Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ilÍbTTIR
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
47
Sjálfsagt að klæða
sig vel á leikjum
- segir best klæddi körfuknattleiksþjálfarinn
Það vakti strax athygli manna
þegar Friðrík tók við hjá
Njarðvíkingum hvernig hann var
klæddur á leikjum. Hann hefur alla
tíð verið í jakkafötum og með bindi.
Hver er ástæðan? „Þegar ég þjálf-
aði meistaraflokk kvenna var ég
aðeins byijaður að mæta vel klædd-
ur á leiki, ekki ósvipað og þjálfar-
arnir gera í NBA-deildinni. Við
sækjum margt til Bandaríkjanna,
leikkerfi og fleira í sambandi við
körfuboltann og hvers vegna ekki
þetta?
Þegar ég tók við karlaliðinu
ákvað ég að vera vel klæddur á
leikjum, enda sjálfsagt. Það endaði
með því að strákarnir vildu frekar
hafa mig svona klæddan en í
íþróttagalla. Það er betra fyrir þá
þegar þeir líta á bekkinn í hita leiks-
ins, þá sjá þeir mig frekar en ef
ég væri eins klæddur og allir aðrir.
Einnig finnst mér sjálfsagt að þeg-
ar þjálfari kemur með lið sitt til
leiks og ætlar að skarta sínu besta
í körfuknattleiknum, öllu sem hann
á, að hann skarti einnig sínu besta
í fatnaði.
Annars er ég ekki alltaf svona
klæddur. Þegar við þurfum að keyra
langt í leiki, eða fljúga, þá nenni
ég ekki að Vera í jakkafötunum.
Þetta er ekki vegna þess að ég sé
viss um að við vinnum eða að ég
sé að gera lítið úr hinu liðinu.
Ástæðan er meðal annars sú að ég
á ekki jakkafatatösku, svona sem
þú tekur með þér í stuttar ferðir.
Ég þarf endilega að fá mér svoleið-
is tösku,“ segir Friðrik um klæðnað
sinn á leikjum.
Hefur ekki tíma
fyrir heimilisstörfin
- segir Anna Þórunn unnusta Friðriks
Hann er hinn rólegasti heima
og mjög jákvæður og þægi-
legur í umgengni/1 segii' Anna
Þórunn Siguijónsdóttir unnusta
Friðriks.
„Hann er einn af þeim sem
þarf að hafa nóg að gera og líður
best þegar mikið er að gera.
Hann er í rauninni ekki mikið
heima hjá sér og hefur því ekki
mikinn tíma fyrir heimilisstörfin
en hann er alltaf að reyna, grey-
ið, og er ágætur þegar hann hef-
ur tíma,“ segir Anna Þórunn.
„Ég reyni að fara á alla leiki
með Njarðvíkingum og hef gert
upp hug minn og er orðin harður
Njarðvíkingur, það þýddi ekkert
annað,“ segir Anna Þórunn sem
er frá Grindavík og hélt með
UMFG þar til þau kynntust.
„Hann er rnikið í íþróttahúsinu.
Hann þjálfar tvo flokka og svo
fer hann á alla leiki hérna og í
Keflavík og marga leiki í bænum.
Hann er í rauninnr alls staðar þar
sem hann veit af körfubolta! Þeg-
ar hann er heima horfir hann
mikið á körfubolta og oft þarf
hann að kíkja í íþróttahúsið þó
svo hann hafi ekkert að gera
þangað og eigi ekki að vera þar.
Annars er hann rómantískur
og mjög þægilegur. Hann gerir
talsvert af því að færa mér blóm
og við borðum stundum við kerta-
ljós,“ segir Anna Þórunn.
Kappsfullur þjálfari
- segir Hreiðar Hreiðarsson um frænda sinn
Hann er mjög ákveðinn og stend-
ur fast á sínu,“ segir Hreiðar
Hreiðarsson frændi Friðriks og
fyrrum fyrirliði UMFN.
