Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRlL 1992
27
Reuter
Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, brá páskalilju, þjóðar-
jurt Wales-búa, upp að vörum sér á kosninganóttina þegar tilkynnt-
ur var að hann hefði sigrað í sínu kjördæmi.
Kröfur um afsögn
formanns Verkamannaflokksins:
Kinnock boðar yf-
irlýsingn um fram-
tíð sína eftir helgi
London. Reuter.
SIGUR íhaldsflokksins er mikið áfall fyrir Neil Kinnock, formann
Verkamannaflokksins. Þetta er annar kosningaósigur Kinnocks
gegn íhaldsmönnum á níu árum og var því spáð fyrir kosningarn-
ar á fimmtudag að ef honum tækist ekki að vinna sigur nú myndi
honum aldrei takast það. Voru uppi háværar raddir um það innan
flokksins í gær að honum bæri að axla ábyrgð á ósigrinum og
segja af sér.
Aðstæður hafa sjaldan verið
taldar Verkamannaflokknum hag-
stæðari fyrir kosningar. Langvinn
efnahagskreppa hefur hrjáð Bret-
land og ríkti mikil óánægja meðal
almennings af þeim sökum. Flokk-
urinn hafði líka fært sig nær miðju
og kastað fyrir róða mörgum þeim
hugmyndafræðilegu kreddum sem
háð höfðu honum í síðustu kosn-
ingum. Þá þótti þaulskipulögð
kosningabarátta flokksins takast
mjög vel. Skoðanakannanir á kjör-
stöðum bentu hins vegar til að
margir kjósendur hikuðu við að
kjósa flokkinn vegna þess að þeim
væri illa við Kinnock sjálfan.
Kinnock var greinilega mjög sár
þegar hann ávarpaði stuðnings-
menn fyrir utan aðalskrifstofur
Verkamannaflokksins og viður-
kenndi ósigur sinn. Hann hvatti
hins vegar flokksmenn til að við-
halda þeim krafti og þeirri sam-
stöðu sem hefði einkennt kosn-
Samstarf NATO og Austur-Evrópu;
Samið um kennslu og þjálf-
un hermanna frá A-Evrópu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins.
FYRSTI sameiginlegi fundur yfirmanna herráða kommúnistaríkj-
anna fyrrverandi með hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins
(NATO) var haldinn í Brussel í gær. Á fundinum náðist samkomulag
um samstarfsáætlun sem m.a. gerir ráð fyrir þremur sameiginlegum
fundum á ári. Á fundi hermálanefndar NATO á fimmtudag var
valinn nýr formaður fyrir nefndina, Richard Vincent yfirmaður
breska herráðsins, hann tekur við embætti af norska hershöfðingjan-
um Vigleik Eide um næstu áramót.
Fulltrúar flestra ríkja í Mið- og
Austur-Evrópu mættu til þessa
fyrsta samstarfsfundar yfirmanna
alls herafla í Evrópu í Brussel í
gær. Fulltrúar Kazakhstan, Kírgíst-
an, Moldavíu og Úzbekistan létu sig
vanta auk .Úkraínu en fulltrúar
þeirra áttu, að eigin sögn, ekki
heimangengt vegna anna. Á fundin-
um var samþykkt að árlega yrðu
haldnir sameiginlegir fundir varn-
armálaráðherra ríkjanna og jafn-
framt sérstakir fundir yfirmanna
herráða auk þess sem hermálafull-
trúar þátttökuríkjanna kæmu einn-
ig saman til árlegs fundar.
Samkvæmt heimildum í Brussel
voru umræður á fundinum mjög
gagnlegar og samstaða um að
treysta samstarfið enn frekar.
Áhugi er á því í Mið- og Austur-Evr-
ópu að yfirmenn og óbreyttir her-
menn úr heijum þeirra fái þjálfun
og kennslu innan aðildarríkja
Samstarf Norðmanna og Rússa:
Kortleggja geisla-
meng-un í Barentshafi
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaiitara Morgunblaðsins.
NORSK og rússnesk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að
kortleggja geislamengun í Barents- og Karahafi og munu vísinda-
menn beggja þjóða vinna að því í sumar.
í framhaldi af hruni kommúnism-
ans í Sovétríkjunum sálugu hafa
birst fregnir af því að geislavirkum
úrgangi hafi verið kastað í sjó und-
an Rússlandsströndum. Fregnirnar
hafa komið sem reiðarslag fyrir
sjávarútveginn þar sem rík fiskimið
eru á þessum slóðum og finnist
geislavirkni í fiski úr Barentshafi
hefði það líklega afar slæm áhrif á
sölu norskra sjávarafurða.
Með rannsóknunum er ætlunin
að komast að því hvort geislameng-
un sé fyrir hendi í Barents- og
Karahafi og þá hvaða afleiðingar
hún kunni að hafa í för með sér. í
dag höfum við enga hugmynd um
hugsanlega mengun, sagði fulltrúi
umhverfisráðuneytisins í samtali
við Aftenposten í vikunni.
