Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 11 Aystu nöf Leiklist Þær hörðustu úr klíkunni: Sharon (Bára Konný Hannesdóttir) og Tracy (Steinunn Stefánsdóttir). Frakkland: * . Fjölbreytt Islands- kymiing- í bænum Blois UM ÞESSAR mundir er að ljúka fjölbreyttri íslandskynningu i bænum BIois í Frakklandi undir nafninu „Visa pour l’Islande". Fyrir henni stendur Gérand Moreau, franskur maður sem oft hefur verið á íslandi vegna áhuga síns á jöklum og eldfjöllum og hefur tekið ástfóstri við land og þjóð. Íslandshátíðin hófst laugar- daginn 21. mars með degi íslenska hestsins, þegar 20 íslenskum hestum var riðið eftir göngugötunni í bænum og daginn eftir sett á svið með þeim koma Víkinganna á eyju á 11. öld. Hátiðin stóð til 10. apríl, aðallega um helgar, en sýningar opnar alla daga í 2-3 vikur. M.a. var opnuð við hátíðlega atliöfn málverkasýning Ninu Gauta í Menningamiðstöð borgarinnar og stendur hún til 20. apríl. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Aristófanes, Leiklistarfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýnir: Eitthvað sætt. Höfundur: Nigel Williams. Þýðing: Ólöf Ýrr Atladóttir. Leiksljóri: Sigurþór Albert Heimisson. Leikmynd: Leikfélagið Aristófanes. Það er fátt sætt í tilveru krakk- anna sem Nigel Williams fjailar um í leikriti sínu Eitthvað sætt. Leikrit- ið gerist eina kvöldstund í íbúð Suze sem er fertug svífandi ljóska (a.m.k. er hárkollan ljós). Suze er ein af þeim konum sem trúir á kvenleikann fram í rauðan dauðann og vegna' þess hefur hún hrakist í gegnum lífið milli misslæmra karl- manna. Andstæða hennar er Shar- on en hún er leiðtogi stelpuklíku sem Suze býður í hús og bús. Þrátt fyrir að Sharon gæti verið dóttir Suze þá er hún ekki lengi að sjá í gegnum líf hennar og hún bendir henni miskunnarlaust á hvað henni finnst það misheppnað. Sharon er reið út í allt og alla, einkum þó karimenn sem hún hatar og tilfær- ir ótal dæmi fyrir þessu blinda hatri sínu. Eina manneskjan sem hún ber umhyggju fyrir er Carol sem er sæta stelpan í hópnum og gjörsamlega viljalaust verkfæri í höndum karlmanna og Sharon einnig. Aðrir í klíkunni eru Tracy, Linda og Derek. Sá síðastnefndi er ákaf- lega veimiltítulegur í stelpuhópnum og Linda stjórnar honum til og frá enda dreymir hana um að stofna með honum heimili. Þau eru sak- lausu krakkarnir í hópnum. Inn í partíið hjá Suze dregst svo Steve sem er aðallega á höttunum eftir Caro! og seinna koma svo klíkufé- lagar hans til sögunnar og afleið- ingarnar verða afdrifaríkar. Þetta efni, breski lágstéttar- hundurinn, hefur heillað marga síð- ustu árin og afraksturinn getur að líta í sjónvarpsmyndum og ieikrit- um. Það er svo sem ekki að undra því það er fólginn mikill sprengi-' kraftur og dramatík í örlögum þessa fólks sem er svo sárt út í heiminn og illa leikið að það sér enga aðra leið og brennur hratt upp. Að sumu leyti eru þetta sér- breskar aðstæður en á hinn bóginn er alls staðar hægt að finna utan- veltufólk, unglinga sem og aðra. Sýning Aristófanes á Eitthvað sætt er kröftug og andrúmsloft verksins kemst bærilega til skila. Það er mikil keyrsla og spenna all- an tímann og hvergi að finna dauð- ann punkt. Leikstjóri hefur haldið ágætlega utan um allan hópinn og leiklausnir margar prýðilegar. Textinn hjálpar líka mikið, mikið um snögg ögrandi tilsvör, oft hnyttin þrátt fyrir að yfirleitt sé einhver alvara í húmornum. Tungu- málið er gróft og sumar persónurn- ar orðljótar með afbrigðum. Leikurinn var undantekningar- laust til mikils sóma, í mestu spennuatriðunum týndist setning og setning en annars var framsögn yfirleitt ágæt. Það er Bára Konný Hannesdóttir sem fer með hlutverk Sharon. Báru tókst mjög vel upp við túlkun þessarar grófu og rudda- legu stúlku sem þó á mjúkt hjarta innst inni. Inga Ragnarsdóttir (Suze) dregur líka upp skemmti- lega mynd af þessari konu sem vill vera ímynd ljóskunnar, sæt en hæfilega vitgrönn. Carol var leikin af Sigurlaugu Jónsdóttur sem var sannfærandi í hlutverki sínu og það voru aðrir leikarar einnig. Þetta er mikil átakasýning sem stendur prýðilega fyrir sínu og höfðar, af viðtökum salarins að dæma, greini- lega vel til ungs fólks. Dagskrá íslandskynningarinnar var fjölbreytt. 2. apríl flutti pró- fessor Regis Boyer erindi um Is- lendingasögurnar. Daginn eftir var fjallað um með multi-mynda- sýningu um eldfjöll og jökla á ís- landi af Genevieve og Terard Moreau. Þá sögðu Yann og Daniel Pichon frá tveimur íslandsferðum sínum, en prófessor André Sarra- Bounet, sem skrifað hefur ferðabækling um landið, flutti er- indi um íslenska náttúru. Á laug- ardagsmorgninum fjallaði Christ- ian Roch um eld og ís í þremur þáttum með filmum og frumsam- inni tónlist. Francois Rey og Jean Arlaud sögðu frá vetrinum á Suð- urlandi og sýnd var ný kvikmynd eftir Sólveigu Anspach um hesta- ferð norður Kjalveg. Jean Baptiste Vergnot flutti erindi um „hvítu þöglu auðnina", Christine Toruni- er frumsýndi „audio-visuel“ þátt um ísland, Christian Colonna flutti fyrirlestur um 6 Grænlandsferðir sínar, Nadine og Jean-Claude For- estier fluttu fyrirlestur um Island og Herdís Gunnarsdóttir sagði frá Vínlandsleiðangrinum og sýndi kvikmynd. Um kvöldið voru kvik- myndasýningar um eldgos á fs- landi, Kröflugos, Heklugos, Öskju- gos, Mývatnselda og Vestmanna- eyjagosið og Surtsey. Allan sunnu- daginn var haldið áfram með nýj- um fyrirlestrum, kvikmyndasýn- ingum og myndasýningum af ýmsu tagi, kynntar ferðir á kajök- um, á skíðum, á hestum, með fötl- uðum o. fl. á íslandi og efnt til sameiginlegs hádegisverðar með íslenskum réttum. Sýningar stóðu 2-4 vikur: myndasýning um Land elds og íss, málverkasýning íslenska list- málarans Nínu Gautadóttur, mál- verka- og teiknisýning Georges Gaillard frá Islandi og myndasýn- ingar frá Færeyjum, Islandi og Grænlandi, ásamt sýningu á ljós- myndum Pierres Ferrenbachs úr íslandsbók hans. Og fleira var boðið upp á í þessari miklu íslands- kynningu í Blois, sem er kjördæmi Jacks Langs menntamálaráðherra Frakka. .s&oMaji. „C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.