Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Aukið eftirlit Verðlags- stofnunar er kærkomið fyrir Mj ólkursamsöluna eftir Guðlaug Björgvinsson Málefni Mjólkursamsölunnar hafa verið til umræðu í fjölmiðlum á und- anförnum vikum. Eitt þeirra mála sem í sviðsljósinu hafa verið tengist ásökunum um að Mjólkursamsalan beiti óréttmætum viðskiptaháttum í verslunum og bjóði sérstakan afslátt af sýrðum mjólkurvörum með því skilyrði að keppinauti í sama vöru- flokki verði ýtt til hliðar. Verðlags- stofnun og Verðlagsráð tóku það mál til sérstakrar athugunar án þess að nokkur sök væri sönnuð. Mjólk- ursamsalan hélt í ítarlegri greinar- gerð til Verðlagsstofnunar fram sak- leysi sinu en því miður stóð í þessu máli orð gegn orði og þannig er stað- an enn í dag. Verðlagsstofnun tilkynnti hins vegar að embættið myndi héðan í frá fylgjast enn betur en fyrr með viðskiptaháttum Mjókursamsölunn- ar. Með auknu eftirliti er Verðlags- stofnun að rækja lögbundnar skyld- ur sínar og hefur hún boðað að átak í þeim efnum muni ná til sem flestra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt gætu verið í aðstöðu til þess að misnota sterka stöðu sína. Eftirlit Verðlagsstofnunar með starfsemi Mjólkursamsölunnar er hins vegar ekki nýtt af nálinni. Á undanförnum árum hefur Mjólkur- samsalan í Reykjavík oftsinnis upp- lýst embættið um viðskiptahætti sína og ýmis önnur málefni fyrirtæk- isins. Vitneskja réttra aðila um innra starf Mjólkursamsölunnar hefur því lengi verið til staðar og er það vel. Með því móti hefur Mjólkursamsalan í Reykjavík margsinnis hreinsað sig af ásökunum og aðdróttunum sem jafnvel hafa birst opinberlega án þess að eiga við rök að styðjast. Enn frekari upplýsingagjöf og hert eftiriit í þessum efnum er Mjólk- ursamsölunni þar af leiðandi einung- is fagnaðarefni. Það er í raun kær- komið tækifæri til þess að staðfesta það í eitt skipti fyrir öll að Mjólkur- samsalan fari að lögum í hvívetna og fari með einkasöluheimild sína á mjólk í takt við þær skyldur sem fyrirtækinu eru lagðar á herðar. Enda þótt Mjólkursamsalan hafi að öliu jöfnu látið það nægja að verjast ásökunum með upplýsinga- ráðgjöf til réttra opinberra aðila er sjálfsagt í kjölfar þeirrar opinberu umræðu sem átt hefur sér stað um meinta „valdníðslu" fyrirtækisins að upplýsa eftirfarandi: 76 nýjar MS-vörur á 11 árum í verslunum um allan heim glíma bæði kaupmenn, heildsalar og fram- leiðendur við þann vanda að fjöl- breytni í vöruvali hefur aukist langt umfram hillu-, gólf- og kælipláss verslana. Hér á Islandi er vandinn sá sami og í tilfelli Mjólkursamsöl- unnar e.t.v. sérstaklega mikill vegna öflugrar vöruþróunar og verulegrar aukningar í vöruvali á liðnum árum. Má í því sambandi nefna að í fram- leiðslu MS hefur einstökum vöru- og bragðtegundum fjölgað úr 31 árið 1980 í 107 vöru- og bragð- tegundir á árinu 1991. 