Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINIUIIUGAR SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 — — —;—:------------|— ;------------------------- Agnes Jónína Arna- dóttir - Minning Fædd 29. júlí 1927 Dáin 18. mars 1992 Hún elsku amma okkar er dáin. Okkur langar til að kveðja hana með nokkrum hlýjum orðum. Amma var alveg einstaklega góð kona, og alltaf var amma til í að gera eitthvað fyrir okkur. Það var alltaf svo gaman að koma til henn- ar, hún kenndi okkur margar vís- ur, stundum sungum við vísur eða lög á meðan hún spilaði undir á píanó. Hún kenndi okkur líka á píanó. Yfirleitt komum við til hennar á leið heim úr skólanum, og þá átti amma alltaf eitthvað handa okkur. A sunnudögum þegar við komum til ömmu þá bakaði hún alltaf pönnukökur handa okkur. Okkur fannst alitaf gaman að fara í sendiferðir fyrir hana því þá fengúm við uppáhaldið okkar fyrir sem var súkkulaðibúðingur, hún vissi alltaf hvað okkur þótti best. En nú er elsku amma farin til guðs og kemur ekki aftur, en við minnumst elsku ömmu að eilífu. Við kveðjum ömmu með þessari bæn. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Agnes María Pétursdóttir, Edith Þóra Pétursdóttir, Sigurbjörg Skúladóttir, Petrúnella Skúladóttir, Hörður Þór Guðjónsson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir. í dag, laugardaginn 28. mars, verður borin til grafar frá Grinda- víkurkirkju Agnes Jónína Arna- dóttir. Hún lést að heimili sínu á Staðarhrauni 2, Grindavík, 18. mars sl. Agga, eins og hún var alltaf kölluð, var innfæddur Grind- víkingur. Ég kynntist henni fyrir 14 árum er dótturdóttir mín og fósturdóttir trúlofaðist syni hennar Pétri Rúnari og urðu þau kynni góð. Agga var vei gefin kona, víð- lesin og mikill tónlistarunnandi enda spilaði hún vel á píanó og fleiri hljóðfæri. Hún flíkaði ekki sínu, en var mjög traust kona. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Haukur Guðjónsson skipstjóri, einnig innfæddur Grindvíkingur. Þau gengu í hjónaband 27. október 1956. Þau eignuðust fjögur böm saman en hún átti dóttur áður. Börnin þeirra fjögur búa öll í Grindavík en Helga dóttir hennar býr í Reykjavík, svo það var náið samband milli heimilanna. Barna- börnin eru orðin átta talsins, frá 17 ára til 7 mánaða. Þau komu mikið til ömmu um leið og þau komu úr skólanum og alltaf var amma heima og tíndi eitthvað gott í börnin, enda er söknuður þeirra mikill nú. Nafna hennar 12 ára gömul hefur átt mjög erfitt undan- farna daga því tómlegt er núna á Staðarhrauni 2. Við Páll viljum þakka henni að leiðarlokum góð kynni þessi fáu ár sem við áttum samleið með henni. Kæri Haukur, við vitum að miss- ir þinn er mikill, en þú átt góð börn, sem .styrkja þig á þessu erfiða tímabili hjá ykkur. Við send- um þér, börnum þínum, tengda- börnum og barnabörnum og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úð og biðjum Guð að styrkja ykkur öll í ykkar miklu sorg. Ég kveð Öggu með orðum skáldsins V. Briem. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Dóra Friðriks. Við andlátsfregn Agnesar J. Árnadóttur, sem lést 18. þ.m., komu mér þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar í hug. Og vinir berast burt á ttóians straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Þeir eru margir vinirnir og sam- ferðafólkið sem kvatt hafa nú á skömmum tíma. Endurminningin um þá er áleitin og hefur tekið sér rúm í huganum, fer ekki á burt né gleymist, hún varðveitist og yljar um ókomin ár. Ég kynntist Öggu í Gárði eftir að ég hafði gerst skáti. og fengið gítar í fermingargjöf. Ég vissi að t Móðir okkar, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturgötu 14, Keflavtk, andaðist