Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 39 Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Standandi við neyðarsímann: Gunnar Júl. Egilsson hafnarvörður, Sveinbjörn Björnsson svæðisumsjónarmaður Pósts og síma, Magnús Olafs Hansson slysavarnamaður og Ólafur Kristjánsson hafnarstjóri. Bolungarvík: Neyðarsími við höfnina Bolungarvík. VIÐ höfnina hér í Bolungarvík á svo nefndum Grundargarði hef- ur verið tekinn í notkun neyðar- sími sem hægt er að grípa til ef slys eða óhöpp verða og hjálpar er þörf. Við Grundargarð fer fram löndun allra stærri fiski- skipa og þar er einnig talsvert um útskipanir, þannig að oft er talsvert athafnalíf á Grundar- garði. Það var að frumkvæði slysa- varnafólks í Bolungarvík sem þess- um síma var komið fyrir. Síminn er staðsettur á áberandi stað lokað- ur inn í skærrauðan kassa. Til að nota símann þarf að brjóta gler á kassanum, opna lúgu framan á honum, og um leið og tólið er tekið af símanum fer í gang sírena og blikkljós á hafnarsvæðinu og sam- band næst við sjúkrahús staðarins, en þar er sólarhringsvakt og þaðan er kallað á lækni og sjúkrabíl. Öll vinna við uppsetningu þessa boðkerfis var unnin í sjálfboðavinnu og má nefna að Sveinbjörn Björns- son svæðisumsjónarmaður Pósts og síma gaf alla sína vinnu við upp- setriingu búnaðarins, þá gaf Finn- bogi Bernódusson vélsmiður hér í bæ alla vinnu og efni í kassann utan um símann og undirstöður undir ljós og sírenur. Félagar í björgunarsveit Ernis unnu að lagn- ingu kapla. Tæknibúnaðurinn var fenginn frá Rafögn í Reykjavík. Við höfnina í Bolungarvík eru tvær aðrar bryggjur og er áætlað að koma upp samskonar búnaði einnig við þær bryggjur. - Gunnar. NYAR VÖRUR FRÁ ARA TÍSKUVERSLUN • KRINGLUNNI 8-12 • Sl'MI 33300 Einvígið um Reykjavíkur- meistaratitilinn í járnum Eina ferðina enn í vetur mæðir mjög á Olafi Ásgrímssyni, sem verið hefur skákstjóri á flestum stærstu mótum hérlendis síðustu ár. Aukakeppni þurfti á síðasta íslandsmóti, Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og nú síðast á Reykja- víkurmótinu. Afar erfitt hefur verið að finna tíma til að tefla þetta ein- vígi, bæði vegna taflmennsku keppendanna í öðrum mótum og annarra skákviðburða. Guðmundur Gíslason hraðskákineistari íslands Isfirðingurinn Guðmundur Gísla- son hefur teflt mikið á höfuðborg- arsvæðinu í vetur og náð eftirtekt- arverðum árangri. Nýjasti sigur hans var á hraðskákmóti íslands um síðustu helgi, þar skaut hann mörgum sterkum hraðskákmönn- um ref fyrir rass: 1. Guðmundur Gíslason 14 v. af 18 möguleguni 2. Jónas P. Erlingsson 13*/2 v. 3. Þrðstur Þórhallsson 13 v. 4. Helgi Áss Grétarsson 11 Vi v. 5. -8. Jón G. Viðarsson, Þórleifur Karlsson, Arnar Þorsteinsson og Gylfi Þórhailsson 11 v. 9.-12. Ingvar Ásmundsson, Unn- steinn Sigurjónsson, Bragi Hall- dórsson og Ríkharður Sveinsson 10'Á v. Skákmót 40 ára og eldri Nýbreytni í starfsemi Taflfélags Reykjavíkur er að halda mót fyrir skákmenn 40 ára og eldri. Tefldar eru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi aðeins ein umferð á viku. Ekki er hægt að segja annað en að þessi tilraun hafi farið vel af stað, marg- ir skákmenn sem ekki hafa sést á mótum um nokkurt skeið mættu til leiks. Eftir þijár umferðir var Jón Þorvaldsson eini keppandinn sem unnið hafði allar sínar skákir. Jóhann Örn Siguijónsson var annar með 2'A v. Kópavogur í fyrstu deild Taflfélag Kópavogs átti bæði 25 ára afmæli í vetur og flutti í eigið húsnæði. Bæjaryfirvöld þar þurfa ekki að sjá eftir öflugum stuðningi við félagið í húsnæðismálum þess. TK sigraði I annarrar deildar keppni Skáksambands íslands 1991-2 með miklum yfirburðum og tryggði sér sæti í fyrstu deild næsta vetur. Urslit í nokk'rum mótum á veg- um Taflfélags Kópavogs að undan- förnu urðu þessi: Skákþing Kópavogs 1992: 1. Haraldur Baldursson 4 v. af 5 mögulegum 2. -3. Hlíðar Þór Hreinsson 3 v. 2.-3. Haraldur Haraldsson með 3 v. Hraðskákmót Kópavogs: 1. Haraldur Baldursson 13 ‘/2 v. af 17 mögulegum. 2. Sigutjón Haraldsson 13‘/2 v. 3. Hlíðar Þór Hreinsson I2V2 v. Haraldur sigraði Siguijón í ein- vígi, 1 */t— ‘/2. Atskákmót Kópavogs 1992: 1. Matthías Kjeld 5'/2 af 7. 2. -3. Hlíðar Þór Hreinsson 5 v. 2.-3. Eggeit ísólfsson 5 v. Firmakeppni Taflfélags Kópa- vogs: 1. Prentstofa G. Ben (Gunnar Öm Haraldsson) 6 v. af 7 mögulegum 2. Ora hf. (Eggert ísólfsson) 5V2 v. 3. Línuhönnun (Björn Víkingur Þórðarson) 4 ‘/2 v. BandaUg Ultntkra ikin * LANDSBJÓRG Skák Margeir Pétursson ERFIÐLEGA gengur að skera úr um það hver verði skákmeist- ari Reykjavíkur 1992. Þeir Sæv- ar Bjarnason, alþjóðlegur meist- ari, og Sigurður Daði Sigfússon urðu jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í febrúar og háðu siðan fjögurra skáka einvígi um titilinn. Því lauk með jafntefli 2-2, eftir harða baráttu og hófst þá bráðabani. Sá er fyrr vinnur skák hlýtur Reykja- víkurmeistaratitilinn. Þeirri fyrstu lauk með jafntefli og sú næsta fór í bið og verður ekki tefld áfram fyrr en á þriðjudag. Keppinautarnir hafa dijúgan tíma til að rannsaka biðstöðuna sem lítur þannig út: Svart: Sævar Bjarnason Hvítt: Sig. Daði Sigfússon Svartur á leik, en sem sjá má hefur hann meira rými, en á erfitt með að fínna leið fyrir biskupa sína til að taka þátt í sókn. Staðan verð- ur því að metast í járnum eins og reyndar einvígið sjálft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.