76 nýjar MS-vörur á neytendamarkað hafa þannig bæst við á 11 árum. Augljóst er að þessar vörur keppa um hillupláss verslana við bæði sjálf- ar sig og vörur annarra framleiðenda hvort sem þeir eru í beinni sam- keppnþ við Mjólkursamsöluna eða ekki. Á þessum sama tíma hefur, með bættri þjónustu og ijölgun vöru- flokka, tekist að auka sölu á sýrðum mjólkurvörum um 50%. íslenskur keppinautur í þeirri grein hefur síðan náð ágætum árangri þar til viðbótar og vegna öflugs markaðsstarfs beggja aðila hefur vörutegundum fjölgað hratt og þrengsli í kæliskáp- um um leið aukist. Hörð samkeppni um hillupláss Langt er síðan samkepnni fram- leiðendanna tveggja í sýrðum mjólk- urvörum um pláss í kæliskápum verslana hófst. Keppinautur MS reið á vaðið og falaðist m.a. eftir auknu rými í verslunum gegn afsláttarkör- um og heimild til kaupmanna um að skila til baka því sem ekki seld- ist. í kjölfar þess hefur þrýstingur frá kaupmönnum á Mjólkursamsöi- una um afsláttarkjör til jafns við keppinautinn aukist yerulega. Hefur það leitt til þess að í auknum mæli hafa að undanförnu verið gerðir gagnkvæmir viðskiptasamningar við kaupmenn. I þeim fær kaupmaður- inn betri kjör en áður og Mjólkur- samsalan betri framsetningu á vör- um sínum en ella. Við slíka samningagerð, eins og í öllum öðrum tengslum við endurseljendur, er starfsfólki Mjólkursamsölunnar upp- álagt að nefna aldrei nöfn einstakra keppinauta. Óhjákvæmilegt er hins vegar að aukið rými eins aðila bitni á plássi annarra nema kælirými við- komandi verslunar sé einfaldlega aukið. Samkeppni fyrst og fremst við útlönd Einkasöluheimild Mjólkursamsöl- unnar á mjólk leggur mikla þjóð- félagslega ábyrgð á herðar fyrirtæk- isins. Fyrirtækinu er treyst fyrir umfangsmikilli þjónustu við neyt- endur og hefur Mjólkursamsalan leitast við að rækja skyldur sínar í þeim efnum af kostgæfni. Vönduð og dagleg þjónusta við kaupmenn og aðra endurseljendur, öflug vöru- þróun, sa'mkeppnishæfni við ná- grannalönd í verðlagningu, strangar gæðakröfur o.m.fl. hefur verið leið- arljós Mjólkursamsölunnar í langan tíma. Heiðarleg íslensk samkepni sem veitir Mjólkursamsölunni aðhald og tryggir hagsmuni neytenda enn frekar er því af hinu góða og á þann hátt er það vilji starfsfólks Mjólkur- samsölunnar að koma í veg fyrir slíkt. Það er hins vegar metnaðar- mál innan fyrirtækisins að standa sig í hvers kyns samkeppni og sam- anburði og í þeim efnum beinir Mjólkursamsalan ekki síst augutn sínum út fyrir landsteinana og býr sig um leið undir væntanlega sam- keppni erlendis frá. Um leið og slík samkeppni lítur dagsins ljós skiptir sterk staða Mjólkursamsölunnar á íslenskum neytendamarkaði og góð framsetn- ing MS-vara í verslunum afar miklu máli. Þannig er þess freistað að treysta undirstöður íslenskrar mjólk- urvöru sem allra best. Fráleitt er að ætla að aukin markaðssókn á síðustu mánuðum sé til komin vegna Guðlaugur Björgvinsson „Það er einlæg skoðun stjórnenda Mjólkur- samsölunnar að í þessu máli hafi fyrirtækið hreinan skjöld og markmið þess um vand- aða þjónustu o g heiðar- lega viðskiptahætti hafi hvívetna verið haldin.