Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Stjórnskipunarleg-ur mun- ur á EB — EFTA og EES eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur Nokkuð hefur borið á því í dag- legri umræðu meðal fólks að það leggur að jöfnu samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og aðiid að Evrópubandalaginu (EB). Einnig hefur heyrst að margir virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir hver sé stjórnskipunarlegur munur á EFTA-samtökunum og EB. En stofrianir, markmið, ákvarð- anataka og almenn umsvif innan EFTA, EB og fyrirhugað samstarf EES er mjög ólíkt. Hlutverk þeirra er einnig ólíkt þar sem EFTA-sam- tökin eru fyrst og fremst fríverslun- arsamtök, en Evrópubandalagið er tollabandalag og jafnframt bandalag ríkja þar sem sameiginlegur starfs- vettvangur nær til mun fleiri þátta en viðskipta eða efnahags. Evrópska efnahagssvæðið er samningur þess- ara bandalaga um að koma á fót víðtæku fríverslunarsvæði sem grundvallist á sameiginlegum regl- um og sömu samkeppnisskiiyrðum. Til að skýra þetta ögn nánar er rétt að líta á stjórnstofnanir og hvernig ákvarðanatöku er háttað innan EFTA, EB og hvernig hún er fyrirhuguð innan EES. EFTA Stjórnstofnun EFTA hefur lítil sem engin völd heldur sinnir fyrst og fremst daglegum stjórnunarstörf- um og þjónar sendifulltrúum aðildar- ríkjanna. Stofnanir EFTA eru einnig mjög fáliðaðar, hafa aðeins um 120 starfsmenn en aftur á móti vinna um 24.000 manns hjá stofnunum Evrópubandalagsins. EFTA-samtökin byggjast í raun aðeins á einni stofnun, EFTA-ráð- inu, sem hefur sér til aðstoðar fasta- nefndir til að sjá um tæknivinnuna. í ráðinu eiga sæti sjö fulltrúar, einn frá hverju ríki. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði en reglan er sú að ekki eru teknar ákvarðanir nema með samþykki allra aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn eða aðrir starfs- menn EFTA hafa ekki sjálfstætt ákvörðunarvald. Ekki er gert ráð fyrir því að EFTA hafi neitt yfirþjóð- legt vald. Aðildarríki EFTA þurfa því ekki að afsala fullveldi sínu eða ákvörðunarrétti sínum til stofnana EFTA. Evrópubandalagið Stjórnskipulag Evrópubandalags- ins byggist meðal annars á því að aðildarríkin taka ákvarðanir um samskipti sín í sameiginlegum stofn- unum. Stofnanir Evrópubandalags- ins eru ólíkar hvað varðar uppbygg- ingu og gerð. Annars vegar eru hin- ar svonefndu yfirþjóðlegu stofnanir og hins vegar stofnanir, sem eru tengdar ríkisstjórnum aðildarríkj- anna beint. Aðildarríki EB hafa framselt sjálfsákvörðunarrétt sinn í nokkrum málaflokkum til sameigin- legra stofnana bandalagsins. Af þeim máíaflokkum eru landbúnaðar- málin langviðamest og fer um helm- ingur útgjalda framkvæmdastjórnar EB eingöngu til þess málaflokks. Sjávarútvegsmál aðildarríkjanna heyra einnig undir þessar sameigin- legu stofnanir. Rétt er að taka fram að þessir málaflokkar, landbúnaður og sjáv- arútvegur, sem skipta okkur Islend- inga miklu máli, standa utan samn- ingssviðs EES. Viðkomandi stofnanir móta síðan sameiginlega stefnu fyrir öll aðild- arríki EB í þessum málaflokkum. Við slíka sameiginlega stefnumótun eru hagmsunir bandalagsins í heild hafðir að leiðarljósi og reynt að úti- loka sérhagsmuni einstakra ríkja. Þó er þess gætt í hvívetna að ekki sé gengið á rétt aðildarríkjanna. Akvarðanir