Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 23
23 \MORGUNBLAÐIÐ LAUGAHDAGUR'h. APRÍL 1992 Morgunverðarfundur um fiskveiðistjórnun: \ ' "3”~ Arður af nýtingu fiskistofna gæti numið 15-25 milljörðum króna -segir Ragnar Árnason prófessor Á morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gærmorgun kom fram í máli Ragnars Árnasonar prófessors við við- skipta-og hagfræðideild Háskólans að hreinn arður af skynsamlegri nýtingu fiskistofna gæti numið 15-25 milljörðum króna. „Með hreinum arði er hér átt við virðisauka umfram allan þjóðhagsiegan kostnað þar á meðal vinnulaun og fjármagnskostnað. Hreinn arður er með öðrum orðum hagnaður fyrir skatta og greiðslu fyrir aflakvóta,“ segir Ragn- ar. Fundurinn var haldinn á Holliday Inn og auk Ragnars voru frum- mælendur þeir Rögnvaldur Hannesson prófessor við Verslunarháskól- ann í Bergen og Sveinn Hjöi-tur Hjartarsson hagfræðingur LÍÚ. Yfir- skrift fundarins var „íslensk fiskveiðistjórnun: Veiðigjald eða ekki?“ í máli Ragnars kom fram að hér væru um háar tölur að ræða því þessi mögulegi arður væri af sömu stærðargráðu og allir tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja. „Áður en gengið er til verks að innheimta þessa upphæð af útgerðinni er hins- vegar vert að gæta að tvennu,“ seg- ir Ragnar. „í fyrsta lagi fer því fjarri að allur þessi arður sé til staðar nú. I öðru lagi er þess að gæta að sá hluti hans sem til staðar er fellur alls ekki í skaut útgerðarmanna einna.“ Ragnar segir að framangreindur arður, 15-25 milljarðar kr. á verðlagi ársins í ár, miðist við hagkvæma jafnstöðu þar sem fiskistofnarnir hafi verið byggðir upp í hagkvæma stærð, fiskiskipaflotinn stórlega minnkaður og tekin upp hagkvæm sókn. Af þessum þremur atriðum hafi aðeins orðið verulegur árangur í minni og hagkvæmari sókn, hitt tvennt sé að mestu ógert. Því sé aðeins fjórðungur eða fimmtungur af væntanlegum fiskveiðiarði fram- tíðarinnar til staðar nú. Rök með og á móti gjaldtöku í máli sínu rakti Ragnar Árnason nokkuð rök með og á móti veiðileyfa- eða aflagjöldum. Hann segir m.a. að ein röksemdin sem heyrst hafi fyrir veiðigjaldi sé að það sé hagkvæmara en aðrir opinberir skattar. „Það er mikið tii í því. Flestir hefðbundnir skattar skattar þar á meðal tekju- skattar, tollar og jafnvel virðisauka- skattur brengla verðkerfið og draga þannig úr hagkvæmni hagkerfisins," segir Ragnar. „Veiðigjald sem lagt er á með réttum hætti, til dæmis á kvóta-eða aflaverðmæti, er skatt- lagning á auðlindarentu. Slíkur auð- lindaskattur dregur ekki úr hag- kvæmni kerfisins. Af þessum ástæð- um virðist það vera þjóðhagslega hagkvæmt að leggja á hæfilegt kvótagjald og lækka aðra skatta, til dæmis tekjuskattinn á móti. Málið er hins vegar ekki alveg svona ein- falt. Fyrst er þess að geta að þau áhrif á hagkerfíð sem tekjuskattur- inn og önnur opinber gjöld hafa, nema ekkþ neinum stórkotslegum upphæðum. Vart er unnt að ímynda sér að þau séu meira en 5% af skatt- tekjunum sjálfum. Samkvæmt þessu er ekki eftir miklum þjóðhagslegum ábata að slægjast. Miðað við há- marksupphæð kvótagjalds er hann að öllum líkindum langt innan við 1 milljarð króna á ári.“ Ragnar nefnir einnig að síður en svo sé ólíklegt, og jafnvel líklegt, að ríkisvaldið freistaðist til að halda eftir hluta af kvótagjaldinu t.d. 5% eða meira og yki þannig skatttekjur sínar. Þá vaknaði sú spurning hvort víst væri að ríkið ráðstafaði þeim Qármunum betur en einstaklingarnir. Sterkustu rökin fyrir breyttri skiptingu fiskveiðiarðisins eru að mati Ragnars réttlætisrökin. Hins- vegar séu þær skoðanir sem fram hafa komið um að hverfa þurfi frá kvótakerfinu til að ná fram réttlátari skiptingu fiskveiðiarðsins ekki á rök- um reistar, þar sem ljóst sé að án kvótakerfis í einhverri mynd væri að öllum líkindum lítið um fiskveið- iarð til skiptanna. Aflagjald innheimt við löndun í iok máls síns greindi Ragnar frá þeim hugmyndum sem hann hefði um skiptingu fiskveiðiarðsins verði það talið nauðsynlegt að réttlætisá- stæðum að innheimta stærri hluta arðsins. „Við upphaf fiskveiðiárs í september 1993 verði tekið upp end- urbætt kvótakerfi'ásamt