Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992 45 Danmörk: Embættísmenn og ráðherra greinir á í Tamílamálinu ■ Pólitísk framtíð Schluters forsætisráðherra í óvissu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRHEYRSLUR í svokölluðu Tamílamáli í Danmörku hafa nú stað- ið í eitt ár. Undanfarið hafa komið fram atriði, sem að öllum líkind- um gera Poul Schliiter forsætisráðherra ókleift að sitja áfram, ef stjórnmálaflokkunum tekst að koma sér saman um eftirmann hans og nýja stjórn. Málið hefur verið ofarlega á baugi í dönskum fjölmiðlum síðan á síðari hluta ársins 1988. Það snýst í raun um tvennt. Annars vegar hvort íhaldsmaðurinn Erik Ninn-Hansen, er var dómsmálaráð- herra 1987, hafi gerst brotlegur við lög með því að hindra að tam- ílskir flóttamenn fengju frjölskyldur sínar til landsins. Hins vegar hvort og hvernig reynt hafi verið að hylma yfir málið eftir að það komst upp og hvetjir hafi tekið þátt í því. Þarna kemur Poul Schliiter við sögu. Ef Ninn-Hansen reynist hafa komið í veg fyrir að lögunum væri framfylgt hefur hann í versta falli gerst sekur um misnotkun valds. Það sem vofir yfir Schliiter er að það sannist á hann að hafa villt um fyrir þinginu. Hvort tveggja varðar við dönsk lög. Ráðherrar eru ekki dæmdir fyrir venjulegum dómstólum, heldur fyrir ríkisrétti, sem samanstendur af níu hæsta- réttardómurum og níu mönnum sem þingið skipar. Slíkur réttur hefur ekki komið saman í áttatíu ár. Nokkrir embættismenn gætu hugsanlega átt á hættu að verða dæmdir fyrir embættisglöp. Heimskulegt mál sem varð æ heimskulegra Upphaf málsins var að á miðju ári 1988 tóku umboðsmanni Þjóð- þingsins að berast kærumál frá lögfræðingum vegna þess að skjól- stæðingar þeirra, tamílskir flótta- menn, fengu ekki svar frá danska dómsmálaráðuneytinu við beiðnum um að fá fjölskyldur sínar til Dan- merkur eins og þeir áttu kröfu á. Umboðsmaðurinn ákvað að athuga í heild afgreiðslu ráðuneytisins á slíkum málum. Að frumathugun lokinni var afgreiðsla ráðuneytisins gagnrýnd. Umboðsmaðurinn ætlaði að halda rannsókn sinni áfram, en þá tók réttarnefnd þingsins upp sam- ráð við Ninn-Hansen sem þá var enn dómsmálaráðherra að því er virðist að frumkvæði ráðherrans. Þar með gat umboðsmaðurinn ekki fylgt málinu eftir, því með þessu samráði var þingið orðið aðili máls- ins og umboðsmanninum því óheimilt að fjalla um það. Síðar hefur þetta verið lagt út á þann veg að ráðherrann hafi stöðvað rannsókn umboðsmannsins. Stjórnarandstaðan þrýsti nú á um að afskipti ráðherrans af Tam- ílamálinu yrðu rannsökuð betur. í janúar 1989 neyddist Ninn-Hansen til að segja af sér vegna þessa og tók við embætti forseta þjóðþings- ins sem er mikil virðingarstaða. Fyrsta verk eftirmanns hans, H.P. Clausens, var að leyfa fjölskyldum Tamílanna að flytjast til Danmerk- ur og koma málinu þannig í eðli- legt horf eins og það var kallað. Umboðsmaðurinn gat nú á ný haf- ið rannsókn sína þrátt fyrir að Ihaldsflokkurinn virðist hafa beitt sér gegn því. Hann birti gagnrýni sína á embættisfærslu ráðherra í byrjun mars 1989. Þar með bloss- uðu umræður um málið upp að nýju. I lok apríl 1989 sá Schlúter sig tilneyddan til að gera þinginu grein fyrir stöðu málsins. Hann sagði m.a. að það lægi ljóst fyrir að engu hefði verið sópað undir teppið. Því var ræðan