Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 17 lega gengið of langt. í fyrra til dæmis vörðu aðstandendur frönsku myndarinnar Cyrano de Bergerac allt að fimmtán milljónum ísl.kr. til að krækja í verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Herferðin þótti ganga of langt og verðlaunin féllu í skaut svissnesku myndarinnar Vegur vonar. Islenska ríkisstjórnin ákvað að veita Friðrik Þór Friðrikssyni fimm stórblaðið Los Angeles Times viðtöl við Friðrik, Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands og Sigurjón Sig- hvatsson sem birtast munu nú um helgina. Gefinn var út veglegur, lit- prentaður bæklingur um Börn nátt- úrunnar sem sendur var til félaga í akademíunni og skipulagðar sýn- ingar fyrir þá sem voru vel sóttar og undirtektir góðar. Ennfremur hafa sýnishorn úr myndinni verið send sjónvarps- stöðvum. „Við teljum þessa kynn- ingu hafa tekist vel,“ segir talsmað- urinn. Friðrik Þór segir: „Við fórum kannski heldur seint af stað með tilliti til þess að hafa áhrif á sjálfa akademíuna, en ég tel að kynningin hafi a.m.k. nýst vel til að vekja athygli á myndinni almennt og á íslenskri kvikmyndagerð. Menn vita núna að hún er til. Við héldum líka kokkteilboð fyrir akademíufólk þar sem mér gafst tækifæri til að ræða við það og ég varð var við mjög jákvæðan hug til okkar og myndar- innar. Margir voru raunar hissa á að tiltölulega ungur maður hefði milljónir króna til kynningarstarfs fyrir Börn náttúrunnar. „Eg tel að þessir fjármunir hafi nýst nokkuð vel,“ segir Siguijón Sighvatsson hjá Propaganda Films sem sá um að ráða kynningarfyrirtæki til starfs- ins. „Það vita allir af myndinni og allir hafa haft tækifæri til að sjá hana.“ Talsmaður kynningarfyrir- tækisins segir í samtali við Morgun- blaðið að lögð hafi verið áhersla á að kynna myndina með auglýsing- um í fagtímaritunum Variety og Hollywood Reporter og viðtölum við Friðrik Þór í sömu blöðum. Þá tók gert mynd um þetta gamla fólk og virtist hafa átt von á að leikstjórinn yrði í hjólastól!“ Athöfnin Atkvæðagreiðslunni lauk síðast- liðinn þriðjudag og nú vinnur starfs- fólk virts endurskoðunar- og ráð- gjafafyrirtækis, Price-Waterhouse, við að telja upp úr kjörkössunum. Hvað upp úr þeim kom verður svo tilkynnt við hátíðlega athöfn í Dor- othy Chandler-höllinni á mánudags- kvöld eða aðfaranótt þriðjudags að islenskum tíma. Slegist er um miða á athöfnina en aðeins eru 3.197 sæti eru til ráðstöfunar. Hver sá sem tilnefndur er fær að meðaltali tvo miða, en um þau 2.500 sæti sem ekki er úthlutað fyrir fram bítast 5.431 akademíufélagi. Verð miða til þeirra er á bilinu 50—200 dollar- ar en í fyrra gengu þeir kaupum og sölum á svörtum markaði fyrir allt að 1.500 dollara. Aðeins 650 blaðamenn fá úthlutað_ blaða- mannapössum og þar af verða um 200 að híma fyrir utan höllina. Þeir sem öll kvikmyndagerð byggist á, þ.e. hinir almennu áhorf- endur, munu hins vegar fylgjast með verðlaunaafhendingunni í sjón- varpi. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með henni er hún einatt hin besta skemmtun. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan verðlaunin voru fyrst afhent í litlu einkasam- kvæmi árið 1929 og afhendingin tók aðeins fímm mínútur. Núna í 63. skiptið, tekur athöfnin um fjóra klukkutíma með miklum skrautsýn- ingum, flaðri og daðri. Johnny Car- son sem var kynnir dagskrárinnar fyrir nokkrum árum hafði á orði að hún væri býsna skemmtileg tveggja tíma athöfn sem yrði að fjögurra tíma leiðindum! En það er nú ekki alveg rétt. Þótt dagskráin sé í eðli sínu snobbuð hafa aðstand- endur hennar, bæði þeir sem kynna og þeir sem afhenda verðlaunin, blessunarlega tilhneigingu til að gera grín að öllu saman. Grínistinn Billy Crystal, sem verið hefur kynn- ir undanfarin ár, stendur síst að baki fyrirrennurum sinum eins og Bob Hope, Carson („í kvöld leggjum við í Hollywood smávægilega af- brýðisemi okkar í milli til hliðar og snúum okkur að alvöru afbrýði- semi!“) og Chevy Chase („Gott kvöld Hollywoodloddarar!"). Hvort sem óskarsstundin á mánudagskvöld verður óskastund Barna náttúrunnar eða ekki er svo mikið víst að meiri landkynningu fá íslendingar ekki í bráð: Um millj- arður manna í yfir 90 löndum mun fylgjast með athöfninni heima í stofu. Og sigurvegarinn er ...? mannafundi nefndarinnar að ekkert handrit lægi fyrir sem stæðist kröf- ur. Eg heyrði frá einum nefndar- manna að samtölin væru of hvers- dagsleg!“ „Við Einar Már gerðum 1 QOQ þriðju atlöguna að handrit- lwöif inu, settum meiri dulúð inn í söguna, og ég henti inn nýrri um- sókn í sjóðinn. Þá gekk þetta loks- ins, enda komin ný úthlutunarnefnd sem skynjaði sjónræna möguleika handritsins. Það er nefnilega ekki öllum gefið að lesa handrit sem í eðli sínu er myndsýnir. Þessi nefnd tók einnig upp þau vinnubrögð að ræða við umsækjendur og gefa þeim þannig kost á að rökstyðja handrit sitt og svara fyrirspurnum og gagn- rýni nefndarmanna. Við fengum út- hlutað 25 milljónum króna, sem var nákvæmlega það sem ég bað um. Fjárhagsáætlunin var þá 45 milljón- ir. Ég lokaði svo dæminu endanlega á þremur dögum á kvikmyndahátíð- inni í Cannes um vorið með samning- um við Metro Film í Ósló (6 milljón- ir) og MAX Film í Berlín (12 milljón- ir). Þá hækkaði fjárhagsáætlunin upp í 60 milljónir, til dæmis vegna þátttöku þýska leikarans Bruno Ganz og vegna þess að við ákváðum að gera eins vandaða mynd og unnt væri, sem krafðist betri tækjakosts. Árið eftir og skömmu fyrir tökur fékk ég svo fyrstu úthlutun til ís- lenskrar myndar úr evrópska kvik- myndasjóðnum, Eurimages, 12 millj- ónir, og loks tók ég 5 milljóna bankal- án. Börn náttúrunnar er það sem kalla má meðaldýr mynd á íslenskan mælikvarða; til samanburðar kostaði ódýr eða „low-budget“ mynd eins og Skytturnar helminginn af þessu og nýjasta íslenska myndin, Svo á jörðu sem á himni, mun kosta helmingi meira. „Við Ari Kristinsson kvik- 1 QQft myndatökumaður fórum í ÍOOV maj 0gjúní að velja töku- staði. Fórum til ísafjarðar og áfram útá Hornstrandir, gengum Aðalvík- ina og Látravíkina og uppá Straum- nesfjall, og mynduðum allt á vídeó. Síðan fórum við að Höfða, þar sem myndin byijar. Þessi undirbúningur skilaði sér mjög vel. Þá var komið að því að ráða áhöfn- ina. -Ég hafði alltaf Gísla Halldórsson og Sigríði Hagalín í huga í aðalhlut- verkin og var búinn að ræða við þau. Við Einar Már fórum meira að segja yfir handritið með Gísla og hann benti okkur á hluti sem honum fannst útúr karakter fyrir persónu