Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992 Frumvarp umhverfisráðherra: Þverpólitískur ágrein- ingur og samstaða um skipulag miðhálendis Þarf að ræða til niðurstöðu, segir Eiöur Guðnason „HÁLENDIÐ verði afmarkað og settar reglur um skipulags- og bygg- ingarmál þar,“ segir í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, „Velferð á varan- legum grunni“. Eiður Guðnason umhverfisráðherra taldi sig vera að framfylga þessu þegar hann í gær mælti fyrir frumvarpi til laga um stjórn skipulags- og byggingarmála á miðhálendi íslands. Þingflokkur sjálfstæðismanna fellst á að frumvarpið yrði lagt fram til kynningar. En í þingflokki sjálfstæðismanna hefur þetta frumvarp orðið fyrir „allnokkurri efnislegri gagnrýni", segir Pálmi Jónsson (S- Ne). Eiður Guðnason umhverfisráð- herra tók fram í upphafi síns máls að þótt þetta frumvarp væri flutt sem stjórnarfrumvarp hefðu ýmsir stjórn- arþingmenn gert fyrirvara um efni þess og jafnvel lýst andstöðu við ein- stök efnisatriði. Framsögnmaður taldi rétt að þetta kæmi fram, enda væri málið fyrst og fremst flutt til kynningar á þessu þingi, þótt ákjós- anlegt hefði vissulega verið að geta samþykkt reglur um þessi mikilvægu mál. Framlagning þessa frumvarp væri í eðlilegu og rökréttu framhaldi af því sem stæði í stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar, „Velferð á varanlegum grunni": „Hálendið verði afmarkað og settar reglur um skipulags- og byggingarmál þar.“ Ráðherra minntist á uppdrátt sem fylgir frumvarpinu til þess að menn gætu glöggvað sig á viðfangsefninu. Ráðherra Iagði endurtekið áherslu á það í sinni ræðu að sú afmörkun miðhálendisins varðandi skipulags- og byggingarmál sem þær kæmi fram væri aðeins hugmynd sem gert væri ráð fyrir að yrði endurskoðuð. Frumvarpið er samið af nefnd sem umhverfisráðherra skipaði í ágúst- mánuði síðasthðnum. í nefndinni áttu sæti Árni R. Árnason alþingismaður (S-Rn), Árni Gunnarsson, fyrrver- andi alþingismaður, Gunnar Eydal skrifstofustjóri, tilnefndur af Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, og Páll Líndal ráðuneytisstjóri, sem jafnframt var formaður nefndarinn- ar. Það varð sammæli nefndarmanna að í frumvarpi því sem hún myndi vinna að yrði ekki á nokkurn hátt tekin afstaða til eignarréttar á landi né afnotaréttar. Ráðherra lagði sér- staka áherslu á þetta atriði til að fyrirbyggja misskilning. Nefndarmenn urðu sammála um frumvarpið, ef undan er skilin skipan stjórnamefndar sem ljallað er um í 3. gr. frumvarpsins. Þar er kveðið á um að umhverfisráðherra skipi að afloknum sveitarstjórnarkosningum sérstaka stjórnamefnd til að fara með stjórn skipulags- og byggingar- mála á miðhálendinu. Tveir nefndar- manna skulu skipaðir að fenginni tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þrír án tilnefning- ar. Jafnmargir varamenn skulu skip- aðir á sama hátt. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna. Umhverfísráðherra var mætavel ljóst að um þetta væru skiptar skoðanir. Hann sagði að auð- vitað kæmi til greina að fara ein- hveija aðra leið um val nefndar- manna. Það væri honum ekkert sálu- hjálparatriði að skipa þijá nefndar- menn af fimm. Stjórnleysi og réttaróvissa Umhverfisráðherra benti þá stað- reynd að á allra síðustu árum hefðu ferðir manna um hálendið stóraukist og landsmenn ættu nú flota fara- tækja sem gætu komist um fjöll og firnindi. Hálendið væri innan seiling- ar allan ársins hring. Við þessu yrði að bregðast með ýmsu móti. En eitt fyrsta skrefið hlyti að vera það að sjá til þess að samræmdar reglur giltu um skipulags- og byggingar- mál. Ekki yrði lengur undan því vik- ist að koma þessum málum undir einhverskonar heildarstjórn og móta þar stefnu í skipulagsmálum þannig að samræmis og samkvæmni væri gætt. Ráðherra sagði að nú væri ekki hægt að sjá að væri neitt formlegt eftirlit með alls konar umsvifum og framkvæmdum á hálendinu. Þar hefðu risið í tugatali — svo varlega væri til orða tekið — byggingar af ýmsu tagi, oft án nokkurra form- legra heimilda. Varla væri ofmælt að segja að í byggingar- og skipu- lagsmálum hafi ríkt stjórnleysi. Þingmönnum væri mætavel kunn- ugt að stjórnsýsla utan byggða væri nokkuð á