Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992
25
Listasafn íslands:
Sýning á höggmynd-
um Nínu Sæmundsson
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Nína Sæmundsson. Myndin var tekin árið 1955 er Nína sýndi
höggmyndir og málverk í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Deila heilbrigðisráðuneytis og tannlækna:
Læknar kannast ekki
við neinar kvartanir
TEITUR Jónsson formaður Tannréttingafélags íslands, kannast ekki
við að kvartanir hafi borist til félagsmanna frá Tryggingastofnun eða
áminning frá Landlæknisembættinu, vegna eyðublaða, sem fylgja um-
sóknum um greiðslur frá stofnuninni. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í fyrradag, að tannréttinga
tannlæknar fylltu ekki tilskilin eyðublöð út nema að hluta og hótaði
að svipta þá starfsréttindum ef þeir færu ekki að lögum um upplýs-
ingasskyldu til yfirvalda. Þorgrímur Jónsson tryggingayfirtannlæknir,
segir að tannréttingatannlæknar fylli ekki út umsóknir til Trygginga-
stofnunar eins og þeim beri að gera. Guðjón Magnússon deildarstjóri
í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, segir að ef samningar takist
ekki milli Tannlæknafélags Islands næstu daga muni ráðherra setja
þéim gjaldskrá er taki gildi 15. apríl eða 1. maí og aðra gjaldskrá er
nái til tannréttinga.
SÝNING á höggmyndum eftir
Nínu Sæmundsson verður opnuð
í Listasafni Islands í dag, laugar-
dag 11. apríl. Verkin eru öll í
eigu safnsins og auk þeirra verð-
ur greint frá lífi og list Nínu í
máli og myndum. Sérstaklega
verður sagt frá aðförinni að
henni þegar stytta hennar „Haf-
meyjan", sem var í Tjörninni,
var sprengd upp á nýársnótt
árið 1960, að því er segir í frétt
frá Listasafni Islands. Þar segir
ennfremur að megintilgangur
sýningarinnar sé að varpa ljósi
á þessa merku listakonu, sem
bjó um þrjátíu ára skeið í New
York og Hollywood og öðlaðist
þar frægð og frama.
Nína Sæmundsson var fædd árið
1892 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð.
Hún fór ung til Danmerkur og árið
1915 hóf hún nám við Teknisk
skole hjá Holger Grönvold, en þar
höfðu Muggur og Asgrímur Jóns-
son áður verið. Nína nam síðan við
höggmyndadeild Akademísins á
árunum 1916 til 1920. Árið 1918
var verk Nínu „Sofandi drengur"
tekið á vorsýningu í Charlotten-
berg, en þetta verk keypti Lista-
safnið síðar og er það á sýningunni.
Nína dvaldi mikið í Evrópu
næstu árin en árið 1926 var henni
boðið að sýna í Art Centre í New
York og settist hún þar að og bjó
þar næstu íjögur árin. Árið 1930
flutti Nína til Hollywodd þar sem
hún undirbjó þátttöku í samkeppni
um gerð listaverks fyrir Waldorf-
Astoria hótelið í New York og vann
hún samkeppnina með höggmynd-
inni „Spirit of Achievement" eða
„Framkvæmdahugur". Verkið var
valið úr 400 tillögum og stendur
það fyrir framan hótelið í New
York.
Auk þessarar höggmyndar við
Waldoif-Astoria hótelið eru högg-
myndir Nínu víðar. Meðal annars
er verkið „Promoþeus" í Westlake
garðinum í Los Angeles, högg-
myndin „Leifur Eiríksson" í Griff-
ith garðinum í Los Angeles og
„Móðurást" sem stendur í garðin-
um við Lækjargötu. Nína gerði
einnig höggmynd af bandarísku
leikkonunni Hedy Lamarr og var
það sýnt bæði á Heimssýningunni
í New York og á San Francisco
Fair. Á árum sínum í Bandaríkj-
unum var hún oft fengin til að
gera portrett eða bijóstmyndir af
frægu fólki og á sýningunni í Lista-
safninu eru t.d. verk af Vilhjálmi
Stefánssyni landkönnuði og danska
skáldinu H.C. Andersen. Á síðari
hluta fimmta áratugarins fór Nína
að fást við málverk og á síðustu
starfsárum hennar hafði sú iðja ýtt
höggmyndalistinni til hliðar hjá
henni.
Nína hlaut frægð og frama í
Bandaríkjunum en hlotnaðist ekki
sami frami á íslandi og átti fremur
erfitt uppdráttar, segir í frétt Lista-
safnsins. Hún lést í Reykjavík árið
1965.
Sýningin í Listasafni Islands
stendur til 17. maí næstkomandi.
