Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Sigur íhaldsflokksins Sigur íhaldsflokksins í þing- kosningunum í Bretlandi á fimmtudag er merkilegur fyrir margra hluta sakir og til marks um að skoðanakannanir og yfir- borðsmennska nútíma fjölmiðlunar ráða þrátt fyrir allt ekki stjórnmál- um samtímans. íhaldsflokkurinn hefur verið við völd í Bretlandi í 13 ár og hefur nú fengið umboð þjóðarinnar til fimm ára stjórnar- setu til viðbótar. Þetta er einstakt afrek. Einmenningskjördæmin, kosn- ingafyrirkomulagið breska, hafa tryggt áframhaldandi stjórn íhaldsmanna, kröfum um breyting- ar á þeim vettvangi hefur verið hafnað, hvað svo sem síðar kann að verða. Þetta kosningafyrir- komulag stendur bersýnilega djúp- um rótum í bresku þjóðlífi. En hvaða tegund af lýðræði tryggir það? Stjórnmálaflokkur sem er í augljósum minnihluta meðal þjóð- arinnar getur haft umtalsverðan meirihluta á þingi. Flokkur á borð við Fijálslynda hefur umtalsvert fylgi hjá bresku þjóðinni en sárafáa fulltrúa á breska þinginu. Víst er um það, að okkar þjóðfélag mundi ekki una kosningafyrirkomulagi af þessu tagi. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að ólíklegt væri að einhver einn flokkur fengi meirihluta á þingi og að Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Því var spáð að sökum efnahagskrepp- unnar í Bretlandi myndu kjósendur snúa baki við íhaldsmönnum og greiða andstæðingum þeirra at- kvæði sitt. Talið var að eftir 13 ára stjórn íhaldsmanna væri „þreyta og leiði“ tekin að einkenna afstöðu almennings til íhalds- flokksins, líkt og gerst hefur viða á meginlandinu að undanförnu. Nefskatturinn óvinsæli myndi verða til þess að telja mörgum hughvarf. Fylgi „þriðja aflsins“ í breskum stjórnmálum, Fijáls- lyndra demókrata, myndi aukast, ekki síst sökum þeirrar áherslu sem flokkurinn legði á að núver- andi kosningafyrirkomulagi yrði breytt. John Major væri prýðilega hæfur og maður geðslegur í hví- vetna en ekki nógu „spennandi" leiðtogi á þeim sjónvarps- og ímyndartímum sem við nú lifum. Tími breytinga í breskum stjórn- málum væri runninn upp. Nú liggur fyrir að ekkert af þessu kom á daginn. Breska þjóðin bar ekki nægilegt traust til Neils Kinnocks til að tryggja honum búsetu í Downingstræti 10. Vafa- laust er það rétt að Kinnock hefur náð fram miklum breytingum á stefnu og starfsháttum Verka- mannaflokksins, en hann hefur ekki reynst sannfærandi stjórn- málaleiðtogi að öðru leyti. Mestu skipti þó sú skýra stefna sem John Major boðaði til að lina efnahagsþrengingar bresku þjóð- arinnar. Major lagði á það áherslu að sú leið skattahækkana sem Verkamannaflokkurinn boðaði myndi ekki verða til þess að draga úr efnahagskreppunni og breska þjóðin var sammála því mati hans. Major boðaði að í stað skattahækk- ana bæri að lækka skatta og lækka vexti til að stuðla að því að ráðstöf- unartekjur almennings myndu aukast, sem aftur yrði til þess að hjól efnahagslífsins færu að snúast á ný. Þessu mati forsætisráðherr- ans var breska þjóðin einnig sam- mála. Líkt og forsætisráðherrann í kosningabaráttunni sýndi al- menningur í Bretlandi aðdáunar- verða yfirvegun í þessum sögulegu þingkosningum. Þótt miklar breytingar hafi verið gerðar á stefnuskrá Verkamanna- flokksins breska á undanförnum árum fer ekki á milli mála að þær lausnir sem flokkurinn boðar eru sósíalískar í eðli sínu. Líkt og John Major benti á er hann boðaði til síðasta blaðamannafundar síns daginn fyrir kjördag hefur þeirri hugmyndafræði nú verið hafnað með afdráttarlausum og eftir- minnilegum hætti. í lýðræðisríkj- um Vestur-Evrópu vill almenning- ur upp til hópa að afskipti ríkis- valdsins verði skilgreind og tak- mörkuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Framtak og frelsi einstaklingsins, möguleikar hans til að ná árangri, umhyggja fyrir þeim sem ekki gera það og ganga af einhveijum ástæðum ekki heilir til skógar, er hugmyndafræði samtímans. Fram- lag einkaframtaksins og nákvæm- lega skilgreint hlutverk ríkisvalds- ins er sú blanda sem tryggir frelsi, hagvöxt og þjónustu hins opinbera við þá sem raunverulega þurfa á henni að halda. í Austur-Evrópu þurftu hundruð milljóna manna að upplifa hrylling sósíalismans og niðurstaða þeirra var sú sarna og kjósenda á Bretlandi nú. Þótt meirihluti íhaldsflokksins á þingi hafi ekki verið minni frá ár- inu 1951 eru úrslit kosninganna sögulegur sigur fyrir íhaldsmenn og mikill persónulegur sigur fyrir John Major. Hann tók við því erf- iða hlutverki að verða leiðtogi flokksins eftir að Margaret Thatcher hafði verið steypt af stóli. Ýmsir höfðu efasemdir um Major og töldu hann tæpast fram- tíðarleiðtoga flokksins. Með yfir- vegun og rósemi höfðaði John Major til bresku þjóðarinnar og sannaði með eftirminnilegum hætti að hógværð, festa og skýr hug- myndafræði heyra ekki sögunni til. Bretar hafa hafnað sósíalískum úrræðum, forsætisráðherra með skýra stefnu og traustan meiri- hluta hefur enn á ný verið leiddur til öndvegis, staða bresku þjóðar- innar á alþjóðavettvangi hefur ver- ið treyst. Kannanafræðingarnir og ímyndarsmiðirnir höfðu rangt fyrir sér. Traust og samhent stjórn með skýra stefnu nær árangri og beri hún gæfu til að koma sjónarmiðum sínum, heimspeki sinni og framtíð- arsýn til skila getur hún þolað þrengingar, mótmæli og biekking- ar andstæðinganna og treyst á dómgreind og yfirvegun almenn- ings. SIGUR IHALDSMANNA I BRESKU ÞINGKOSNINGUNUM John Major heilsar stuðningsmönnum fyrir utan Downing-stræti í gær. aeuter. Undursamleg tækifæri hlasa viö - sagði John Major í ávarpi fyrir framan Downingstræti 10 JOHN Major forsætisráðiierra ávarpaði stuðningsmenn sína og almenn- ing fyrir framan Downingstræti 10 á hádegi í gær og svaraði jafn- framt nokkrum spurningum fréttamanna. Sagði Major m.a. að stjórn sín myndi standa vörð um ríkisrekna heilbrigðiskerfið (NHS). Það myndi áfram vera öllum opið og yrði ekki einkavætt. Major flutti ávarp sitt hálftíma eftir að flokkurinn hafði tryggt sér hreinan meirihluta á þingi. Fram að því hafði forsætisrápherrann verið varkár í ummælum. A kosninganótt- ina sagði hann t.d., er ljóst var hvert stefndi, að úrslitin væru ásættanleg en minnti jafnframt á að hann hefði ætíð trúað á sigur íhaldsflokksins. í ávarpi sínu sagði Major m.a.: „Það er mér mikill heiður að fá að halda áfram því starfi sem hafist hefur undanfarna sextán mánuði. Þetta hafa verið heillandi sextán mánuðir og það eru mikil forréttindi að fá tækifæri til að starfa sem for- sætisráðherra. Ég met þessi for- réttindi mikils og mun leggja mig allan fram. Á næstu árum blasa við okkur undursamleg tækifæri í þessu landi.“ Sagðist hann heita því að tækifærið sem nú gæfist yrði ekki misnotað. Valfrelsi einstaklinganna yrði aukið. „ Fyrsta verkefnið er að vinna sig upp úr lægðinni þannig að vöxtur geti hafist á ný...Ég óska þess að við munum auka menntun- ar- og þjálfunarmöguleika eins og við höfum talað um. Þeim mun fjölga sem geta eignast eigið húsnæði og eigin auð og sem geta séð til þess að það sem þeir hafa unnið sér inn afhendist ástvinum þeirra þegar fram líða stundir og svo áfram til komandi kynslóða ... Við munum halda áfram að byggja upp ríkis- rekna heilbrigðiskerfið. Það verður eins og það er nú, opið öllum, það verður ekki einkavætt. Ekki núna og ekki á meðan ég er í Downing- stræti," sagði forsætisráðherrann Major var m.a. spurður hvernig hann ætlaði að þjóna þeim sem ekki greiddu Ihaldsflokknum atkvæði. „Við lagasetningu munum við taka tillit til hagsmuna allra íbúa lands- ins. í starfi mínu sem forsætisráð- herra felst að gæta þess að gleyma ekki þessum hagsmunum," svaraði forsætisráðherrann. John Major, forsætisráðherra Breta: Vill að dugnaður einstaklinga síní London. Reuter. JOHN Major, sonur sirkusleikarans, gerði það ómögulega og leiddi breska Ihaldsflokksins til sigurs fjórða sinn í röð. Hefur það ekki gerst í 170 ár, ekki síðan Liverpool lávarður varð fyrstur til þess árið 1822. Er afrek Majors meira fyrir það, að skoðanakannanir sögðu allt aðra sögu og það hefur ekki þurft spámannlega vaxinn mann til að veðja á, að flokkur, sem hefur verið við völd í 13 ár og á við efnahagsvanda að glíma, hann tapar en vinnur ekki. stéttlausu þjóðfélagi Major, sem er 49 ára að aldri og yngstur breskra forsætisráðherra á þessari öld, sagði í gær, að hann hefði ávallt verið viss um sigur. „Bar- áttan var skemmtileg frá upphafi til enda,“ sagði hann en þegar hann tók við af Margaret Thatcher fyrir hálfu öðru ári var íhaldsflokkurinn 20 pró- sentustigum á eftir Verkamanna- flokknum samkvæmt skoðanakönn- unum. Major bætti þó stöðuna smám saman og i Persaflóastríðinu jukust vinsældir hans mjög. Þegar nær dró kosningum virtist samt sem stuttum valdaferli Majors væri að Ijúka. Honum og íhalds- flokknum var kennt um lengsta sam- dráttarskeið í efnahagslífinu síðan í kreppunni á íjórða áttugnum og sem forsætisráðherra og fjármálaráð- herra áður lagði hann mesta áhersiu á að beijast við verðbólguna og það með vopnum, sem eru lítt til vin- sælda fallin, háum vöxtum. Hann hvikaði þó hvergi og er þessi stað- festa hluti af pólitískri lífssýn hans og þeirri reynslu, sem hann hlaut í æsku. Faðir Majors var sirkusleikari eins og fyrr segir en þegar hann lagði það starf á hilluna, orðinn nokkuð við aldur, stofnaði hann fyrirtæki, sem framleiddi alls konar skraut í garða, en varð gjaldþrota og missti allt sitt. Á þessum tíma bjó Major- fjölskyldan nokkuð vel í einu út- hverfa Lundúna en neyddist nú til að setjast að í einu fátækrahverfa borgarinnar. Sextán ára gamall hætti John Major í skóla og eftir að hafa unnið um skeið sem verkamað- ur var hann atvinnulaus í nokkurn tíma. Þá komst hann að í banka þar sem hann vann sig fljótt upp vegna hæfileika sinna og óbilandi dugnað- ar. John Major segir, að þrátt fyrir fátækt og erfiðleika hafi aldrei hvarflað að honum að gerast sósíal- isti. „Ég þekki sósíalismann," sagði Major í kosningabaráttunni, útataður í eggjum, sem kastað hafði verið hann. „Við Bretar viljum hann ekki. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að njóta ávaxtanna af erfiði okkar, við eigum að vera hreykin af því.