Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
stundum
að stoppa
menn af.“
Friðrik byij-
aði sex ára gam-
all í körfubolta og
hefur verið í honum
á fullu síðan. En hvað
fær 22 ára gamlan leik-
mann til að taka að sér þjálf-
un? „Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á þjálfun og hef nokkuð
hentuga rödd til að láta vel í mér
heyra í íþróttasai. Einnig hef ég
alltaf haft mikinn áhuga á að ræða
um körfubolta og stundpm of mik-
inn — finnst konunni. Ég má ekki
hitta mann sem vill ræða um körfu-
bolta án þess að sökkva mér í um-
ræðurnar," segir Friðrik.
Árangur Friðriks sem þjálfari er
góður. Hann hefur gert Njarðvík-
inga að meisturum í minnibolta,
bæði karia og kvenna, og meistara-
flokkur karla varð íslandsmeistari
í fyrra og er nú orðinn bikarmeist-
ari auk þess sem liðið á möguleika
á Islandsmeistaratitlinum í ár. „Ég
á bara eftir að gera meistaraflokk
kvenna að meisturum, þá er þetta
komið á báðum endum, þeir yngstu
og þeir elstu."
-Nú hefur þú gert UMFN að bik-
armeistara í ár og íslandsmeistara
í fyrra. Ef þið vinnið tvöfalt í ár
er þá nokkuð eftir til að keppa að?
„Jú, auðvitað. Við þurfum þá að
halda fengnum hlut og það getur
verið erfitt. Ég geri mér grein fyrir
því að ég er ekki æviráðinn hjá
UMFN en ég hef áhuga á að þjálfa
áfram og ég hef trú á því sem ég
er að gera þó svo ég viti ósköp vel
að ég er enginn töframaður. Ef ég
fer einhvern tíma til annars liðs þá
yrði markmiðið að gera það að
sterku iiði.
Körfuboltinn á uppleið
Körfuboltinn á íslandi er tví-
mælalaust á uppleið. Öll umgjörðin
í kringum liðin og leiki er önnur
og betri en hún var áður. Það eru
fleiri góðir leikmenn núna en var
fyrir nokkrum árum og menn leggja
meira á sig. Núna sjáum við lág-
vaxna „bakkara" troða og metnað-
ur leikmanna er meiri en áður.
Tæknin og hittnin er mjög góð hér
á landi en okkur vantar hávaxnari
leikmenn og meiri styrk. Það er lít-
ið hægt að gera við hæðinni en við
getum gert mikið varðandi styrk
leikmanna. Það er mjög mikilvægt
að leikmenn styrki sig frá unga
aldri.“
Skáld, trommari og Valsari
„En lífíð er ekki bara körfubolti.
Ég er í fótbolta á sumrin og svo
byijuðum við nokkrir að fíkta í golfi
fyrir nokkru og nú er það orðin della.
Ég er í raun alæta á íþróttir. Ég
held mað Val í handbolta og fótbolta.
Ástæðan fyrir þvi er sjálfsagt að Frið-
rik móðurafí minn, er Valsari og ég
var mikið hjá honum þegar ég var
yngri.- Tvö sumur fór ég með rútunni
á alla heimaleiki Vals í fótboltanum
og einn veturinn fór ég líka á alla
heimaleiki þeirra í handboltanum.
Þegar ég var yngri orti ég lítillega
og þá gerði ég talsvert af því að skrifa,
sögur og annað því um líkt, en ég
er alveg hættur því. Ég les mikið og
er eiginlega sama hvað það er og ég
hlusta mikið á tónlist. Mitt uppáhald
þar er Rush, það eru þrír gæjar sem
spila vandað rokk, eða popp eða sam-
bland af þessu tvennu. Svo spila ég
dálítið á trommur í frístundum. Það
er gaman að ferðast og fara í útilegu
með góðum félögum, sérstaklega þeg-
ar konan keyrir, þá á ég- það til að
stríða henni dálítið," segir Friðrik og
glottir.
Þoliekki
ad
tapa
FRIÐRIK INGI RUNARSSON heitir hann. Hann er þjálfari nýbak-
aðra bikarmeistara Njarðvíkinga í körfuknattleik. Hann er aðeins
23 ára gamall og því yngsti þjálfari efstu deildarinnar í körfunni.
Frá því hann var 15 ára gamall stefndi hann að því að verða þjálfari
meistaraflokks. Hann var valinn besti þjálfari síðasta keppnistímabils,
þá aðeins 22 ára, og líklega er hann best klæddi þjálfarinn þvf hann
mætir ávallt á leiki í jakkafötum með slifsi. Hann hefur gaman af að
skrifa og spilar á trommur í frftfma sfnum. Hann er fæddur og uppalinn
í Njarðvíkunum en heldur samt með Val!
Allir á skíði. Friðrik tilbúinn í skíðaferð með átta ára nemendum sínum.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Robinson hafði verið ráðinn þjálfari
hjá okkur og ég var með æfingarn-
ar áður en hann kom. Fljótlega kom
í ljós að Rondey var ekki sá þjálf-
ari sem vænst var og Ástþór Inga-
son fór að gauka því að mér að nú
væri komið að mér að taka við.
Þegar kallið kom síðan var ég búinn
að hugsa málið vel og var tilbúinn
í slaginn, að því tilskildu að strák-
arnir í liðinu væru því samþykkir.
