Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN JVIegi betra lidið sigra KEFLVÍKINGAR og Valsmenn leika fimmta og síðasta úrslita- leikinn um íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik i'dag. Leik- urinn verður í Keflavík og hefst kl. 16. Hvort lið hefur sigrað í tveimur leikjum og því er leik- urinn í dag hreinn úrslitaleikur. Ef fyrri leikir liðanna í úrslita- keppninni eru skoðáðir má sjá að liðin virðast vera mjög svipuð. Keflavíkingar sigr- Skúli Unnar uðu í fyrsta Og Sveinsson fjórða leik en Vals- skrifar menn í öðrum og þriðja. Bæði lið hafa leikið hitt grátt á þeirra eigin heimavelli, Valsmenn unnu með 28 stigum í Keflavík en ÍBK með 22 stigum í Valsheimiiinu. Keflvíkingar hafa gert 342 stig í leikjunum fjórum en Valsmenn aðeins þremur stigum minna, eða 339. Keflvíkingar unnu báða leiki sína með 22ja stiga mun en Vals- menn með 13 og 28 stiga mun. Ef leikirnir tveir í Keflavík eru skoðað- ir þá hafa leikmenn ÍBK gert 173 stig en Valsmenn 179, eða sex stig- um meira. Hefðin vegur þungt Það eru sjálfsagt flestir sem bú- ast við sigri Keflvíkinga í dag, og það er margt sem bendir til þess að þeir hampi íslandsbikarnum. Það sem ef til vill vegur þyngst er hefð- in sem Keflvíkingar hafa á bak við sig. Þeir hafa verið í fremstu röð undanfarin ár og þeir vita hvað það er að vinna. Valsmenn eru hins vegar í fyrsta sinn í langan tíma í slíkri aðstöðu. Þegar þeir urðu síð- ast íslandsmeistarar árið 1983, þegar Tim Dwyer lék með þeim, var Tómas Holton reyndar byijaður að leika með meistaraflokki en var ekki í lykilhlutverki. Auðvitað má segja sem svo að þetta geti komið Val tii góða, leik- menn séu orðnir langeygir eftir titli og ætli sér að nýta tækifærið sem þeir fá í ár. Reyndar má benda á að tækifærið sem þeir fá nú kemur öllum á óvart og þeim sjálfum einn- ig. íjálfari þeirra sagði eftir einn leikinn að þeir væru búnir að ná lengra en þeir bjuggust við. Hvort það virkar hvetjandi eða letjandi á þá er ómögulegt að segja um, en þeir hafa sýnt að þeir geta unnið á Suðurnesjum, hafa unnið tvo leiki af fjórum þar að undanförnu, og það gera ekki mörg lið á íslandi. Alltopið Ef leikurinn í dag spilast svipað og hinir leikirnir getur allt gerst. Margir hafa bent á að Keflvíkingar séu með betri mannskap, breiddin sé meiri, en ef leikurinn spilast svip- að og verið hefur þá breytir það ekki miklu. Valsmenn hafa getað notað sterkustu leikmenn sína eins og þeir hafa viljað því villur hafa verið fáar og þeir því ekki misst leikmenn útaf. Ég held að það sé ósk flestra körfuknattleiksunnenda að leikur- inn í dag verði jafnari en fyrri leik- ir. Nú eru liðin jofn og aðeins einn leikur eftir þannig að bæði lið munu leggja allt í sölurnar. Vonandi sýna þau sitt besta og megi betra liðið sigra. Fjórir fyrstu úrslitaleikir islandsmótsins i körfuknattleik 1992 70/37 Víti 93/66 85/22 3ja stiga 81/19 155 Fráköst 150 99 (varnar) 103 56 (sóknar) 47 37 Bolta náð 40 62 Bolta tapað 47 48 Stoðsendingar 80 Morgunblaöið/Einar Falur Franc Booker, Val, og Jonathan Bow, ÍBK, verða í eldlínúnni í dag eins og í fyrri leikjum liðanna í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. BADMINTON / EVROPUMOTIÐ Tryggja Broddi og Ámi Þór sér ólympíusæti? hfám FOLK ■ VINNIE Jones meiddist í leik Chelsea gegn West Ham í ensku 1 deildinni í knattspyrnu um síð- ostu helgi, en verður með gegn Leeds á Elland Road í dag. I ANDY Townsend, fyrirliði Chelsea, kemur aftur inn eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. ■ TONY Dorigo, bakvörður Leeds, segir að liðið verði að sigra í síðustu fimm leikjunum til að eiga möguleika á titlinum. ■ STEVE Hodge, sem hefur ver- ið varamaður Leeds í síðustu þrem- ur leikjum, hefur gert fjögur mörk í síðustu þremur leikjum með vara- liðinu og verður sennilega með. I SIMON Rodger verður ekki með Crystal Palace gegn Arsenal. ■ PETER Shirtliff verður eki Sheffield Wednesday gegn ^lanchester City, sem leikur án Nialls Quinns. ■ LIVERPOOL hvíldi sex fasta- menn í síðasta leik vegna undanúr- slitaleiksins gegn Portsmouth á