reiki hér á landi og hefði framkvæmd t.d. byggingar- og skip- ulagsmála verið „æði tilviljunar- kennd“. Þetta ástand væri óviðun- andi og gæti leitt til stórfelldra nátt- úruspjalla á hinu viðkvæma hálendi. Auk þessa skapaðist óviðunandi rétt- aróvissa þegar undirbúnar væru framkvæmdir, s.s. lagning vega, orkuframkvæmdir o.fl. Umhverfísráðherra gerði nokkra grein fyrir 6. kafla frumvarpsins þar sem fjallað er um greiðslu kostnað- ar. Ráð er fyrir því gert að sá sem sækir um framkvæmdaieyfi á miðhá- lendinu skuli greiða sérstakt umsýsl- ugjald sem ætlað er að standa undir kostnaði við meðferð stjórnarnefnda á umsókn. í þessum kafla er kveðið á um leyfisgjald sem miða má við rúmmetraij'ölda mannvirkis. Framsögumaður taldi rétt að svara spurningum um almanna- kostnað af frumvarpinu með tilvísan til greinargerðar fjárlagaskrifstofu íjármálaráðuneytis; 15-20 milljónir sem deildust á þijú ár. En:„Ætla verður að okkur sem nú lifum verði seint fyrirgefið ef við látum það af- skiptalítið eða afskiptalaust að há- lendinu verði spillt meira en orðið er. Skammsýni, kæruleysi eða gróða- brall mega ekki ráða því, hvernig fari um þessa þjóðareign." Að endingu lagði framsögumaður til að þessu máli yrði vísað til um- hverfisnefndar. Átroðningur eða samstilling strengja Páll Pétursson (F-Nv) taldi vera nokkra ólukku yfir ýmsum frumvörp- um umhverfisráðherra, ekki hvað síst þessu. Sýnu verst þótti honum að það væri „traðkað á sveitastjórn- um“. Umhverfisráðherra hefði í sinni ræðu „ráðist með offorsi" á bygging- arnefndir sveitarfélaga. Páll Péturs- son greindi frá þeirri skoðun sinni að það ætti að vísa þessu frumvarpi til landbúnaðarnefndar. Hann vonaði að þegar þetta mál kæmi aftur til þingmanna yrði unnt að veita því ljúfari viðtökur. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) þótti þau tíðindi leið að e.t.v. skorti á stuðning stjórnarliða. Það væri mjög miður að ekki tækist að stilla saman strengi í slíku stórmáli. Menn ættu að hafa metnað til þess að taka málefnalega afstöðu. Afstaða Hjör- leifs var jákvæð; málið væri „efnis- lega vel undirbúið" og tillögurnar væru þess efnis að engin ástæða Eiður Guðnason í ræðustóli. væri til þess að vísa þeim frá. Snúa yrði við þeirri óheillaþróun sem orðin væri í umgengnis- og skipulagsmál- um á hálendinu. Ræðumaður varaði við því að menn reyndu að þyrla upp mold- viðri, m.a. með því að láta í það skína að frumvarpið væri aðför miðstýring- ar- og Reykjavíkurvalds. Þetta mál væri ekki sérstaklega mál Reykjavík- ur, ekki sérstaklega mál landsbyggð- arinnar, þetta væri mál okkar allra. Og líka þeirra sem sæktu okkur heim. Og við ættum að hafa metnað til þess að fara eftir þeim reglum sem við ætluðumst til af okkar gestum. Hjörleifur lagði áherslu á að það væri mjög margt óljóst varðandi eignarrétt og landamörk á hálendinu. Þetta frumvarp tæki ekki afstöðu til þeirrar spurningar. En það yrði að setja reglur og það væri óþolandi ef þröngir hagsmunir fárra ættu að koma í veg fyrir að þær yrðu settar. Kristín Einardóttir (SK- Rv) tók mjög undir málflutning fyrra ræðu- manns. Hún lagði áherslu á að það yrði að gera ráð fyrir svæðum á hálendinu sem ættu að vera algjör- lega ósnortin af öllum mannvirkum. Til kynningar — einungis Pálmi Jónsson (S-Ne) taldi rétt að vekja athygli á því að þingflokkur sjálfstæðismanna hefði samþykkt að þetta frumvarp yrði lagt fram á þessu þingi til kynningar einvörðungu. Þannig gæfist ráðrúm til umræðu í þjóðfélaginu og að athugasemdir kæmu fram við frumvarpið, áður en það yrði tekið til efnislegrar af- greiðslu á Alþingi. Frumvarpinu væri ekki ætlað að ná afgreiðslu á þessu þingi. Ræðumaður tók fram að þingflokkur sjálfstæðismanna hefði ekki tekið neina formlega efnis- lega afstöðu til frumvarpsins. En Pálmi dró enga dul á að frumvarpið hefði hlotið „allnokkra efnislega gagnrýni í þingflokknum". Það væri eðlilegt að leggja frumvarpið fram til kynningar, svo fengjust viðbrögð og umræða í þjóðfélaginu sem gætu leitt til þess að þessum málum yrði skipað með þeim hætti að friður gæti tekist um. Ekki einungis á Al- þingi heldur einnig við þá aðila sem ættu mest í húfi um land allt. Pálmi Jónsson hafði hinar