“ þeirrar takmörkuðu samkeppni sem Mjólkursamsalan býr við um þessar mundir frá íslenskum keppinautum. Vinnureglur „á vettvangi" Við aðlögun Mjólkursamsölunnar að þessari vaxandi samkeppni, m.a. með breyttum- söluaðferðum, hefur fyrirtækið sett sjálfu sér og tengilið- um þess við kaupmenn og aðra endurseljendur sjálfsagðar vinnu- reglur. Skýrt hefur verið tekið fram að það sé ekki stefna Mjólkursamsöl- unnar að einbeita sér sérstaklega að íslenskum samkeppnisaðilum. Stjórnendum Mjólkursamsölunnar er ekki kunnugt um að sú einfalda vinnuregla að nefna ekki nöfn ein- stakra keppinauta við endurseljend- ur hafi verið brotin. Sölumenn MS hafa einnig ítrekað neitað því að hafa haft sérstakt frumkvæði að því að einum keppi- nauta fremur en öðrum yrði ýtt til hliðar tii þess að tryggja betri fram- setningu MS-vara gegn þeim afslátt- arkjörum sem boðin hafa verið. Mjólkursamsalan harmar það hins vegar ef í einhveijum tilvikum hafi mátt skilja orð sölumanna á vett- vangi þannig að skilyrði fyrir afslátt- arkjörum væri að vörur tilgreinds samkeppnisaðila yrðu ekki seldar.,, Slíkt væri hvorki í samræmi við þjón- ustu- né samkeppnisstefnu Mjólk- ursamsölunnar og einungis til þess fallið að skaða ímynd fyrirtækisins gagnvart bæði kaupmönnum og neytendum. í framhaldi af þessum umræðum hafa vinnureglur Mjólk- ursamsölunnar því verið áréttaðar og það brýnt fyrir sölumönnum fyrir- tækisins að vinna störf sín sam- kvæmt starfslýsingu, vanda orðaval sitt og standa heiðarlega að hvers kyns markaðssókn. Mjólkursamsalan með hreinan skjöld Það er Mjólkursamsölunni kapps- mál að eiga hnökralaus og óað- finnanleg viðskipti við kaupmenn og neytendur á íslandi. í harðri sam- keppni hefur það gerst að meintir misbrestir í þeim efnum hafi verið tíundaðir rækilega í ijölmiðlum og þung orð fallið í hita leiksins. Ásakanir um mispotkun á aðstöðu Mjólkursamsölunnar, með t.d. hót- unum varðandi dreifingu mjólkur í skjóli einkasöluheimildar, eru alvar- íegar, enda slíkt ekki aðeins ósmekk- legt og ósiðlegt heldur beinlínis lög- brot. Ekkert slíkt samiýmist mark- aðsstefnu fyrirtækisins. Það er ein- læg skoðun stjórnenda Mjólkursam- sölunnar að í þessu máli hafi fyrir- tækið hreinan skjöld og markmið þess um vandaða þjónustu og heiðar- lega viðskiptahætti hafi hvívetna verið haldin. Höfundur er forstjóri Mjólkursamsölunnnr í Rcykjavík. —-----»--» ♦---- Óháð lista- hátíð haldin síðsumars LISTAHÁTIÐNÓ ’92 heita sam- tök, sem ætlunin er að stofna á sunnudag, en ætlunin er að mynda breiðfylkingu listamanna, sem vinni að því að gera Iðnó að óháðu fjöllistahúsi eins og það er orðað. Á listahátíðinni í sumar er ætlunin að stefna saman þátttakendum úr öllum Iistgreinum, óháða stefnum og straumum. Opinn stofnfundur samtakanna verður haldinn sunnudaginn 12. apríl klukkan 17 í Djúpinu og samkvæmt fréttatilkynningu geta þeir tekið þátt, sem „telja sig listskapendur í myndlist, ljóðlist, ritlist, leiklist, tón- list, danslist o.s.fi-v.“ Norðurlönd á dálkum dagblaðanna - Danmörk: Ég geri ekkert tilneyddur eftir Dorte Remar Jacob de Tusch-Lee lítur á Evrópubandalag framtíðarinnar og innri markað sem fyrir- heitna landið. Að geta stigið upp í bíl og ekið til annars lands án þess að hafa áhyggj- ur af vegabréfi eða tollareglum. Að fá tæki- færi til menntunar í ’frönskum skóla, eða að foreldrar hans geti á eftirlaunaaldri setzt að á Ítalíu, ef þau langar til, jafngildir í hans huga frelsinu til að velja. Og einmitt frelsið er mikilvægt fyrir þennan 16 ára menntaskólanema frá Helsingör sem hikar ekki við að lýsa sjálfum sér sem miklum einstaklingshyggjumanni og verðandi heimsþorgara. - Ég er fylgjandi nánari tengslum við Evrópu, því