Rannsóknin hefst líklega i næsta
mánuði og verða rússnesk skip not-
uð til mælinga en um borð í hveiju
þeirra verður sameiginleg sveit
rússneskra og norskra vísinda-
NATO og að sama skapi að sér-
fræðingar frá aðildarríkjum NATO
sinni þjálfun austur þar. Rætt er
um að uppfræða þurfi kommúnista-
herina fyrrverandi m.a. um hlutverk
hersins í lýðræðisþjóðfélagi og þau
verkefni sem eðlilegt er að fela
honum.
Fulltrúar NATO lýstu áhyggjum
sínum vegna þeirra tafa sem orðið
hafa á flutningum kjarnavopna inn-
an Sovétríkjanna fyrrverandi til
Rússlands. Fulltrúi Rússa fullviss-
aði fundarmenn um að engin
ástæða væri til að óttast, málið
væri í góðum höndum. Fulltrúar
Eystrasaltsríkjanna beindu þeirri
spurningu til Rússa hvenær þess
væri að vænta að þeir færu burt
með heri sína úr ríkjunum og beindu
þeim tilmælum til NATO að banda-
lagið tæki að sér að fylgjast með
brottflutningi herjanna þegar þar
að kæmi. Fulltrúi Rússlands sagði
að ekki yrði hægt að flytja herina
frá Eystrasaltsríkjunum vegna mik-
illa flutninga hermanna frá öðmm
heimshlutum til Rússlands, ókleift
væri að taka á móti öllum þessum
fjölda á skömmum tíma. Hann vís-
aði jafnframt á bug hugmyndum
um eftirlit á vegum NATO þar sem
um væri að ræða mál sem varðaði
tvíhliða samskipti Rússlands við
Eystrasaltsríkin.
Fulltrúar íslands á fundinum
voru Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
sendiherra og fastafulltrúi, Bene-
dikt Ásgeirsson úr fastanefnd ís-
lands hjá NATO og Arnór Sigur-
jónsson frá varnarmálaskrifstofu.
ERLENT
ingabaráttuna og sagðist ekki vera
í neinum vafa um að það myndi
takast. Hann sagði meirihluta
stjórnarinnar veikan og myndi
Verkamannaflokkurinn veita
henni harða andstöðu.
Aðalskrifstofa Verkamanna-
flokksins sendi síðan síðdegis út
stutta tilkynningu frá Kinnock þar
sem hann segist ætla að ráðfæra
sig við samstarfsmenn sína um
helgina varðandi viðbrögð við
kosningaúrslitunum. „Ég mun
gefa út ítarlega yfirlýsingu á
mánudaginn,“ sagði Kinnock.
Fræðilega séð er samkvæmt
lögum flokksins einungis hægt að
skipta um formann á landsfundi
en liann verður haldinn í Black-
pool í október. Flestir búast við
því að ef Kinnock láti af embætti
muni John Smith, fjármálaráð-
herra í skuggaráðuneyti flokksins,
taka við en Gordon Brown, sem
er Skoti líkt og Smith, er einnig
oft nefndur til sögunnar.
SAS:
Horfur á
stórtapi
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun,
fréttaritara Morgnnblaðsins.
HORFUR eru á, að enn verði
stórtap á rekstri SAS-flugfé-
lagsins á þessu ári og spá því
sumir, að það geti numið um
15 milljörðum ÍSK.
Eftir hörmulega útkomu á
síðasta ári sögðu forsvarsmenn
fyrirtækisins, að þróuninni
hefði verið snúið við og yrði
reksturinn í jafnvægi á þessu
ári. Reyndin er allt önnur og
ástæðan er mikil farþegafækk-
un. Hefur SAS brugðist við
þessu með því að krefjast 10%
launalækkunar hjá flugmönn-
um og öðrum flugliðum en kja-
rasamningar hefjast 21. apríl.
Samtök danskra flugmanna
segja, að tölur um afkomu SAS
séu skelfilegar og trúa ekki
yfirlýsingum SAS-forystunnar
um að engum verði sagt upp í
ár, aðeins fækkað með því ráða
ekki í stað þeirra, sem hætta.
Sagði formaður flugmanna-
samtakanna, Eigil Kragh, í við-
tali við danska útvarpið, að lík-
lega væri engin önnur leið til
að losná við Jan Carlzon og
hirðina hans en að selja SAS
til Lufthansa.
UM HELGINA:
Opið laugardag 10-16
Opið sunnudag 12-16
NÝKOMIN SENDING AF
GLÆSILEGUM
GÓLF- OG VEGGFLÍSUM
Stórhöfða 17, við Gullinbrú
sími 67 48 44
BILASYNINGIDAG KL. 10-14
Komið og skoðið 1992 árgerðirnar af MAZDA !
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50 .