í þessum málaflokk- um eru bindandi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og ríki innan bandalagsins, án þess að leggja þurfi þær sérstak- lega fyrir stjórnvöld viðkomandi ríkja. Yfirþjóðlegu stofnanirnar svo- nefndu eru: Framkvæmdastjórnin, Evrópuþingið og Evrópudómstóllinn. Þeir fulltrúar, sem skipa fram- kvæmdastjórnina og einnig dómar- arnir í Evrópudómstólnum, eru reyndar skipaðir af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, en þeir eru algjör- lega Óháðir þeim. Þeim er skylt að vinna að sameiginlegum markmið- um og hagsmunum bandalagsins en mega ekki láta hagsmuni eigin heimaríkis hafa áhrif á verk sín. Evrópuþingið hefur aftur á móti þá sérstöðu að til þess er kosið í beinum kosningum í aðildarríkjunum og því er ætlað það hlutverk að starfa að hagsmunum og framgangi Evrópu- bandalagsins. Þó þessar stofnanir hafi yfirþjóð- legt yfirbragð er valdsvið þeirra mjög takmarkað. Meðferð hins sam- eiginlega valds er að mestu í höndum stofnana, sem eru tengdar ríkis- stjórnum aðildarríkjanna beint, ráð- herraráðinu og leiðtogaráðinu. Ráðherraráðið fer bæði með æðsta ákvörðunarvaldið og einnig löggjafarvaldið innan bandalagsins. En það er skipað ráðherrum aðildar- ríkjanna. Fulltrúar í ráðherraráðinu geta beitt neitunarvaldi í málum sem eru talin geta gengið gegn grundvallar- hagsmunum einstakra aðiidarríkja. Leiðtogaráðið gegnir einnig mjög stóru hlutverki í stefnumótun og ákvarðanatöku Evrópubandalagsins. Segja má að ríkisstjórnir aðildarríkj- anna stjórni bæði stefnumótun og ákvarðanatöku bandalagsins að miklu leyti í gegnum þessar stofnan- ir. Evrópska efnahagssvæðið Samvinna EFTA-ríkjanna og Evr- ópubandalagsins hefur á undanförn- um árum aukist mjög hratt. Allt frá árinu 1989 hafa staðið yfír viðræð- ur, sem hafa haft það að megin markmiði að kanna möguleika á að koma á fót einu markaðssvæði fyrir bæði bandalögin og þau nítján ríki sem í þeim eru. Formlegum samningaviðræðum lauk síðan í árs- byijun 1992 og mun samningurinn væntanlega taka gildi 1. janúar 1993. Með þessum samningi er stefnt að því koma á sameiginlegu efna- hagssvæði með vörumarkaði á við- skiptatálma og hindrunarlausum fjármagnsmarkaði. Ennfremur að fella niðui' hindranir varðandi bú- setuskilyrði og réttindi til atvinnu- rekstrar. Með stofnun Evrópsks efnahags- svæðis, sem nítján ríki verða aðilar að, er nauðsynlegt að koma á fót sameiginlegum stofnunum. EFTA- ríkin og EB eru því sammála um að koma á fót stofnun til að sjá um framkvæmd EES-samningsins. Slík- ar stofnanir verða þó að vera byggð- ar upp á jafnréttisgrundvelli. EFTA- ríkin og EB verða að hafa jafnan rétt til þátttöku í þessum stjórnstofn- unum og frumkvæðisréttur liggja hjá báðum aðiium. Ekki er fyrirhugað að yfirfæra OPNUN RABHUSS Vegna flutnings í Ráöhús Beykjavíkun Regluleg starfsemi í Ráöhúsinu hefst þann 15. apríl og verða borgarskrifstofur framvegis opnar alla virka daga frá kl. 8:20 tiM 6:15, nema gjaldkeradeild til 16:00 Það gæti verið gott að geyma þessa auglýsingu t.d. f símaskránni. veröa borgarskrifstofur Austurstræti 16 og Pósthússtræti 9 lokaðar mánudaginn 13. apríl og þriöjudaginn 14. apríl. Báöa dagana verður símaþjónusta við aliar deildir opin sem hér segir: Mánudag 13. apríl frá kl. 8:20 til 16:15 Þriðjudag 14. apríl frá kl. 8:20 til 