Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 43
43 -MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Guðrún Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 17. október 1902 Dáin 3. apríl 1992 Þegar þú ert hryggur skoðaðu þá huga þinn og mundu, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Hún amma er dáin. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og skrifa um hana minningar- grein, því það er af svo mörgu að taka þegar litið er yfír farinn veg. Öll brosin, faðmlögin, glettnin og jafnvel snuprurnar, allt verður þetta að perlum í minningasjóðnum. Að koma heim á Hofsós til ömmu og afa var alveg nauðsynlegt fyrir sálina, a.m.k. einu sinni á ári. Ekki fannst manni vera komið sumar fyrr en komið var á Kárastíginn, í þetta yndislega hús, og njóta þess að þau umvefðu mann með allri sinni ást og hlýju. Finna ilminn af kleinunum, gyðingakökunum og öllu hinu góð- gætinu sem hún amma var alveg snillingur í að galdra fram og hennar húsmóðurlega eðli sagði að við fengj- um aldrei nóg af. Oft kváðu við hlátrasköll í eldhús- inu, sér í lagi þegar afi var í essinu sínu. Pjölskyldustærð var í þeirra aug- um mjög teygjanlegt hugtak, því að hjá þeim var ætíð pláss fyrir einn enn. Þegar afi var fallin frá bjó amma ein í húsinir sínu því hvergi annars staðar vildi hún enda sína ævi. Hún dó eins og hún lifði, með reisn. Það er einkennilegt að vita ^ð nú sé þessum kafla í lífi okkar lokið. Nú stendur engin amma á tröppunum á Kárastígnum þegar við komum og engin amma gengur með okkur út að hliði og veifar okkur þegar við förum. En minningarnar lifa. Ég veit að amma hefur átt góða heimkomu. Þar hafa staðið afi, Jón og Hafsteinn og boðið hana vel- komna heim. Hvíli elsku amma í friði og hafi hún þökk fyrir allt. Þó að margt hafi breyst síðan byggð var reist geta börnin þó treyst sinni íslensku móður. Hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð eru íslensku byggðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi og lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður. (Davíð frá Fagraskógi) Gunný, Dúdda og Hafsteinn. Nú er hún amma á Hofsósi dáin eftir tæplega vikudvöl á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Það er jú alltaf sárt að missa þann sem manni þykir vænt um, en þegar viðkomandi fær að fara á þann hátt sem hann hefur óskað heitast er það auðvitað huggun harmi gegn. Frá því ég man eftir mér hef ég farið á Hofsós á hveiju ári fyrir utan tvö sumur, þau sumur fannst méi' aldrei líða. Sem barn dvaldi ég alltaf allt sumarið hjá ömmu og afa á Hofsósi, þetta voru bestu stundir æsku minnar, að fá að vera svona mikið hjá þeim, svo breyttist það við unglingsárin, þá kom ég í vikuheim- sóknir, en það var alltaf jafn yndis- legj, að koma á Hofsós. Amma var mjög dugleg kona, frá því ég man fyrst eftir vann hún í frystihúsinu og þá auðvitað allan daginn meðan hún gat það, hún var mikið fyrir garðinn sinn, hafði mikið af blómurn og fann sér alltaf eitt- hvað til dundurs við að snyrta og gera fínt í garðinum. Amma á Hofsósi hét Guðrún Helga Kristín Sigurðardóttir, en var kölluð Rúna Sigurðar af vinum sin- um. Hún var fædd og uppalin á Hofsósi, þetta iitla sjávarþorp á Höfðaströndinni átti hug hennar all- an, þarna hafði hún alltaf átt heima og vildi helst ekki af bæ. Þær voru því betri en engin þær Kristín og Mæja sem eiga heima sín hvoru megin við hana, að fylgjast með því með öðru auganu hvort allt gengi ekki sinn vanagang að morgni og að kveldi, að vita af þeim var auðvit- að ómetanlegt fyrir okkur aðstand- endurna sem búum svo langt í burtu, slíkt verður aldrei fullþakkað. Á sínum efri árum var hún samt dugleg að ferðast, hafði farið nokkr- ar ferðir til Norðurlandanna til að heimsækja barnabörnin og fjölskyld- ur þeirra, svo var það seinni part sumars árið-1990 að hún kom við hér hjá okkur á Hvolsvelli með Dúddu og Sverri á leið hringinn í kringum landið, hress að vanda. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem við vorum saman og þá var mikið hlegið, hún hafði alltaf frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Minni hénnar var ótrúlega gott og gat hún því miðlað til okkar hinna sem ekki höfðum heyrt þessa gamansöguna. Þau ár sem voru henni kannski minnisstæðari en önnur voru síldar- árin á Siglufirði, þar sem hún og afi unnu bæði, frá þeim tíma heyrði ég margar skemmtisögurnar og var oft glatt á hjalla í kringum hana ömmu. Hún var mjög trúuð kona, mjög jákvæð og sjálfstæð. Á sumrin var alltaf mjög gestkvæmt á Kárastíg 3 og var eins gott að panta pláss að vori ef maður ætlaði að gista um sumarið nokkrar nætur. Mín fjögur börn fengu að kynnast ömmu á Hofsósi en hún var mjög barngóð og lagði alla tíð mikla rækt við sína afkomendui'. Svo voru ullarsokkarnir sem kornu fyrir hver jól, sem eru hér á þessu heimili uppáhalds-ullarsokkarnir, „þeir bestu“. Svo ekki sé minnst á alla þá fallegu dúka sem hún heklaði og allir hennar afkomendur eiga og auðvitað miklu fleiri, þeir eru hver öðruni fallegri. Hún hafði mjög gam- an af að hekla dúka og spá í munstur. Auðvitað er frá miklu fleiru að segja, en ég læt þessa stutta kveðju nægja. Við fráfall hennar hef ég ekki aðeins misst ömmu heldur mjög góða vinkonu sem hægt var að tala við um hluti og trúa fyrir öllu. Ég kveð elsku ömmu með þakk- læti og virðingu og bið góðan Guð að geyma hana. Glöð með glöðum varstu, göfg og ttygg á braut þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. (Magnús Markússon, „Til móður minnar“.) Katharína Sýbilla Snorradóttir. Með þessum línum viljum við kveðja elsku iangömmu. Hvert örstutt sþor var auðnuspor með þér hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Minningarnar um ömmu á Hofs- ósi eru okkur dýrmætar, en fyrst og fremst viljum við þakka þá um- hyggju og ástúð sem hún sýndi okk- ur. Megi hún hvíla í friði og ró. Langömmubörnin Steinunn, Karólína, Ása Hildur og Arnar Snævar Smárabörn. Olína Margrét, Steinn Alex, Hörður Snævar og Arnar Már Jónsbörn. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast tengdamóður minnar og Vinkonu með nokkrum orðum, nú þegar hún er látin. Andlát hennar bar snögg- lega að hinn 3. þ.m. þó að búast hefði mátt við því hvenær sem var, vegna sjúkleika hennar. Hún hét fullu nafni Guðrún Helga Kristín og var einkabarn foreldra sinna, Sigurðar Jónssonai', útvegs- bónda á Hofsósi og konu hans, Sig- ríðar Pétursdóttur. Hún var fædd á Hofsósi árið 1902-og hefði því orðið níræð á þessu ári. Hún giftist Frið- t'ik Jónssyni 28. nóvember 1921. Friðrik var einstakur maður, dugn- aður og snerpa einkenndu hann, að hvetju sem hann gekk. Hann gerði út trillubát í fjölda ára og hafði jafn- framt kindur og kýr til búdrýginda, svq nóg var að starfa og í mörg horn að líta. Friðrik var greindur atorkumaður og engum gleymist hans „húmor" og skemmtilegu tils- vör. Börn þeirra voru Marteinn, fram- kvæmdastjóri, f. 1924, kvæntur und- irritaðri. Sigríður, skrifstofumaður, fædd 1926, gift Sverri Símonarsyni, sjómanni. Jón Friðrik, f. 1929, d. 1959, Hafsteinn Ásgrímur, f. 1931, d. 1959, kvæntur Esther Ingvars- dóttur, sem nú er látin. Snorri, skip- stjórþ f. 1933, kvæntur Steinunni H. Ársælsdóttur, hárgreiðslukonu. Þá gengu þau í foreldrastað sonar- dóttur sinni Huldu Jónsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, f. 1948, gift Gunnari Stören lækni og búa þau í Osló. Afkomendurnir eru nú orðnir 62. Guðrún tengdamóðir mín var frá- bæn mannkostakona, sem ekkert mátti aumt sjá. Myndarskapurinn var einstakur og allt lék í höndum hennar. Allir í hennar stóru fjöl- skyldu og fleiri eiga fallega hluti, ptjónaða, saumaða eða heklaða, sem hún vann af listfengi og var ósínk á. Sjaldan féll henni verk úr hendi og vat' alveg ótrúlegt hverju hún áorkaði, þegar haft er í huga