kölluð teppisræðan. Hún friðaði engan og gagnrýnin á gerð- um Ninn-Hansens lá enn í loftinu. Hann þurfti að segja af sér sem þingforseti. Málið kom enn upp í þinginu og um mitt ár 1990 ákvað stjórnin að skipa rannsóknardóm til að komast að því hvað nákvæm- lega hefði gerst í dómsmálaráðu- neytinu. Það var einnig dregið í efa að Schlúter hefði sagt þinginu satt og rétt frá í teppisræðunni þannig að verkefnum rannsóknar- dómsins var fjölgað. Málið var fljót- lega kallað Hansen-gate með vísan til Watergate-málsins í Bandarikj- unum. Viœ yfirheyrslur sagði einn embættismannanna að þetta hefði verið heimskulegt mál, sem síðan hefði orðið æ heimskulegra. Yfirheyrslur fyrir opnum tjöldum Dómurinn er ekki venjulegur dómstóll sem fellir dóm heldur á hann einungis að gera grein fyrir hvað gerðist. Mogens Hornslet hæstaréttardómari er dómsforseti og með honum vinna borgardómar- ar og dómarafulltrúar, auk Henriks Holm-Nielsens lögfræðings sem er nokkurs konar ákærandi í málinu, því það er hann sem spyr vitnin við yfirheyrslurnar. Yfírheyrslurn- ar fara fram í litlum sal í húsi hæstaréttar. Lögfræðingurinn hef- ur tölvu sér við hlið þannig að hann er fljótur að finna skjöl þegar hann vill sannreyna framburð vitna. Það er hins vegar Hornslet dómari sem á að taka saman grein- argerð um hvað gerðist í raun og hver vissi hvað hvenær. Greinar- gerðin verður væntanlega tilbúin í haust. Það er yfirleitt léttur bragur á yfirheyrslunum þótt um alvörumál sé að ræða. Holm-Nielsen sagði í samtali við fréttaritara að mikil- vægt væri að vitnunum fyndist ekki að þau væru knúin til að segja annað en það sem þau gætu staðið við. í upphafi fóru yfirheyrslur fram fyrir luktum dyrum en Ninn- Hansen krafðist þess að aðgangur að þeim yrði opinn og fékk hann því framgengt á endanum. í þingræðu fyrir þremur árum sagði Schliiter forsætisráð- herra m.a. að það lægi Ijóst fyrir að engu varðandi Tamíla- málið hefði verið sópað undir teppið. Upp frá því var ræðan kölluð teppisræðan. Þáttur Ninn-Hansens Eftir árslangar yfírheyrslur ligg- ur fyrir að ummæli Ninn-Hansens og Schlúters stangast á við fram- burð ýmissa háttsettra embættis- manna. Ninn-Hansen heldur því fram að hann hafi ekki vitað að fjölskylduflutningarnir hafi verið stöðvaðir haustið 1987. Hins vegar hafi hann ýtt umsóknum til hliðar í desember það ár, því ástandið á Sri Lanka, heimalandi Tamílanna, hafi farið batnandi, þannig að lík- legt hafi verið að um 2.600 tamílsk- ir flóttamenn gætu farið frá Dan- mörku. Því hafi engin ástæða verið til þess að fjölskyldurnar kæmu til Danmerkur. Einnig vísar hann til álitsgerðar um tillögur um breytta tilhögun varðandi flóttamenn al- mennt. Þrátt fyrir gagnrýni um- boðsmannsins á miðju ári 1988 hélt Ninn-Hansen uppteknum hætti, engar umsóknir voru af- greiddar. Skýring Ninn-Hansens stenst ekki, meðal annars vegna þess að í hópi þeirra sem áttu óafgreiddar umsóknir um að fá fjölskyldur sín- ar til Danmerkur voru tamílskir flóttamenn sem voru búnir að vera í Danmörku í meira en tvö ár, en eftir þann tíma er ekki hægt að senda flóttamenn til baka, jafnvel þótt aðstæður heima fyrir breytist. Samkvæmt fyrrum ráðuneytis- stjóra í dómsmálaráðuneytinu sem hefur verið færður í annað starf vegna málsins, sagði Sehlúter hon- um síðar að á ríkisstjórnarfundi