Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 53 Fríkirkjur, þjóðkirkja o g sértrúarsöfnuðir p Frá Einari Eyjólfssyni: SÍÐASTA sunnudag, 5. apríl, birtist frétt á baksíðu Morgunblaðsins um J breytingu á skráningu fólks í Frí- kirkjusöfnuði. Þessi breyting er í því fólgin að söfnuðir eru ekki lengur ■ bundnir við ákveðin svæði og skrán- ™ ing fólks í söfnuðina breytist ekki nema fólk leiti sjálft úrsagnar. Með þessari breytingu hafa fríkirkjusöfn- uðirnir þrír nú sömu stöðu og öll önnur trúfélög í landinu. En þá er komið að tilefni þessara skrifa sem eru ummæli biskups, herra Ólafs Skúlasonar, um núver- andi stöðu safnaðanna. Orðrétt segir í fréttinni: „Sagði Ólafur að þessir söfnuðir hefðu nú sömu stöðu og sértrúarsöfnuðir." Þessi orð hafa vakið nokkra at- hygli og hafa margir haft samband við undirritaðan prest Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, til að spyrja hvað bisk- up eigi við með þessum orðum. | Nú er það svo að hugtakið sértrú- arsöfnuður er ekki til í opinberri skráningu um trúarfélög. Þetta hug- '% tak er hins vegar mikið notað af al- menningi um trúarhópa sem þekktir eru fyrir trúarkenningar sem mörg- p um fínnast öfgakenndar. Það er því ekkert undarlegt að fólki í fríkirkjusöfnuðum bregði við ofangreind ummæli biskupsins. Tel ég því æskilegt að þessi ummæli verði útskýrð betur enda veit ég að þau hafa ekki verið sögð tila ð lýsa skoðunum biskups á trúarkenningum fríkirkjusafnaðanna. Eins og flestir vita byggja fríkirkj- usöfnuðirnir á sama kenningar- grundvelli og íjóðkirkjan og sam- skiptin milli fríkirkjusafnaðannna og . Þjóðkirkjunnar hafa ætíð verið mjög náin. Biskup hefur vígt presta til safnaðanna og prestar færst til í störfum milli safnaða þjóðkirkju og fríkirkju. Við önnur ummæli biskips í fram- angreindri blaðagrein vil ég einnig gera örlitla athugasemd. Biskup seg- ir: „Fram að þessu voru fríkirkju- söfnuðir háðir sömu ákvæðum og söfnuðir Þjóðkirkjunnar um búsetu safnaðarfólks.“. Þessi ummæli geta vakið misskilning. Það er rétt að frí- kirkjusöfnuðir voru áður bundnir við ákv. svæði en um þá gilti ekki hið sama og um söfnuði Þjóðkirkjunnar sem skiptast í sóknir. Dæmi: íjóðkirkjumaður í Hafnar- firði flutti út fyrir starfssvæði sinnar sóknar um tíma. Hann flutti skömmu síðar til baka og var þá sjálfkrafa skráður í sína fyrri sókn að nýju. Fríkirkjumaður sem flutti út fyrir starfssvæði síns safnaðar í Hafnar- firði þurfti hins vegar að sækja form- lega um aðild að nýju í sinn gamla. söfnuð er hann flutti til baka. Þessi dæmi lýsa því vel að um söfnuði íjóðkirkju og fríkirkju hafa ekki gilt alveg sömu ákvæði um bú- setu. Um söfnuð Fríkirkjunnar í Hafn- Pennavinir Sara Ekelund Jakthornsgranden, 12 226-52 Lund | Sverige Ahugamál hennar eru dýr, dans, diskó, íþróttir. Annika Andersson Jagaregatan 142 226-52 Lund Sverige Áhugamál hennar eru dýr, músík, íþróttir. NUTIMA HROSSARÆKT OG BLUP-KERFIÐ Opinn fundur verður haldinn í félagsheimili Fáks, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.30. Frummælendurverða þeirdr. ÞorvaldurÁrnason kynbótafræðing- ur og Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. Stuttar framsögur og opnar umræður um þetta eldheita mál. Fundarstjóri: Kári Arnórsson, formaður LH. Aðgangseyrirkr. 