hvern- ig hún var til heilsunnar síðustu árin. Þar að auki virtist hún alltaf hafa tíma til bóklestrat', sem hún hafði mikið yndi af, enda nóg af allskonar bókum og rituin á heimilinu. Hún fylgdist líka af áhuga með öliu sem gerðist í þjóðlífinu og fréttnæmt var. Hún var afar félagslynd og glað- vær kona, sem hafði sérstakt yndi af að taka á móti gestum og var snillingúr í bakstri og matargerð. Guðrún tengdamóðir mín var fög- ur kona, há, grönn, beinvaxin og bar sig vel, svarthærð og brúneyg. Hún bar íslenskan búning sérstaklega vel og varð fólki starsýnt á hana á mannamótum. Engri manneskju á ég meira að þakka en henni og aldrei hefur nokk- ur skuggi fallið á vináttu okkar þau 45 ár, sem við höfum þekkst. Börn- um okkar hjóna og barnabörnum var hún einstök amma og langamma, enda elskuðu þau hana öll. Ekki fór hún varhluta af sorg og andstreymi í lífinu. Tvo syni sína missti hún í sjóinn sköntmu fyrir jólin 1959, þegar þeir reyndu að bjarga bát sínum í einhvetju mesta stórviðri, sem menn muna. Eigin- maður hennar, Friðrik Jónsson, lést í maímánuði 1978. Hin sterka trú hennar og jákvætt viðhorf til lífs og dauða, hjálpaði henni til að sigrast á sprg og erfiðleikum. Á annan áratug hefur hún búið ein í litla fallega húsinu sínu á Kára- stíg 3 á Hofsósi, umkringd blómum og fjölskyldumyndum. Hún átti mjög stóran vinahóp og fjölskyldan var mannmörg, og lét hún sér annt um alla og fylgdist ótrúlega með hvetj- um og einutn. Guðrún var trúuð kona og kirkju- rækin. Hún liafði þann fasta sið, að lesa passíusálma séra Hallgríms á hverri föstu. Hún var viss um fram- ERFIDRYKKJUR Per'an a Öskjuhlíð sími 620200 haldslífið og sú vissa létti henni sökn- uðinn, þegar hún átti á bak ástvinum að _sjá. Á sama hátt léttir það söknuðinn vegna fráfalls hennar að geta átt von á endurfundum. Blessuð sé minning góðrar og göfugrar konu. Ragnheiður Bjarman. Við andlát elsku ömmu á Hofsósi leitar hugurinn til bernskuáranna þegar við áttutn svo oft með henni ánægjustundir. Við minnumst spenn- ingsins í kringum sláturtíðina. Alltaf kom hún og stjórnaði sláturgerðinni á stóra heintilinu. Við fylgdumst með því af andakt, þegat' hún færði ilm- andi keppina upp úr stóra þvottapott- inum. Ékki var um neina smá- skammta að ræða, enda börnin sjö á Ægisstígnum öll vitlaus í góðgætið. Eitt helst tilhlökkunarefni okkar krakkanna um jólin, var jólaheim- sóknin til afa og ömmu á Hofsósi. Vegna stærðar fjölskyldunnar, varð pabbi alltaf að leigja hálfgerða rútu, sem keyrði okkur yfrum. Ekki létum við vetrarkuldann á okkur fá, enda öll í heimaptjónuðum ullarleistum frá ömmu og afa. Með tvö læri í ofninum og hlaðborð af jólabrauði, fögnuðuð þau komu okkar. Amma bað okkur í lítillæti sínu að „fyrirgefa" þessa líka stórveislu. Eftir matinn komu Steini, Lára og óli og þá var spiluð félagsvist og farið í ýmsa leiki. Seinni árin, eftir að við uxum úr “ grasi og fluttumst suður eða jafnvel til útlanda, varð tninna um jóiaheim- sóknir. Alltaf gerði amma samt sér- hvetja heimsókn að ,jólaheimsókn“ og tók á móti okkut' með tjúkandi súkkulaði ogjólabakstri, ásamtþeirri einlægu gleði, ást og umhyggju, sem alltaf einkenndi viðmót hennar. Við kveðjum elsku ömmu með söknuði en fallegu minningarnar um hana munu ylja okkur um ókomna tíð. Rúna, Gudda og Dúdda. Sýning á glæsilegu ESTEREL feliihjólhýsi um helgina. Úr litilli og hentugri kerru reisir þú notalegt ESTEREL hýsi á innan við einni mínútu. Gashitari, ísskápur, gaseldavél, geymir fyrir 12 volt, hleðslutæki tengt bílnum sem heldur ísskápnum köldum við akstur. Vagnarnir eru sérútfærðir fyrir íslenskar aðstæður; galvaniseruð undirgrind, 13" dekk, þéttilistar sem útiloka Nýkomið mikið úrval tréhúsgagna og hin eftirsóttu HERMAN sólhúsgögn, sem seldust upp í fyrra! 5. Einangrunarplast 6. 3mm þykkur krossviður 7. Plastklæðning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.