í september 1987 hafi Ninn-Hansen hlotið ákúrur frá ráðherrum íhalds- flokksins fyrir að stemma ekki stigu við aðstreymi tamílskra flótt- amanna og fjölskyldna þeirra til landsins. Þannig skýrði Schlúter að Ninn-Hansen skyldi gefa skipun um að stöðva fjölskyldufiutningana seint í september það sama ár. Embættismenn í ráðuneytinu halda því fram að umsóknum hafí ekki verið ýtt til hliðar vegna ann- arra verkefna, eins og ráðherrann segir, heldur hafi afgreiðsla þeirra verið stöðvuð og það þegar i lok september. Álitsgerð um hugsan- legan heimflutning flóttamanna hafi verið notuð eftir á til að rétt- læta stöðvunina og enginn hafi tekið neitt sérstakt mark á þessu plaggi í þá veru sem ráðherra vilji vera láta. Embættismennirnir segj- ast þráfaldlega hafa varað Ninn- Hansen við stöðvuninni allt árið 1988. I yfirheyrslum síðustu daga hef- ur Ninn-Hansen haldið fast við að hann hafi ekki gefið neina skipun um að stöðva fjölskylduflutningana og hafi það verið gert, sé það verk embættismanna, þótt hann sem ráðherra hafi borið ábyrgð á öllum embættisverkum ráðuneytisins. Hann kannast ekki við að embætt- ismennirnir hafi lagt að sér að leyfa fjölskylduflutningana og segist jafnframt ekki skilja hvers vegna þeir hafi strax leitt eftirmann hans, H.P. Clausen, í allan sannleik um hvað var á seyði, en ekki sagt sér neitt, úr því þeir vissu að þetta var ólöglegt. Embættismennirnir hafi sumir látið í það skína að Ninn- Hansen hafi ekki verið þannig yfir- maður að það borgaði sig að and- mæla honum og takmörkun á að- streymi flóttamanna til Danmerkur hafi verið honum mikið hjartans mál. Þáttur Schluters og sljórnarandstöðunnar Varðandi Schlúter hvarflar ekki að neinum að hann hafi vitað um þessa stöðvun 1987, heldur að hann hafi reynt að hylma yfír hvað fór fram í dómsmálaráðuneytinu í málum Tamílanna. Þegar hann var yfirheyrður síðastliðið sumar hélt hann því fram að hann hefði talað samkvæmt bestu vitund í þingræðu sinni í apríl 1989, því embættis- menn hafi leynt hann upplýsingum. Nýlega hefur meðal annarra ráðu- neytisstjóri forsætisráðuneytisins borið vitni um að ráðherrann hafi fundað með sér og þáverandi ráðu- neytisstjóra dómsmálaráðuneytis- ins áður en hann flutti ræðuna, meðal annars kvöldið áður, og þeir hafi að fullu upplýst hann um hvernig Ninn-Hansen hafi beitt sér fyrir stöðvun fjölskylduflutning- anna þegar í september 1987. Schlúter stendur nú einn eftir með vitnisburð sinn. Hann verður yfir- heyrður í byijun apríl og þá verður framburður embættismannanna borinn undir hann. Þáttur stjórnarandstöðunnar í málinu er ekki ljós, en þær raddir hafa heyrst að hún hafi vitað um málið þegar á seinni hluta árs 1988 án þess að aðhafast nokkuð sér- stakt. Venstre, sem er í stjórn ásamt íhaldsflokknum, hefur ekki verið orðað við málið, nema hvað sagt er að Bertel Hárder kennslu- málaráðherra hafi talað ákaft fyrir því að reynt yrði að takmarka straum tamílskra flóttamanna til landsins í september 1987 og þann- ig óbeint haft áhrif á hvaða stefnu Ninn-Hansen valdi. Hverjar verða afleiðingar Tamílamálsins? Strax og málið kom upp á yfir- borðið og grunsemdir vöknuðu um að Schlúter hefði vitað meira en hann lét uppi við þingið í apríl 1989, létu raddir úr stjórnarand- stöðunni í veðri vaka að hann kynni að þurfa að segja