Þorgeirs. Ég hafði mjög litlar æfing- ar fyrir tökur. Ég var svo öruggur með þau tvö í aðalhlutverkunum að mitt starf við leikstjórn var frekar auðvelt. Alls réðum við um 20 leikara í myndina, og annað starfslið var 15-20 manns eftir því hvar við vor- um hveiju sinni. Við vorum frekar undirmönnuð en hitt. Það fylgdu okkur jafnan 300 fermetrar af drasli, fleiri tonn af tólum og tækjum sem þurfti að bera inná tökustaði og í og útúr þeim sjö bílum sem við höfð- um til umráða. Við hófum tökur 14'. ágúst og byijuðum á flóttanum af elliheimil- inu. Síðan fórum við vestur og tókum lokaatriðin, þá Reykjavíkuratriðin, síðan upphafið á Höfða og enduðum um miðjan október á inniatriðum í stúdíói í Reykjavík. Þá áttum við eftir þyrluskot og sjávarskot fyrir vestan og tókum þau ekki fyrr en vorið eftir. Allar kvikmyndatökur eru erfiðar og reyna mjög á starfslið og þessi var engin undantekning. Ekki síst var erfitt að athafna sig á Horn- ströndum; þar var ekkert rafmagn og engar samgöngur nema með þyrl- um og bátum. Við vorum öll alveg búin þegar við snerum heim úr þess- ari ferð. Klipping hófst 10. október. Fyrst var klippt á vídeói í Reykjavík og síðan á filmu í Ósló; vídeóklippingin þjónar þá sem eins konar vinnuplagg fyrir filmuklippinguna. Um áramótin vár myndin tilbúin grófklippt. Þá hófst Hilmar Örn Hilmarsson handa við að sernja tónlistina; hann fékk grófklippið á spólu og við ræddum um hvernig stemmning ætti að vera í hvetju atriði fyrir sig. Hins vegar kom hann mér sífellt á óvart með tónum sem mögnuðu það sem fyrir var á filmunni með alveg óvæntum hætti." „Á kvikmyndahátíðinni í 1001 Cannes um vorið hitti ég íuuí franska konU) Joelle von Effentesse, sem klippt hefur mikinn fjölda bíómynda, þ.á m. myndir Costa-Gavras eins og Betrayed og The Music Box. Hún horfði á gróf- klippið og kom með margar góðar hugmyndir. Hún sagði mér að það væri nánast sama hvernig myndin væri klippt; hún yrði alltaf góð mynd. Það var á þeim punkti sem ég fékk gríðarlega trú á Börnum náttúrunn- ar. I júní og júlí hljóðlagði Kjartan Kjartansson hljóðmeistari myndina á tölvu í Noregi en Börn náttúrunnar er með fyrstu myndum í heiminum sem hljóðlagðar eru með þeirri að- ferð. Við Kjartan hittum Hilmar Örn og unnum að hljóðblönduninni í Kaupmannahöfn. Og síðan fórum við Ari til Berlínar þar sem filman var litgreind. Við höfðum lagt allt kapp á að myndin yrði tilbúin til frumsýningar fyrir 1. ágúst til þess að hún yrði gjaldgeng í Felixinn, evrópsku kvik- myndaverðlaunin þetta árið. Það stóð mjög tæpt en hafðist með sameigin- legu átaki. Ef ekki hefði verið búið að breyta reglum keppninnar hefði þetta starf verið unnið fyrir gýg, því nel'ndin sem valdi íslenska fulltrúann kaus að tefla frekar fram Ryði í aðaldeildina. Hátíðin skipaði þá Börnum náttúrunnar í flokk með myndum ungra leikstjóra og hún var því gjaldgeng til verðlauna. Engu að síður skaðaði þetta möguleika mynd- arinnar í Felixnum. Við komum til landsins með film- una nokkrum tímum fyrir prufusýn- inguna á frumsýningardaginn, 31. júlí. Viðtökurnar á frumsýningunni um kvöldið hlýjuðu mér um hjartar- æturnar og aðsóknin sem fylgdi í kjölfarið kom þægilega á óvart. Ég var viðbúinn 6.000 manns en núna átta mánuðum