„Undanfari þess að ráðherra geti
svipt nokkurn læknisleyfi er skrifleg
áminning frá landlækni og hana höf-
um við ekki fengið," sagði Teitur
Jónsson. „Ef athugasemdir koma frá
landlækni um það hvernig við fyllum
út umsóknir þá munum við biðja um
fund með honum og skýra mál okk-
ar. Við fylgjum alþjóðlegum staði og
fyllum blaðið út með ICD-númerum
og bjóðum . síðan öll frekari gögn
eftir því sem við á. Tannlæknir
Tiyggingastofnunar hefur verið í
sambandi við okkur, bæði munnlega
og skriflega og hann hefur fengið
þau viðbótargögn, sern hann hefur
beðið um. Hann hefur ekki kvartað
við okkur og er þegar farinn að af-
greiða umsóknirnar. Þessi ummæli
eru það fyrsta sem við heyrum í þá
veru.“
Þorgrímur Jónsson tryggingayfir-
tannlæknir, sagði að tannréttinga-
tannlæknar fylltu ekki út eyðublöð
til Tryggingastofnunar eins og þeim
bæri að gera. Fundur hafi verið hald-
inn með þeim og landlækni, þar sem
þeir samþykktu að fylla út eyðublöð-
in. „Þetta er ekki nógu ítarlega gert
og ekki sú útfærsla á blöðunum sem
reiknað hafði verið með og það tefur
afgreiðslu allra þeirra umsókna sem
hér bíða, en nú verður könnuð laus
á þessum vanda,“ sagði hann. „Það
hefur verið kvartað við þá og staðið
í þjarki mánuðum saman. Þetta er
liður í samningum Tryggingastofn-
unar við Tannlæknafélag íslands og
rætt í botn á fundum með þeim.“
Teitur sagði, að á fundi tannréttin-
gatannlækna með landlækni 12. des-
ember síðastliðinn, vegna eyðublað-
anna, hafi landlæknir vitnaði í lækn-
alög um að þeim bæri að nota eyðu-
blöð frá Tryggingastofnun og var
það samþykkt.
Þann 12. febrúar auglýsti Trygg-
ingastofnun frest til 15. mars til að
sækja um greiðslu vegna tannrétt-
inga og bárust 4.500 umsóknir.
Umsóknirnar ná yfir fjögurra ára
tímabil, eða tvö ár aftur í tímann og
tvö ár fram í tímann. Sagði Teitur,
að tannréttingatannlæknar hefðu
lagt nótt við dag að fylla út umsókn-
irnar eins og þeir töldu sæma. Þeir
hefðu síðan verið í sambandi við
tryggingayfirtannlækni og boðið við-
bótar upplýsingar og auk þess rætt
við hann um hvemig afgreiða ætti
umsóknirnar. Hafa nokkrar umsókn-
ir þegar verið afgreiddar.
STEINAR WAAGE
Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni,
Egilsgötu 3, sími 18519 Veltusundi, sími 21212 Kringlunni 8-12, sími 689212
Félag íslenskra fræða:
Vinnubrögðum við val þjóðminjavarðar mótmælt
STJÓRN Félags íslenskra fræða hefur mótmælt vinnubrögðum sem
viðhöfð voru við val á staðgengli þjóðminjavarðar í vikunni. Að
sögn Gísla Sigurðssonar, formanns félagsins, telur stjórnin einkum
ámælisvert að ekki hafi verið haft samráð við Þjóðminjaráð eða
starfsfólk Þjóðminjasafnsins áður en ákvörðun um að ráða
Guðmund Magnússon sem þjóðminjavörð var tekin.
„Við erum aðallega að finna að
vinnubrögðunum við þetta en tök-
um ekki afstöðu til hæfni Guð-
mundar Magnússonar til að gegna
starfinu,“ sagði Gísli í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði að sú stefna hafí
verið uppi um langt skeið að stofn-
un sem sinni rannsóknum og fræð-
um hafi nokkuð sjálfstæði um
mannaráðingar.
„Okkur finnst því eðlilegt að
haft hefði verið samráð við yfir-
stjórn safnins. Auk þess hefði átt
að ræða þetta við Lilju Árnadóttur
sem er staðgengill þjóðminjavarð-
ar samkvæmt þjóðminjalögum,"
sagði Gísli.
Hann sagði að ekki hefði verið
óeðlilegt að staðgengill þjóðminja-
varðar hefði tekið við starfinu eða
að staðan hefði verið auglýst eins
og tíðkast hafi um tímabundnar
ráðningar við Háskóla íslands.
Póstsendum samdægurs.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Stærðir: 23-35
Ath. gott fótformað
korkinnlegg með
mjúkum sóla fyrir
þreytta barnafætur.
Verð kr.
1.495,-
*l/itj4ricUc yerui vet
Z auzt ay. c0uf6&,
veiátcc tcvent
teícUa tiyyun
Opið alla daga og öll kvöld
YVYV Sigtúni 38, sími: 689000.