af sér vegna málsins. Lengi vel tók Venstre ekki undir það. Fyrir nokkrum dögum létu bæði varaformaður þingflokks Venstre og einnig Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra og for- maður þess flokks, í ljósi efasemd- ir um að Schlúter gæti setið áfram, ef rannsóknin, sem nú er í gangi, leiddi í ljós að hann hefði farið á bak við þingið. Fyrir nokkrum vikum sagðist Schlúter ætla að sitja sem fastast þar til hann yrði um 67 ára, þ.e. í fjögur ár enn. Eftir vitnisburð embættismannanna nýlega sagðist hann ekki ætla að taka neina ákvörðun um stöðu sína fyrr en niðurstöður rannsóknarinnar lægju fyrir. Flestir sem fylgjast með Tamíla- málinu virðast því ekki spyija hvort, heldur hvernig hann dragi sig í hlé. I þessu sambandi hefur verið minnt á að Jens Otto Krag lét af starfí forsætisráðherra eftir að Danir höfðu samþykkt inngöngu í EB 1972. Þar með ýja þeir að því að Schlúter geti gert það sama eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Dana 2. júní um Maastricht-samkom- ulagið. Stjórnarandstaðan hefur látið í það skína að ef Schlúter hætti, verði að efna til kosninga. Frammámenn í íhaldsflokknum hafa ekki tekið undir það. Henning Dyremose fjármálaráðhera er tal- inn líklegur arftaki Schlúters og bæði Radikale venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa lýst yfir að þeir styðji það val, ef úr yrði. Mið- demókratar hafa sagt að ný stjóm- armyndun kalli á aðrar vangavelt- ur. Jafnaðarmannaflokkurinn hef- ur ekki gefið út neina yfirlýsingu um málið, en einn af leiðtogum jafnaðarmanna lét þess getið við fréttaritara Morgunblaðsins að það væri enginn vafi á því að Schlúter þyrfti að segja af sér vegna máls- ins, því þær spurningar sem það vekti gerðu honum ókleift að sitja áfram. Þótt æ fleiri tali nú um afsögn Schlúters má ekki gleyma því að dönsku stjórnmálaflokkarnir gætu átt erfitt með að koma sér saman um eftirmann Schlúters. Jafnaðar- menn mega ekki til þess hugsa að Venstre og þar með Uffe Elle- mann-Jensen taki við forsætisráð- herraembættinu, því það er stað- fest djúp á milli þessara flokka. Innan Jafnaðarmannaflokksins ólgar óánægja með formanninn Svend Auken. Leiðtogar Miðdemó- krataflokksins hafa lýst því nokkuð opinskátt yfir að þeir gætu gengið til stjórnarsamstarfs við jafnaðar- menn, ef einhver annar en Auken yrði forsætisráðherra, og þá jafn- vel sett flokksformann sinn, Mimi Jacobsen, í stól forsætisráðherra. Vangavelturnar eru í algleymingi. H t Eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GUÐMUNDSSON, Miðengi, ' Grímsnesi, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður að Búrfelli. Helga Benediktsdóttir Halldóra Kristinsdóttir, Guðbrandur Kristjánsson, Valgerður Kristinsdóttir, Gústav A. Guðnason, Þórunn Kristinsdóttir, Eiríkur Helgason, Katrín Kristinsdóttir, Árni Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRÍMANN SIGURÐSSON fyrrum yfirfangavörður, íragerðf 12, Stokkseyri, sem lést 5. apríl, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju í dag, laugardaginn 11. apríl, kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 12.30. Anna Hjartardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Anna P. Hjartardóttir, Svavar Björnsson, Áslaug Baldursdóttir, Frímann Baldursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.