500. Hestamannafélagið í-TpctaIVTfnnT Hestamannafélagið Andvari i——------------) Gustur Búnaðarfélag J Hestamannafélagið Islands Hörður Eiðfaxi Hestamannafélagið Hestamannafélagið Sörli Fákur_____ Hestamenn-Reiðmenntaskóli arfirði má hins vegar segja að hann hafi verið í „sókn“ að undanförnu en í öðrum skilningi þó en Þjóðkirkjan notar þetta hugtak þegar rætt er um söfnuði innan hennar. Safnaðarfólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og öflugt safnaðarstarf verið byggt upp. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði hyggst halda áfram í þessari „sókn“, ekki í eigin þágu, heldur í þágu þess boðskapar sem kirkjunni er trúað fyrir. Að lokum vona ég að öllum mis- skilningi sem framangreind blaða- grein kann að hafa valdið verði eytt og þykir leitt að þurfa að koma með siíkar athugasemdir því ég þekki vel þann góða hug sem biskupinn ber til þess safnaðar sem ég þjóna. EINAR EYJÓLFSSON, fríkirkjuprestur í Hafnar- firði, Árnarhrauni 34. LEIÐRÉTTING 566 emstakling- ar til Stígamóta VILLA slæddist inn í grein Sigurð- ar Þórs Guðjónssonar í Morgunblað- inu miðvikudaginn 8. apríl. Þar átti að standa: „Árin 1990-1991 leit- uðu 566 einstaklingar til Stígamóta en á síðasta ári voru nýjar konur 305.“ Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut._J Kopavogi, sími 671800 „Enginn verbmúr Toyota Corolla 1300 XL ’88, hvítur, sjálfsk., ek. 52 þ., 5 dyra. V. 660 þús., sk. á ód. y;/—Á 1 mm& x Ford Bronco II XL '88, 2.9L EFi, vínrauöur, beinsk., ek. 37 þ. V. 1250 þús., stgr. Toyota Carina II SS '88, hvítur, 5 g., ek. 73 þ., 5 dyra. V. 790 þús. Ath. Vantar á staðinn nýl. bfla árg. ’88-’92. Einnig vantar ódýra bíla sem eru skoðaðir '93. Saab 900i 4 dyra '87, grásans, sjálfsk., ek. 76 þ. Gott eintak. V. 940 þús., sk. á ód. MMC Lancer hlaðbakur GLXi ’91, ek. 21 þ. V. 1030 þús., sk. á ód. Suzuki Fox 413 JX ’87, ek. 55 þ., 33“ dekk, o.fl. V. 790 þús. Toyota Corolla XL 1.3 station ’91, ek. 11 þ., 5 g., vökvast. o.fl. V. 940 þús. Toyota Corolla XL 5 dyra, ’88, 5 g., ek. 40 þ. V. 590 þús., stgr. Volvo 245 GL station ’JB6, b!ár, 5 g., ek. 108 þ. V. 690 þús. Ath. 15-30% staðgreiðsluafsláttur Slæðurnar fást hér MISHERMT var í frétt ferðablaðs 3. apríl sl. að YSL silkislæður væm ekki fáanlegar í verslunum hér á landi. Snyrti-og gjafavöruverslunin Sigurboginn að Laugavegi mun hafa slæður þessar til sölu og kosta þær 11.900 krónur. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. M METRO í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 Ástralskur bakari, 34 ára, sem hefur mikinn áhuga á íslandi: Stephen Ireland, 93 Cooper Street, Campbellfield 3061, Australia. 11 ÁRA GÖMUL indversk stúlka, nú búsett í Indónesíu, óskar eftir íslenskum pennavinum. Skólafélag- ar hennar skrifast á við_ krakka í 80 löndum en hún velur ísland þar sem hún hefur áhuga á landi og þjóð. Heimilisfang hennar er: Doyel Bhattacharya Jakarta International School NUNA ER RETTITIMINN TIL VETRARÚÐUNAR! VERSLUN SÖLUFELAGS GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5 • KÓPAVOGI • SÍMI: 4 32 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.