Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 24
24 ^ _ r . /.Ti /-I' I «df ?. T ffá MORGUNBLAÖÍÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 0 Raunvísindastofnun um þróun ósónlagsins yfir Islandi: Marktæk þynning 0,5% á ári að sumarlagi frá 1977 Engar marktækar langtímabreytingar yfír vetrarmánuðina CFCIj Cl CFCI2 + o3 cio o2 Forsíða skýrslu Raunvísindastofnunar um þróun ósonlagsins yfir íslandi síðastliðin 34 ár. Raunvísindastofnun Háskól- ans hefur gefið út skýrslu, sem unninn er af samstarfshópi frá stofnuninni og Veðurstofu Is- lands um þróun ósónlagsins yfir Isiandi síðastliðin 34 ár, en at- huganir Veðurstofunnar á ósón- laginu, sem hófust 1957, eru meðal lengstu athugana á ósón- lagi lofthjúps jarðar, sem gerð- ar hafa verið. Niðurstöður Doktors- vörn í Odda DOKTORSVÖRN við læknadeiid Háskóia íslands fer fram laugar- daginn 25. apríl. Poul Joensen læknir frá Færeyjum ver ritgerð sína sem Iæknadeild hafði áður metið hæfa til doktorsprófs. Dokt- orsritgerðin fjallar um faralds- fræðiiegar rannsóknir á heistu vefrænum taugasjúkdómum í Færeyjum. Heiti ritgerðarinnar er: „Parts of Faroese Neuroepidemilogy". Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða Charles M. Poser, M.D. frá læknadeild Harvard-áskóla í Bandaríkjunum og dr. Vilhjálmur Rafnsson, dósent. Prófessor dr. Gunnar Guðmundsson, deildarstjóri læknadeildar, stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin sem er opin öllum, fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. koma nokkuð á óvart, þar sem marktæk þynning lagsins virð- ist meiri að sumarlagi en vetrar- lagi. Morgunblaðinu barst í gærkveldi svohljóðandi tilkynn- ing frá Raunvísindastofnun: „Mælingar á þykkt ósonlagsins hafa verið gerðar af Veðurstofu íslands nær samfellt síðan á árinu 1957. Þær teljast meðal bestu langtíma athugana á ósonlaginu sem völ er á. Niðurstöður mæling- anna hafa nýlega verið endurskoð- aðar af Veðurstofu íslands og nú er lokið rannsóknarverkefni hjá Raunvísindastofnun Háskólans sem fólst í greiningu og túlkun niðurstaðna á grundvelli tölulegra reiknilíkana. Niðurstöður eru eftirfarandi: Yfir vetrarmánuðina finnast engar marktækar langtímabreytingar í mæligögnum sem bent gætu til þynningar ósonlagsins frá upp- hafí. Hins vegar mælist greinileg minnkun ósonmagns yfir sumar- mánuðina á síðasta áratug. Eftir 1977 hefur orðið marktæk þynn- ing sem nemur um 0,5% á ári að sumarlagi. Báðar þessar niðurstöður koma nokkuð á óvart. I samræmi við mælingar annars staðar á norður- hveli mátti búast við greinilegri minnkun eða þynningu yfir vetrar- mánuðina en fremur stöðugu óson- magni yfir sumartímann. Skýring- una á st'öðugu ósonmagni yfir vetrartímann má sennilega rekja til staðbundinna veðurfarslegra skilyrða í efri loftlögum yfir Is- landi sem tengjast tíðri komu djúpra lægða til landsins á þessum árstíma. Hitastig í háloftum verð- ur sjaldan eins lágt og það hita- stig sem þarf til að koma af stað þeim efnaferlum sem eyða ósoni. Þar sem engin þekkt áhrifarík eyðingaröfl era að verki yfir sum- artímann, verður að rekja þynn- inguna að sumarlagi til óbeinna áhrifa ósoneyðingar af manna völdum. Sú eyðing hefur að öllum líkindum átt sér stað annars stað- ar veturinn á undan. Þess má geta að eina svæðið utan íslands þar sem ósoneyðingar hefur ekki orðið vart liggur yfir Japan og austasta hluta Síberíu, en þar eru veðurfarslegar aðstæð- ur í efri hluta lofthjúpsins svipaðar og hér. Ósonmælingar eru gerð- ar með svokölluðum Dobson-mæli. Hann mælir gleypni útfjólublárrar geislunar frá sólu. Ósonmagn á hveijum tíma ákvarðar styrkleika útfjólublárrar geislunar á jörðu niðri. Ofangreindar niðurstöður