ákvæðum um innheimtu tiltekins hluta físk- veiðiarðsins," segir Ragnar. „Þennan hluta er unnt að innheimta með ýmsum hætti. Nærtækast virðist þó að leggja viðeigandi gjald á aflaverð- mæti sem innheimt yrði við löndun. Miðað við aðstæður þar á meðal tak- markaða greiðslugetu útgerðarfyrir- tækja um þessar mundir virðist sjálf- sagt að byija með lágt gjald en hækka það síðan í þrepum til dæmis á næstu 10 árum í það hlutfall af fiskveiðiarðinum sem að er stefnt. í þessu samhengi er rétt að ítreka tvennt. I fyrsta lagi er þýðingarmik- ið að stjórnvöld tilkynni áætlun sín fyrir fram og það hlutfall sem ætlun- in er að innheimta. Slík yfirlýsing auðveldar áætlunargerð fyrirtækja og eykur líkurnar á því að kvóti gangi kaupum og sölum á réttu verði. I öðru lagi er það afar mikilvægt að stjórnvöld taki á sig rögg og ákveði árlegan heildarkvóta með það fyrir augum að byggja upp fiskistofnana. Vel hannað kvótakerfi tryggir að leyfílegur hámarksafli er tekinn með hagkvæmasta hætti." Veiðigjald heppilegt Rögnvaldur Hannesson talaði næst á eftir Ragnari og var sam- mála um að veiðigjald í einhverri mynd væri heppilegt þar sem það ylli ekki skekkjum í hagkerfinu. Rögnvaldur segir að þótt engan veg- inn sé sjálfgefið að hið opinbera nýti arðinn af fiskveiðum betur en ein- staklingar sé það samt sín skoðun að heppilegra sé að hið opinbera hafi þá nýtingú með höndum enda sé lögbundið að fiskurinn sé eign allrar þjóðarinnar. Hvað varðar það með hvaða hætti veiðigjaldi sé komið á segir Rögnvaldur segir að það megi hugsa að kvótinn sé boðinn út. Fyrirtækin hafi þá eftir sem áður hagsmuni af því að nýta hann og jafnvel meiri hagsmuni eftir að hafa greitt fyrir hann gjald. Aflagjald þegar til staðar Sveinn Hjörtur Hjartarsson ræddi nokkuð um þróun stjórnunar á fisk- veiðum frá því að kvótakerfinu var fyrst komið á og þar til núgildandi lög voru samþykkt um áramótin 1990/1991. Hugmyndir um veiði- leyfa-eða aflagjöld hafi ekki hlotið neinn hljómgrunn innan sjávarút- vegsins þrátt fyrir að öflugir tals- menn styðji slíkan málsstað. En vísir að aflagjaldi sé þegar til staðar. „Því miður var fyrsti áfanginn að auðlind- askatti lögfestur á Alþingi nýlega," segir Sveinn Hjörtur. „í lögum uni Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins er kveðið á um að þau 12.000 tonn af þorskígildum sem sjóðnum hafði áður verið úthlutað skuli seld og afrakst- urinn af þeirri sölu renni til Hafrann- sóknarstofnunnar. Þetta er ekkert annað en auðlindaskattur og í raun óþarft að deila um það hvort eða hvenær slík leið skuli valin. Það þýð- ir hinsvegar alls ekki að menn þurfi að vera sammála þessari leið.“ Sveinn Hjörtur segir að deilurnar um auðlindaskatt séu fyrst og fremst um það með hvaða hætti sjávarút- vegurinn eigi að skila afrakstrinum til fólksins. Svo mikill ágreiningur hafi verið um þetta atriði að öll önn- ur umræða um fiskveiðistjórn hafi fallið í skuggann. „Við sem höfnum auðlindaskatti eða veiðileyfagjaldi viljum að hugsanlegur ávinningur af þeirri hagræðingu sem atvinnugrein- in nær vegna fiskveiðistjórnunar fari í að bæta afkomu greinarinnar og styrkja veika fjárhagslega stöðu hennar. Þeir skattar sem lagðir verða á atvinnuveginn verði almenns eðlis og greiddir í samræmi við afkomu en ekki fyrirfram í formi uppboðs- greiðsla eða veiðigjalds," segir Sveinn Hjörtur. „Rétt er að geta þess hér að Lögfræðistofnun Há- skóla íslands telur að uppboð á kvóta stangist á við þá grein í stjómarskrá landsins sem kveður á um lögvernd- un atvinnuréttinda." í máli Sveins kom ennfremur fram að hörð samkeppni frá ríkisstyrktum sjávarútvegi í nágrannalöndum okk- ar gerði það að verkum að íslenskur sjávarútvegur þyldi ekki að vera íþyngt með tilkostnaði sem sam- keppnisaðilar sleppa við að borga. ^egravoruvci Hgarður við Sund tre.ur nú te.ð m, um - verd hetur lækkað stórlega! kiDtavinir taka vörur sínar beint af ipöllum. Fersk kjötvara og brauðvara ,ú pökkuð í nevtendaumbuðir. ,uliorðna,sportvara snv 7 ði. búsáhöld o. fl- Urvals vara a frabæru Staðgreiðsluafsláttur af öllum vorum. jyx AIIKUG4RDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.