12:00 Nýtt símanúmer á borgarskrifstofum, Ráðhúsi Reykjavíkur er: 63 20 00 Beint innval eftir deildum: Borgarbókhald 632130 Borgargjaldkeri/lnnheimtudeild 632060 Endurskoðunardeild 632100 Fjármála- og hagsýsludeild 632080 Slýrifstofa borgarstjóra 632020 Starfsmannahald/Launadeild 632111 Upplýsingaþjónusta 632005 RáðlÉÉ VBPðUP OPÍÖ til sýnis eftirtalda daga um páskana, ásamt sýningu um byggingarsögu hússins. Skírdag, 16. apríl frá kl. 12:00 til 18:00 Laugardag, 18. apríl frá kl. 12:00 til 18:00 Mánudag, SkriMa 20. apríl frákl. 12:00 til 18:00 ' __________________________________________________________________ Sigurrós Þorgrímsdóttir „Ekki er fyrirhugað að yfirfæra löggjafarvald- ið til þeirra aðila sem munu annast ákvarð- anatöku iniian stofnana EES. Þjóðþing EFTA- ríkjanna munu halda þeim rétti sínum að samþykkja öll ný lög.“ löggjafarvaldið til þeirra aðila sem munu annast ákvarðanatöku innan stofnana EES. Þjóðþing EFTA-ríkj- anna munu halda þeim rétti sínum að samþykkja öll ný lög. Allar ákvarðanir sem teknar verða í sam- eiginlegu EES-nefndinni, sem mun sjá um daglegan rekstur EES, verð- ur að leggja fyrir þjóðþingin svo þær verði að lögum. Ef þjóðþingin hafna ákvörðunum verður nefndin að taka málið fyrir að nýju. Ákvarðanataka verður að vera gerð sem samhljóða samþykkt samningsaðila. Þetta þýð- ir að ef eitt EFTA-ríki eða Evrópu- bandalagið er ekki sammála ein- hverri ákvörðun sem taka á í þessum sameiginlegu stofnunum nær hún ekki fram að ganga. Stofnanir EES munu fyrst og fremst þjóna samningsaðilum sem eru EFTA-ríkin og EB og þessar stofnanir verða að fara að þeirra fyrirmælum. Bæði EFTA-ríkin og Evrópubandalagið hafa lagt áherslu á að sjálfstæði þeirra skerðist ekki við myndun slíks sameiginlegs efna- hagssvæðis. Grundvallarmunur Eins og sjá má á framanrituðu er grundvallarmunur á EFTA, EB og EES. Skipulag og starfssvið EFTA er miðað við það að aðildarrík- in þurfi ekki að afsala eða að tak- marka á nokkurn hátt fullveldi sitt né framselja stofnunum samtakanna ákvörðunarvald yfir þeim. Samstarf aðildarríkjanna er einnig einungis bundið við viðskipti en ná ekki til annarra sviða alþjóðastjórnmála. Samstarf EB-ríkjanna er mun víð- tækara og allt annars eðlis en með- al EFTA-ríkjanna. Aðildarríki EB hafa afsalað sjálfsákvörðunarrétti sínum í einstökum málaflokkum til stofnana bandalagsins. Þetta veldur því að aðildarríkin geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir í einstökum inálaflokkum heldur verða að hlíta þeim ákvörðunum sem meirihlutinn hefur tekið á vettvangi stofnana Evrópubandalagsins. Aðildarríki Evrópubandalagsins hafa því framselt frjálst ákvörðun- arvald sitt á einstökum sviðum til yfirþjóðlegra stofnana í þágu sam- eiginlegra hagsmuna. Samningurinn um EES byggist á jafnrétti þeirra ríkja sem aðild eiga að honum. Ekki er um að ræða nein- ar yfirþjóðlegar stofnanir á borð við Framkvæmdastjórnina eða Evrópu- þingið innan EES. Löggjafarvald verður áfram í höndum þjóðþinga EFTA-ríkjanna en ekki yfirfært til stofnana EES. í öllum stofnunum EES munu sitja fulltrúar aðildar- ríkja EFTA og fylgja þar fyrirmæl- um ríkisstjórna sinna. Aðildarríki EES munu ekki þurfa að framselja fullveldi sitt til stofnana EES. Höfundur er sijórnmálafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.