í Landspítalanum laugardaginn 28. mars. Hermann Friðriksson, Vilmundur Árnason, Sigrún Árnadóttir, Jóhanna Árnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum. Ögmundur Ólafsson og börn. Legstelnar Framleiðum alfar stærðir og gerðir af iegsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 8 S.HELGASONHF hún kunni að spila á gítar og bað hana að kenna mér nokkur grip og var það auðsótt mál. í nokkur skipti þrammaði ég úr Þórkötlustaðahverfinu í tíma til Öggu, taldi það ekki eftir mér ef það mætti betrumbæta undirleik- inn á skátafundunum. Svo liðu árin. Við ungu konurnar í kven- félaginu brugðum oft á leik þegar kvöldvökurnar voru haldnar, þá var spilað, leikið, sungið og dans- að. Agga æfði nokkur lög sem við stelpurnar sungum, svo dansaði allur kvennaskarinn þegar Agga spilaði á harmonikkuna sína í lokin í Gamla-Kvennó. Agga var alltaf reiðubúin að gefa sér stund til að æfa með okk- ur nokkur lög, ef eitthvað stóð til hjá kvenfélaginu eða í hjóna- klúbbnum. Agga lumaði oft á frumsömdu efni, en var ekki að flíka því. í kvenfélaginu vár Agga svipmikill félagi, lét skoðanir sínar í ljós, lagði öllum góðum málum lið. Sérstak- lega það er varðaði þetta byggðar- lag og henni voru málefni kirkjunn- ar ofarlega í huga hveiju sinni. Á síðastliðnu ári komu ferminga- systkini hennar og Hauks saman á heimili þeirra, og voru þá liðin 50 ár frá því þau fermdust. Ákváðu þau af því tilefni að minnast kirkj- unnar með peningagjöf. Síðustu árin höfum við Agga verið spilafélagar og komið saman á heimilum okkar eða í safnaðar- heimilinu til að spila. Ég veit að hún naut þess að koma á spilafund- ina, en í vetur hefur heilsuleysi hennar verið þess valdandi að hún gat ekki sinnt þessu áhugamáli sínu sem skyldi. Agga var vel heima í því er laut að tónlist og þjóðlegum fróðleik. Hún flutti gjarnan kjarngott efni á kvenfélagsfundum, sögukorn eða brot úr æviminningum. Lestur hennar skildi alltaf eitt- hvað eftir sig. Hún var fundvís á það sem leiddi hugann að gamla tímanum og hún var ávallt sjálfri sér samkvæm. Nú þegar kveðju- stundin er komin vil ég þakka sam- fylgdina. Guð blessi minninguna um Agnesi J. Árnadóttur. Eiginmanni börnum og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Guðveig Sigurðardóttir. Okkur langar til að minnast í örfáum orðum elsku tengdamóður okkar, Agnesar Árnadóttur, sem lést 18. mars sl; Hún verður jarð- sett frá Grindavíkurkirkju í dag. Agnes, eða Agga eins og hún var kölluð, fæddist í Grindavík 29. júlí 1927 og ólst upp í Garði í Kveðjuorð: Sverrir Jónsson Fæddur 22. mars 1924 Dáinn 4. mars 1992 Þann 4. mars sl. lést á Borgar- spítalanum í Reykjavík Sverrir Jónsson eftir erfiða sjúkdómslegu. í dag, 22. mars, hefði Sverrir orðið 68 ára gamall og því langar okkur til að minnast hans á fáum orðurn. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Guðrún Ólafsdóttir, eða Dódó, eins og hún hefur alltaf verið kölluð. Sverrir var mjög vel giftur maður og voru þau hjónin með eindæmum samhent og var varla annað þeirra nefnt á nafn nema hins væri getið líka, Sverrir hennar Dódó eða Dódó hans Sverris. Hjartagæska þeirra hjóna hefur ávallt veríð slík að orð fá ekki lýst. Besta dæmið um það er að þau báðu um að vera afi og amma sonar okkar þó svo að eng- inn skyldleiki sé með okkur. Enda hefur Einar Þór alltaf kallað þau Sverrir afa og Dódó ömmu. Það var erfitt verk að útskýra fyrir barninu að Sverrir afi væri dáinn. Það voru svo margar spurningar sem vöknuðu hjá barninu sem erf- itt varð að finna svör við. Elsku Dódó, við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Þó elsku Sverrir afi sé kominn til Guðs þá langar okkur samt