fengust eftir að tekið hafði verið tillit til mögulegra áhrifa vindafars við miðbaug þar sem óson er að mestu framleitt. Einnig var tekið tillit til sólblettavirkni sem áhrif hefur á útgeislun sólar. Sólbletta- virkni getur valdið allt að 25% sveiflu í ósonmagni í febrúar og mars yfir 11 ára tímabil. Áhrif öflugra eldgosa og sólblossa á tímabilinu koma jafnframt skýrt fram í gögnunum. Það er því mikil- vægt að taka tillit til þessara náttúrulegu afla þegar hugsanleg- ar langtímabreytingar á ósonlag- inu vegna áhrifa mannsins eru metnar. Samanburður Reykjavíkurmæl- inganna við tiltækar gervihnatta- mælingar yfir svæðinu sýnir gott samræmi milli þessara tveggja óháðu mæliaðferða. Verkefnið var að mestu unnið hér heima en að hluta til í Boulder í Colorado þar sem eru höfuðstöðvar lofthjúps- rannsókna í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar munu birtast á næstunni í erlend- um vísindaritum. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði, íslenska Járnblendifélaginu hf., Norrænu ráðherranefndinni og NATO. Höfundar skýrslu Raunvísinda- stofnunar era Guðmundur G. Bjarnason, Örnólfur Rögnvalds- son, Þorsteinn I. Sigfússon, Þór Jakobsson og Barði Þorkelsson. AF INNLENDUM VETTVANGI INGA DÓRA SIGFÚSDÓTTIR Óvissa um framtíð Fæðingarheimilis Reykjavíkur: Ekkert bam fæðst á heimilinu í viku MIKIL óvissa ríkir í dag um framtíð Fæðingarheimilis Reykjavík- ur en ríkið tók við rekstri heimilisins 1. apríl sl. Þrjár leiðir hafa einkum verið nefndar í umræðunni um reksturinn undanfarin misseri og fjórða leiðin virðist vera að taka á sig skýrari mynd. í upphafi var ráðgert að leggja starfsemina niður en sú hugmynd mætti harðri andstöðu. Þá var rætt um að fæðingar færu fram á Landspítala og að Fæðingarheimilið yrði gert að sængurkvenna- gangi. Talið er að það myndi kosta um 35 til 40 milljónir króna á ári. Þriðja leiðin sem kom til umræðu var að Fæðingarheimilið yrði rekið í óbreyttri mynd sem kosta myndi tæpar 60 milijónir á ári. Fjórða leiðin og sú nýjasta í umræðunni er að öll þjónustan fari fram í húsnæði Landsspítalans, þar sem byggð verði upp heimilisleg sængurkvennaaðstaða í sama stíl og er á Fæðingar- heimdmu. í tæpa viku hefur ekkert barn fæðst á Fæðingarheimili Reykja- víkur en fjölmörgum konum verið vísað á kvennadeild Landspítal- ans þar s‘em læknar þar hafa ekki getað gengið vaktir beggja vegna götunnar sökum mann- aflaskorts. Ekki gert ráð fyrir rekstrarfé á fjárlögum Á fjárlögum ársins 1992 var ekki gert ráð fyrir að fé yrði var- ið til reksturs Fæðingarheimilis- ins heldur yrði það lagt niður og verkefni þess færð yfir til Land- spítala. • Þetta vora borgaryfirvöld ósátt við og í gegnum stjórn sjúkra- stofnana var þeim eindrégnu ósk- um komið á framfæri við Sighvat Björgvinsson, heilbrigðisráð- herra, 'að Fæðingarheimilið yrði rekið áfram. Svo virðist sem ráð- herra hafi fallist á það en hins vegar hafi ekki verið gengið frá því, af hálfu ráðuneytisins, með hvaða hætti rekstrinum yrði hátt- að þar sem fjármögnun var ekki tryggð. Fulltrúar ríkisspítala fallast á óskir borgaryfirvalda í janúar hófust viðræður á milli Reykjavíkurborgar og ríkis- spítalanna um sameiningu Fæð- ingarheimilisins og kvennadeildar Landspítalans þar sem óyggjandi sannanir þóttu liggja fyrir því að veralegur sparnaður myndi felast í þeirri tilhögun. Fulltrúar ríkis- spítala féllust í þeim viðræðum á að vinna eftir óskum borgaryfir- valda þannig að tryggt yrði að þjónusta Fæðingarheimilisins yrði rekin í óbreyttri mynd fram að áramótum en til þess var talið að þyrfti um 6 milljónir króna. Málið var svo tekið upp bæði í borgarráði og borgarstjórn þar sem fulltrúar lýstu yfir þeirri