mánudaginn og lýkur eru á að lykil- menn eins og Mark Wright, John Barnes, Ian Rush og Steve Nicol verði ekki með gegn Aston Villa. ■ CARL Tiler og Stuart Pearce verða ekki í byrjunarliði Notting- ham Forest vegna meiðsla, þegar liðið leikur til úrslita gegn Manc- hester United í deildarbikarkeppn- «<*ni á morgun. ■ FJÓRIR leikmenn Rauðu stjörnunnar verða í banni, þegar liðið mætir Anderlecht í síðustu umferð í átta liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða á miðvikudag- inn. Rauða stjarnan er stigi á eft- ir Sampdoria, sem verður án þriggja fastamanna, þegar liðið ^frikur gegn Panathinaikos í A- riðli, en efsta liðið leikur til úrslita. BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson geta tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleik- ana í Barcelona i sumar með því standa sig á Evrópumótinu í badminton, sem hefst í Edin- borg í Skotlandi á morgun. roddi er inni í einliðaleik á síð- asta lista Alþjóða badminton- sambandsins og saman eru þeir inni í tvíliðaleik, en standa tæpt og hafa Iækkað frá síðasta lista. Broddi er í fjórða neðsta sæti á list- anum, en í tvíliðaleik er eitt par fyrir neðan þá. Næsti listi verður gefinn út á miðvikudaginn, en síð- asti listinn í byijun maí og verða þá mót út apríl tekin með í reikning- inn. „Það má ekkert út af bregða," sagði Broddi við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ef okkur gengur vel í Edinborg ættum við að vera á grænni grein, en við mætum meðal annars Austurríkismönnum, sem eru helstu keppinautar okkar um sæti á Ólympíuleikunum." Broddi sagði að aðalatriðið væri að tapa ekki fyrir mönnum, sem væru fyrir neðan þá á listanum. „Það má ekki gerast, en í stöðunni væri best að sigra menn, sem eru fyrir ofan okkur.“ Félagarnir stóðu sig vel á móti í Hollandi um síðustu helgi og léku til úrslita í tvíliðaleik. Það mót er ekki inni í útreikningi síðustu stiga- töflu, en verður tekið með í næstu. „Það hjálpar okkur líka að nokkrir af helstu keppinautum okkar hafa tekið þátt í síðasta móti sínu,“ sagði Broddi. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Alfreð Þor- steinssyni, varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins: Á íþróttasíðu Mbl. fimmtudaginn 9. apríl er greint frá bréfi, sem Markús Örn Antonsson borgarstjóri ritaði stjórn Handknattleikssam- bands íslands varðandi breytingar á Laugardalshöl til að stuðla að því að HM í handknattleik geti farið fram á íslandi. Framtak borgarstjóra er lofsvert, en að ósekju hefði Mbl. mátt greina frá því, að á borgarstjórnarfundi 2. apríl sl. flutti undirritaður tillögu um sama efni, sem gengur öllu lengra að því leyti, að þar er gert ráð fyrir viljayfirlýsingu borgar- stjórnar í málinu. Að ósk 1. borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins var tillögunni fre- stað til næsta borgarstjórnarfund- ar. Undirritaður hefur lengi verið þeirrar skoðunar, að Reykjavík ætti að vera aðalvettvangur HM og flutti tillögu um það efni í borgarráði fyrir 2-3 árum. Það er ekki einungis HM 1995, sem hvetur til þess, að ráðist verði í stækkun áhorfendarýmis í Laug- ardalshöll. Á næsta ári hefst Evr- ópukeppni í handknattleik, sem hefur það í för með sér, að leikið verður heima og heiman. Því má búast við, að núverandi áhorfenda- rými sé of lítið, því að meiri spenna fylgir landsleikjum í Evrópukeppni en venjulegum vináttulandsleikjum. Undirritaður mun beita sér fyrir því á vettvangi borgarmála, að nauðsynlegum breytingum á Laug- ardalshöll verði hraðað með tilliti til þessa, og fagnar nýjum banda- manni í baráttu fyrir bættri íþrótta- aðstöðu, þar sem nýi borgarstjórinn er. BLAK Islands- meistarar ÍS í blaki karla 1992 Á myndinni eru Is- landsmeistarar ÍS í blaki karla 1992. Aft- ari röð frá vinstri: Arngrímur Þorgríms- son, Karl Valtýsson, jÓskar Aðalbjarnar- son, Guðbergur Ey- jólfsson og Jón Árna- son. Fremri röð frá vinstri: Einar Sig- tryggsson, Viggó Sig- steinsson, Þorvarður Sigfússon fyrirliði, Guðmundur Helgi Þorsteinsson og Páll Svansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.