Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992 SKÍÐASVÆÐI FLEST skíðasvæði landsins verða opin um helgina. Gott skíða- færi er sunnan-, austan- og vestanlands en snjólítið á Norður- landi og sum skíðasvæði lokuð af þeim sökum. Suðurland: I dag og á morgun verða skíðalöndin í Bláfjöllum, Skálafelli, Hamragili og Sleggju- beinsskarði opin frá kl. 10-18 og verður skíðakennsla í boði og troðnar göngubrautir opnar á öllum þessum stöðum. Gott færi og nægur snjór er í skíðalöndun- um. í Hamragili (sími 98-34699) verða tvær lyftur knúnar, í Blá- fjöllum (sími 801111) tíu lyftur, í Skálafelli (sími 666099) þrjár og í Sleggjubeinsskarði (sími 98-34666) þrjár. Vestfirðir: Skíðasvæðið á Selj- alandsdal við (safjörð (sími 94-3793) verður opið um helgina frá kl. 10-17. Á svæðinu er mik- ill og góður snjór og ágætt færi. Þar verða fjórar lyftur í gangi um helgina. Norðurland: Skíðasvæði Ak- ureyringa í Hlíðarfjalli (sími 96-22930) verður opið frá kl. 10-17 um helgina. Nægur snjór og gott færi er efst í fjalli og neðri hluti þess er viðunandi. Alþjóðlegt skíðamót verður hald- ið í fj'allinu um helgina. Tvær lyftur á skíðasvæði Sigl- firðinga í Skarðsdal verða knúnar frá kl. 10-16 í dag og á morgun ef veður leyfir. Lítið er um snjó en sæmilegt færi er eigi að síður í efri hluta fjallsins. Stefnt er að því að knýja eina lyftu á nýju skíðasvæði Húsvík- inga í Gyðuhnjúk á sunnudag. Þar er nægur snjór og gott færi. Skíðasvæðin við Dalvík og Ól- afsfjörð verða lokuð um helgina vegna snjóleysis. Austurland: Ein lyfta verður knúin frá kl. 10-17 á skíðasvæði Seyðfirðinga í Stafdal (sími 97-21160) um helgina. Nægur snjór er í fjallinu og færi gott. Þrjár lyftur verða knúnar í Oddsskarði (sími 97-71474) frá kl. 10-18 í dag og á morgun. I skarðinu er nægur snjór og gott færi. Skíðafólki er bent á að hringja í skíðasvæðin áður en lagt er af stað til að kanna veður og færð. Þá fást upplýsingar um veður í sfmsvara Veðurstofunn- ar, 990600. VEÐUR 1 1 srsr r 6° ' r i r r r r r / r r r r IDAGkl. 12.00 Heimlld: Veðurstofa Isiands f f (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 11. APRIL YFIRLIT: Norðan af Jan Mayen er 995 mb lægð sem hreyfist austnorð- austur. Suðaustan af Hvarfi er 996 mb lægð sem mjakast hægt norð- austur og fyrir sunnan ísland er 1.015 mb hæð sem er einnig á hægri norðaustanleið. SPÁ:Heldur vaxandi suðaustan- og austanátt, kaldi eða stinningskaldi um sunnan- og vestanvert landið er kemur fram á daginn en hægari norðaustanlands. Skýjað og dálítil súid eða rigning sunnanlands en þurrt og bjart veður að mestu í öðrum landshlutum. Hiti 4-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg átt á landinu. Skýjað og dálítil snjó- koma eða rigning með köflum víða um land. Vægt frost norðanlands en 1-5 stiga hiti syðra. HORFUR Á MÁNUDAG:Hæg norðaustlæg átt. Dálítil él norðanlands en þurrt og bjart um sunnanvert landið. Hiti 2-4 stig sunnantands. að deginum en annars vægt frost. ■Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað /•/■A */**** # / / * / * * V) ////*/*'** v Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él Skýjað Alskýjað ) § V Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka ' (Kl.17.30ígær) FÆRÐA VEGUM: Góð færð á vegum f nágrenni Reykjavikur og um Suðurnes og sama er að segja um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Vegir á Suðurlandi eru yfirleitt greiðfærir og fært með Suðurströndinni austur á Austfiröi. Vegir á Austurlandi eru yfirleitt vel færir. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð, um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali í Reykhólasveit. Brettabrekka er fær. Fært er frá Brjánslæk um Kleifaheiði til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Fært er norður yfir Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og það- an til ísafjarðar og Bolungarvikur. Einnig eru Breiðadals- og Botnsheiðar færar. Norðurleiðin er yfirleitt greiðfær, svo sem til Siglufjarðar, Akur- eyrar og þaðan til Ólafsfjarðar og Lágheiðí er fær. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur, svo sem í Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru fær. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 4 skýjað Reykjavík 4 skýjað Bergen 7 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 11 Narssarssuaq +4 Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn +5 9 5 6 rigningogsúld léttskýjað þokumóða skýjað alskýjað þokumóða rigning skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Ltixemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 21 léttskýjað 12 mistur 14 þokumóða 12 hálfskýjað 11 alskýjað 15 heiðskírt 15 skýjað 11 mlstur 13 skýjað 16 mistur 19 mistur 13 léttskýjað 16 heiðskírt vantar 16 skýjað 6 skýjað 20 skýjað 29 skýjað 16 léttskýjað 16 skýjað 13 skýjað 7 léttskýjað 23 mlstur +3 snjókoma Hagnaður Olís 105 millj. í fyrra Samþykkt að greiða hluthöfum 12% arð HAGNAÐUR Olíuverslunar íslands hf. (Olís) nam alls um 105 milljónum kr. á sl. ári samanborið við um 95 milljónir árið áður. Rekstrartekjur námu alls 5.246 milljónum og höfðu þær aukist frá árinu áður um 5,9%. Rekstrarhagnaður, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, nam alls um 210 milljónum en að teknu tilliti til fjármagnsliða nam hagnaður fyrir skatta alls tæpum 147 milljónum. Á aðalfundi Olís í gær var samþykkt að greiða hluthöfum 12% arð. Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja niðurstöðu sl. árs ásættan- lega og að fyrirtækið þyrfti að skila að lágmarki um 12% arðsemi. Benti hann á að fyrirtækið hefði verið háð verðlagsákvæðum allt árið og því ekki getað ákveðið álagningu sína. Þá hefði verið farið fram á það við olíufélögin að þau ykju birgðir sínar á sl. ári vegna Persaflóastríðsins sem komið hefði fram í auknum fjár- magnskostnaði. Ennfremur hefðu gífurlegar stökkbreytingar í verði og hækkun dollars haft áhrif á útkomu fyrirtækisins. Eigið fé Olís nam alls 1.717 millj- ónum króna í árslok og var hlutfall eigin fjár 47% samanborið við 40% árið áður. Samkvæmt sjóðsstreymis- yfirliti nam handbært fé frá rekstri alls tæplega 281 miiljón samanborið við 347 milljónir árið áður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra tekur fyrstu skóflu- stunguna að fyrsta atvinnuhúsnæðinu í Smárahvammi. Húsið verður fjögurra hæða og 3.800 fermetra. Smárahvammur: Byggingaframkvæmd- ir við fyrsta húsið hafnar FRAMKVÆMDIR við byggingu fyrsta hússins í Smárahvammi sem ætlað er undir atvinnustarfsemi hófust í gær. Jón Sigurðsson við- skipta- og iðnaðarráðherra tók fyrstu skóflustunguna að húsinu sem verður 3.800 fermetrar að flatarmáli. Faghús hf. byggir húsið en fyrirtækið hefur keypt lóðir af Fijálsu framtaki í Smárahvammi fyrir 11.000 fermetra af atvinnuhúsnæði. Fijálst framtak hefur selt meg- inhlutann af því landi sem það keypti árið 1988 í Smárahvammi, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Smárahvammslandið skiptist í tvo hluta. Er annars veg- ar gert ráð fyrir atvinnuhverfi en hins vegar íbúðahverfi. í íbúða- hverfinu er verið að byggja fjölbýl- ishús með samtals fimm hundruð íbúðum og er áformað að hinar fyrstu verði tilbúnar í haust og næsta vetur. í hinu svokallaða at- vinnuhverfi er aðallega gert ráð fyrir þjónustufyrirtækjum á sviði verslunar og smáiðnaðar. Þá hafa Hagkaup, IKEA og BYKO keypt land í Smárahvammi og á vegum þessara fyrirtækja er verið að und- irbúa byggingu verslunarmiðstöðv- ar sem er á stærð við Kringluna. Enn er þó óvíst hvenær fram- kvæmdir við hana hefjast. Gatnagerð á svæðinu. er lokið og sá Hagvirki hf. um þær fram- kvæmdir. Þrotabú Þjóðlífs: Þorri skulda með ábyrgðum eigenda ÞROTABÚ tímaritsins Þjóðlífs, sem tekið var til gjaldþrotaskipta ný- lega, er eignalaust, ef undan er skilið innbú í starfsaðstöðu fyrirtækis- ins, sem metið er til u.þ.b. 300 þúsund króna. Skuldir munu nema tug- um milljóna og eru aðstandendur tímaritsins í persónulegum ábyrgðum vegna flestra eða allra skuldbindinga, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Óskar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðlífs, sagði að hluthafar hefðu skipt tugum, en 10-15 manns hefðu gengið í persónulegar ábyrgðir vegna skuldbindinga tímaritsins. Þar af hefðu 6-7 manns tekið á sig mikl- ar skuldbindingar, svo skipti milljón- um hjá hverjum og einum. Eins og kunnugt er- hafa komið upp mál þar sem dómstólar hafa gert aðfararhæfar stefnur vegna áskriftagjalda að tímaritinu sem greidd höfðu verið áður en stefnt var. Þær innheimtuaðgerðir voru á vegum fyrirtækisins Innheimtur og ráðgjöf. Fyrir gjaldþrotið höfðu Þjóðlífs- menn rift samningnum á þeim for- sendum að ekki hefði verið staðið við efni hans um hvernig standa skyldi að innheimtunum, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru taldar litlar líkur á að þrotabúið ráðist í kostnaðar- og áhættusöm málaferli til að fylgja þeirri riftun eftir. Bústjóri í þrotabúi Þjóðlífs er Jó- hann H. Níelsson hæstaréttarlög- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.