af- stöðu sinni að tryggja þyrfti áframhaldandi óbreyttan rekstur. í framhaldi af því lagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri fram tillögu í borgarstjórn um að ríkinu yrði látið húsnæði Fæðingarheim- ilisins í té endurgjaldslaust ef rekstur þess yrði tryggður til frambúðar. Sighvatur Björgvins- son, heilbrigðisráðherra, sagði hins vegar ekki mögulegt að sam- þykkja það skilyrði að starfsemin færi alítaf fram í sömu mynd innan sömu veggja. Gert ráð fyrir að fæðingar fari fram á Landspítala Allt fram til loka marsmánaðar töldu stjórnvöld borgarinnar að staða málsins væri ljós og rekst- urinn yrði óbreyttur til áramóta þar sem fulltrúar ríkisspítalanna hefðu fallist á að vinna eftir ósk- um þeirra. Þar virðast skilaboð manna á milli hins vegar ekki hafa verið nægilega skýr og af- staða ráðuneytisins óljós því í bréfi frá heilbrigðis- og trygging- armálaráðuneytinu í lok síðasta mánaðar er þess getið að veija eigi 10 milljónum króna til að bæta fæðingaraðstöðu á kvenna- deild Landspítalans og gera þeirri deild mögulegt að sinna jafnframt þeim fæðingum er fram fara á Fæðingarheimilinu. I samtali við Morgunblaðjð í byijun mánaðarins sagðist Árni Gunnarsson, formaður stjórnar ríkisspítala, skilja bréfið svo að smám saman ætti að færa fæð- ingar af Fæðingarheimili Reykja- víkur yfir á kvennadeild Landspít- alans. Breytingin ætti að ganga yfir fyrir næstu áramót og í kjöl- far hennar yrði Fæðingarheimil- inu breytt í legudeild sængur- kvenna. í sömu frétt sagðist Árni Sig- fússon, formaður stjórnar sjúkra- stofnana í Reykjavík, treysta því eftir að hafa rætt málið við full- trúa heilbrigðisráðuneytisins og ríkisspítalanna að Fæðingarheim- ilið yrði rekið með óbreyttum hætti til áramóta. Borgarstjórn ítrekar afstöðu sína í kjölfar þessa ítrekaði borgar- stjórn á fundi sínum fyrri sam- þykkt um að með yfirtöku ríkis- spítala á Fæðingarheimili Reykjavíkur yrði þjónustusér- staða þess tryggð þannig að heimilið yrði áfram sá valkostur sem það hefði verið. Þá skoraði borgarstjórn jafnframt á heil- brigðisráðherra að tryggja til frambúðar að á Fæðingarheimil- inu yrði áfram veitt fæðingar- þjónusta samkvæmt þeirri hug- myndafræði sem þar hefði verið byggt á undanfarna áratugi og að fjármagn yrði veitt til þess. „Gróf aðför að Fæðingarheimilinu“ í grein eftir Elínborgu Jóns- dóttur, yfirljósmóður á Fæðingar- heimilinu, í Morgunblaðinu í gær segir að síðasta aðförin að Fæð- ingarheimilinu hafi verið sú gróf- asta sem um geti. Á meðan mark- visst sé unnið að því að flytja fæðingarnar yfir á Fæðingardeild Landspítalans sé fólki sagt beint út og blygðunarlaust að ekki sé verið að leggja Fæðingarheimilið niður sem fæðingarstofnun. Þau orð séu bókfærð í Alþingistíðind- um frá 22. desember 1991 eftir heilbrigðismálaráðherra Sighvati Björgvinssyni. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Sighvatur líta svo á að við þessi orð hefði verið og yrði staðið. Hann sagðist líta á Fæðingarheimilið sem fæðingar- stofnun þó konurnar fæddu á kvennadeild Landspítalans þar sem sængurkonur gætu eftir sem áður legið á Fæðingarheimilinu bæði fyrir og eftir fæðingu. Ekkert barn fæðst í tæpa viku I dag ríkir mikil óvissa um framtíð Fæðingarheimilisins. Undanfarna sólarhringa hefur starfsfólk þess þurft að vísa kon- um frá vegna læknaskorts en sérfræðingar Fæðingardeildar- innar hafa ekki treyst sér til að ganga vaktir beggja vegna göt- unnar þar sem þeir séu einfald- lega of fáir. Á fundi yfirmanna kvennadeildar Landspítalans í gærmorgun var hins vegar ákveðið að reyna að bjarga mál- um yfir helgina og verður fjallað um málið aftur nk. þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.