Ég var alltaf hálf óhress með það
þegar ég var leikmaður hversu lítil
áhersla var lögð á varnarleikinn —
hann er svo mikilvægur. Ég tel að
það sé í eðli mannsins að skora,
ekki ósvipað og veiðieðlið í mannin-
um. Vörnin er hins vegar miklu
meiri vinna. Ég hef því reynt að
efla varnarleikinn hjá okkur og ef
vörnin er sterk þá getum við leyft
okkur að leika svolítið „villtan"
sóknarleik, eins og sumir segja að
við leikum. Það er á vissan hátt
rétt. Við keyrum ansi mikið í sókn-
inni, en ef það gengur illa þá róum
við okkur niður um tíma og aukum
svo hraðann aftur. Ef einhver er
heitur í liðinu þá leyfum við honum
að njóta sín. Það getur verið kúnst
því mikill vill meira og það þarf
Þrátt fyrir að vera ekki gamall
hefur Friðrik komið víða við
á lífsleiðinni. Hann er fæddur og
■■■■■■■■ uppalinn í Njarðvík-
Skúli Unnar unum og eins og
■ Sveinsson gengur og gerist
skrifar me5 unglinga sem
alast upp við sjóinn
vann hann meðal annars í fiski. „Ég
bytjaði að vinna hjá langafa mínum,
Karvel Ögmundssyni, sjálfstæðis-
manni með meiru, og vann hjá hon-
um í ein fjögur sumur frá tíu ára
aldri. Svo hef ég unnið í frystihúsi,
saltfiski, málaði eitt sumar og hand-
langaði hjá múrurum. Eitt sumar
vann ég í íþróttahúsinu og síðastlið-
in tvö sumur hef ég unnið í fríhöfn-
inni á Keflavíkurvelli,*1 segir Friðrik
þegar hann rifjar upp starfsferilinn.
Hann er trúlofaður Önnu Þórunni
Siguijónsdóttur frá Grindavík. Þau
keyptu sér húsnæði í vor en fram
að þeim tíma bjó Friðrik hjá móður
sinni, Önnu Karen. „Foreldrar mín-
ir skildu þegar ég var ungur og ég
hef búið hjá móður minni síðan.
Hún tekur stúdentspróf frá Hamra-
hlíð í vor en ég er ekki alveg búinn
með stúdentinn, á eftir nokkra
áfanga. Ég á þijú hálfsystkini og
hef verið að hitta þau smám sam-
an. Ég hitti meðal annars hálfsyst-
ur mína í fyrsta sinn á bikarúrslita-
leiknum um daginn,“ segir Friðrik.
Hann á eitt barn, stúlku sem
verður sjö ára í júní. „Hún býr hjá
móður sinni í Svíþjóð en við höldum
góðu sambandi. Hún kom til mín í
fyrrasumar og ég stefni að því að
fá hana aftur í sumar.“
Leiöbeinandi og þjálfari
Friðrik vinnur sem leiðbeinandi,
kennir átta ára krökkum í grunn-
skólanum í Njarðvík. „Ég kann
mjög vel við að vinna með börnum
og gæti vel hugsað mér að leggja
það fyrir mig. Annars veit maður
aldrei hvað framtíðin ber í skauti
sér.
Venjulegur dagur hjá mér er
þannig að ég kenni frá rúmlega
átta og fram yfir hádegi og lengur
ef einhver forföll eru þvl ég var í
upphafi ráðinn sem forfallakennari.
Þegar kennslunni lýkur fer ég heim
og horfí á myndbönd af körfubolta
og fer yfír kerfi og hvemig ég ætla
að hafa næstu æfingu. Klukkan
15.30 er æfíng hjá 10. flokki sem
ég þjálfa líka og eftir hana fer ég
heim að bórða og síðan á æfingu
hjá meistaraflokki."
-Þú virðist vera mjög meðvitaður
um hvað þú ert að gera og hvað
þú ætlar þér að gera. Hvað með
mataræðið, ertu svona meðvitaður
um hvað þú borðar?
„Nei það mætti örugglega bæta
það mikið, ég er allt of kærulaus
hvað varðar fæði. Oft borða ég lítið
sem ekkert á morgnana. Eg er
mikið á ferðinni þannig að fæðan
verður ekki eins og hún ætti ef til
vill að vera. Samt reynir maður að
borða eina góða og holla máltíð á
dag, en metnaðurinn mætti vera
meiri varðandi hvað maður setur
ofan í sig.
Ég átti heima í íþróttahúsinu
þegar ég var yngri, og er reyndar
ennþá mikið þar. Sum-
um — konunni minni —
finnst nóg um hvað ég
er mikið þar. Þá var
maður í fótbolta, sundi,
handbolta og körfubolta
og vann til verðlauna í
öllum greinunum.
Stundum kom maður af
sundæfíngu með soðna
fingur og beint á körfuboltaæfingu
og skildi ekkert í því að maður gat
ekki gripið tuðruna."
Friðrik er mjög metnaðarfullur
og gerir ekkert með hálfum huga.
„Hvað þjálfunina varðar þá er þetta
að hluta til mitt starf og ég tel að
menn verði að leggja sig fram í
starfi. Ég hugsa mikið um körfu-
bolta og fer á eins marga leiki og
ég get og hef þá oft með mér litla
upptökuvél sem ég „laumast" til
að nota svo lítið beri á!
Ég þoli ekki að tapa og því tek
ég allt sem ég geri alvarlega. Það
eru margir sem líta á þriggja stiga
keppnina í stjörnuleikjum sem eitt-
hvað til að hafa gaman af. Auðvit-
að er það rétt, svona í og með, en
ég fer í þessa keppni til að vinna
og þannig er með allt sem ég tek
mér fyrir hendur.
Ákveðinn í að þjálfa
meistaraflokk einhverntíma
Ég byijaði að þjálfa yngri flokka
þegar ég var 15 ára gamall og þá
var ég strax ákveðinn í að verða
einhvern tíma þjálfari í meistara-
flokki, þó svo ég ætti ekki von á
að það yrði svona snemma. Rondey