Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 16
Staðreyndir um eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í heimi frá Árna Þórarinssyni í Los Angeles „OG SIGURVEGARINN ER ...“ Þegar prúðbúnar Hollywood- sfgörnurnar mæla þessi kunnuglegu orð við óskarsverðlaunaaf- hendinguna annað kvöld tekur við árlegt spennufall í kvik- myndaheiminum. Sigurvegarar stynja upp hefðbundnum og óhefðbundnum þakkarorðum en þeir sem ekki duttu í lukku- pott bandarísku kvikmyndaakademíunnar reyna að halda and- litinu og leyna vonbrigðunum. Það eru gífurlegir hagsmunir í veði, ekki aðeins heiður, því Oskarsverðlaun geta haft úrslita- áhrif á líf og starf verðlaunahafa um alla framtíð. Og í fyrsta skipti eiga Islendingar hagsmuna að gæta. Kosningin Að komast í hóp hinna fimm útvöldu i hverri grein verðlaunaaf- hendingarinnar, er vitaskuld mikill heiður. Sú grein sem Börn náttúr- unnar eftir Friðrik Þór Friðriksson keppir í, þ.e. besta erlenda myndin, er í umsjá 400 manna nefndar á vegum akademíunnar. Bandaríska kvikmyndaakademían er í raun stéttarsamtök 5.000 bandarískra kvikmyndagerðarmanna, leikara og leikstjóra. Þessari 400 manna nefnd er skipt í tvennt og velur hvor hóp- ur tvær myndir en sú fimmta er síðan eins konar málamiðlunar- ákvörðun. Allir félagar í akadem- íunni hafa rétt til að taka þátt í kjörinu milli tilnefninganna fimm, en í reynd eru það aðeins tíu pró- sent sem kjósa um bestu erlendu myndina því skilyrði fyrir því að kjósa er að viðkomandi hafi séð allar myndirnar. Talið er að um fimm hundruð leggi það á sig. Altalað er að þessi atkvæða- greiðsla sé nokkuð brokkgeng. Sumir greiða atkvæði sín af fyllstu alvöru en dæmi eru hins vegar um að akademíufólk standi býsna kær- uleysislega að kjörinu; t.d. hafa sumir látið maka sína annast valið. Og oft má segja að annarleg sjónar- mið hafí áhrif á atkvæðagreiðsluna. Akademían þykir hafa tilhneigingu til að styðja frekar góðar „sölu- myndir" en að veita myndum sem ólíklegar eru til vinsælda brautar- gengi. Og stundum koma sigurveg- ararnir eins og skrattinn úr sauðar- leggnum, eins og þegar akademían tók hina nauðaómerkilegu söngva- mynd Oliver! fram yfir sígilt meist- araverk Stanleys Kubricks 2001: A Space Oddyssey árið 1968. Hins- vegar á þetta frekar við um aðrar greinar en bestu erlendu myndina. Kynningin En það er mikið í húfi og því leggja menn mikið á sig til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu akadem- íunnar. Framleiðsíu- og dreifingar- fyrirtæki verja árlega milljónum dollara til að kynna og auglýsa upp þær myndir sem hljóta tilnefningar. Menn hafa reynt að „kaupa“ sér Óskar. En slíkt getur brugðið til beggja vona og menn geta auðveld- VEGFERÐ BARNA NÁTTÚRUNNAR/Fyrsta íslenska kvikmyndin sem fær tilnefningu til Óskarsverð- launa á sér rætur átján ár aftur í tímann. Hér segir höfundur myndarinnar, Friðrik Þór Friðriksson, frá ferli sem nær hápunkti sínum á Oskarsverðlaunahátíðinni í Hollywood á morgun FRÁ HUGMYND TIL H01LYW00D „Haustið áður en faðir 1Q7Q minn, Friðrik V. lv I 0 Guðmundsson, lést