Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 fclk í fréttum AST Liam Neeson og Brooke Shields eyða miklum tíma saman A Irski leikarinn Liam Neeson segir að hann hafi alltaf haft heppn- ina með sér og að hann hafí ekki þurft að hafa mikið fyrir því að fá góð hlutverk í kvikmyndum. Eftir háskólanám á írlandi ætlaði hann sér að verða kennari en eftir að hafa sótt um starf hjá litlu leikfé- lagi á írlandi varð ekki aftur snúið. Ein af kvikmyndum hans er vænt- anleg í kvikmyndahús á næstunni og ber hún nafnið „Shining Thro- ugh“ þar sem hann leikur á móti Melanie Griffith. Þá leikur hann á móti Andie McDowell, sem lék m.a. í Green Card, í nýrri mynd Ruby Cairo sem kemur út nú í sumar. Liam hefur aldrei verið giftur en hefur verið orðaður við nokkrar af stjörnunum í Hollywood. Meðal þeirra, sem hann hefur á vingott við eru Julia Roberts og Barbra Streisand. Nú er hann hins vegar farinn að vera með Brooke Shields og sögur fara af því að þau séu trúlofuð. Ber hún um þessar mund- ir stóran demantshring sem hann kvað hafa gefið henni. Liam vill þó ekki segja mikið um samband hans við Brooke nema að þau séu saman og að hringurinn sé ekki trúlofunar- hringur. Þau hafa samt sem áður eytt miklum tíma saman síðustu tvo mánuði, eða frá því þau kynntust. Til dæmis var hann ekki viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinnar „Shining Through" í London fyrir skömmu þar sem hann dvaldi í New York hjá Brooke. Liam Neeson og Brooke Shields hafa eytt miklum tíma saman að undanförnu og nú hefur hann gefið henni demantshring. Sigurgeir Jónasson Fagnaðarfundir við komu Bylgju til Eyja. Á myndinni er Matthías ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Pétur Sigurðsson, Ingibjörg Pét- ursdóttir, Þóra Siguijónsdóttir, Matthias Óskarsson og Óskar Matthí- asson. SKIP Nýrri Bylgju fagnað V estmannaeyj u m. Fjöldi manns fagnaði nýrri Bylgju er Matthías Óskarsson, útgerðarmaður og skipstjóri, sigldi henni til heimahafnar í Eyjum fyrir skömrpu. Nýja Bylgja var smíðuð hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Matthías festi kaup á skipinu eftir að bátur hans, Bylgja, brann í Skipalyftunni í Eyj- um síðastliðið haust. Fjölskylda Matthíasar hefur því endurnýjað flota sinn með skipum frá Slippstöð- inni því Óskar faðir hans og Sigur- jón bróðir hans sem gera út Þór- unni Sveinsdóttur tóku við nýju skipi hjá Slippstöðinni síðastliðið sumar. Fjöldi Eyjamanna fagnaði komu Bylgju til Eyja og voru Matthíasi og fjölskyldu færðar hamingjuóskir. Bylgja hefur nú hafið veiðar. Skipið er búið til togveiða og eru frysti- tæki og flökunarvélar um borð, enda er ráðgert að frysta allan afla um borð í skipinu. Grímur FATNAÐUR Nemendur fataiðndeildar Iðnskólans sýna verk sín Nemendur fataiðndeildar Iðnskólans í Reykjavík héldu nýlega sýningu á verkum sínum í Hinu húsinu. Sýningin var haldin til að vekja athygli á því starfí sem unnið er innan deildarinnar og á hæfileikum þeirra sem þar stunda nám. Meðal gesta á sýningunni voru forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sem og aðrir sem tengjast fataiðnaðinum á einn eða annan hátt. Nemgndur fataiðndeildarinnar vildu með þessari sýn- ingu benda á að klæðskurður og kjólasaumur á íslandi lifa góðu lífi, a.m.k. í Iðnskólanum. Morgunblaðið/Þorkell Mikið af áhugaverðum klæðnaði var á sýningu nemenda í fataiðndeild Iðnskólans. Myndin sýnir aðeins hluta af því sem á sýningunni var. jjjr ^ m/jft- m ' .... C. “ r Opið fyrir matargesti allar helgar frákl. 18:00- 23:30 LAUGARDAG: Berglind Björk og bláasveiflan SUNNUDAG: JAZZTÓNLEIKAR Martin van der Falk, Richard Corn, Andrea Gilfadóttir, Kjartan Valdimarsson. Icika frá kl.22-01. BORÐAPANTANIR ÍSÍMA: 68 16 61 Með breyttum anda bjóðum við þig velkominn á DANSBARINN með hljómsveitinni SÍN sem leikur í kvöld og annað kvöld. Opiðfrákl. 19.00 til kl.3.00. Snyrtilegur klæðnaður. Munið sunnudagskvöldin. Við endurvekjum gömlu Skálafells stemmninguna með hljómsveitinni SÍN. Opiðfrákl. 20.00-1.00. PÖBBINN VII) (,UI \SÁSM (,IW • SÍ\1I 33311 BINGO _________Hefst kl. 13.30____________ j Aðalvinninqur að verðmæti_________ ?| :________100 bús. kr._______________ • í! Heildarverðmæti vinninqa um ________TEMPLARAHOLLIN _________300 þús. kr._______________ ELiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.