„Hann kappsfullur og óhræddur
við að gera ýmsa nýja hluti. Deildin
er nú jafnari en oft áður og því
verða menn að k'oma með réttu
hugarfari í alla leiki. Friðrik hefur
beitt sálfræðinni til að byggja menn
UPP það hefur tekist vel hjá
honurn."
Hreiðar sagði jafnframt að Frið-
rik gæti verið þijóskur þegar þann-
ig stæði á. „Hann getur líka rætt
um hlutina tímunum saman, sér-
staklega um körfubolta. Ég held
hann hafi sýnt að hann er dugandi
þjálfari. Leikmenn UMFN þekkjast
vel og flestir eru eldri en hann, þó
hefur hann haldið virðingu leik-
manna og heldur vel utan um liðið.
Friðrik er sanngjarn, og það má
ef til vill bæta því við að þegar
hann var leikmaður þá var hann
ekki ailtaf sáttur við það sem þjálf-
ararnir voru að gera. Núna hefur
hann kynnst báðum hliðunum á
þessu,“ sagði Hreiðar um frænda
sinn.
------» ♦ »-----
Gunnar Þorvarðarson:
Á æfingu. Frirðik stjórnar æfingu
hjá UMFN af röggsemi.
Skapmikill
Hann er hinn besti drengur.
Hann er skapmikill, frekur
og ákveðinn og slíkir eiginleikar
skemma ekki fyrir þjálfara," segir
Gunnar Þoi'varðarson þjálfari
Grindvíkinga um Friðrik.
„Friðrik hefur líka sýnt að hann
er óhræddur við að prófa nýja hluti
sem þjálfari. Ég er ekki í nokkrum
vafa um að hann gæti spjarað sig
hjá hvaða liði sem er. Hann hefur
góða eiginleika sem nýtast honum
sem þjálfara. Það þarf sterkan
mann til að stjórna Njarðvíkurlið-
inu, þó svo þar séu sterkir einstakl-
ingar. Sérstaklega á þetta við um
Friðrik því hann er yngri en flestir
í liðinu og það þarf því sterka per-
sónu til að ráða við liðið,“ sagði
Gunnar.
AFMÆLIS
TILBOÐ
SÉRSTAKUR 5% AFMÆLIS-
mmÉfjm / afsláttur af flestum
(2|.. / VÖRUM VERSLUNARINNAR
MM /% 10% EF STAÐGREITT ER.
RIPPEN* SAMICK* HYUnDHI
PÍANO OG FLYGLAR • DINO BAFFETTI
HARMONIKUR • SAMICK
GÍTARAR • OFL. TILBOÐIÐ ÆmÆrjm
STENDUR FRÁ OG MEÐ Æm
27.MARS TIL 5.APRÍL NK. JW Wa/a
VERIÐ VELKOMIN
IFS H. MAGNUSSONAR
GULLTEIGI 6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91 - 688611
siijðið sönglífTlandinu?
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR
hefur í meira en 60 ár
sungiö sig inn í hjörtu landsmanna.
Vilt þú styðja starf hans meö því að gerast styrktarfélagi?
Ritabu þá nafn þitt, kennitölu og heimilisfang á meðfylgjandi seðil
og sendu hann til kórsins í pósti eba á annan hátt.
Styrktarfélagsgjald er kr. 1800 á ári, innifalib í gjaldinu er mibi á árlega söngskemmtun kórsins,
miðinn gildir fyrir tvo. Þeir sem vilja kynnast kórnum, geta hlustað á hann í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
laugardaginn 4. apríl kl. 17. Mánudaginn 6. apríl verbur sungib í Seljakirkju í Breibholti kl. 20:30.
Þá verba þrennir tónleikar í Langholtskirkju, miðvikudaginn 8. apríl kl. 20:30, fimmtudaginn
9. apríl kl. 20:30 og loks laugardaginn 11. aprfl kl. 17.
Eg vil gerast styrktarfélagi
Nafn
Kennitala
Heimilisfang
Sími
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR,
Freyjugötu 14 pósthólf 8484
NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA