Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 33
! .. M BiMfflgMHfcf tlíefelítíi'ídíííM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 33 Stefnt er að því að fjárfesta fyrir 150 milljónir á árinu STEFNT er því að heildarfjárfesting Kaupfélgs Eyfirðinga á þessu ári verði ekki hærri en 150 milljónir króna. A síðasta ári fjárfesti félagið fyrir 279 milljónir króna, en sú stefna hefur verið mörkuð að í ár verði fjárfest fyrir töluvert lægri upphæð og er það liður í því að reyna að lækka skuldir félagsins. KEA seldi eignir fyrir 271 milljón króna^á liðnu ári. Þegar er búið að veita heimild fyrir fjárfestingum, m.a. kaupum á nýrri áfyllingarvél fyrir vatn, en hún verður sett upp í Mjólkursam- lagi KEA eftir páska. Þá er gert ráð fyrir að kosta meiru til mark- aðssetningar en áður hvað varðar vatnsútflutninginn. Þá verður opnuð ný verslun á vegum félagsins í lok þessa mánað- ar jafnframt því sem unnið er að endurnýjun búðarkassa í öllum matvöruverslunum. Til viðbótar þessum fjárfestingum er ljóst að endurnýja verður tæki og búnað af ýmsu tagi, en stefnt er að því að KEA opnar nýja Nettó- búð og’lok- ar tveimur KAUPFÉLAG Eyfirðinga mun í lok þessa mánaðar opna nýja mat- vöruverslun á Óseyri 1 og mun hún leysa af hólmi núverandi Nettó-búð við Höfðahlíð, sem verður lokað. Þá verður verslun- inni við Brekkugötu 1 cinnig lokað samhliða opnun nýju búðarinnar. I skýrslu stjórnar KEA sem lögð var fram á aðalfundi sem haldinn var í gær, segir að samkeppnishæfni ætti að aukast við þessar breytingar með nýrri og stærri búð, jafnframt því sem kostnaður lækkar. Fram kom á aðalfundinum að af- koma verslunar í heild hefði verið lakari en árið áður. I matvöruversl- unum bæði á Akureyri og í útibúun- um var söluaukning lítil, álagning lækkaði vegna harðnandi verðsam- keppni og matvörur hækkuðu nánast ekkert á milli ára og lækkuðu í sum- um tilfellum. Launakostnaður hafí á hinn bógin hækkað sem og annar kostnaður, þannig að afkoman í matvörudreifingunni versnaði umtai- svert á milli ára. Hvað sérvöruverslanir varðar var afkoman yfirleitt góð, en þó ekki jafngóð og árið áður. heildarfjárfesting KEA á þessu ári verði ekki meiri en 150 milljónir króna. Á síðasta ári var fjárfest fyrir tæplega 280 milljónir. Þar voru stærstu liðirnir tæki til ostagerðar og annar búnaður í samlagið fyrir 88 milljónir króna, tæki í frystihús- ið á Dalvík og malbikun á lóð fyrir 32 milljónir og tæki og ýmsar endurbætur á frystihúsi og togara í Hrísey fyrir 27 milljónir. Félagið seldi eignir fyrir 271 milljón króna á síðasta ári, en þar vegur þyngst sala á aflaheimildum til Útgerðarfélags Dalvíkinga fyrir um 192 milljónir króna, land- flutningabílar voru seldir fyrir 14 milljónir króna og fasteignir í Grófargili fyrir um 28 milljónir króna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þessir heiðursmenn voru á leið á aðalfund KEA i gær, frá vinsti eru sr. Birgir Snæbjörnsson, Björn Þórðarson, sem sótt hefur alla aðal- fundi félagsins frá 1935, að tveimur undanskildum, og þá feðgarnir Guðjón H. Daníelsson og Daníel Guðjónsson. Hlutabréf keypt fyrir 45 milljónir KAUPFÉLA Eyfirðinga keypti hlutabréf fyrir 45 milljónir króna á síðasta ári í 14 félögum. Bróðurparturinn fór til kaupa á hlutabréfum í Islenskum sjávaraf- urðum hf. en þar keypti KEA hlutabréf fyrir 28,6 milljónir króna. Þá voru keypt hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir tæpar 3,9 milljónir króna. Keypt voru hlutabréf í Goða hf. fyrir 2,5 milljónir, 2 milljónir króna voru lagðar í Laxá hf. og einnig 2 milljónir í Foldu hf. og rúmlega 1,7 milljónir króna í íslenskan skinnaiðnað, en hlutabréf voru keypt í Samskip hf. fyrir 1 milljón króna. 1 öðram félögum voru keypt hlutabréf fyrir á bilinu 67 þúsund upp í 990 þúsund, en það eru Laxós í Ólafsfirði, ísstöðin á Dal- vík, Kaupþing Norðurlands, Land- flutningar, Óseyri 3 hf., Mikligarð- ur hf. og Jötunn hf. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga: Með b-deildarstofnsjóði verður opnað fyrir áhættufé í reksturinn TILLAGA um stofnun b-deildar stofnsjóðs og sölu samvinnuhluta- bréfa var til umræðu á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga sem haldinn var í gær. Með stofnun slíks sjóðs verður opnað fyrir áhættufjár- magn inn í félagið. Stjórn félagsins telur að fara verði þessa leið til að samvinnufélög standi jafnfætis hlutafélögum, en þau geti að öðr- um kosti neyðst til að breyta rekstri sínum í hlutafélög reynist þessi leið ekki fær. lögin sem eru í samkeppni við hluta- félög, neyðist tii að breyta rekstri sínum í hlutafélög, til þess að standa jafnfætis þeim hvað varðar öflun áhættufjár og styrkingu eig- infjárstöðu,“ segir í skýrslu stjórn- ar. í nýjum lögum um samvinnufélög er heimildarákvæði um stofnun svo- kallaðs b-deildar stofnsjóðs, sem fjár skal aflað til með sölu á sam- vinnuhlutabréfum. Stjórn KEA ákvað að gera það að tillögu til aðalfundar að félagið nýtti sér þetta heimildarákvæði. Meginástæða þess að stjórn félagsins vill fara þessa leið, er sú að með þessu mótLopnast leið til að fá áhættufé inn í félagið og styrkja um leið eig- infjárstöðu þess. I skýrslu stjórnar kemur fram að með þessu móti sitji samvinnufé- lögin við sama borð og hlutafélög hvað þetta varðar, en hlutafélög hafí í auknum mæli verið að gefa út ný hlutabréf og styrkt þannig fjárhagsstöðu sína og samkeppnis- hæfni. Arður er greiddur af því ijár- magni sem inn kemur fýrir sölu samvinnuhlutabréfa, en samvinnu- hlutabréfunum fylgir einnig skatt- afsláttur eins og af öðrum hluta- bréfum, en ekki atkvæðisréttur. „Með því að fara þessa ieið er ekki verið að raska hinni félagslegu og lýðræðislegu uppbyggingu sam- vinnufélaga, hún er varðveitt með þessu móti. Ef þessi leið reynist ekki fær er hætt við að samvinnufé- Rannsóknarlögreglan: Hundur fann hass HUNDUR í eigu lögreglufulltrúa Rannsóknarlögreglunnar á Akureýri fann við húsleit hjá mönnum sem grunaðir voru um fíkniefnamis- ferli, hasspípur, sem síðan leiddi til þess að fíkniefni fannst í fórum þeirra. Tildrög málsins eru þau, að rann- sóknarlögreglan handtók þrjá menn á fimmtudag og viðurkenndu þeir við yfirheyrslur að hafa brotist inn í tvo skóla, Glerárskóia og Hvamms- hlíðarskóla auk þess að gera tilraun til innbrots í kaupfélagið í Varma- hlíð. Við rannsókn málsins vöknuðu grunsemdir um að mennirnir neyttu fíkniefna og var því gerð húsleit á gististað þeirra. Hundur, sem einn lögreglumannanna á og hefur þjálf- að var notaður við húsleitina og var hann fljótur að finna hasspípur á staðnum. Við leit í bíl mannanna fannst nokkurt magn af bæði hassi og amfetamíni. Svifflugfélag Akureyrar: Nýtt húsnæði tek- ið í notkun á 55 ára afmæli félagsins SVIFFLUGFELAG Akureyrar tekur í tilefni af 55 ára afmæli sínu í dag, laugardag, í notkun nýtt húsnæði við Akureyrarflug- völl. Þar verður verkstæðis- og félagsaðstaða, en húsið er um 100 fermetrar að stærð og kost- ar um 4 milljónir króna. Félagsstarf Svifflugfélagsins er öflugt og eru félagsmenn um 50. Að sumrinu fer starfsemi þess fram á Melgerðismelum í Eyjafjarðar- sveit þar sem góð aðstaða er til svifflugs, en með tilkomu nýja hús- næðisins batnar mjög aðstaða til vetrarstarfs félagsins, en þar geta menn stundað viðgerðir og smíðar í rúmgóðum húsakynnum. Frá áramótum hafa félagsmenn verið að innrétta og ganga frá húsnæðinu, sem upphaflega var flugskýli, en því verki er nú lokið og verður húsið formlega tekið í notkun í dag. Kostnaður við þessar framkvæmdir nemur um 4 miiljón- um króna, en félagið átti eldra verkstæðishús fyrir sem það seldi. Svifflugfélag Akureyrar á 5 svif- flugur, þar af þá elstu sem til er hér á landi, en hún var smíðuð á Akureyri árið 1938 ogerenn í flug- hæfu ástandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Valdemar Valsson formaður Svifflugfélags Akureyrar, Jónas Hallgrímsson og Bragi Snædal í hinu nýja húsnæði félagsins, sem tekið verður í notkun í dag. ------♦—......... POB: Ragnar H. Hall ráðinn búsljóri PRENTVERK Odds Björnssonar var úrskurðað gjaldþrota hjá skiptaráðanda bæjarfógetans á Akureyri í gær. Lándsbanki íslands lagði á fimmtudag fram beiðni um að fyrir- tækið yrði tekið til gjaidþrotaskipta og var úrskurðað í málinu í gær. Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- maður hefur verið ráðinn bústjóri þrotabúsins og er þess að vænta að fulltrúar Landsbankans og bústjóri muni innan skamms semja um 5ó' bankinn taki að sér rekstur prent- verksins. Landsbankinn ætlar sér að tryggja rekstur fyrirtækisins áfram, svo ekki komi til stöðvunar, með svipuðum h'ætti og hann gerði er Álafoss hf. var úrskurðaður gjald- þrota síðasta sumar. Hjá POB vinna um 25 starfsmenn og er þar rekin alhliða prentsmiðja, bókaútgáfa og einnig gaf félagið út tímaritið Heima er best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.