síðar erum við í 30.000 hér innanlands. í Noregi var myndin frumsýnd 22. ágúst á kvikmyndahátíðinni í Hauga- sundi, þar sem hún var valin ein af sjö bestu erlendu myndunum. Aftur á móti var aðsókn í norskum kvik- myndahúsum dræm. Um miðjan ág-- úst var myndinni boðið á norræna kvikmyndadagskrá á einni helstu hátíð heims, The World Film Festival í Montréal. Stuttu síðar sáu stjórn- endur hátíðarinnar myndina á vídeói og ákváðu að bjóða henni í aðal- keppnina. Þar hlaut hún verðlaun 2. september sem besta listræna framlagið. Viðtökur og velgengni Barna náttúrunnar í Montréal hafa lagt grundvöllinn að öllu því sem síð- an hefur gerst. 5. nóvember hlaut Börn náttúr- unnar verðlaun norrænu kvikmynda- stofnananna á norrænu kvikmynda- hátíðinni í Lúbeck. 1. desember tók Hilmar Örn Hilmarsson við Felixnum fyrir bestu kvikmyndatónlistina og Sigríður Hagalín var tilnefnd fyrir bestan leik í kvenhlutverki á evr- ópsku kvikmyndahátíðinni í Berlín. Þá var myndin sýnd á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á Puerto Rico og i Brussel undir lok ársins.“ „í janúar fékk Gísli Hall- dórsson verðlaun fyrir bestan leik í karlhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Tours í Frakklandi. í febrúar var Börn náttúrunnar opnunarmynd á norræn- um kvikmyndadögum í Bonn, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gauta- borg og valin til sýninga í úrvals- deild (Forum) kvikmyndahátíðarinn- ar í Berlín. 19. febrúar var síðan til- kynnt að hún væri ein af fimm mynd- um sem keppa um Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmyndina í ár. Þá tóku að streyma að tilboð um heims- dreifingu sem við erum að vinna úr núna. Og undanfarið hefur verið unnið að kynningu myndarinnar í Bandaríkjunum vegna Óskarsúthlut- unarinnar fyrir 6 milljóna styrkveit- ingu íslensku ríkisstjórnarinnar sem ég er mjög þakklátur fyrir. Hvort sem verðlaunin sjálf falla okkur í skaut eða ekki mun þessi kynning ekki aðeins nýtast við sölu myndar- innar í Bandaríkjunum heldur einnig við að vekja athyglj á íslenskri kvik- myndagerð og íslandi almennt. Myndin var svo sýnd nú í mars á norrænu kvimyndahátíðinni í Rúðu- borg í Frakklandi þar sem hún fékk tvenn verðlaun, var kosin vinsælasta myndin af áhorfendum og fékk verð- laun kvikmyndahúsaeigenda. Síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Bergamo á Ítalíu. Framundan eru sýningar á hátíð ungra leikstjóra í Lincoln Center í New York í apríl og á hátíðum í Los Angeles, Jerúsalem og Sydney í byijun sumars." „Þegar ég lit um öxl yfir þessa sögu Barna náttúrunnar er hún eins og lygasaga, laxasaga. Verst hvað þetta hefur tekið mann frá knatt- spyrnunni! En það sem ég held að standi upp úr í huganum eru áhorf- endurnir í Montréal sem voru svo ansi næmir og áhugasamir. Ég fékk kikk út úr því að finna 1.700 manna sal tryllast af gleði sýningu eftir sýningu, þvi á þeim tima vissi ég ekkert hvernig myndin' færi í útlend- inga. Og þótt auðvitað sé í manni núna ákveðin spenna yfir því hvemig bandaríska kvikmyndaakademían tekur myndinni hef ég fengið það margfalt til baka sem ég gerði mér vonir um þegar lagt var upp í þetta ferðalag Barna náttúrunnar." áþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.