fann hann hjá sér hvöt til að komast í snertingu við þann stað sem hann hafði sterkastar taugar til, Höfða á Höfðaströnd. Á þessu svæði var hann fæddur og á þessum bæ hafði hann sjálfur verið bóndi. Hann ákvað að komast í sneitingu við þá náttúru sem ól hann, klæddi sig úr skónum og gekk berfættur á fjall. Skömmu síðar lést hann, 76 ára gamall. Sumt í Bömum náttúrunnar, ekki síst loka- atriðið þegar Geiri hefur grafið æskuást sína og gengur til fjalla, má rekja til minninga minna um þennan atburð á Höfða. Ég var þar sjálfur í sveit og upphafsatriði mynd- arinnar eru tekin þar. Um svipað leyti hafði ég orð á því að mig lang- aði til að gera heimildarmynd um elliheimili." ■■■■■ „Fyrsta myndræna út- 1 Q7R færslan á hugmyndinni um 1 w / U Böm náttúrunnar birtist í Ævispilinu, eins konar fjölskylduspili sem Steingrímur Eyfjörð mynd- skreytti en ég og Örn Daníel Jónsson sömdum textann við og var opna í Stúdentablaðinu 1. des. Þetta spil, sem er mjög mótað af námsmanna- kúltúr þessara ára en fjallar um veg- ferð mannsins frá vöggu til grafar, er í eðli sínu bíómynd. A þessum tíma var ég á leiðinni í kvikmyndaskóla sem aldrei varð þó úr, rak Fjalakött- inn og var með hausinn fullan af hugmyndum að bíómyndum. Mig minnir að ég hafi þá skrifað niður hugmyndir að fjórtán myndum. Þijár þeirra hafa verið framkvæmdar, Skytturnar, Flugþrá og Börn náttúr- unnar, sem þá þegar hafði fengið á sig form sögu um gamlan mann sem hittir æskuástina á elliheimili og strýkur.“ „Ég gerði heimildarmynd- ina Eldsmiðurinn, um þann rammíslenska hugvits- mann Sigurð Filippusson. Sú mynd er í mínum huga eins konar skyssa að Börnum náttúrunnar. Kynni mín af Sigurði styrktu mjög hugmyndina um órofa tengsl manns við umhverfí sitt.“ „Ég fór á handritanám- skeið sem haldið var hér- lendis og þurfti að velja Ævispil Friðriks og félaga frá 1976 þar sem grunnurinn að sögunni um Börn náttúrunnar var lagður. eina hugmynd af nítján sem ég átti í fórum mínum, til að þróa á nám- skeiðinu. Ég valdi Börn náttúrunnar nánast af handahófi en líka vegna þess að mér fannst sú saga eðlilegt framhald af Skyttunum. En mér leið ekki vel á námskeiðinu; það átti ekki við mig að tjá mig sífellt um annarra manna handrit og hugmyndir. Svo ég hætti þar eftir örfá skipti. En þarna fór ég samt að skoða hug- myndina af alvöru og fljótlega gekk ég á fund Einars Más Guðmundsson- ar vinar míns og við hófumst handa við að vinna saman fyrstu útgáfuna af handritinu. Ég kom með ákveðna sögubyggingu en við kokkuðum svo saman, breyttum og bættum. Þessa útgáfu lagði ég inn sem umsókn hjá Kvikmyndasjóði en fékk synjun. Þá þegar var ég hins vegar búinn að fá vilyrði fyrir fjármagni erlendis frá, þ.á m. Noregi og Þýskalandi, ef ís- lenski sjóðurinn legði fram sinn skerf." “■■■■ „Ég sótti um öðru sinni í 1 QCÖ Kvikmyndasjóð, lagði inn -Lt/OO nýja útgáfu, þykka og þétta, með miklum samtölum fyrir bókmenntabéusana í úthlutunar- nefndinni. Aftur fengum við synjun og var látið að því liggja á blaða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.