum sem blaðið hafði undir höndum, en leiddu á engan hátt af ritstjórnarstefnu blaðsins. Útvegsmannanefnd Austfjarða segir, að Morgunblaðið sé ekki lengur trúverðugur ijölmiðill um málefni sjávarútvegsins. Sannleikurinn er auðvitað sá, að Morgun- blaðið hefur stóreflt umfjöllun sína um sjávarútveg á síðustu misserum. Fyrir u. þ.b. einu og hálfu ári hóf blaðið útgáfu á sérblaði um sjávarútveg, sem kemur út vikulega. Þetta blað hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá lesendum Morgunblaðs ins. Það mun þegar fram líða stundir eiga mikinn þátt í að auka skilning þjóðarinn ar, og þá ekki sízt þeirra sem búa á suð vesturhorni landsins og ekki eru í daglegu sambandi við sjóinn, á mikilvægi og þýð- ingu sjávarútvegs fyrir þjóðina. Útvegs menn ættu fremur að fagna þessu fram- taki en veitast að Morgunblaðinu með þeim hætti sem gert er í umræddri ályktun. Að lokum þetta: Það eru fleiri stór mál en fiskveiðistefnan sjálf sem snýr að ís- lenzkum sjávarútvegi um þessar mundir. Nú gerast þær raddir háværari, sem krefj ast þess, að ísland sæki um aðild að EB. Þær raddir heyrast líka, sem segja að eðli- legt sé að heimila erlenda fjárfestingu í íslenzkum sjávarútvegi. í báðum þessum stóru málum sem varða hagsmuni útgerð- arinnar eiga Morgunblaðið og sjávarútveg urinn samleið. Jafnframt er fullkomin sam- staða á milli blaðsins og sjávai'útvegsins um nauðsyn þess að fækka skipum og fækka fiskverkunarhúsum. Er ekki kominn tími til að útgerðarmenn átti sig á því, að í flestum stórum málum sem um er fjallað nú um stundir eiga þeir hauk í horni þar sem Morgunblaðið er?! „Þetta á við um Seyðisfjörð, þar sem svo sérstak- lega háttar til, að fólkið í kaup- staðnum hefur ekki haft næga vinnu vegna þess að útgerðarmenn- irnir, handhafar kvótans, hafa ekki talið sér henta að landa fiski að nokkru ráði eða gerðu a.m.k. ekki fyrir allmörgum mán- uðum. Stjórn Út- vegsmannanef nd- ar Austfjarða þekkir kannski það vandamál? Hefur hún sent frá sér ályktanir um það? Hverjir voru að leggja Seyðisfjörð í eyði? Var það Morgun- blaðið með því að kynna fyrir þjóð- inni vandamál Seyðisfjarðar eða voru það kannski kvótahafarnir á staðnum? Fyrir- spurnin skal ítrekuð: Hefur stjórn Útvegs- mannanefndar Austfjarða sent frá sér ályktun um þetta mál?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.