“ Hugsjónir Majors eru stéttlaust þjóðfélag þar sem dugnaður ein- staklinganna fær notið sín og í eina fjárlagafrumvarpi hans sem fjár- málaráðherra reyndi hann að hvetja til og greiða fyrir almennum sparn- aði, sem oft er eina trygging einstakl- ingsins á óvissum tímum. Verðbólg- an, sem afbakar öll gildi og dregur dár að erfiðismanninum, má aldrei þrífast. Það var vegna þessara skoðana og eiginleika, sem Margaret Thatcher vildi, að Major yrði sinn eftirmaður en hann var fyrst kjörinn á þing árið 1979, sama ár og Thatc- her settist að í Downingstræti 10. Sem persónur eru þau samt mjög ólík. Major geislar ekki af kraftinum, sem einkennir Járnfrúna, og hann er ekki mikill mælskumaður. Margir landa hans geta með engu móti skil- ið í hveiju velgengni hans er fólgin. Á stuttum forsætisráðherraferli sínum hefur Major þótt standa sig vel á alþjóðavettvangi og hann vann umtalsverðan sigur í Maastricht þeg- ar hann samdi um undanþágur Breta fyrir þátttöku í einingarstarfi Evr- ópubandalagsríkjanna. Þá hefur hann bundist vináttuböndum við George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Helmut Kohl, kanslara Þýska- lands, enda er pólitískur ferill þeirra ailra ekki ólíkur. Eiginkona Majors, Norma, sem hann kvæntist 1970, er mikill óperu- unnandi og hefur gert mikið til að auka áhuga landa sinna á því list- formi. Hefur hún meðal annars ritað ævisögu áströlsku óperusöngkon- unnar Joan Sutherland og kom hún út árið 1987. Eiga þau hjónin tvö börn á unglingsaldri, Elizabeth og James. JOHN MAJOR John Major forsætisráðherra Bretlands varð fyrstur til að leiða breska íhaldsflokkinn til fjórða sigursins í röð í þingkosningum. 29. mars 1943 Fæddist í Merton í suðurtiluta Lundúna, sonur loftfimleikamanns I fjölleikahúsi 1959 Lauk skólagöngu 16 ára. Starfaði við ýmislegt og var atvinnulaus um tíma þar til hann hóf störf fyrir banka 1970 Kvænist Normu Johnson. Þau eignuðust síðar tvö börn 1979 Vinnur sæti á þinginu í kosningum árið sem M. Thatoher varð forsætisráðherra 1981-1983 Embættismaður í innanrfkisráðuneytinu 1986- 1987 Aðstoðarráðherraalmannatrygginga 1987- 1989 Aðstoðarfjármálaráðherra 1989 • Utanríkisráðherra • Fjármálaráðherra 28. nóvember 1990 Verður yngsti forsætisráðherrann á öldinni eftir að M. Thatcher var steypt 9. aprfl 1992 Leiðir Ihaldsflokkinn til sigurs i fjórða sinn I röð í þingkosningum Snögg fylgisaukninjy íhaldsmanna síðustu sólarhringana: Otti við skattahækkanir og efasemdir um hæfni Kinnocks Lundúiiuni. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÁFORM Verkamannaflokksins um skattahækkanir og efasemdir al- þýðu manna um hæfni og ágæti leiðtoga hans, Neils Kinnocks, tryggðu sögulegan sigur Ihaldsflokksins í þingkosningunum í Bret- landi á fimmtudag. Skoöanakannanir höfðu gefið til kynna að fylgis- sveifla frá Ihaldsflokknum til Verkamannaflokksins yrði á bilinu sjö til átta prósent en snörp fylgisaukning flokks Johns Majors á síð- ustu 48 klukkustundunum fyrir kjördag tryggði íhaldsmönnum hrein- an meirihluta á þingi. Var þetta í samræmi við ábendingar íhalds- manna þess efnis að fylgi flokksins væri oftlega vanmetið fyrir kjör- dag auk þess sem kannanir er mældu fylgi á landsvísu segðu lítið þar sem kosið væri í einmenningskjördæmum. Úrslit kosninganna eru mikill persónulegur sigur fyrir John Major forsætisráðherra en að sama skapi mikið áfall fyrir Neil Kinnock og má heita æði líklegt að hann neyðist til að segja af sér leiðtogaembættinu. Skoðanakannanir höfðu einkum sýnt tvennt. Annars vegar að stefn- umál Verkamannaflokksins væru ofar í huga kjósenda en málefni það sem íhaldsmenn höfðu einkum lagt áherslu á og í annan stað að efa- semdir væru nokkuð almennar um hæfni Kinnocks til að stjórna Bret- landi. Á síðastnefnda atriðið lögðu íhaldsmenn mikla áherslu en kannanir sem gerðar voru á kjördag benda til þess að skyndilega hafi umtalsverðum hluta kjósenda snúist hugut’ og ákveðið að styðja skatta^ lækkunarstefnu íhaldsmanria í von um að hún tryggi efnahagsbata hér í landi. Neil Kinnock, sem vat’ kjör- inn leiðtogi Verkamannaflokksins árið 1983, hefur nú tvívegis stjórnað flokknum í kosningabaráttu og tap- að í bæði skiptin. Staða Kinnocks, sem einkum beitti sér fyrir stefnu- breytingu flokksins í mörgum sér- lega mikilvægum málaflokkum, er nú mjög veik. Verði skipt um leið- toga er líklegt að athygli manna beinist einkum að John Smith, ijár- málaráðherra í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins, sem þótti standa sig sérlega vel í kosningabar- áttunni. Úrslitin eru einnig nokkuð áfall fyrir Paddy Ashdown, leiðtoga Fijálslyndra demókrata, sem leiddi flokkinn í fyrsta skipti. Spádómar hans um fylgisaukningu og „sögu- leg úrslit“ reyndust rangir. Fylgi flokksins minnkaði í þessum kosn- ingum líkt og gerðist 1987 og verð- ur það almennt að teljast áfall fyrir þá hugmyndafræði sem flokkurinn boðar sem „þriðja valkostinn" í breskum stjórnmálum. Flokknum og Ashdown sérstaklega tókst þó að vekja verulega áthygli á helsta baráttumáli flokksins sem er að horfið verði frá núverandi kosninga- fyrirkomulagi og tekin verði upp hlutfallskosning. Ekki Iengur í skugga Thatcher Sigur íhaldsfiokksins er söguleg- ur en úrslit kosninganna eru ekki síður mikill persónulegur sigur fyrir John Major. Hann hélt því ætíð fram að flokkurinn myndi ná hreinum þingmeirihluta og sýndi aldrei nein merki þess að hann hefði áhyggjur af niðurstöðum skoðanakannana. Hann sýndi mikla yfii’vegun og lét áhyggjur flokksbræðra sinna af gangi kosningabaráttunnar sem vind um eyru þjóta. Úrslitin gera það að verkum að hann má nú telj- ast ósigrandi innan íhaldsflokksins auk þess sem hann hefur nú loks losnað úr þeirri aðstöðu að vera í skugga Margaret Thatcher, fyrrum flokksleiðtoga, sem var látin fara er persónulegar óvinsæjdir hennar urðu óviðunandi fyrir íhaldsflokk- inn. Major getur nú beðið þess að raunverulegur og mælanlegur efna- hagsbati verði í Bretlandi á næstu árum og boðað til kosninga þegar honum hentar, sem gæti orðið eftir fjögur ár. Þessi úrslit treysta einnig mjög stöðu Majors á alþjóðavett- vangi. Hann getur nú talað máli Breta, ekki síst á vettvangi Evrópu- bandalagsins, í krafti umboðs bresku þjóðarinnar. Hvenær getur Verkamanna- flokkurinn sigrað? Nú þegar breski íhaldsflokkurinn hefur náð hreinum meirihluta á þingi flórða kjörtímabilið í röð er eðlilegt að spurningar vakni um hlut og stöðu Verkamannaflokksins í breskum stjórnmálum. Þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar, nokk- urn leiða í röðum kjósenda á stjórn íhaldsflokksins og fremur mis- heppnaða kosningabaráttu íhalds- flokksins framan af, tapaði Verka- mannaflokkurinn kosningunum. Sú ákvörðun íhaldsmanna að steypa Margaret Thatcher og afnám nef- skattsins óvinsæla hafði tæpast úr- slitaáhrif. Þegar litið er yfir sviðið hlýtur sú spurning að vakna hvaða aðstæður þurfi að ríkja í Bretlandi til að Verkamannaflokkurinn nái að vinna sigur