Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Sagt er aó vega- lausu börnin séu nú á ntilli 20 og 30, en mun ffleiri eru álíka illa stödd. Átakanlegast er ad sjá börn vel aff guói geró búa vió þannig aóstæóur aó allt ferivoóa Samfélagið brást þeim „Við kunnum ýmislegt til verka, en höfum ekki aðstæður til nýta starfsmenntun okkar og reynslu,“ segir Páll. „Nú eru 3 starfsmenn hjá okkur á göngudeildinni, ættu að vera 30, ef þjónustan væri sam- bærileg við nágrannalöndin. Miklu er kastað á glæ með því að hafa göngudeildina svona veika. Heimili þessara barna þarfnast mikillar að- stoðar fagfólks. Og á legudeild er aðeins pláss fyrir 7 rúm. Segja má, að við séum einátt að tjasla upp á ómogulega hluti. Getum aldrei iokið hverri meðferð eins»og við viljum gera. Ég þekki dálítið til ógæfubarn- anna sem hafa komið fram í ijöl- miðlum að undanförnu," heldur Páll áfrrnn. „Nokkur þeirra eru gamlir kunningjar okkar. Við vorum ítrek- að búin að mæla með úrræðum fyr- ir þessi börn, sem samfélagið gat ekki veitt þeim. Þau eru ljóslifandi dæmi um, hvað kerfið er lítils megn- Ugt. Iðulega eru margir í skólakerfinu , ■ , Morgunblaðið/Þorkell búnir að reyna að hjálpa þessum Páll Asgeirsson og Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknar og Sólveig Asgrímsdóttir sálfræðingur. heimili. Hér fá þau ekki heimilisupp- eldi og geta því ekki bjargað sér á venjulegu heimili, þegar þau koma út í lífið. Að sumu leyti ofvernduð, eins og þau hafi verið pökkuð inn í bómull eða geymd undir gleri. Vonandi breytist þetta, þegar fleiri meðferðarheimili eru komin í notk- un.“ Vegalausar mæður — Frá hvemig heimilum koma þessi börn? „Algengt að þetta séu fyrstu börn einstæðra mæðra. Móðirin 15-16 ára og svo ung, að hún hvorki ræð- ur sjálfri sér né barninu og er í dauðans rugli með „feður". Hingað koma stjúpfeður í röðum, oft af misjöfnum gæðaflokkum. Sjálfs- virðing margra ungu mæðranna er svo brotin, að þær telja sig ekki eiga möguleika á neinu gæfulegra.“ „Margar vegalausar stúlkur njóta lífsins helst, þegar þær eru óléttar," segir Páll. „Fá einhveija lífsfyllingu með því að hafa barn inni í sér. En þess á milli geta þær ekki verið ein- ar. Grípa fyrsta karlmann til að bæta úr einsemdinni." — Hvaða athvarf eiga vega- lausar mæður? „Flestar eiga ekkert öruggt at- hvarf. Flækjast á milli ættingja sem er svipað ástatt um. Alls staðar óvelkomnar. Alls staðar fyrir. Þær standa mjög illa að vígi að ala upp barnið sitt. Oft eru svo slæmar að- stæður hjá ættingjum, að óveijandi er að lítið barn alist þar upp. Og mæður sem eiga börn 15-16 ára, eru sjálfar börn og hafa margar aldrei fengið uppeldi sem dugir til veganestis í lífinu.“ eftir Oddnýju Sv. Björgvins LÁG BYGGING í íbúðahverfi Reykjavíkur. Innan dyra móttöku- staður þeirra barna og unglinga sem skólar, foreldrar og aðrar meðferðarstofnanir eru búin að gefast upp á. Á íslensku barnageð- deildinni er langur biðlisti eftir plássum. „Flest þeirra hefðu ekki þurft á geðdeild að halda, ef þau hefðu alist upp við góðar aðstæður. Þau stranda oft hér. Hafa ekkert heimili til að venda í. Geðdeildin er endahlekkur í kerfiskeðjunni." Fyrir framan mig sitja þau Páll Ásgeirsson og Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknar og Sólveig Ás- grímsdóttir sálfræðingur. í síðustu orðum þeirra felst þungur áfellis- dómur yfir íslenskt þjóðfélag. Eins og þau vilji segja: Samfélagið hefur lokað augunum fyrir vanda vega- lausra barna, of lengi. Nú er vanda- málið orðið svo hrikalega stórt, að hriktir í undirstöðum þjóðfélagsins. 32 milljónir í meðferðarheimili er spor í rétta átt, en nú þarf að.fylgja þessum málum markvisst eftir. Og það verður ekki gert með því að loka geðdeildinni í sumar í sparnað- arskyni. Vafasamur sparnaður fyrir þjóðfélagið, á meðan fleiri börn bíða í brýnni þörf eftir meðferð. vesalings börnum, áður en þau hafna hjá okkur. Börnin eru oft frá ólánsheimilum sem eru óhæf til að vera með börn. Algengt er að þau hafi verið á dagdeildinni hér, seinna á biðlista til að komast inn á legu- deild og endi ef til vill á unglinga- deild.“ „Börnum er ekki hollt að dvelja lengi á geðdeild," segir Sólveig. Stofnun er aldrei heimili. Dæmi eru um að börn hafi dagað hér uppi í allt að 2 ár, af því þau eiga ekkert I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.