mestu efsemdir um ýmislegt í frumvarpinu, það væri býsna viðhlutamikið að taka skipulagsmálin úr höndum sveitarfé- laganna og það væri tilefnislítið eða tilefnislaust að taka þessi þau af sveitarfélögum sem þegar ynnu að skipulagi þeirra afrétta og landsvæða sem þau hefðu tilkall til. Hann lagði áherslu á að víða væru til skýrar heimildir til eignar- og nytjaréttar á þessu svæði. „Hreppsnefnd umhverfisráðherra" Guðni Ágústsson (F-Sl) gerði ekki lítið úr mikilvægi þess að marka stefnu í skipulagsmálum hálendisins. En það væri ekki rétt stefna að taka þessi mál undan sveitarfélögunum og setja þau í forsjá „sérstakrar hreppsnefndar umhverfisráðherra". Hann taldi eðlilegra að miða við þau hreppamörk sem verið hefðu og umráðarétt afréttanna og að þessi mál væru á ábyrgð heimamanna. Guðni sagði sjálfsagt að setjast niður og semja áætlun um skipulag miðhálendisins. Ná um það samstöðu allra íslendinga. Eðlilegt hefði verði að skipa samráðshóp „þeirra sem landið eiga og nota“, manna frá Skipulagi ríkisins, úr Náttúruvernd- arráði, og úr umhverfisráðuneytinu. Guðni fagnaði mjög þegar Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra gekk í sal. Honum var það mikilvægt að fá að vita um álit fé- lagsmálaráðherrans, sem svo mjög hefði beitt sér fyrir auknum völdum og ábyrgð sveitarfélaga, á því sem hann nefndi „glórulausa vitleysu"; taka þessi mál frá sveitafélögum; hreppum sem farið hefðu með þessi mál í þúsund ár eða meir. Árnl Mathiesen (S-Rn) ítrekaði fyrirvara þingflokks sjálfstæðis- manna og lýsti sig mótfallinn því að ríkið seildist inn á verksvið sveitar- stjórna. Jón Kristjánsson (F-Al) sagðist ekki gera ráð fyrir því að frumvarpið fengi afgreiðslu á þessu þingi. Alls væri óvíst um stuðning í liði sjálfstæðismanna. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra þakkaði þessa ágætu og mál- efnalegu umræðu. Það væri mikil- vægt að menn áttuðu sig á þeim nýju viðhorfum sem væru í þessum málum, bæði hér og erlendis. Um- hverfisráðherra taldi rök eindregið vísa til þess að málið 'færi til um- hverfisnefndar og ítrekaði tilmæli sín þar um. Eiður Guðnason sagði það vera alveg rétt að um þetta frumvarp væri ekki eining í stjórnarliði. Þetta væri þverpólitískt mál. Mál sem þyrfti að ræða. Og ræða til niður- stöðu. Umræðu lauk en atkvæðagreiðslu var frestað. Selfoss: Gullkorn á silfurfati söngvara og leikara Selfossi. NÝ SÖNGVA- og leiksýning var flutt á Hótel Selfossi laugardag- inn 4. apríl undir heitinu Gullkorn á silfurfati. Um er að ræða söng- og leikdagskrá sem flutt er af 26 einstaklingum. Sýningin verður flutt á Hótel Selfossi í dag, sem verður opinber frumsýn- ing, og síðan nokkrar helgar fram í maí. Viðtökurnar á fyrstu sýningunni voru mjög góðar en það var starfsfólk Sláturfélags Suðurlands*sem fyllti sali hótelsins á árshátíð fyrirtækisins. Höfundar sýningarinnar eru Elín Hekla Klemenzdóttir sem jeyndar átti hugmyndina, Davíð Kristjánsson og Jón Bjamason sem stýrir framkvæmdinni. Helgi Eiríkur Kristjánsson annaðist út- setningar og sér um tónlistar- stjórn. í kynningu sýningarinnar segir að hún sé hugsuð út frá öðra sjón- arhorni en fyrri sýningar og ekki sé um að ræða upprifjun á tónlist- artímabili. Einkunnarorð sýning- arinnar eru: Njóttu, elskaðu, lifðu. Áhersla er lögð á þessar áherslur með leik og söng. Leikararnir mynda uppstillingar sem textar laganna undirstrika. Allir söngv- arar og flytjendur era af Suður- landi og hafa gengið í gegnum strangar æfingar frá áramótum. Eftir dagskrána er gestum boðið upp á danstónlist með hljómsveit- inni Upplyftingu en hluti hennar leikur undir á sýningunni. Með söngnum og leiknum eru Söngurinn og leikurinn tvinna saman gullkornin á silfurfatinu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. í sýningunni mynduð tengsl sem eiga við unga sem eldri. Eink'um er lögð áhersla á tjáningarform unga fólksins og hugljúfa eftirsjá þeirra eldri eftir unglingsáranum þegar þeir upplifa þrár og vonir unga fólksins. Um er að ræða hressilega sýn- ingu sem sýnir metnaðarfullt starf þeirra sem lagt hafa hönd á plóg- inn, jafnt söngvara, leikara og tæknimanna. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.