ekki er allt jafn dásamlegt í Danmörku og margir Danir vilja vera láta. Félagsmálakerfið er einstakt, en við getum lært margt af öðrum löndum um hvernig á að lifa lífinu. Hann þekkir opnari þjóðlega menningu frá mörgum heimsóknum sínum tii ísraels, þar sem margir úr fjölskyldu hans búa. Þangað fluttu þeir á sjöunda áratugnum þegar gyðingar voru sviptir réttindum í Póilandi. Foreldrar Jacobs kusu árið 1969 að flýja til Danmerkur þegar þeim var Og einmitt frelsið er mikilvægt fyrir þennan 16 ára mennta- skólanema frá Helsingör sem hikar ekki við að lýsa sjálfum sér sem miklum einstaklings- hyggjumanni og verðandi heimsborgara. meinað að sækja sér vinnu eða menntun í heimaiandi sínu. - Ég er 100% Dani, svo ljóst er að það er á einhvern hátt vegna ætternis míns sem ég er svona eindregið fylgjandj samvinnu Danmerkur við önnur lönd. Þegar á allt er litið er Danmörk ekkert sérstök. Við eigum ekki mörg stór skáld og listamenn, að frá- töldum H.C. Andersen, Karen Blixen og Kierkegaard. Hér er eitthvað svo þröngt og búralegt, og við einblínum allt of mikið á Bandaríkin og Vestur-Evrópu. Fyrstu fimm ár skólagöngunnar stundaði Jacob nám í einkaskól, en hann varð þreytt- ur á allri hópvinnunni og skipti yfir í venju- legan barnaskóla. Eftir tvö ár þar skipti hann enn um skóla áður en hann innritað- ist í Menntaskóla Helsingör, þar sem hann Jacob de Tusch-Les Ljósm.:LarsJohannesen er í stærðfræðideild. - Ég vildi gjarnan reyna fleiri ólíka skóla, og mér líst vel á sænska kerfið með þrí- skiptum grunnskóla. Uppáhalds fögin mín í menntaskólanum eru danska, stærðfræði og félagsfræði, og seinna meir langar mig til að verða blaðamaður með hagfræði sem sérfag. Hugsanlega gæti ég orðið fréttarit- ari Börsen í Póllandi. Þar eru breytingarnar svo örar, og enginn vissi fyrir þremur árum að kauphöll yrði opnuð í Varsjá. Sem stendur legg ég áherzlu á það sem ég hef gaman af. Margir unglingar hugsa í dag um menntun þega þeir velja sér náms- braut. Mér finnst dálítið hættulegt að ein- skorða sig, því alltaf má fá viðbótarmennt- un. - En þetta fer að sjálfsögðu einnig eftir meðaltali einkunna hjá hveijum og einum. Hjá mér er það 10,8 (innskot: á einkunna- skala 13, en mjög sjaldan er gefið hærra en 11) og ég er sennilega dálítið metnaðar- gjarn. Ég á einfaldlega erfitt með að setj- ast niður og vinna eitthvað verkefni ilja. Fái ég lélega einkunn get ég alltaf sagt við sjálfan mig að ég hafi gert mitt bezta. - Helsingör menntaskólinn er vinstri- sinnaður skóli, en þótt ég sé frekar borgara- lega sinnaður valdi ég þann skóia að yfir- lögðu ráði. Það er uppörvandi að umgang- ast þá sem hafa aðra skoðun en þú sjálf- ur. En það getur verið erfitt að vera sá eini sem ekki tekur þátt í verkefninu !Nor- rænt dagsverk, vegna þess að ég vil ekki styðja þessi áveðnu pólitísku markmið. - Ég er mjög' mikill einstaklingshyggju- maður og get ekki markað mér bás. Ég er félagi í skákklúbb, leik á saxófón í stór- sveit menntaskólans, og get vel hugsað mér að drekka mig fullan við hátíðleg tæki- færi - en það getur enginn sagt mér að ég eigi að gera það. Samtalið birtist upphaflega í Helsingör Dagblad, 28. september 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.