til þess að óska honum til hamingju William J. Vouté kaup- sýslumaður - Minning Nýlega lést í New York kunnur kaupsýslumaður þar í borg, sem tengdur var íslandi. William J. Vouté, frá Bronxville, N.Y., var 53 ára, er hann lést. Banamein hans var bráðakrabbamein. Bill Vouté, eins og hann var nefndur í vinahópi, kynntist mörgum ls- lendingum á síðari árum, eftir að dóttir hans giftist Pétri, syni Bar- böru og Ivars Guðmundssonar, fyrrverandi aðalræðismanns ís- lands í New York. William Vouté helgaði sig, eink- um hin síðari ár, margskonar góð- gerðarstarfsemi og studdi m.a. menntamál af mikilli rausn. Hann var lengi varaformaður stóra fjármálafyrirtækisins Salom- on Brothers í New York, en sagði starfi sínu þar lausu fyrir nokkrum árum og helgaði sig fyrst og fremst góðgerðarstarfseminni. Utför Williams Vouté fór fram frá St. Patricks dómkirkjunni í New York. Athöfnina annaðist t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ODDGEIR BÁRÐARSON fyrrverandi sölustjóri, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést í Landakotsspítala þann 27. mars. Sesselja Kristin Kristjónsdóttir, Jón Rúnar Oddgeirsson, Ásta.Karlsdóttir, Bára Björg Oddgeirsdóttir, Gunnar G. Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Grindavík. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Hauki Guðjóns- syni frá Höfn í Grindavík, 27. októ- ber 1956. Eignuðust þau fjögur börn saman en eina dóttur átti Agga fyrir, og eru barnabörnin nú orðin átta. Agga var mikil félagsvera, hafði gaman af að taka í spil og spilaði mikið á píanó sem hún hafði á heimili sínu, einnig sýndi hún mál- efnum kvenfélags Grindavíkur og Grindavíkurkirkju mikinn áhuga. Barnabörnin áttu alltaf vísan stað hjá henni og oft komu þau við hjá ömmu á leið heim úr skólan- um, og alltaf átti amma eitthvað góðgæti að gefa þeirn, enda er söknuður þeirra mikill. Okkur tengdabörnunum reyndist hún mjög vel, var alltaf boðin og búin að aðstoða okkur á allan hátt, og bar hag okkar mjög fyrir btjósti. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum henni allar stundirnar sem við áttum saman. Megi góður guð varðveita hana, og styi'kja eigin- mann, börn og barnabörn í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem) Þórný, Dóra og Skúli. Röng mynd birtist með grein- unum í blaðinu í gær og eru aðstandendur og lesendur blaðs- ins beðnir velvirðingar á þessum mistökum. með afmælið, því við vitum að hann fylgist með okkur. Valur, Heiða og Einar Þór. O’Connor’s kardináli, sem minntist hins látna og góðgerðarstarfsemi hans með mörgum fögrum orðum. M.a. gat kardinálinn þess, að Bill Vouté hefði komið að máli við sig er hann var tæplega fimmtugur, og sagt séi', að hann hefði í hyggju að gefa mest af því sem hann hefði aflað til þurfandi manna og stofn- ana. Kardinálinn minntist þess t.d., að Bill Vouté hefði stofnað sjóð til styrktar einstæðum vanfærum konum, sem hefðu komist á vonar- völ í lífinu. • Tilgangur sjóðsins var að styrkja einstæðar vanfærar konur til náms í atvinnugrein, eða grein- um, sem veitti þeim kunnáttu til verks eða verka, og sem gæti aflað þeim og barni þeirra lífsviðui'vær- is, eftir barnsburðinn. Hin rúmmikla kirkja St. Patricks á Fimmtu tröð í New York var eins þéttsetin við jarðarförina og frekast var unnt, enda gat kardinálinn þess að hann hefði aldrei fyrr séð kirkjuna jafn þétt skipaða við jarðarför. I heimabæ Williams Vouté, Bronxville, sem er skammt fyrir norðan New York borg, var hans virðulega minnst af miklum mann- fjölda, sein stóð í vöðum fyrir utan Vouté-heimilið í kalsaveðri, til að votta ijölskyldunni samúð sína. J.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.