í þingkosningum hér. Vera kann að ný staða hafi skapast í breskum stjórnmálum eftir ósigur Verkamannaflokksins á fimmtudag; flokkurinn geti einfaldlega ekki einn og óstuddur náð þingmeirihluta. Af þeim málum sem einkum var lögð áhersla á í kosningabaráttunni eru tvö sérlega athyglisverð með tilliti til breskra stjórnmála; breyt- ingar á kosningafyrirkomuiagi og sjálfstætt þing Skotum tii handa. Þrátt fyrir mikinrí sigur skoskra þjóðernissinna jók íhaldsflokkurinn fylgi sitt þar en íhaldsmenn höfðu varað við því að Bretland myndi lið- ast í sundur fengju Skotar eigið þing. Þetta mál hefur hins vegar engan veginn verið til lykta leitt þó svo öruggt megi heita að Skotar fái ekki eigið þing á meðan íhaldsflokk- urinn er við völd í Bretlandi. Það sama á við um breytingar á kosningafyrirkomulagi. Samkvæmt skoðanakönnunum er umtalsverður hluti Breta hlynntur því að einmenn- ingskjördæmi verði aflögð og tekin verði upp hlutfallskosning. Nú kann svo að fara að Verkamannaflokkur- inn taki einnig upp þetta stefnumál flokks Paddy Ashdown. Einhvers konar bandalag þessara tveggja flokka í þessu máli er vel hugsan- legt og víst er að breytingar á núver- andi fyrirkomulagi verða ofarlega á baugi í breskri þjóðmálaumræðu á næstunni. Viðbrögð á fjármálamörkuðum: Bresk verðbréf og sterl- ing’spundið hækka í verði BRESK lilutabréf, bresk ríkisskuldabréf og sterlingspundið hækkuðu öll í verði á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum í kjölfar frétta af sigri íhaldsflokksins. Fjármálamenn hafa ávallt verið hlynntari stjórn ihalds- manna en Verkamannaflokksins og því til viðbótar bættust vonir um að breska ríkisstjórnin inyndi brátt tilkynna lækkun vaxta. „íhalds- menn eru við völd, allt er í lagi“ voru til að mynda skilaboðin sem send voru út á tölvuskjána hjá japönsku verðbréfafyrirtæki í London þegar úrslitin lágu fyrir. Verðbréfafyrirtæki voru með menn á vakt alla nóttina tilbúna að bregðast við og selja bresk verðbréf ef svo færi að Verkamannaflokkur- inn næði völdum eða pattstaða kæmi upp í þinginu eins og búist hafði verið við. Þegar fregnir tóku hins vegar að berast af sigri Johns Maj- ors tóku þeir til við að kaupa pund og bresk verðbréf. Hækkaði sterlingspundið hratt í verði jafnt gagnvart þýska markinu sem Banda- ríkjadollar. Englandsbanki bauð til sölu bresk ríkisskuldabréf fyrir 800 milljónir punda á alþjóðlegum verðbréfa- mörkuðum, þegar sigur íhalds- flokksins lá fyrir aðfaranótt föstu- dagsins, en engin fordæmi eru fyrir slíku útboði. Seldust skuldabréfin upp á örskömmum tíma og snemma á föstudagsmorgun bauð bankinn ríkisskuldabréf fyrir 800 milljónir punda til viðbótar til sölu sem einnig var vel tekið. Var búist við því á fjár- málamörkuðum að enn frekari útboð væru væntanleg. Er þessi mikla sala ríkisskulda- bréfa, samhliða hækkun pundsins, talin eiga eftir að gera stjórninni kleift að lækka vexti lítillega þó svo að vaxtaákvarðanir væru að mestu háðar vaxtaákvörðunum þýska seðlabankans í Frankfurt. Samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær var verðbólga í Bretlandi 4% í marsmánuði en það er 0,1 pró- sentustigi minna en í febrúar. Þetta er aðeins minni lijöðnun verðbólgu en margir hagfræðingar höfðu spáð. Reuter Verðbréfamiðlarar berjast; um bresk ríkisskuldabréf í LIFFE-kauphöll inni í London í kjölfar kosningasigurs íhaldsflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.